Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. „NÚ brosum við breitt,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður í Hlíðarfjalli ofan Ak- ureyrar, en þar hefur nú snjóað töluvert síðustu sólarhringa og ef fram heldur sem horfir verður hægt að opna skíðasvæðið í næstu viku. Guðmundur Karl sagði að um 20 cm jafnfjallinn snjór væri í fjallinu og hafa starfsmenn þar verið að troða snjóinn og ýta hon- um til í brekkunum. „Það er kom- in ágætis holufylling en þetta er enn aðeins fjarska fallegt og það verður ekki hægt að hafa opið um helgina. Það er snjór í veð- urspánni og ef það heldur áfram að snjóa erum við í góðum mál- um,“ sagði Guðmundur Karl. Þótt skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hafi ekki enn verið opnað hafa ungmenni sem renna sér á snjó- brettum verið að leika sér þar í vetur og reyndar alveg frá því í október. Brettakrakkarnir eru sérlega duglegir og láta sig ekki muna um að ganga upp brekk- urnar þegar lyftur eru ekki í gangi. Myndin er tekin við Fjark- ann, nýju stólalyftuna í gær. Morgunblaðið/Kristján „Nú brosum við breitt“ Snjóað hefur í Hlíðarfjalli síðustu sólarhringa TÍUNDA starfsár Listasafnsins á Akureyri hefst á morgun með þremur sýningum, sem bera sam- eiginlega yfirskriftina Aftökur og útrýmingar. „Sýningin fær okkur vonandi til að líta aðeins í eigin barm og skoða hlutina í víðu sögulegu sam- hengi,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins, við Morgunblaðið. Sýningin Hitler og hommarnir fjallar um út- rýmingu samkynhneigðra á nasistatímanum. „Myndlistarparið David McDermott og Peter McGough frá New York horfast þar í augu við óbærilegar staðreyndir nasistatímans og um- breyta þeim á persónulegan hátt, m.a. með því að endurgera opinberar myndir af Hitler og skrifa nöfn og númer samkynhneigðra fórnarlamba inn á myndirnar,“ segir Hannes. Aftökuherbergi samanstendur af 30 ljós- myndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda áratugnum. „Áhorfandinn fær að skyggnast inn í það rými og þrúgandi andrúmsloft sem umlykur hina dauða- dæmdu fanga. Þessi sýning var framlag Banda- ríkjamanna á Feneyjatvíæringnum 2001 og vakti mikla athygli. Hinstu máltíðir „er döpur veisla sem þó vekur upp djúpar tilfinningar,“ segir Hannes. „Hér teflir Barbara Caveng, Svisslendingur búsettur í Berlín, fram sjónrænum matseðlum dauðafanga sem mega kýla á sér vömbina áður en þeir eru líf- látnir svo fremi sem máltíðin kostar ekki meira en 50 dollara. Til hliðar við þessa innsetningu má svo draga fram skýrslur hvers fanga fyrir sig og upplifa það ferli sem fangarnir ganga í gegnum áður en stundin rennur upp. Dauðafangar verða oftast að bíða árum saman eftir aftökunni meðan mál þeirra velkjast um í dómskerfinu.“ David McDermott er fæddur 1952 í Hollywood en Peter McGough 1958 í New York. Barbara Caveng er fædd 1963 í Zürich og Lucinda Devlin er fædd 1947 Michigan-ríki í Bandaríkjunum. „Það er ekkert náttúrulegt við aftökur og út- rýmingar þar sem einvaldar hafa tekið sér það bessaleyfi að svipta heilu þjóðfélagshópana lífi. Hvort tveggja er enn stundað í ríkum mæli um víða veröld. Hver hefur leyfi til að drepa hvern og hvers vegna?“ spyr Hannes og bætir við: „Er mannúðlegra að taka fólk af lífi í rafmagnsstól í votta viðurvist heldur en að drepa það í gas- klefum útrýmingarbúða? Er betra að embætt- ismenn ákveði að myrða einhvern með köldu blóði heldur en að maður sem er reiður eða hræddur drepi einhvern í örvæntingu eða stund- arbrjálæði? Er morð á vegum ríkisins eitthvað göfugra?“ Íslendinga segir hann heldur enga engla þegar kemur að kúgun og fordómum „sem í sinni svört- ustu mynd leiddu til útrýmingarherferðar nas- ista. Barátta homma og lesbía fyrir sjálfsögðum mannréttindum fór fyrst að þokast í rétta átt eft- ir að Samtökin 78 voru stofnuð 1978. Orð yfir samkynhneigð á íslensku var t.d. ekki til fyrr en nýyrðið kynvilla birtist í Skírni árið 1922 í grein um nýjungar í læknisfræði.“ Aftökur og útrýmingar í Listasafninu Tákn sýningarinnar er einskonar afbyggður nasistafáni. Skipt var á merki safnsins og haka- krossinum; Über alles vísar til nasismans jafn- framt því sem minnt er á baráttu safnsins fyrir því að fá efstu hæð hússins til yfirráða. LITLU mátti muna að illa færi þegar fólksbifreið með tveimur mönnum innanborðs fór út af veg- inum yfir Víkurskarð í fyrrakvöld. Þeir félagar Þorvaldur Hjaltason og Sigurður Davíðsson voru á leið frá Húsavík til Akureyrar þegar óhappið varð en töluverð hálka var á veginum. „Við fengum á okkur vindhviður með þeim afleiðingum að afturendi bifreiðarinnar fór af stað. Bíllinn fór fram af vegkant- inum og stöðvaðist á syllu um 20 metrum neðan við veg,“ sagði Þor- valdur í samtali við Morgunblaðið. Þorvaldur sagði að fallið fram af sylluni hefði verið um 15 metrar til viðbótar og niður í grjót, „ en fyrir einhverja guðsmildi stoppaði bílinn á syllunni.“ Bíllinn snérist einn hring á hjólunum á veginum áður en hann fór út af. Þorvaldur sagði að bíllinn hefði runnið eina 50–60 metra eftir hlíðinni áður en hann stöðvaðist á syllunni. Hann sagði að þeim félögum hefði að vonum verið brugðið en þeir sluppu þó vel miðað við aðstæður og án teljandi meiðsla en fundu þó báðir fyrir eymslum í baki. Vel gekk að ná bílnum aftur upp en dráttarbíll dró hann með spilinu upp á veg og áfram til Ak- ureyrar, þar sem hann var óöku- fær eftir óhappið. Að sögn Þor- valdar varð atvikið um 200–300 metrum fyrir ofan afleggjarann til Grenivíkur. Þorvaldur var á leið í flug á Akureyri þegar óhappið varð en hann náði að halda för sinni áfram til Reykjavíkur í gær- morgun. Litlu munaði þegar bíll fór út af veginum yfir Víkurskarð Stöðvaðist á syllu um 20 metrum neðan við veg Skákfélag Akureyrar heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum í kvöld, föstudagskvöld, og hefst tafl- mennskan klukkan 20. Tefldar verða 3 atskákir auk nokkurra hraðskáka. Að venju eru allir velkomnir. Á sunnudaginn heldur félagið svo uppskeruhátíð fyrir fyrri hluta vetrarins þar sem verðlaun eru af- hent, auk þess sem boðið verður upp á léttar vetingar og jafnvel gripið í tafl á eftir. Hátíðin hefst klukkan 14. Í DAG Íslandsmeistramótið í listskautum verður haldið á Akureyri um helgina. Á mótinu keppa aðeins þær bestu í listskautum á Íslandi. Mótið fer fram í Skautahöll Akureyrar á laugardag milli 11 og 13 og á sunnu- dag milli 9 og 11. „Það hafa venjulega komið fjölmarg- ir áhorfendur hér á Akureyri þegar við höfum haldið sýningar. Á síðustu vorsýningu var fullt út úr dyrum og áhuginn er að aukast mikið,“ sagði Sólrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi hjá Skautafélagi Akureyrar. Á MORGUN NÝJA fjölnota íþróttahúsið á félagssvæði Þórs við Hamar, sem fengið hefur nafnið Bog- inn, verður formlega tekið í notkun á morgun, laugardag. Húsið verður opnað kl. 13.30 en formleg dagskrá hefst kl. 14.00 með ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. Eftir að bæjarstjóri hefur tekið húsið formlega í notkun munu þau Friðrik Ómar og Hera Björk taka lagið og val- inkunnir Akureyringar reyna með sér í vítaspyrnukeppni. Að lokinni formlegri dagskrá munu fulltrúar frjálsíþrótta- og knattspyrnufélaga bæjar- ins kynna íþróttir sínar fyrir ungu kynslóðinni, sem jafn- framt fær að spreyta sig. Húsið verður opið til kl. 16.00 en boðið verður upp á léttar veitingar í Hamri frá kl. 13.30. Alls bárust 48 tillögur um nafn á húsið frá 29 einstak- lingum en nafnið Boginn varð fyrir valinu á fundi íþrótta- og tómstundaráðs nýlega. Í hús- inu er löglegur knattspyrnu- völlur og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir, m.a. hlaupa- og stökkbrautir. Einnig er gert ráð fyrir að kylfingar og skot- menn geti stundað æfingar í húsinu og eldri borgarar feng- ið sér heilsubótargöngu. Boginn formlega vígður TVEIR piltar, 14 og 16 ára gamlir hafa viðurkennt við yf- irheyrslu hjá rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri að hafa staðið að 17 innbrotum síðustu daga. Töluvert hefur verið um inn- brot á einkaheimili á Akureyri að undanförnu, innbrot í bif- reiðageymslur fjölbýlishúsa þaðan sem stolið hefur verið úr ólæstum bifreiðum og í vinnu- skúra. Lögreglan hefur vegna þessa haldið uppi sérstöku eft- irliti að næturlægi og sam- kvæmt upplýsingum frá rann- sóknadeildinni leiddi þetta eftirlit til þess að tveir ung- lingar voru handteknir. Þeir voru með í fórum sínum tvenna bíllykla og bílskúrs- hurðaopnara sem stolið var úr einni bifreiðageymslunni. Viðurkenndu drengirnir að hafa farið inn á 6 einkaheimili, þar sem þeir stálu ýmsum verðmætum, 5 vinnuskúra þar sem stoflið var verðmætum verkfærum, m.a. keðjusög. Þá viðurkenndu þeir að hafa farið inn í 4 bifreiðageymslur fjöl- býlishúsa þar sem þeir stálu tveimur bifreiðum. Annarri skiluðu þeir aftur á sama stað, en hina festu þeir á vegi skammt frá golfvellinum og skildu þar eftir. Drengirnir viðurkenndu einnig að hafa brotist inn í geymslur í kjöll- urum þessara fjölbýlishúsa sem og einnig að hafa brotið rúður í Lundarskóla. Lögreglan telur að verð- mæti þýfisins hlaupi á ein- hverjum hundruðum þúsunda, en drengirnir hafa vísað á stór- an hluta þýfisins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er nokkur vinna eftir við rannsókn þessara mála, þar sem vitað er að fleiri ung- lingar tengjast þeim. Þá hefur lögregla einnig aflað upplýs- inga um önnur mál í tengslum við þessi en úr þeim verður unnið á næstu dögum. Tveir pilt- ar viður- kenna 17 innbrot Verðmæti þýfisins talið hundruð þúsunda króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.