Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 8

Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjarnám í boði í námsráðgjöf Námið og stétt- in eru í sókn JÓNÍNA ÓlafsdóttirKárdal er verkefnis-stjóri fjarnáms í náms- og starfsráðgjöf sem nú er boðið upp á hjá Háskóla Íslands. – Segðu okkur aðeins frá aðdragandanum. „Nám í námsráðgjöf hefur verið í boði frá árinu 1990 sem árs viðbótarnám á meistarastigi og er ætl- að grunnskóla- og fram- haldsskólakennurum og þeim sem hafa BA-próf í sálfræði eða uppeldis- og menntunarfræði. Sannast hefur hversu mikilvægt það er að hafa menntaða námsráðgjafa á öllum sviðum skólastarfsins og jafnframt í atvinnulífinu í starfsráðgjöf.“ – Hvað er þetta stór hópur? „Á tíu ára afmæli náms í náms- ráðgjöf útskrifaðist hundraðasti náms- og starfsráðgjafinn. Nú í vor verða þeir orðnir um 120 tals- ins. Það má því segja að það fjölgi ört í stéttinni og mjög gott til þess að vita. Áhuginn á náminu hefur reynst vera mikill. Rann- sóknir á stöðu stéttarinnar sýna að langflestir náms- og starfsráð- gjafar starfa á höfuðborgarsvæð- inu eða á Akureyri og skortur er á menntuðum náms- og starfs- ráðgjöfum á landsbyggðinni.“ – En það er að breytast eða hvað? „Náms- og starfsráðgjafar, að- standendur námsins við fé- lagsvísindadeild ásamt símennt- unarstöðvum á landsbyggðinni og aðilum eins og Vinnumálastofn- un, sáu að það var full þörf fyrir að bjóða upp á fjarnám í náms- og starfsráðgjöf. Menntamála- ráðuneytið og Vinnumálastofnun styrktu síðan verkefnið.“ – Og nú er fjarkennslan hafin? „Já, námið hófst haustið 2001 og er skipulagt sem heildstætt fimm missera hlutanám, samtals 34 einingar. Þegar við auglýstum þetta fjarnám var áhuginn gríð- arlegur. Fjarnám getur hentað afar mörgum, ekki síst þeim sem þurfa að sækja langt í mennt- unina, t.d. til höfuðborgarinnar. Það getur verið erfitt að rífa upp fjölskylduna og flytjast búferlum til Reykjavíkur til að mennta sig. Núna er fjórða misserið að hefj- ast af fimm og sautján manns stunda fjarnámið. Um síðustu helgi vorum við með staðbundna lotu þar sem nemendurnir komu í bæinn í nokkra daga til að þreyta ákveðin verkefni.“ – Er það nauðsynlegt, er ekki hægt að ljúka náminu alfarið á Netinu? „Námið er þess eðlis að stað- bundnar lotur eru sjálfsagðar og eðlilegur hluti af því. Námslot- urnar eru yfirleitt 2–3 á misseri og sú lengsta í upphafi. Það eru vissir hlutir sem ekki er hægt að læra í gegnum Netið, t.d. viðtals- tækni og starfsþjálfun. Auk þess eykur það tengsl nem- enda við Háskólann að koma af og til suður, það tengir nemendur betur við háskóla- samfélagið. Félagslega er það einnig gott, fólk kynnist og það myndar sitt námssamfélag.“ – Dugar þessi fjöldi til að fylla þau störf sem bíða úti á vinnu- markaðinum? „HIngað til hafa umsækjendur verið mun fleiri heldur en við höf- um getað tekið á móti, bæði í staðbundna náminu og fjarnám- inu sem sannar að þörf er á nám- inu og störfum náms- og starfs- ráðgjafa í þjóðfélaginu. Fjöldi nemenda miðast við starfsþjálf- unarpláss sem í boði eru. Unnið er að því að fjölga nemendum í náminu og stefnt að því að taka 18 nemendur næst inn í stað- bundna námið. Ljóst er að eft- irspurn er eftir menntuðum náms- og starfsráðgjöfum því þá er ekki einungis að finna í skóla- kerfinu heldur og hjá vinnumiðl- unum, símenntunarstöðvum og fyrirtækjum.“ – Geturðu nefnt á hvaða hátt þessi fjölgun í stéttinni kemur landsbyggðinni til góða? „Af þeim sem eru núna í fjar- náminu eru tveir búsettir í Reykjavík. Hinir búa í öllum landshlutum. Ég get nefnt sem dæmi að á Ísafirði var einn menntaður náms- og starfsráð- gjafi, en þrír til viðbótar eru nú í námi og einn þeirra er kominn til starfa. Á Austurlandi eru tveir en nú bætast við þrír fyrir austan. Svona mætti áfram telja.“ – Hver er eiginlega fyrirmynd- in að þessu? „Fjarnám er til víða í ýmsum myndum, en við vitum aðeins af heildstæðu námsráðgjafanámi sem kennt er í Finnlandi. Við leit- uðum til þeirra til að fá góð ráð og læra af reynslu þeirra, en þurftum engu að síður að heim- færa margt og mikið upp á Ísland áður en við höfðum fullbúið okkar nám. Til merkis um að við erum í fararbroddi á þessu sviði er að okkur Guðbjörgu Valdemarsdótt- ur, lektor í greininni, hefur verið boðið að kynna fjarnámið á ráð- stefnu ACA (American Counselling Associa- tion) í Bandaríkjunum í mars nk.“ – Og hvað er um framtíðina að segja? „Námið og stéttin eru í sókn. Náms- og starfsráðgjöf er mjög þörf í flóknu upplýsingasamfélagi nútímans. Af fyrirspurnum um þetta nám merki ég að enginn skortur er á áhugasömum um- sækjendum. Stefnt er að því að bjóða upp á fjarnámið aftur að ári, haustið 2004, og í undirbún- ingi er að bjóða upp á meistara- nám í greininni.“ Jónína Ó. Kárdal  Jónína Ó. Kárdal er fædd 8. nóvember 1966. Útskrifaðist frá KHÍ 1990 og frá HÍ með viðbót- arnám í námsráðgjöf 1995. Lauk mastersgráðu í ráðgjafar- sálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1999. Hefur verið við kennslu og námsráðgjöf á Höfn og námsráðgjafi hjá HÍ frá haustinu 1999. Í janúar skipuð verkefnisstjóri fjarnáms í náms- ráðgjöf. Maki er Þorbjörn Vign- isson. … núna í vor verða þeir 120 talsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.