Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MÁLI nokkurra þingmanna sem þátt tóku í fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni um frumvarp heilbrigðisráð- herra, Jóns Kristjánssonar, um lyfja- gagnagrunna, kom fram að ýmsum spurningum væri enn ósvarað varð- andi gagnagrunnana. Jón Kristjáns- son mælti fyrir frumvarpinu á fimmtudag en það var lagt fram á Al- þingi fyrir jól. Með frumvarpinu er lagt til að Tryggingastofnun ríkisins (TR) verði falið að setja á fót tvo lyfja- gagnagrunna til sameiginlegra nota fyrir TR, landlækni og Lyfjastofnun. Annar gagnagrunnurinn mun inni- halda persónugreinanlegar upplýs- ingar en hinn ópersónugreinanlegar upplýsingar um afgreiðslu lyfja til sjúklinga. Fyrrnefndum þremur að- ilum verður skv. frumvarpinu heimill aðgangur að persónugreinanlegu upplýsingunum. Ráðherra sagði að sá misskilningur virtist hafa komið upp að persónu- upplýsingar og upplýsingar um ein- staka sjúklinga væru starfsfólki við- komandi stofnana aðgengilegar í persónugreinanlega lyfjagagna- grunninum. „Til að taka af allan vafa skal tekið fram að gert er ráð fyrir að persónuupplýsingar séu dulkóðaðar í þessum gagnagrunni og engum að- gengilegar nema í einstökum tilvikum þegar rökstuddur grunur um misferli liggur fyrir. Í stað þess að skrá nöfn og kennitölur þeirra sjúklinga sem fá ávísað ávana- og fíknilyfjum hjá Lyfjastofnun eins og hingað til hefur verið gert verða persónueinkenni þeirra dulkóðuð og varðveitt þannig í persónugreinanlega lyfjagagna- grunninum. Rafrænt eftirlit mun gera landlækni viðvart í skilgreindum tilvikum þegar þörf er á að persónu- upplýsingar séu skoðaðar. Því verður ekki unnið með persónuauðkennin nema í þeim tilvikum sem eru utan skilgreindra marka. Af þessu leiðir að persónuverndar verður betur gætt gagnvart sjúklingum og læknum en áður auk þess sem viðkvæm gögn fara um færri hendur.“ Lyfjanotkun viðkvæmar upplýsingar Í umræðunum á eftir framsögu ráðherra lögðu þingmenn m.a. áherslu á að lyfjanotkun væri við- kvæmar persónulegar upplýsingar, en þeir sögðust þó flestir hafa skiln- ing á því að koma þyrfti í veg fyrir að ávana- og fíknilyf væru misnotuð. Ýmsum spurningum væri þó enn ósvarað varðandi gagnagrunnana. Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, benti til að mynda á að ekki væri enn ljóst hverjir nákvæmlega hefðu aðgang að gagnagrunnunum og í hvaða tilgangi ætti að nota þá. Hún sagðist hafa skilning á tilgangi frum- varpsins en lagði þó áherslu á að fara þyrfti varlega í það að setja á síka gagnabanka sem hér um ræddi. Lára Margrét Ragnarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagðist eins og Þuríður hafa skilning á til- gangi frumvarpsins. „Það er vissu- lega afar nauðsynlegt að fylgjast vel með því að ávana- og fíknilyf séu ekki misnotuð líkt og því miður eru dæmi um,“ sagði hún, „en það er hins vegar álitamál hvort það réttlæti að settur verði á laggirnar rafrænn gagna- grunnur með persónugreinanlegum upplýsingum. Með nýrri tækni verður það sífellt auðveldara að safna saman upplýsingum um einstaklinga. En á sama tíma er enn meiri hætta að þær verði misnotaðar með einum eða öðr- um hætti þegar fleiri en einn eða tveir aðilar geta nálgast þessar upplýsing- ar. Ég mun því setja mikinn fyrirvara á þetta frumvarp eins og ég hef gert á sams konar frumvörpum í þessa veru.“ Sjónarmið nokkurra þingmanna við umræðu á Alþingi um lyfjagagnagrunna Varlega verði farið í að setja á laggirnar gagnagrunna „ÞETTA er stór dagur, því vissum áfanga er náð í kennslu og mennt- un á Íslandi,“ sagði Helgi Jós- efsson, verkefnisstjóri Fjölmennt- ar, á formlegri opnun menntaverkefnisins fyrir geðsjúka í húsi Geðhjálpar í gær. „Með þessu hefur ákveðið skref verið tekið í þá átt að mennta fólk sem hefur ekki átt um marga kosti að velja. Opna nýjar gáttir svo að fólk sjái sjálft að það sé mikilvægt og hafi sitthvað til brunns að bera.“ Fjölmennt, áður Fullorðins- fræðsla fatlaðra, er sjálfseignar- stofnun sem rekin er af Örorku- bandalagi Íslands og Þroskahjálp samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið. Nú hafa geðfatlaðir bæst í hóp þeirra sem sótt geta sér menntun til Fjöl- menntar. Um er að ræða tilrauna- verkefni í samvinnu við Geðhjálp og verður aðstaða til kennslu í húsi Geðhjálpar að Túngötu. Alls 78 umsóknir bárust og 12 kenn- arar sinna kennslu. Verkefnið, sem er til eins árs, kostar um sex millj- ónir króna og hefur tæplega helm- ingur þeirrar fjárhæðar safnast með styrkjum. Síminn færði verk- efninu þrjár tölvur og prentara í gær og þá færði Starfsmenntaráð forsvarsmönnum verkefnisins 2 milljóna króna styrk. Tækifæri fyrir marga Bjarni Kristjánsson, stjórnarfor- maður Fjölmenntar, sagði verk- efnið veita mörgum færi á að mennta sig sem ekki geta nýtt sér símenntun annarra. „Lítið skref þess sem er bundinn í fjötra fötl- unar getur jafnast á við langferð þess sem frjáls fer,“ sagði Bjarni og vonaðist til að Fjölmennt yrði í sífelldri endurskoðun. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, sagði tilraunaverkefn- ið marka ákveðin tímamót þar sem í fyrsta skipti væri verið að veita þeim sem glíma við geðraskanir beina aðstoð við að mennta sig. Benti hann á mikilvægi þess að skapa raunverulega endurhæfingu fyrir geðfatlaða. Sagði hann Land- læknisembættið áætla að geðrask- anir kostuðu ríkið um 30 milljarða á ári og því hlyti að vera sameig- inlegt markmið okkar að breyta því og virkja geðfatlaða því það skili sannarlega árangri. Verkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar um menntun geðfatlaðra Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hrinti starfi Fjölmenntar og Geðhjálpar formlega úr vör. Á miðri mynd er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, en hann færði verkefninu rausnarlega gjöf frá fyrirtækinu. Árangursríkt að virkja geðfatlaða FÁLKINN sem veiddi sér til matar í miðbæ Reykjavíkur í gær er á fyrstavetri, einn af um 2–3 fálkum sem jafnan halda til við höf- uðborgarsvæðið að vetrarlagi. Aldur hans má ráða af því að fjaðr- ir hans eru dökkar en fjaðrabúningurinn lýs- ist með árunum. Um hádegisbil í gær sá ljósmyndari Morg- unblaðsins fálkann fljúga til norðurs frá Tjörninni með bráðina í klónum. Tveir garg- andi hrafnar eltu hann á röndum og freistuðu þess að fá fálkann til að sleppa bráðinni. Máva- ger fylgdi í kjölfarið og fylgdist grannt með úr fjarlægð. Fálkinn settist á Norðurgarð og reif bita úr fuglinum en hóf sig fljótlega á flug á ný og stefndi með bráðina í átt að Örfirisey. Kristinn Haukur Skarp- héðinsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að 2–3 fálkar, yfirleitt ungfuglar, haldi til á höfuðborgarsvæðinu að vetrarlagi. Fálkarnir stunda að- allega veiðar við strandlengjuna en verða stundum að leita á önnur mið. Aðspurður segir Kristinn Hauk- ur að borgin sé ekki sérlega hent- ugt veiðisvæði fyrir fálka, þeir vilji heldur stunda veiðar yfir opnu landi, sjó eða vötnum en vilja síður þurfa að elta bráðina á milli húsa. „Það er ekki algengt að menn sjái þá taka bráð en fálkarnir eru samt sem áður í þeim tilgangi á sveimi yfir borginni,“ segir hann. „Það var nú einmitt gamall ljós- myndari á Mogganum í gamla daga, hann Ólafur K. [Magnússon] sem náði einmitt mynd af fálka drepa önd á Tjörninni fyrir svona 30–40 árum.“ Fálkinn sem var myndaður í gær var þó ekki með svo gómsæta mál- tíð í klónum en Kristinn Haukur tel- ur sennilegt að bráðin hafi verið ungur hettumávur. Myndina, sem Kristinn Haukur vísar til og birtist í Morgunblaðinu, tók Ólafur þegar fálkinn hóf sig til flugs með öndina. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur taldi þessa mynd einstæða þar sem aldr- ei áður hefði tekist að ljósmynda fálka klófesta bráð sína í þéttbýli. Myndin birtist víða um lönd, m.a birtist myndröð Ólafs í bandaríska tímaritinu The National Geo- graphic. Fálkinn tyllti sér og reif bráðina í sig. Gómsæt máltíð Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þessa einstöku mynd tók Ólafur K. Magnússon þegar fálki hóf sig á flug frá Reykjavíkurtjörn með önd í klónum. Myndin birtist víða um lönd. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.