Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800* kr.
þegar bókað er á www.icelandair.is
www.icelandair.is
Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
19
89
0
01
/2
00
3
*Innifalið: Flug og flugvallarskattar
VERJANDI Péturs Þórs Gunnars-
sonar, fyrrverandi eiganda Gallerís
Borgar, krafðist þess í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær að ákæru gegn
honum í svokölluðu málverkafölsun-
armáli yrði vísað frá dómi. Málinu
var frestað til 28. janúar en þá þarf
verjandinn að leggja fram greinar-
gerð kröfu sinni til stuðnings.
Málið var þingfest í gær en ekki
kom til þess að Pétur Þór yrði kraf-
inn um afstöðu til ákærunnar. Jónas
Freydal Þorsteinsson, sem einnig er
ákærður en fyrir mun minni sakir,
mætti ekki fyrir dóminn en hann er
búsettur í Kanada. Þeir hafa báðir
lýst yfir sakleysi sínu.
Ákært er fyrir falsanir á 103 lista-
verkum en alls var 181 myndverk til
rannsóknar hjá lögreglu. Jón H.
Snorrason, yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra,
segir að rannsóknin hafi kostað emb-
ættið á bilinu 40 til 50 milljónir
króna, þar af sé kostnaður vegna að-
keyptrar sérfræðiþjónustu um 20
milljónir.
Telur hann þetta vera dýrustu og
umfangsmestu lögreglurannsókn
sem gerð hefur verið hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun þetta einnig vera um-
fangsmesta málverkafölsunarmál
sem komið hefur upp í Evrópu að því
er varðar fjölda mynda og höfunda.
Í fréttatilkynningu frá ríkislög-
reglustjóra kemur fram að rann-
sóknin hafi verið óhemju tímafrek en
að henni hafi komið um tugur starfs-
manna hjá lögreglu á Íslandi auk
þess sem leitað hafi verið til lögreglu
í Danmörku og á Bretlandi vegna
einstakra þátta málsins. Þá hafi ell-
efu íslenskir sérfræðingar, utan raða
lögreglu, komið að rannsókn málsins
og um tugur erlendra sérfræðinga
sem flestir starfa hjá erlendum
rannsóknarstofnunum eða söfnum.
Síðasta kæran í desember 2002
Í samtali við Morgunblaðið eftir að
honum var birt ákæra sagðist Pétur
Þór Gunnarsson ætla að krefjast frá-
vísunar, m.a. á grundvelli þess að
rannsókn málsins hefði dregist úr
hófi. Jón H. Snorrason segist ekki
vilja tjá sig um þessi ummæli en
bendir á að fyrstu kærur í málinu
hafi borist árið 1997, þegar kært var
vegna 28 myndverka. Síðasta kæran
hafi borist um fimm árum síðar, í
desember árið 2002.
Pétur Þór var ákærður sumarið
1998 vegna þriggja málverka. Að
sögn Jóns barst um tugur kæra eftir
að ákæran var gefin út og eftir dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur 5. mars
1999 hafi um 49 kærur borist. Í nóv-
ember sama ár kvað Hæstiréttur
upp dóm og fljótlega eftir það hafi
verið kært vegna á hátt í tuttugu
verka.
Í janúar 2001 hafi danska lögregl-
an síðan sent um 60 myndir til rann-
sóknar á Íslandi. Það hafi því liðið
innan við ár frá því að um helmingur
myndverkanna var kærður til lög-
reglu og þar til ákæra er gefin út og
flestar séu kærurnar innan við fjög-
urra ára gamlar.
Málverkafölsunarmálið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
Kostnaður við rann-
sóknina 40–50 milljónir
Dýrasta og umfangsmesta rann-
sókn íslenskrar lögreglu
FYRSTA meinta brotið sem ákært
er fyrir var framið árið 1990 en hið
síðasta árið 1999, tveimur árum eftir
að fyrsta kæran barst lögreglu.
Ákært er vegna 103 myndverka sem
ýmist voru fölsuð, málað var yfir
myndverk annarra höfunda og þau
merkt með nöfnum þekktra lista-
manna. Í öðrum tilvikum var mynd-
verk óþekktra höfunda merkt sem
verk annarra eða eftirmyndir seldar
sem frummyndir.
Meirihluti verkanna sem ákært er
fyrir er eignaður Svavari Guðna-
syni, alls 65 myndverk. Sami kaup-
andinn var að þeim flestum, eigandi
Galleri Leif Jensen í Kaupmanna-
höfn, sem keypti samtals 58 mynd-
verk. Í ákæru er ekki getið um verð-
mæti þessara myndverka.
Málverkin 45 sem seld voru öðrum
kaupendum eru eftir marga helstu
listamenn þjóðarinnar en alls nam
söluverðmæti þeirra tæplega 13
milljónum króna. Pétur Þór er
ákærður vegna sölu á 35 málverkum
en Jónas Freydal Þorsteinsson
vegna sölu á níu málverkum. Þá eru
þeir ákærðir fyrir að selja eitt verk-
anna í sameiningu.
Ekki kært vegna 68 myndverka
Í fréttatilkynningu frá ríkislög-
reglustjóra kemur fram að 181
myndverk voru til rannsóknar
vegna gruns um fölsun og fjársvik
vegna þeirra. Kærur bárust frá 38
einstaklingum og átta fyrirtækjum,
bæði hér á landi og erlendis. Í tæp-
lega helmingi tilvika er krafist bóta.
Ekki var ákært fyrir 68 myndverk
og eru mál vegna þeirra látin niður
falla. Í fréttatilkynningu ríkislög-
reglustjóra kemur fram að í 63 til-
vikum leiki vafi á að myndverkin séu
eftir þá listamenn sem þau eru eign-
uð með áritun. Ekki liggi þó fyrir
gögn sem séu nægjanleg eða líkleg
til sakfellis.
Í fimm tilvikum þykir ljóst að kær-
urnar voru tilefnislausar. Kærur
vegna sjö verka hafi verið dregnar
til baka meðan rannsókn stóð yfir.
Flest verkin eignuð
Svavari Guðnasyni
!
"
#
$
"
%& #
"
JÓNAS Freydal Þorsteinsson seg-
ist í yfirlýsingu sem hann sendi
Morgunblaðinu vera þess fullviss
að þau níu listaverk sem hann er
ákærður fyrir að hafa ýmist falsað
eða látið falsa séu ekki falsanir.
Þau séu í raun eftir þá listamenn
sem verkin eru eignuð.
Jónas er m.a. sakaður um að
selja vatnslitamynd sem málverk
Nínu Tryggvadóttur á uppboði
Gallerís Borgar í febrúar 1995.
Þrír listfræðingar sem lögregla
hafi rætt við hafi haldið því fram að
myndin væri ekki máluð af Nínu
Tryggvadóttur. Hafi Ólafur Ingi
Jónsson m.a. sagt að teikningin
væri í engu samræmi við verk
hennar og Una Dóra Copley talið
útilokað að Nína hefði málað eins
ský og sjáist á myndinni.
Þegar kassi frá Erlendi Guð-
mundssyni í Unuhúsi, sem var inn-
siglaður árið 1967 hafi verið opn-
aður í Landsbókasafninu í janúar
2000 hafi hins vegar komið í ljós
vatnslitamynd eftir Nínu sem svip-
aði mjög til myndarinnar sem Jón-
as er ákærður fyrir að hafa falsað
eða látið falsa. Myndin sem var í
kassanum var birt á forsíðu Les-
bókar Morgunblaðsins hinn 5.
febrúar 2000 og eru þær báðar
birtar á síðunni.
Jónas gerir einnig verulegar at-
hugasemdir við rannsókn efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra og segir hana m.a. brjóta
gegn lögum um meðferð opinberra
mála, stjórnarskrá Ísland og al-
mennum mannréttindum. Þá hafi
verið brotið gegn dönskum lögum
um réttarstöðu sakbornings en
hann kveðst hafa átt lögheimili í
Danmörku þegar sum hinna
meintu brota áttu sér stað og þau
hafi jafnframt beinst gegn dönsk-
um fyrirtækjum. Þá hafi ríkislög-
reglustjóri ekki sinnt þeirri skyldu
sinni að rannsaka einnig þá þætti
sem kunni að leiða til sýknu.
Vatnslitamynd sem er merkt með upphafsstöfum Nínu Tryggvadótt-
ur. Jónas Freydal Þorsteinsson segir að hann sé ranglega ákærður
fyrir að falsa eða láta falsa. Myndin sé alls ekki fölsun heldur hafi
Nína í raun málað hana.
Segir málverk-
in vera ófölsuð
Mynd eftir Nínu Tryggvadóttur
sem var á bréfi til Erlends í Unu-
húsi. Bréfið var meðal muna sem
kom upp úr kassa sem var inn-
siglaður árið 1967 og ekki opn-
aður fyrr en í janúar 2000.
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær rík-
ið af kröfum fyrrverandi kennara við
Menntaskólann á Laugarvatni í máli
þar sem deilt var um gildi starfsloka-
samnings sem skólameistari
menntaskólans og kennarinn gerðu
með sér. Með dómi sínum hnekkti
Hæstiréttur dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur, sem taldi samninginn
skuldbindandi og ríkinu bæri að
greiða kennaranum rúmar 5 milljón-
ir króna.
Í samningnum var tekið fram að
kennarinn léti af starfi við skólann
og skólinn greiddi honum fullnaðar-
bætur vegna starfslokanna með ein-
greiðslu. Tekið var fram að samning-
urinn fjallaði ekki um venjuleg
starfsmannamál, væri ekki launa-
samningur eða útfærsla á veikinda-
rétti, heldur bótagreiðslur við starfs-
lok, rúmar 5 milljónir króna, sem
greiða skyldi í einu lagi og jafngilti
24 mánaða launum kennarans en við
samningsgerðina hefði vottorð um
starfshæfni hans legið fyrir. Þá var
samningurinn ekki reistur á því að
um væri að ræða uppsögn af hálfu
skólans.
Af hálfu ríkisins var ekki talið að
samningurinn væri skuldbindandi
þar sem ekki hefði verið fengin fyrir
honum formleg heimild og ekki hefði
verið leitað eftir heimild í fjárauka-
lögum fyrir árið 2001 eða fjárlögum
fyrir árið 2002. Hæstiréttur féllst á
þetta, og sagði að báðum aðilum
samningsins hefði mátt vera þetta
ljóst, en þeir nutu aðstoðar lög-
manna. Þá segir að fyrir liggi að fjár-
laganefnd Alþingis hafi ekki veitt
heimild fyrir samningnum í fjár-
aukalögum 2001 eða fjárlögum 2002
og því væri starfslokasamningurinn
óskuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Lögmaður kennarans var
Ragnar H. Hall hrl. en áfrýjanda,
ríkisins, Guðrún M. Árnadóttir hrl.
Starfsloka-
samningur
skuldbatt
ekki ríkið
♦ ♦ ♦
BAUGUR Ísland, sem er hluti af
Baug Group hf., hefur selt frá sér
rekstur Babysam á Íslandi. Baby-
sam er sérverslun með barnavörur
ættuð frá Danmörku en þar í landi
eru reknar um 30 slíkar verslanir.
Nýir eigendur Babysam eru Her-
dís Jónsdóttir og Sverrir Þorsteins-
son en þau stofnuðu og ráku áður
verslunina Intersport sem í fyrra var
seld til Kaupáss hf.
Herdís, sem tók við versluninni í
gær, sagði að sér litist vel á verk-
efnið. „Við ætlum okkur að gera
góða búð betri og við sjáum tækifæri
í þessum geira.“ Hún segir að búðin
sé ekki svo ólík Intersport að því
leyti að hún selji sín eigin vörumerki
og annarra í bland og úrvalið sé mik-
ið og breitt. „Við erum að kaupa heil-
steypta hugmynd. Viðskiptavina-
hópurinn er líka sérstaklega
skemmtilegur,“ sagði Herdís.
Jón Björnsson, framkvæmdastjóri
Baugs Íslands, segir aðspurður að
ástæða sölunnar sé ekki sú að versl-
unin hafi ekki staðið undir sér, held-
ur sé salan liður í því að auka áherslu
Baugs Íslands á færri og stærri
verslunareiningar.
„Þetta var ákveðið tilraunaverk-
efni. Okkur varð ljóst að þetta fyr-
irtæki myndi henta betur einstak-
lingum eða fjölskyldu. Babysam-
verslunin er frekar lítil eining á
okkar mælikvarða og við viljum frek-
ar einbeita okkur að stærri einingum
okkar,“ segir Jón og á þar við fram-
rás Topshop og Debenhams. Jón
segir að með í kaupunum hafi fylgt
einkaleyfi til að opna fleiri búðir af
sömu tegund hér á landi.
Baugur sel-
ur Babysam