Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 9
SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur-
flugvelli hóf á miðvikudag að sekta
þá sem reyna að flytja inn matvæli
með ólögmætum hætti. Í gær höfðu
nokkrir verið sektaðir en upphæðin
var ekki í ýkja há, í flestum til-
fellum nokkur hundruð krónur. Áð-
ur voru matvælin einungis gerð
upptæk en að sögn sýslumannsins
eru þessi hertu viðurlög í samræmi
við leiðbeiningar sem ríkissaksókn-
ari gaf út í fyrra.
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
gerir daglega upptæka ólöglega
matvöru sem farþegar flytja með
sér frá útlöndum. Í fyrra var heild-
armagnið 1,5 tonn og var því öllu
eytt í sorpbrennslustöð Suðurnesja.
Gróflega áætlað má gera ráð fyrir
að sektir vegna innflutningsins
hefðu numið ríflega 10 milljónum
króna.
Vonsviknir sælkerar
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir
að margir þekki ekki reglur sem
gildi um innflutning matvæla og
verði því að vonum vonsviknir þeg-
ar tollgæslan geri matvæli þeirra
upptæk. Í mörgum tilfellum sé jafn-
vel um að ræða matvörur sem séu
boðnar til sölu í verslunum hér-
lendis.
Jóhann minnir á að það sé ekki
tollgæslan sem taki ákvörðun um
hvaða matvæli megi ekki flytja inn
heldur landbúnaðarráðuneytið.
Embætti sýslumanns geti ekki lagt
faglegt mat á þær reglur sem því sé
gert að framfylgja enda búi starfs-
menn þess ekki yfir sérþekkingu á
dýrasjúkdómum.
Ástæðan fyrir því að matvæli
sem séu seld í verslunum séu gerð
upptæk á Keflavíkurflugvelli sé
væntanlega sú innflytjendurnir hafi
lagt fram tilskilin vottorð með vör-
unni. Merkingarnar á matvælum
sem ferðamenn hafi meðferðis séu
oft ekki nægjanlegar og sjaldnast
hafi þeir meðferðis gild heilbrigðis-
vottorð og leyfi til innflutningsins.
Ekki er óheimilt að flytja inn kjöt
sem sannarlega er soðið. Ef magnið
er meira en þrjú kíló þarf að greiða
aðflutningsgjöld af því sem er um-
fram.
222 ólögleg vopn
Tollgæslan mun hér eftir einnig
sekta fyrir innflutning á hand- og
fótjárnum og verður sektin 5.000
kónur. Sama sekt er fyrir að flytja
inn eftirlíkingar af skot- og egg-
vopnum. Fyrir innflutning á fjað-
urhnífum og fiðrildahnífum verður
sektin 10.000 krónur og sama sekt
er fyrir innflutning á hnúajárnum.
Ekki verður sektað fyrir eftirlík-
ingar sem án nokkurs vafa eru ein-
ungis skrautmunir enda sé ekki
hægt að nota þá í ólögmætum til-
gangi. Árið 2002 voru 222 ólögmæt
vopn gerð upptæk í tollhliðunum á
Keflavíkurflugvelli.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sektir fyrir ólöglegan
innflutning matvæla
()
* ()+
(,
(
" -
(
.
* ("+ /000
1000
1000
1000
1000
1000
200
300
400
5 HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt tvo menn á þrítugs- og fer-
tugsaldri í fangelsi fyrir tilraunir til
þjófnaðar, fjársvik og nytjastuld á
nýliðnu ári, ýmist saman eða hvor í
sínu lagi. M.a. sviku þeir út vörur,
aðallega áfengi og fatnað, fyrir rúm-
ar 50 þúsund krónur með því að
framvísa í heimildarleysi debetkorti
þriðja manns.
Eldri maðurinn var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi og til að
borga 13 þúsund kr. í bætur. Játaði
hann brot sín skýlaust en hann hefur
18 sinnum áður hlotið dóma og fjór-
um sinnum undirgengist sátt, aðal-
lega fyrir brot á almennum hegning-
arlögum og lögum um ávana- og
fíkniefni. Yngri maðurinn bar fyrst
við minnisleysi en neitaði síðan sök.
Hlaut hann eins mánaðar skilorðs-
bundið fangelsi. Hefur hann níu
sinnum hlotið dóma og fjórum sinn-
um undirgengist sættir. Gunnar Að-
alsteinsson héraðsdómari kvað upp
dóminn. Verjandi yngri mannsins
var Jón Egilsson hdl. og verjandi
þess eldri Sigurður Georgsson hrl.
Sækjandi málsins var Sigríður Elsa
Kjartansdóttir fulltrúi sýslumanns-
ins í Kópavogi.
Síbrotamenn dæmdir
fyrir svikastarfsemi
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsala
Einnig nýjar
glæsilegar vörur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
15%
viðbótarafsláttur
af öllum drögtum og kápum
Allar skyrtur á útsölunni
á 1990
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Tilboðsdagar
frá 17.-24. janúar
Sérverslun með ítalskar
vörur fyrir dömur og herra
Laugardagur 25. janúar
Auglýsendur!
Laugardaginn 25. janúar fylgir Morgun-
blaðinu tímarit um heilbrigði og lífsstíl
í 55.000 eintökum. Í tímaritinu verður
fjallað um það sem viðkemur heil-
brigðu líferni og hraustum líkama.
Tímaritið er prentað á 60 g pappír og
skorið í stærðinni 26,5 x 39,8 sm.
Skilatími
Fullunnar auglýsingar
kl. 16.00 þriðjudaginn 21. janúar
Auglýsingar í vinnslu
kl. 16.00 mánudaginn 20. janúar
Hafðu samband við auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða í
gegnum netfangið augl@mbl.is
Útsalan
er
hafin
Laugavegi 68,
sími 551 7015
Vantar þig tösku?
30% afsl. af töskum
50% afsl. af útsöluvörum
Laugavegi 58 — Smáralind,
sími 551 3311 — 528 8800
Laugavegur
Gríptu
tækifærið!
Nýtt kortatímabil
Smáralind
kvenfataverslun,
Skólavörðustíg 14,
sími 551 2509.
ÚTSALA
30-50%
afsláttur
af öllum vörum
verslunarinnar