Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 41
Opinn fundur með gestum frá Kúbu verður í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, sunnu- daginn 19. janúar kl. 14. Gestirnir eru fulltrúar ICAP, Vináttustofn- unar þjóðanna á Kúbu, Elio Gámez Evrópufulltrúi og Gladys Ayllón Norðurlandafulltrúi. Elio Gámez mun tala um Kúbu, síðan munu þau bæði svara spurningum. Túlk- að verður. Myndasýning um Kúbu verður í sal MÍR, Vatnsstíg 10 í Reykjavík, mánudagskvöldið 20. janúar. Sýnd verða myndbönd um ýmsar hliðar þjóðfélagsins á Kúbu. Kúbukaffi, aðgangseyrir er 500 kr. Verkefnastjórnun í heilbrigðis- og lífvísindum Verkefnastjórn- unarfélag Íslands boðar til nám- stefnu um: Verkefnastjórnun í heilbrigðis- og lífvísindum fimmtu- daginn 23. janúar kl. 8.30–12.30 í Smárabíói, sal 5. Frummælendur af ólíkum starfsvettvangi innan heilbrigðis- og lífvísinda munu m.a. leitast við að lýsa stöðu verk- efnastjórnunar á sínu starfssviði. Erindi halda: Guðrún Högnadóttir, ráðgjafi hjá IMG Deloitte, Þór- ólfur Árnason, yfirlæknir sótt- varna hjá Landlæknisembættinu, Þórunn Rafnar, forstöðumaður krabbameinsrannsókna hjá Urði, Verðandi, Skuld, Lilja Þorsteins- dóttir frá þróunarskrifstofu hjúkr- unarforstjóra og hugbúnaðardeild LSH, Hilmar Janusson, þróun- arstjóri Össurar hf. og Guðjón Birgisson, skurðlæknir á LSH. Fundarstjóri verður Thomas Möll- er, aðstoðarforstjóri Lífs hf. Delta hf. og Rannís eru styrktaraðilar námsstefnunnar. Málþingið er áhugavert fyrir stjórnendur og þá sem áhuga hafa á verkefnastjórn- un í heilbrigðis- og lífvísindum, ráðgjafa og aðra samstarfsaðila í verkefnum, starfmenn rann- sóknasjóða, ráðuneyta og nefnda á þeirra vegum, segir í fréttatilkynn- ingu. Skráning þarf að berast í síð- asta lagi þriðjudaginn 21. janúar. Þátttökugjald fyrir félagsmenn í VSF eru 8.500 kr. og fyrir utan- félagsmenn 12.000 kr. Fjórði hver þátttakandi frá sama fyrirtæki fær fría þátttöku. Skráning og afhend- ing námstefnugagna hefst kl. 8 um morguninn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti: vsf@vsf.is. Á NÆSTUNNI FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 41 Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið: mán-fös 11-18 lau 11-15 • sun 13-17 Útsala 15-60% afsláttur 15% afsláttur af ljósum á meðan á útsölunni stendur Hönnun gæði glæsileiki FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur fært Rauða krossinum 500.000 krónur til þess að nota til hjálpar þeim sem eiga í erfiðleikum. Féð er hluti af vaxtatekjum af fjár- munum sem fulltrúaráðið fékk við söluna á Alþýðuhúsinu árið 2001. Styrkurinn verður notaður til stuðnings geðfötluðum í gegnum starfsemi Vinjar, athvarfs Rauða krossins á Hverfisgötunni. Um 25– 30 einstaklingar eiga daglegt athvarf í Vin þar sem er aðstaða til tómstunda og samveru. Þegar Alþýðuhúsið var byggt á sínum tíma lögðu verkalýðsfélög fram fé til byggingarinnar, þar á meðal fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Þegar húsið var selt komu rúmlega átta millj- ónir króna í hlut fulltrúaráðsins. Á aðalfundi í fyrra var ákveðiðað verja vaxtatekjunum meðal ann- ars til mannúðarmála. Starf til stuðnings geðfötluðum er meðal áhersluverkefna Rauða kross Íslands. Á vegum félagsins og deilda þess eru starfrækt þrjú athvörf fyrir geðfatlaða, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri. Verið er að skoða möguleg verkefni til stuðn- ings geðfötluðum víðar um land- ið, segir í fréttatilkynningu. Vaxtatekjur til stuðnings RKÍ Guðmundur Jónsson, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, og Reyn- ir Jósepsson, gjaldkeri þess, afhenda Sigrúnu Árnadóttur ávísun upp á 500.000 krónur. Með þeim er Helga G. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri inn- anlandsstarfs hjá Rauða krossi Íslands. RAGNAR Berg Andrésson frá Ungliðahreyfingu Skagafjarðar- deildar RKÍ og faðir hans Andrés Viðar Ágústsson hafa komið sér fyrir í anddyri Skagfirðingabúðar og eru að selja happdrættisdagatal Þroskahjálpar. Eins og nokkur undanfarin ár hefur Skagafjarðar- deild RKÍ annast dreifingu og sölu í Skagafirði og aðstoðað nemendur á starfsbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra við söluna. Sölulaunin renna síðan í ferðasjóð starfsbrautar. Eins og undanfarin ár er Ragnar Berg langafkastamesti sölumaður- inn í Skagafirði og aðdáunarvert er að fylgjast með vinnusemi, glað- værð og ýmsum sölubrellum hjá þeim feðgum, segir í fréttatilkynn- ingu. Selja happ- drættisdaga- tal Þroska- hjálpar Konur í læri – dagar í lífi stjórn- málakvenna Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stendur fyrir ráðstefnu í dag, föstudaginn 17. jan- úar, kl. 16–18 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fjallað verður um bar- áttuaðferðir kvenna í stjórnmálum. Hildur Helga Gísladóttir, formaður nefndarinnar, setur ráðstefnuna. Erindi halda: Júlía Bjarney Björns- dóttir, nemi í stjórnmálafræði, Sig- urlín Margrét Sigurðardóttir tákn- málskennari, Elín Brimdís Einarsdóttir sjúkraliði, Elínbjörg Ingólfsdóttir fangavörður, Sif Jóns- dóttir háskólanemi, Ingibjörg Guð- laug Jónsdóttir háskólanemi, Frið- bert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, Gunnar Hersveinn, heimspekingur og blaðamaður, og Herdís Þorgeirs- dóttir þjóðréttarfræðingur. Í DAG Friðarfundur á Lækjartorgi Á morgun, laugardaginn 18. janúar kl. 14 verður efnt til til útifundar á Lækj- artorgi, Reykjavík, til að mótmæla hótunum Bandaríkjanna um árás- arstríð gegn Írak og til að hafna stríðsstefnu Bandaríkjanna. Mót- mælafundir verða einnig haldnir þessa helgi í Washington og Lund- únum, segir í fréttatilkynningu. Opið hús verður í félagsheimili Ásatrúarmanna við Grandagarð á morgun, laugardaginn 18. janúar kl. 14–18. Þorsteinn Víkingur mun flytja fyrirlestur um rúnir, en einnig stend- ur yfir sýning Júlíusar Samúelssonar „Lífsins tré“. Allir eru velkomnir. Á MORGUN Ágúst Ólafur Ágústsson, formað- ur Ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem verður haldið á Selfossi helgina 24.–26. janúar næstkomandi. Ágúst Ólafur mun skipa 4. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosn- ingar. STJÓRNMÁL KIWANISKLÚBBURINN Elliði varð 30 ára fyrir skömmu, og af því tilefni ákváðu Kiwanis-félagar að styrkja Barnaspítala Hringsins. Fyrir valinu varð fullkomið tæki til vöktunar á lífsmörkum, blóðþrýst- ingi, öndun, súrefnismettun og hjart- slætti. Verðmæti gjafarinnar er rúmlega ein milljón króna. Kiwanisklúbburinn Elliði hefur á undanförnum árum endurtekið styrkt Barnaspítala Hringsins. Kiw- anisfélagar hafa áður gefið Barna- spítalanum lækningatæki, vöktunar- tæki, sjónvarp, myndbandstæki ásamt myndböndum fyrir börnin og fleira. Elliði styrkir Barnaspítala Hringsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar Kiwanisklúbbsins færðu Barnaspítala Hringsins að gjöf full- komið tæki til vöktunar á lífsmörkum, blóðþrýstingi, öndun, súrefnis- mettun og hjartslætti. SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.