Morgunblaðið - 17.01.2003, Side 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 21
Allt að 60% afsláttur
Jakkar
Buxur
Pils
Skyrtur
Bolir
Toppar
Kápur
Fallegar vörur
Stærðir 32-46
InWear - Part Two - Jackpot
KRINGLUNNI - 588 0079
Nýjar vörur komnar
Útsalan enn í gangiÁ
RAKARASTOFU í
miðborg Reykjavíkur
hafa þrír menn af
þremur kynslóðum bú-
ið sér lítinn verndaðan
heim í miðjum alheiminum sem
horfir á fyrstu mennina stíga á
tunglið. Árið er 1969. Þeir Örn, eig-
andi rakarastofunnar, Pétur, sem
unnið hefur hjá honum í tíu ár, og
Gulli, nýliðinn á stofunni, virðast
lifa áreynslulausu, nánast stóísku
lífi þar sem þeir þjóna þremur ólík-
um kynslóðum. En ekki er allt sem
sýnist. Bítla- og lubbaæðið er að
ganga í garð og er Gulli sérfræðing-
urinn í þeim stíl, Pétur er af Elvis-
kynslóðinni og finnst að fagi sínu
vegið með breyttum stíl. Örn hefur
séð tískubylgjur koma og fara – og
veit að engin þeirra varir að eilífu.
Í þessum kyrra heimi er mjög ná-
ið fylgst með því sem gerist á tungl-
inu og sýnist hverjum sitt um þann
viðburð, því hver viðburður er ýmist
stór eða lítill í samanburði við per-
sónulega reynslu hvers og
eins … og auðvitað eiga þeir sér all-
ir sorgir og leyndarmál; auðvitað
standa þeir allir frammi fyrir þátt-
um sem ógna tilveru þeirra; auðvit-
að þekkja þeir leyndarmál hver
annars, þótt þeir láti lítið uppi af
einskærri virðingu fyrir einka-
málum.
Smám saman birtist saga þeirra í
samskiptum við viðskiptavini og í
gegnum „Kallinn“, sem er eigandi
húsnæðisins og notar óspart það
vald sem eignir og peningar færa
honum til þess að ráðskast með
þessa þrjá einstaklinga. Og auðvitað
sér hann í gegnum ferðalagið til
tunglsins; hann þekkir sín íslensku
fjöll þegar hann sér þau á mynd.
Hvörf í mannkynssögunni
Þegar höfundurinn, Ólafur Jó-
hann Ólafsson, er spurður hvers
vegna hann tímasetji verkið árið
1969, segir hann að þessi tími hafi
alla tíð verið sér ofarlega í huga.
„Þessar myndir eru í huga mér,“
segir hann, „myndir af rakarastof-
unni sem pabbi dró mig á þegar ég
var strákur er eitt af þessum lóköl-
um sem hafa setið fast í mér sem
symbol um heim sem er ekki lengur
til.
Ég fór að skynja breytingar á
þessum tíma. Pabbi vorkenndi svo
hárskeranum sem hann fór til
vegna þess að það fór að harðna á
dalnum hjá honum þegar lubbinn
komst í tísku. Hann fór æ oftar með
mig í klippingu til þess að styðja
rakarann en ég vildi fara æ sjaldn-
ar. Svo gerist það á sama tíma að
það verða hvörf í mannkynssögunni
með þessu fálmi út í geiminn. Ég
upplifði þetta eins og afsprengi af
iðnbyltingunni. Tónlistin breyttist,
tískan breyttist, hugsunarhátturinn
breyttist. Allt þjóðfélagið var að
breytast.
Í Rakstri langaði mig til þess að
tefla saman þeim tveimur heimum
sem maðurinn var að smíða sér á
þessum tíma og velta því fyrir mér
hvaða áhrif þeir hafa á þann litla
heim sem þrífst inni á rakarastof-
unni.
Og þú kemst að niðurstöðu …
„Ja, þegar upp er staðið er alveg
sama hvernig heimurinn veltist og
snýst. Það sem mestu máli skiptir
hjá þeim félögunum er það sem er
að gerast í þeirra daglega lífi. Það
sem stendur þeim næst hefur mun
meiri áhrif á þá en heimssögulegir
atburðir.
Að standa frammi fyrir vali
Leikstjórinn, Haukur Gunn-
arsson, tekur undir þetta og segir
að „Kallinn“ sem er búinn að eyða
ævinni í að beita valdi sínu og pen-
ingum til að viðhalda öryggisleysi
rakaranna, átti sig á þessari stað-
reynd þegar hann stendur frammi
fyrir því vali að fórna Gulla litla –
eða bjarga honum. „Vandi Gulla er
þess eðlis að „Kallinn“ getur ekki
annað en horfst í augu við allt sem
hann fórnaði þegar hann var á
svipuðum aldri. Hann stendur
frammi fyrir sjálfum sér, seint og
um síðir og þá er spurning hvora
leiðina hann ætlar að velja.
Vandamál þessara manna geta
virst hlægileg en það eru þau sem
skipta máli og það er rækilega und-
irstrikað með því að hefja verkið úti
í geimnum og súmmera síðan inn á
þann punkt sem er rakarastofa í
Reykjavík – og er í rauninni nafli al-
heimsins.
Ég verð að segja eins og er að
mér fannst óskaplega gaman að fá
þetta verk upp í hendurnar; verk
sem hefur svo mikla hlýju og bjart-
sýni og það hefur verið sérstaklega
gaman að vinna að þessari sýn-
ingu.“
Hlé frá leikhússtjórastarfi
Það er óhætt að segja að Rakstur
sé býsna ólíkt því verki sem Haukur
leikstýrði síðast í Þjóðleikhúsinu.
Þá tókst hann á við Rashomon, verk
um japanska samúraja. Síðan eru
liðin sautján ár. Hvað í ósköpunum
hefur tafið hann?
„Ég var leikhússtjóri fyrir sam-
íska leikhúsið í sex ár og Háloga-
landsleikhúsið í Tromsö í fjögur ár,“
svarar hann en segist nú vera kom-
inn í lausamennsku í leikstjórn. Síð-
astliðið ár hefur hann leikstýrt í
Kautokeino, Osló, Þrándheimi og
Reykjavík og er fullbókaður næsta
árið.
Þú ert ekkert að hugsa um að
flytja heim?
„Nei, ég ætla að búa áfram í
Tromsö. Mér líkar mjög vel að búa
þar, en mér finnst mjög fínt að geta
haldið sambandi við Ísland og vil
gjarnan geta haldið áfram að koma
heim að vinna öðru hverju.
Langar þig ekkert í nýtt leik-
hússtjórastarf?
„Nei. Ég ætla mér að taka langt
hlé frá því. Það er mjög lýjandi
starf, ein hringiða funda fjármála og
stjórnsýslu – og það tekur svo mikið
frá þeim skapandi þáttum sem mað-
ur þarf á að halda í leikstjórn. Það
er erfitt að stíga út úr starfi leik-
hússtjóra, gleyma öllum fjárhags-
áhyggjum og einbeita sér að leik-
stjórn. Maður verður svo klofinn.
En vissulega er þetta ekki bara
neikvætt starf. Á móti kemur að
það er mjög gaman að geta mótað
listastefnu leikhúss.“
Manhattan er áningarstaður
Hvað með þig Ólafur. Ætlar þú
að búa áfram í New York?
„Já, mér finnst mjög gott að búa
þar. Manhattan er góð höfn;
kannski ekki heimahöfn, en áning-
arstaður. Það er gott að skrifa þar.
Rétt eins og Haukur í Tromsö er ég
búinn að smíða mér minn eigin
heim á Manhattan. Það er alveg
hægt.“
Hvort mundir þú skilgreina
Rakstur sem þrá eftir því liðna, eða
sem ádeiluverk?
„Það er oft gott að fara aftur í
tímann til þess að skrifa um það
sem er að gerast í dag. En í þessu
verki er ég ekki uppi með einhvern
boðskap sem ég finn umbúðir fyrir.
Mér finnst skáldskapur ekki virka
þannig – en auðvitað er lífsafstaða í
því sem maður gerir. Og þótt heim-
urinn sé núna þannig að maður
fórni höndum og spyrji hvers konar
fyrirbæri mannskepnan sé í allri
sinni vitleysu og sjálfseyðingarhvöt,
þá verður maður, þegar upp er
staðið, að trúa því að hinir skárri
mannlegu þættir standi alla vega
uppi í hárinu á þeim sem síðri eru.
Án þeirrar vonar, lifir maður í eilífu
þunglyndi.
Ég mundi segja að í verkinu birt-
ist trú á mannlega hlýju. Meira að
segja gamli okurlánarinn áttar sig á
gildi hennar þegar hann stendur
andspænis sjálfum sér. Hann verð-
ur fyrir miklu áfalli – en það áfall
frelsar hann. Það er á þeim punkti
sem hann snýr við. Kannski dálítið
seint, en betra seint en aldrei.“
Höfundur: Ólafur Jóhann
Ólafsson.
Leikendur: Gunnar Eyjólfsson,
Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann
Sigurðarson, Friðrik Frið-
riksson, Linda Ásgeirsdóttir og
Gunnar Gunnsteinsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd og búningar: Snorri
Freyr Hilmarsson.
Leikstjórn: Haukur Gunn-
arsson.
RaksturÍ nafla
alheimsins
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Rakstur
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviðinu.
Súsanna Svavarsdóttir ræddi við höfund-
inn og leikstjórann, Hauk Gunnarsson, um
þann veruleika sem máli skiptir fyrir hvern
og einn, trú á mannlega hlýju og bjartsýni.
Í kyrrum heimi rakarastofunnar er mjög náið fylgst með því sem gerist á tunglinu
sumarið 1969 og sýnist hverjum sitt um þann viðburð, eins og gefur að skilja.
Morgunblaðið/Sverrir
Á rakarastofu í miðborg Reykjavíkur hafa þrír menn af þremur kynslóðum búið sér lítinn, verndaðan heim.