Morgunblaðið - 17.01.2003, Page 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
Í MORGUNBLAÐINU á mið-vikudag var sagt frá tveimur
umferðarslysum, þar sem lausir
hundar komu við sögu. Annars veg-
ar hljóp hundur fyrir bíl og drapst.
Í hitt skiptið hljóp hundur fyrir bíl
þannig að ökumaðurinn þurfti að
snögghemla og fékk þá annan bíl
aftan á sig í hálkunni. Hundurinn,
sem slysinu olli, elti svo ökumann-
inn heim!
Fyrir skemmstu reyndu tveir
lausir hundar að éta gælukanínur
lítilla barna í garði í Skerjafirði.
Fyrir nokkru hafði þeim tekizt að
gera sér mat úr fyrirrennurum
kanínanna í sama garði. Víkverji
hefur því vissa samúð með tilfinn-
ingum föður barnanna, sem plaffaði
úr haglabyssu sinni á hundana.
Hvað eru eigendur þessara
hunda eiginlega að hugsa? Víkverji
veit ekki betur en að í samþykkt
um hundahald í Reykjavík sé kveð-
ið á um að hafa verði hunda í taumi
utan húss í þéttbýli og þeir eigi að
vera í umsjá manns, sem hefur fullt
vald yfir þeim. Það er greinilega
ekki raunin með hundana, sem hér
um ræðir.
Víkverja finnst að banna eigi
hundahald í Reykjavík á ný ef
hundaeigendum er ekki treystandi
til að passa upp á skepnurnar. Fyr-
ir utan þá slysahættu, sem stafar af
lausum hundum, eru þeir auðvitað
til óþrifnaðar. Eða hvernig ætla
hundaeigendur að uppfylla þá
skyldu sína að hirða upp hundaskít-
inn ef gæludýrið þeirra er bara á
brokki einhvers staðar úti í bæ, án
þeirra eftirlits?
x x x
VÍKVERJI og kunningi hanshugðust mæla sér mót í há-
deginu einn daginn í vikunni. Í
SMS-skeytum gengu á milli þeirra
hugmyndir um á hvaða veitingahúsi
þeir ættu að hittast og hugðist
kunninginn taka að sér að panta
borð. Tvisvar sinnum setti Víkverji
fram hugmynd um veitingastað, en
í bæði skiptin kom sama svarið eftir
að kunninginn hafði kannað málið:
Lokað í hádeginu, bara opið á
kvöldin. Í þriðju atrennu tókst að
finna veitingahús í miðborg
Reykjavíkur, sem er opið í hádeg-
inu.
Segir þetta ekki sína sögu um
ástand mála í miðborginni? Þar er
greinilega ekki nógu mikið mannlíf
um miðjan dag til að halda veitinga-
húsunum opnum. Á kvöldin vantar
hins vegar ekki mannfjöldann, sem
býr, starfar og verzlar einhvers
staðar annars staðar en kemur nið-
ur í miðbæinn að fá sér að borða og
drekka.
x x x
ÁKVÖRÐUNUM um Kára-hnjúkavirkjun og álver á
Reyðarfirði hefur mikið verið mót-
mælt undanfarna daga. Mörgum er
heitt í hamsi vegna umhverfisáhrifa
þessara framkvæmda. Í gær fylltu
andstæðingar framkvæmdanna sali
og ganga Ráðhúss Reykjavíkur
þegar taka átti fyrir ábyrgðir borg-
arinnar vegna virkjunarinnar og
hefur annar eins mannfjöldi senni-
lega ekki mætt til að mótmæla
neinu öðru máli, sem fjallað hefur
verið um í borgarstjórn. Vegfarandi
í miðbænum hafði á orði þegar
hann sá fólk drífa að Ráðhúsinu að
ný andategund væri á ferðinni við
Tjörnina, nefnilega mótmælendur!
ÉG vil vekja athygli á grein í
Morgunblaðinu laugardag-
inn 11. janúar undir fyrir-
sögninni Í klóm risans eftir
Ingibjörgu Pétursdóttur
iðjuþjálfa.
Ingibjörg dregur þar upp
raunsanna mynd af stjórn
Landspítala-háskólasjúkra-
húss. Ég þekki ekki þá deild
sem hún vitnar til en þeim
mun betur til á ýmsum öðr-
um deildum LHS, þ.e.a.s.
jóla- og sumarlokana o.s.frv.
þar sem veiku fólki er þvælt
út og suður. Öll veldur þessi
röskun ómældu álagi á sjúk-
linga og hjúkrunarfólk sem
þarf að senda burtu frá sér
veikt fólk og fær það ennþá
veikara til baka.
Allan síðasta áratug hef-
ur risinn LHS verið að
skjóta sig í lappirnar undir
formerkjum sparnaðar.
Hvað hefur sparast annars
vegar og hver er fórnar-
kostnaðurinn? Fleiri mættu
fara að dæmi Ingibjargar og
láta í sér heyra.
Hjúkrunarfræðingur.
Sérstaklega
góð þjónusta
ÉG á heima úti á landi en
var staddur í Reykjavík
þegar ég lenti í því að bíllinn
minn, frá B&L, bilaði.
Lenti ég í miklum vand-
ræðum á Nýbýlavegi en
komst við illan leik upp í
B&L. Þar er mér bent á
verkstæði í austurenda
hússins. Hitti þar bifvéla-
virkja sem yfirheyrði mig
um lasleika bílsins og skráði
allt niður í tölvu. Segir síðan
að hann viti hvað þetta sé,
fékk lánaðan lykil að bílnum
og benti mér á að fá mér
kaffi á kaffistofunni á með-
an. Eftir 43 mínútur, ná-
kvæmlega, kemur hann til
baka, veifar lyklinum, og
segir að þetta sé búið.
Þegar ég ætla að borga
fyrir viðgerðina segir hann
að ég þurfi þess ekki því bíll-
inn lafi í ábyrgð.
Vil ég senda honum þakk-
ir mínar fyrir sérstaklega
góða þjónustu.
Eigandi AP-277.
Flugeldaæði
LESANDI hafði samband
við Velvakanda og sagðist
sammála þeim sem skrifar í
Velvakanda 9. janúar sl. um
flugeldaæðið um nýliðin
áramót. Segir lesandi að
það sé kominn tími til að
leggja þennan sið niður og
séu margir landsmenn á
sama máli. Segir lesandi að
allir tali um þetta en enginn
geri neitt.
Sammála
HJÖRDÍS hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
koma því á framfæri að hún
væri sammála þeim sem
telja að það sé kominn tími
til að Kristín Rós verði valin
íþróttamaður ársins.
Tapað/fundið
Barnaúr týndist
G-SHOCK-barnaúr, vín-
rautt og nýtt, týndist mið-
vikudaginn 8. janúar í Graf-
arvogslaug í skólasundi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 694 4590.
Hjól týndist
í Fossvogi
BLÁTT Mongoose-hjól
týndist í Fossvogi í nóvem-
ber. Þeir sem hafa orðið var-
ir við hjólið hafi samband í
síma 581 4377.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
EINSTAKLEGA blíðir og
fallegir kettlingar fást gef-
ins á góð heimili. Kassavan-
ir. Upplýsingar í síma
567 0733 og 868 7488.
Kisustrákar
fást gefins
ÞESSA 8 vikna kisustráka
vantar gott heimili. Mjög
fjörugir og kassavanir.
Uppl. í síma 696 2880.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Við Reykjavíkurhöfn.
Hvað hefur
sparast?
LÁRÉTT:
1 syfjuð, 4 fánýti, 7 gröf,
8 afla, 9 læsing, 11 frétta-
stofa, 13 þari, 14 fugl, 15
strítt hár, 17 veisluréttur,
20 óræsti, 22 leynibrall,
23 sjúga, 24 kveðskapur,
25 afrennsli.
LÓÐRÉTT:
1 umfram allt, 2 skríkjur,
3 gjóta, 4 helgidóms, 5
færa rök að, 6 flatfótur,
10 sammála, 12 móðu-
þykkni, 13 á húsi, 15
drekkur, 16 auðugum, 18
skrifar, 19 stöðvun, 20
eirðarlaus, 21 svikul.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 tómstunda, 8 stétt, 9 bólur, 10 tía, 11 rétti, 13
rauða, 15 hvarf, 18 ónáða, 21 lið, 22 glaða, 23 iðinn, 24 til-
gangur.
Lóðrétt: 2 órétt, 3 setti, 4 umbar, 5 dollu, 6 ósar, 7 trúa,
12 tær, 14 ann, 15 högg, 16 ataði, 17 flagg, 18 Óðinn, 19
álinu, 20 agna.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ilya
Erenburg kemur í dag.
Danica Violet, Mána-
foss, Ýmir og Hanseduo
fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 13–16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10 helgi-
stund, kl. 13–16 frjálst
að spila í sal.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9 hárgreiðslu-
stofan opin, aðstoð við
böðun og opin handa-
vinnustofa, kl. 11.15 há-
degismatur, kl. 15 kaffi-
veitingar.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
applikering, kl. 10–13
opin verslunin.
Félagsstarfið Furugerði
1. Messa kl. 14, Furu-
gerðiskórinn syngur.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9–12 bað-
þjónusta, kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, myndlist,
gifs o.fl., kl. 9.30 göngu-
hópurinn Gönuhlaup
leggur af stað, kaffi á
eftir göngunni, allir vel-
komnir, kl. 14 brids og
almenn spilamennska.
Korpúlfar Grafarvogi
samtök eldri borgara.
Vatnsleikfimi er í Graf-
arvogslaug á föstudög-
um kl. 14. Nýir félagar
velkomnir. Upplýsingar
gefur Þráinn í síma
545 4500.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 11.30 hádeg-
isverður, kl. 13 „opið
hús“ spilað á spil kl.
14.30 kaffiveitingar.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.30 og kl.
13 glerbræðsla, kl. 13.30
ferð í Þjóðmenning-
arhús.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Bingó spilað í Gullsmára
13, kl. 14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pútt og
brids kl 13. 30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi, blöð-
in og matur í hádegi.
Námskeið í framsögn
hefst fimmtudaginn 6.
febrúar, leiðbeinandi
Bjarni Ingvarsson,
skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Skrifstofa
félagsins er í Faxafeni
12, sími 588 2111. Fólk
er beðið að hlusta á Út-
varp Sögu 94,3 á föstu-
dögum kl. 12.20 og fylgj-
ast með málefnum
aldraðra. Þá geta hlust-
endur hringt inn með
spurningar, þátturinn er
ýmist í umsjón Ólafs
Ólafssonar formanns
FEB eða Benedikts
Davíðssonar formanns
LEB. Þátturinn er end-
urfluttur á sunnudögum
kl. 13.
Gerðuberg, félagsstarf,
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn.
Fjölbreytt vetrardag-
skrá alla virka daga.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 vefn-
aður, kl. 13 bókband.
Þorrablót verður 25. jan-
úar, skráning hafin.
Miðasala hefst þriðju-
daginn 21. janúar kl. 13.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlistahópur,
kl. 10 ganga. Kl. 14–15
bingó.
Hraunbær 105. Kl. 9
baðþjónusta, handa-
vinna, útskurður, fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
11 spurt og spjallað. Kl.
14 bingó. Kl. 14 verður
fræðsla um gigt, Kaffi-
veitingar. Allir velkomn-
ir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og postulín, kl.
12.30 postulín. Fótaað-
gerð, hársnyrting. Allir
velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17,
hárgreiðsla kl. 10–11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
alm. handavinna, kl. 10–
11 kántrý dans, kl. 11–12
stepp, kl. 13.30–14.30
Sungið við flygilinn, kl.
14–15 félagsráðgjafi á
staðnum, kl. 14.30–16
dansað í aðalsal.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla og
myndlist, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 fótaaðgerðir, kl.
11.30 matur, kl. 12. 30
leirmótun, kl. 13.30
bingó, kl. 14.30 kaffi.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað frá
Gjábakka, Fannborg 8,
kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laugardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum með
börnin sín að koma á
fimmtud. kl. 13–15 á
Loftið í Hinu húsinu,
Pósthússtræti 3–5. Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Dansað í
Húnabúð Skeifunni 11 í
kvöld frá kl. 22–2.
Hljómsveit Hjördísar
Geirs leikur. Allir vel-
komnir.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Félagsvist
spiluð á morgun laug-
ardaginn 18. janúar kl.
14 á Suðurlandsbraut 30.
Allir velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd á
skrifstofutíma í síma
552-4440 frá kl 11–15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni: http://
www.parkinson.is/
sam_minningarkort.asp
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafnar-
fjarðar (KH) er hægt að
fá í Bókabúð Böðvars,
Reykjavíkurvegi 64, 220
Hafnarfirði s. 565-1630
og á skrifstofu KH, Suð-
urgötu 44, II. hæð, sími
á skrifstofu 544-5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma 540
1990 og á skrifstofunni í
Skógarhlíð 8. Hægt er
að senda upplýsingar í
tölvupósti (minning-
@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótekum.
Gíró- og kreditkorta-
greiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæf-
ingadeildar Landspít-
alans, Kópavogi (fyrr-
verandi Kópavogshæli),
síma 560-2700 og skrif-
stofu Styrktarfélags
vangefinna, s. 551-5941
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minningar-
gjöfum á skrifst. hjúkr-
unarforstjóra í síma 560-
1300 alla virka daga milli
kl. 8 og 16. Utan dag-
vinnutíma er tekið á
móti minningargjöfum á
deild 11-E í síma 560-
1225.
Hrafnkelssjóður (stofn-
að 1931) minningarkort
afgreidd í símum 551-
4156 og 864-0427.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru fá-
anleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu Hall-
dórsdóttur, s. 552-2526.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum kvennadeild-
ar RRKÍ á sjúkrahúsum
og á skrifstofu Reykja-
víkurdeildar, Fákafeni
11, s. 568-8188.
Í dag er föstudagur 17. janúar, 17.
dagur ársins 2003. Antóníumessa.
Orð dagsins: Á þeim degi munuð
þér skilja, að ég er í föður mínum og
þér í mér og ég í yður.
(Jóh. 14, 20.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16