Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 11 HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Bláa lónið hf. af tæplega 5 milljóna kr. skaðabótakröfu manns frá Taív- an vegna missis framfæranda en eiginkona hans drukknaði í Bláa lóninu árið 1999. Hélt maðurinn því fram að slysið hefði verið rakið til hættueiginleika baðstaðarins og fyrirsvarsmenn Bláa lónsins hefðu ekki farið að fyrirmælum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að grynnka lónið. Jafnframt hefðu viðvörunarmerki verið ófullkomin jafnframt sem leitin að konunni hefði verið ómarkviss. Konan var í hópi ferðamanna frá Taívan, sem fór í Bláa lónið beint af Keflavíkurflugvelli. Með í för voru íslenskur og erlendur farar- stjóri. Slysið varð þegar konan óð í lóninu ásamt vinkonu sinni, en báð- ar voru ósyndar. Höfðu þær farið út fyrir öryggislínu sem afmarkaði þann hluta lónsins sem ætlaður var ósyndum. Misstu fótanna og fóru á kaf Botn lónsins var á þessum tíma ósléttur og dýpkaði vatnið skyndi- lega þar sem þær voru staddar. Misstu þær fótanna og fóru á kaf. Þegar vinkona hinnar látnu kom úr kafi sá hún hana hvergi og kall- aði á hjálp. Starfsmaður Bláa lóns- ins tók strax eftir því að eitthvað var að og kallaði á aðra starfsmenn með því að þrýsta á neyðarhnapp. Aðrir starfsmenn þustu því á vett- vang en samkvæmt framburði þeirra gekk í fyrstu illa að fá greinilegar upplýsingar frá hópn- um um hvað gerst hafði. Mun það hafa stafað af tungumálaerfiðleik- um og því að félagar í hópnum virt- ust ekki hafa greinargóðar upplýs- ingar um atvikið. Fyrstu björg- unaraðgerðir urðu af þessum sökum ekki markvissar en fljótlega eftir að ljóst var hvað gerst hafði hófu starfsmenn og sundgestir skipulega leit í lóninu en vatnið er ógegnsætt. Lögregla og hjálpar- sveitir voru síðan kallaðar á vett- vang. Fannst hin látna loks í lóninu þegar sundgestur rak fótinn í hana. Hæstiréttur taldi ósannað að Bláa lónið hf. hefði ekki farið eftir öllum kröfum þess opinbera aðila sem fór með eftirlit með starfsemi félagsins. Þá hefði baðstaðurinn verið merktur um hættuleg svæði í afgreiðslu og búningsklefa en sér- stök öryggislína aðgreindi grynnri hluta lónsins frá þeim dýpri. Jafn- framt hefði starfsfólkið verið þjálf- að til að bregðast við hættuástandi en sérstaklega hefði verið óskað eftir því við fararstjóra og leið- sögumenn að varað yrði við hætt- um lónsins. Með framangreint í huga og þær aðstæður sem sköpuðust við upp- haf leitar að konunni þótti Hæsta- rétti ósannað að Bláa lónið og starfsmenn þess hefðu ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að slys sem þetta gerðist og reynt að afstýra því að svo færi sem fór. Með dóminum var dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 18. mars. sl. staðfestur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmaður Bláa lónsins var Jakob R. Möller hrl. Magnús Thor- oddsen hrl. var lögmaður áfrýj- anda. Bláa lónið sýknað af bótakröfu vegna dauðaslyss Ósannað að ekki hafi verið farið eftir kröfum opinberra aðila SEX manns sækja um embætti vega- málastjóra. Embættið var auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu 22. desember sl. og á starfatorgi.is. Umsóknarfrestur rann til 14. þ.m. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Birg- ir Guðmundsson, verkfræðingur, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar, Akur- eyri, Gunnar Gunnarsson, hæsta- réttarlögmaður, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar, Reykjavík, Hreinn Haraldsson, jarð- fræðingur, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Vegagerðarinnar, Reykjavík, Jón Rögnvaldsson, bygginga- verkfræðingur, aðstoðarvegamála- stjóri, Garðabæ, Sigurbergur Björns- son, rekstrarhagfræðingur, verkefn- isstjóri, samgönguráðuneytinu, Reykjavík og Þórhallur Ólafsson, tæknifræðingur, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Garðabæ. Sex sækja um embætti vega- málastjóra EINAR Gústavsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamála- ráðs Íslands í Bandaríkjun- um, var á dögunum valinn maður ársins í flokki Evr- ópuferðamála í tímaritinu Travel Agent Magazine. Tímaritið er, að sögn Einars, eitt það stærsta og virtasta í ferðamálaiðnaðinum vestan- hafs og kemur út vikulega. „Þetta er töluverður heiður fyrir mig. Í ferðamálaheim- inum hér þykir þetta hið besta mál og hef ég fengið mikil viðbrögð við þessu,“ sagði Einar. Verðlaun eru veitt fyrir ýmsa flokka og til dæmis fékk Richard Bran- son, forstjóri Virgin Atlantic, verðlaun í sínum flokki. Auk þess að vera fram- kvæmdastjóri Ferðamála- ráðs Íslands er Einar stjórn- arformaður Bandaríkjadeild- ar Ferðamálaráðs Evrópu sem er í New York-borg ásamt því að vera forseti fyrir Ferðamálaráð Norðurlandanna í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að vera nokkuð erf- itt ár fyrir þá sem stunda Evr- ópumarkaðinn hér en þrátt fyrir það hefur gengið ágætlega hjá mér. Vinnan mín fyrir Ferðamálaráð Evrópu hefur skilað miklu og starf mitt sem framvæmdastjóri Ferða- málaráðs Íslands hefur gengið giftu- samlega og fyrir það hrósa þeir mér.“ Einar hefur unnið að Íslands- kynningum í Bandaríkjunum frá árinu 1990 en um 10 milljónir manna vinna við ferðamálaiðnaðinn í Bandaríkjunum. „Það varð 25% minnkun á ferðum Bandaríkjamanna til Evrópu á síð- astliðnu ári en til Íslands var aðeins 5% minnkun þrátt fyrir að dregið hafi úr flugi Flugleiða til Bandaríkj- anna um 20%.“ Á nýliðnu ári, og fyr- ir tveimur árum, voru sýndir tveir vinsælir þættir um Ísland í banda- ríska sjónvarpinu, Good Morning America og The Today Show. „Það voru engar tilviljanir að þáttagerða- menn þessara þátta komu til Íslands. Ég lagði grunninn að því á töluvert löngum tíma. Þættirnir ollu straum- hvörfum fyrir Ísland í landkynningu vestra og urðu til þess að aðrir fjöl- miðlar tóku upp þráðinn og fóru að fjalla um landið í ríkum mæli. Þessir þættir og umfjöllunin í kjölfarið hafa breytt ímynd almennings á Íslandi í Bandaríkjunum,“ bætti Einar við. Fékk viðurkenningu í Bandaríkjunum fyrir ferðamál Einar Gústavsson var nýlega valinn maður ársins í flokki Evrópuferðamála í tímaritinu Travel Agent Magazine í Bandaríkjunum. Á árunum 1997 til 2001 voru nem- endur á framhaldsskólastigi í kring- um 20 þúsund. Fjölgunin síðastliðið haust er því veruleg breyting frá fyrri árum. Mest fjölgar nemendum í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla, um rúm- lega þúsund. 10% nemenda í fjarnámi Í fyrrahaust voru um 3.500 nem- endur skráðir í fjarnám, eða 9,8% nemenda. Það er tæp 65% fjölgun frá haustinu 2001. Aðallega er fjarnám í fjórum skólum; Kennaraháskóla Ís- lands, Fjölbrautaskólanum við Ár- múla, Verkmenntaskólanum og Há- skólanum á Akureyri. Fjöldi nemenda í fjarnámi hefur nærri sexfaldast frá haustinu 1997 þegar 610 nemendur voru í fjarnámi. NEMENDUM í háskólum á Íslandi fjölgar mest á milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rúmlega 14 þúsund nemendur stunduðu nám á háskólastigi síðastliðið haust, sem er 13,5% aukning frá fyrra ári. Nemend- ur í framhaldsskólum voru rúmlega 21.500 síðasta haust og hafði þeim fjölgað um 6,5% frá árinu áður. Haustið 2002 voru alls 35.746 nem- endur við nám í framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Fjölgaði þeim um þrjú þúsund frá árinu áður eða um 9,2% Fleiri konur í háskólum Konur eru rúm 57% nemenda í efstu skólastigum eða rúm 20 þúsund. Hins vegar stunda um 15 þúsund karlar nám eða 43% allra nemenda. Meiri munur er á hlutfalli kynjanna í háskólum en framhaldsskólum. Í há- skólum eru konur 63,5% nemenda en í framhaldsskólum rúm 53%. Þegar einstakir skólar eru skoðaðir nánar má sjá að konur eru 83,5% nemenda Kennaraháskóla Íslands en 37,3% Tækniháskólans. Karlar eru einungis fjölmennari en konur í Tækniháskólanum og Háskólanum í Reykjavík. Munurinn í HR er 8%. Fjölgun nemenda í framhaldsskól- um og háskólum milli ára nú er meiri en hefur verið frá árinu 1997. Fjölgaði í öllum háskólum landsins frá árinu 2001 nema í Tækniháskólanum. Frá haustinu 1997 hefur nemendum á há- skólastigi fjölgað um 66%.                                    !   "     # $ %   Nemendum í fram- haldsskólum og há- skólum fjölgar mikið Tæp 65% fleiri nem- endur í fjarnámi en haustið 2001 JÓN BIRGIR Jónsson, sem til skamms tíma var ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, er í fullu starfi sem starfandi stjórnarformaður hjá Farice hf. vegna lagningar sæ- símastrengs milli Íslands og Skot- lands um Færeyjar. Ekki er víst að hann hverfi aftur til starfa hjá sam- gönguráðuneytinu en hann er í sex mánaða leyfi sem ráðuneytisstjóri. Í lok nóvember var skrifað undir samning um lagningu sæsímastrengs- ins og er framleiðslan þegar komin af stað hjá ítalska fyrirtækinu Pirelli, en Jón Birgir segir að verið sé að vinna að nokkrum minni samningum. Jón Birgir segir að ekki liggi fyrir hvað taki við hjá sér að loknum fyrstu sex mánuðum ársins. „Annaðhvort held ég áfram eða fer til baka,“ segir hann en hann hefur verið ráðuneyt- isstjóri í rúm níu ár. Starfandi stjórnar- formaður Farice ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.