Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 39
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 39 VISWANATHAN Anand náði einn forystunni á Corus-skákmótinu í átt- undu umferð þegar Loek van Wely, sem þá var jafn honum að vinningum, tapaði fyrir Ana- toly Karpov. Ní- unda umferðin ein- kenndist síðan af jafnteflum, en eina sigurinn vann Evgeny Bareev gegn Alexander Grischuk. Í 10. umferð tryggði Anand sér áframhaldandi for- ystu með því að leggja Alexei Shirov. Judit Polgar er hins vegar komin í ann- að sætið. Úrslit 10. umferðar: Kramnik - Topalov 1-0 Ivanchuk - Timman 1-0 Bareev – Karpov ½-½ Shirov - Anand 0-1 Grischuk - Polgar 0-1 Ponomariov - Van Wely 1-0 Krasenkow - Radjabov 0-1 Staðan eftir 10 umferðir af 13: 1. Anand 7 v. 2. Polgar 6½ v. 3.-7. Van Wely, Bareev, Ivanchuk, Kramnik og Radjabov 5½ v. 8.-10. Grischuk, Shirov og Karpov 5 v. 11. Topalov 4½ v. 12. Ponomariov 4 v. 13. Krasenkow 3½ v. 14. Timman 2 v. Það sést vel á þessu að nýir tímar eru runnir upp í skákinni og þeir sem bera heimsmeistaratitilinn ekki lengur sömu yfirburðamenn og t.d. Fischer, Karpov og Kasparov voru. Karpov sigraði í nánast hverju einasta móti sem hann tók þátt í og sama gilti um Kasparov og gildir reyndar enn þótt hann hafi misst kórónu sína í hendur Kramniks sem er nú loksins kominn upp fyrir miðju á mótinu og Ponom- ariov er mun verr staddur. Stefán Kristjánsson efstur á Skákþingi Reykjavíkur Stefán Kristjánsson er einn efstur á Skákþingi Reykjavíkur með 5½ vinn- ing eftir 6 umferðir. Hann náði foryst- unni í fimmtu umferð með sigri á Magnúsi Erni Úlfarssyni og í sjöttu umferð sigraði hann síðan Jón Viktor Gunnarsson. Helstu úrslit sjöttu um- ferðar: Stefán Kristjánss. – Jón V. Gunnarss. 1–0 Magnús Ö. Úlfarss. – Sigurbjörn Björnss. 0–1 Bragi Þorfinnss. – Björn Þorfinnsson ½:½ Björn Þorsteinss. – Sigurður P. Steindórss. 1–0 Eiríkur Björnss. – Bergsteinn Einarsson ½:½ Guðni S. Péturss. – Guðmundur Kjartanss. ½:½ Anna B. Þorgrímsd. – Ögmundur Kristinss. 0–1 Sævar Bjarnason – Sverrir Örn Björnss. 1–0 Staða efstu manna: 1. Stefán Kristjánsson 5½ v. 2.–3. Jón Viktor Gunnarsson, Sigurbjörn Björnsson 5 v. 4.–6. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorsteinsson, Ögmundur Kristinsson 4½ v. 7–17 Magnús Örn Úlfarsson, Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson, Sævar Bjarnason, Sigurður Páll Stein- dórsson, Guðmundur Kjartansson, Guðni Stefán Pétursson, Eiríkur Björnsson, Dagur Arngrímsson, Þor- varður Fannar Ólafsson, Haraldur Baldursson 4 v. 18.–20. Anna Björg Þorgrímsdóttir, Helgi E. Jónatansson, Kristján Örn Elíasson 3½ v. O.s.frv. Kasparov teflir við skákforrit Mörgum er enn í fersku minni við- ureign Kasparov við Deep Blue, sem var send út á Netinu og vakti þar meiri athygli enn nokkur annar viðburður hafði gert fram að því. Nú hyggst Kasparov setjast aftur niður við skák- borðið gegn einu af sterkustu skákfor- ritunum um þessar mundir, Deep Jun- ior. Þetta verður sex skáka einvígi og verður fyrsta skákin tefld á sunnudag. Teflt er í New York, en hægt verður að fylgjast með viðureigninni á Netinu. Fyrirhugað var að halda forkeppni fyrir einvígið í byrjun mánaðarins í Ísr- ael, en Kasparov hætti við hana af ótta við að verða lögsóttur þar í kjölfar gjaldþrots vefseturs hans. Það er alltaf ótrúlegur áhugi á við- ureignum meistaranna og skákforrita, en að undanförnu hafa forritin sótt mjög á með öflugri tölvum auk annarra framfara. Skákmeisturunum hefur hins vegar ekki gengið vel að finna og nýta sér veika bletti í taflmennsku for- ritanna. Unglingaflokkur Skákþings Reykjavíkur á laugardag Unglingaflokkur Skákþings Reykja- víkur fer fram laugardaginn 25. janúar og hefst kl.14 í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, og er opinn öllum börnum og unglingum 15 ára og yngri. Tefldar verða 7 umferðir, 15 mínútur á hverja skák. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin auk sérstakra kvennaverðlauna. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir fé- lagsmenn Taflfélags Reykjavíkur en 500 kr. fyrir aðra. Skákstjóri verður Ólafur Kjartansson, s. 868 9371. Anand efstur á Corus-skákmótinu SKÁK Wijk aan Zee, Hollandi 65. Corus-skákmótið 11.–26. jan. 2003 Viswanathan Anand Daði Örn Jónsson dadi@vks.is Kl. 20. Æskulýðsfundur í æskulýðsfélagi Landakirkju – KFUM&K. MOSFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl.11.00. Einsöngur Sigurður Skagfjörð. Organisti Antonia Hevesi. Prestur sr.Þór- hildur Ólafs. Á sama tíma fer fram sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu og Hvaleyr- arskóla. Krakkar munið kirkjurúruna FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Örn, Sigríður Kristín, Hera og Edda. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.13. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og kórstjóri Örn Arnarson. Prestur Sigríður Kristín Helgadóttir. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Léttur málsverður í boði sóknarnefndar eft- ir guðsþjónustu. Rúta fer frá Hleinum kl. 10.40 og heim aftur eftir málsverð. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Ásgeir Páll og Krist- jana stjórna. Rúta ekur hringinn fyrir og eft- ir. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum og efla þau í kirkjustarfinu. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðþjónusta kl. 14. Fermingarbörn annast ritningarlestra. Kirkjukór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson Garðvangur: Helgistund kl 15.30. HVALSNESKIRKJA: Safnaðarheimilið í Sandgerði Guðþjónusta kl. 11. Fermingarbörn annast ritningarlestra. Kirkjukór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 26. janúar kl. 11. NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta sunnudaginn 26. janúar kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Efni sunnudagaskólans kynnt. Sunnudagaskóli sunnudaginn 26. janúar kl.11. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11. Starfsfólk sunnudagaskólans er: Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Guðrún Soffía Gísla- dóttir, Laufey Gísladóttir, Margrét H. Hall- dórsdóttir, Samúel Ingimarsson, Sigríður H. Karlsdóttir og undirleikari í sunnudaga- skóla er Helgi Már Hannesson. Guðsþjón- usta í stærri sal Kirkjulundar kl. 14. Rótary- félagar koma til kirkju. Prestur: Ólafur Odd- ur Jónsson. Ræðuefni: Sjálfbær þróun og umhverfissiðfræði. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og söngstjóri: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Björgvin Skarphéðinsson. Sóknarnefnd býður til kaffidrykkju eftir messu. Sjá Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavik- urkirkja.is SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, sunnu- dagaskólinn er á sama tíma, léttur hádeg- isverður að messu loknni. Morguntíð sung- in þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðviku- daga kl. 11. Kirkjuskóli í Vallaskóla mið- vikudaga kl. 14 í útistofu no. 6. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta nk. sunnudag kl. 11. Messa nk. sunnudag kl. 14. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagur 26. janúar. Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Baldur Kristjánsson ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Nína María Morávek. Kirkjuskóli 6–9 ára barna í Grunnskólanum á Hellu (gengið inn hjá Selinu) á fimmtu- dögum kl. 13.30. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magnús Erlingsson. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimili. Messa á Seli kl. 14.30. Sr. Svavar A. Jóns- son. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson, Stefán Ingólfsson og fleiri sjá um tónlistina HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11 sunnudagaskóli, kl. 19.30 bænastund, kl. 20 almenn samkoma, ræðumaður Erlingur Níelsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Robert Maasback predikar. Á meðan fer fram kröftugt og skemmtilegt barnastarf. Kl. 16.30 er síðan vakningasamkoma, þá mun Fjalar Freyr Einarsson predika. Þar verður fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyr- irbænaþjónusta og einnig barnapössun fyrir börn yngri en sjö ára. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl 14 Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl 15.30. Sóknarprestur. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Námskeið Landnám Íslendinga í Vesturheimi Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir 8 vikna námskeiði um Landnám Íslendinga í Vesturheimi 1876-1914 dagana 18. febrúar til 8. apríl 2003. Umsjónarmaður námskeiðs er Jónas Þór, sagnfræðingur. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi á þriðjudögum, kl. 19:30 til 21:30. Þátttökugjald er 10.000 kr. fyrir hjón og eldri borgara en 12.500 fyrir aðra. Á námskeiðinu verður einkum fjallað um til- raunir Íslendinga til landnáms víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Einnig verða aðrir þætt- ir tímabils Vesturfara til umræðu. Skrásetning fer fram í Gerðubergi fimmtudag- inn 13. febrúar kl. 17:00 til 19:00 og sunnudag- inn 16. febrúar kl. 13:00 til 16:00. Frekari upp- lýsingar um námskeiðið fást hjá ÞFÍ í síma 545 9967 eða inl@utn.stjr.is og á www.inl.is, einnig eftir klukkan 16:00 hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 eða jtor@mmedia.is . Einnig er fyrirhuguð 12 daga ferð til Vestur- heims um miðjan júní. Ferðast verður um svæði í Bandaríkjunum og Kanada þar sem Íslendingar reyndu landnám. Stjórnin. TIL SÖLU Til sölu BING OG GRÖNDAL KORNBLÓM. Matar- og kaffistell fyrir 44. Samtals 280 stk. Sanngjarnt verð. Sími 864 3654 — 586 1495 — 697 5892 TILKYNNINGAR Bókaúrvalið hjá Gvendi dúllara hefur aldrei verið betra, m.a. Ármann á Alþingi, Safn til sögu Íslands, Fornbréfasafnið, Jarðartal, Gestur Vestfirðingur, Horfnir góðhestar, Sýslumannaævir, Byggðir og Bú (SÞ), Skírnir, Ættir Þingeyinga 1-4. Einnig úrval af tímaritum, glæsil. innb. tilvalið fyrir bókasöfn. Opið í dag 11-17 Gvendur dúllari - ennþá betri Klapparstíg 35 Sími 511 1925 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Iðnaðarmenn Óskum eftir byggingaverktaka og/eða smið- um í vinnu rétt fyrir utan höfuðborgina. Einnig vantar okkar tilboð í byggingaframkv. Umsóknir sendist til augld. Mbl. merktar: „B — 13249“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Síðumúla 21, s. 588 9090 Atvinnuhúsnæði óskast - traustir kaupendur Skrifstofubygging óskast 3500—4500 fm skrifstofubygging í Reykjavík óskast nú þegar. Atvinnuhúsnæði í Kópavogi óskast 1000—2000 fm atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, t.d. skemmu- bygging, óskast nú þegar. Allar nánari upplýsingar veita: Sverrir, Stefán Hrafn og Kjartan. Námskeið í baknuddi helgina 8. og 9. febrúar nk. Heildrænt nudd - slökunar - punkta- og ilmolíu. ATH. hámark 8 í hóp. Viðurkenndur kennari með 15 ára reynslu. Upplýsingar og skráning á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653 og 562 4745. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.