Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁÐUR en baráttan vegna Kára- hnjúkavirkjunar er á enda runnin er rétt að spyrja stjórnvöld og þingmenn nokkurra spurninga vegna fram- haldsins: 1. Hver er staða Íslands með til- komu nýrra og stækkaðra álvera í sambandi við KIOTO-samninginn þar sem samþykkt var eitthvað í þá veru að Ísland skyldi ekki menga meira en 10% af CO2 umfram það sem var árið 1990? 2. Hvernig stendur á því að ekki hefur verið tekinn upp CO2-mengun- arskattur hér eins og er á hinum Norðurlöndunum? Í raun borgum við nú þegar þennan skatt af bensíni og olíum og í sérstökum gjöldum á bíla (grænir skattar!) þótt þeir séu kall- aðir öðrum nöfnum. Vantar ekki pen- inga til rannsókna og náttúruverndar o.fl. og er þetta ekki auðveld leið til að fjármagna þetta? 3. Hver er möguleiki þeirra sem hafa góðar hugmyndir til að fá lán með svipuðum kjörum og Landsvirkj- un fær, þ.e. ríkisábyrgð og lágum vöxtum? Má af gefnu tilefni nefna tínslu, vinnslu og markaðssetningu á vörum úr fjallagrösum og hundasúr- um! Einnig t.d. markaðssetningu á ís- lenskri tónlist, íslenskum hrossum, kindakjöti og jafnvel fiski, allt vörur sem við höfum algera sérstöðu um. 4. Er það til marks um jafnræði þegnanna að Akureyringar og Reyk- víkingar skuli sem eigendur helmings af Landsvirkjun njóta tvöfalds arðs af þeim stórkostlegu tekjum sem sagt er að verði af virkjununum og byggjast m.a. á skattfrelsi og ríkisábyrgð lána? Af hverju er íbúum þessara tveggja svæða sem aðilum að Landsvirkjun heimilað að taka lán með ríkisábyrgð og þar með njóta lánskjara sem eng- um öðrum þjóðfélagsþegnum bjóð- ast? 5. Ef einhverjum dytti í hug að einkavæða Landsvirkjun eða RARIK – yrðu þá gildandi ríkisábyrgðir felld- ar niður? Þetta virðist ekki fjarlægt eða ólíklegt miðað við það sem fram hefur farið síðustu ár! 6. Er hægt að réttlæta ríkisábyrgð- ir á lánum „ríkisorkufyrirtækjanna“ þegar raforkumarkaðurinn á að telj- ast samkeppnismarkaður með nýju raforkulögunum? Er það ekki grófleg mismunun og í raun niðurgreiðsla á „ríkisrafmagninu“ því nú eru all- margar einkavirkjanir sem ekki hafa notið þessarar fyrirgreiðslu? 7. Trúa þingmenn því að heppilegt sé að 80–90% af öllu framleiddu raf- magni í landinu fari til álvera? 8. Að lokum – eru hugtökin „heil- brigð skynsemi“ og „þjóðhollusta“ af- máð úr huga þingmanna um leið og þeir komast til áhrifa um landsmál, t.d. í ríkisstjórn? RAGNAR EIRÍKSSON, Sauðárkróki. Spurningar til stjórnvalda og þingmanna! Frá Ragnari Eiríkssyni ANNAÐ slagið sjáum við í fjölmiðlum innlegg frá fólki sem telur sig komið til vits og ára en sýnir með skrifum sínum að það er einungis komið til ára. Þetta virðist vera tilfellið hjá þeim einstaklingi sem skrifar Morg- unblaðinu undir nafninu „Einn sátt- ur“ og er birt þann 15. janúar 2003. Umræðuefnið er val á íþróttamanni ársins 2002. Einn sáttur virðist vera sáttur við val á Ólafi Stefánssyni sem íþróttamanni ársins 2002 og er það vel. Eitthvað er hann að hnýtast í þá sem hafa aðra skoðun á hlutunum og telja að Kristín Rós Hákonardóttir hafi verið betur að honum kominn. Ég ætla sjálfur ekki að gera upp hug minn um hvort hafi verið betur að titl- inum komið, enda eru það íþrótta- fréttamenn landsins sem standa að þessu vali, ekki almenningur, en ég sé fulla ástæðu til að taka fyrir orðalag það sem einn sáttur hefur um íþróttir fatlaðra. Einn sáttur lætur frá sér fara að auðveldara sé að ná árangri í íþrótt- um fatlaðra en íþróttum ófatlaðra, þar sem keppendur eru flokkaðir eftir fötlun sinni. Þetta er jafn vitlaus full- yrðing eins og að segja að auðveldara sé að ná árangri í hnefaleikum en öðr- um íþróttum, þar sem keppendur eru flokkaðir eftir þyngd. Eðli keppnisíþrótta er það að kepp- endur eru að keppa við sína jafningja, og sigurvegarar í keppnisgrein eru því bestir meðal jafningja. Þetta gild- ir í öllum íþróttum og þess vegna hafa keppendur verið flokkaðir eftir kyni, þyngd, aldri, vélarstærð í aksturs- íþróttum, fjölda ræðara í róðrakeppn- um og svo framvegis. Engum dettur til hugar að halda því fram að auð- veldara sé að ná árangri í íþróttum þar sem flokkað er á þessum forsend- um. Þetta gildir einnig í íþróttum fatl- aðra, en þar er reynt að flokka kepp- endurna þannig að allir séu að keppa við sína jafningja. Árangur eins og heimsmeistari í íþróttagrein fatlaðra er því jafn heimsmeistaratign í íþrótt- um ófatlaðra, algjörlega óháð flokkn- um sem keppt er í. Í mínum huga er í raun enn erf- iðara að ná árangri í íþróttagreinum fatlaðra en í greinum ófatlaðra, þar sem fatlaðir einstaklingar þurfa einn- ig að glíma við lítinn skilning á getu sinni, sem og kreddukenningar mis- viturra manna á borð við „Einn sátt- an“ (ég skil vel að hann vill ekki láta uppi nafn sitt). Að fá titilinn íþróttamaður ársins hefur þótt mikill heiður í gegnum tíð- ina og er mikil viðurkenning á frammistöðu einstaklingsins það árið. Það hlýtur því að vera krafa íþrótta- mannanna sjálfra að vel sé að valinu staðið, og að sá einstaklingur sem stendur sig best í keppni við sína jafn- ingja, hljóti titilinn á hverju ári þann- ig að titillinn Íþróttamaður ársins verði áfram eftirsóknarverður. ÞORSTEINN T. BRODDASON, Sauðárkróki. Athugasemd Frá Þorsteini T. Broddasyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.