Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 19 ÖLL tiltæk tæki til snjómoksturs hafa verið á ferðinni um snjóþungar götur Akureyrarbæjar síðustu daga eftir að loks fór að snjóa norðan heiða eftir einmuna veðurblíðu frá í haust. Hann Hafsteinn Davíðsson, sem er eins árs, var úti með mömmu sinni í Goðabyggðinni og lét sitt ekki eftir liggja við snjómoksturinn; fyllti hverja fötuna á fætur annarri. Morgunblaðið/Kristján Snjómokstur um allan bæ FÖRÐUNARSKÓLI NO NAME tók til starfa á Akureyri í byrjun vik- unnar. Skólinn, sem nýlega flutti starfsemi sína frá Reykjavík til Kópa- vogs, hefur verið starfræktur frá árinu 1997, þar sem árlega hafa verið útskrifaðir yfir 100 förðunarmeistar- ar. Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarmeistari, stofnandi og eig- andi skólans sagði að lengi hefði stað- ið til að bjóða einnig upp á förðunar- nám á landsbyggðinni, ekki síst vegna mikils þrýstings og að það skref hefði nú verið stigið með opnun skólans á Akureyri. Kristín sagði að þetta væri jafn- framt fyrsta útibú skólans og hefur Kristín Hlín Pétursdóttir förðunar- fræðingur verið ráðinn skólastjóri en hún útskrifaðst frá skóla nöfnu sinnar fyrir sunnan. Við skólann á Akureyri er boðið upp á þriggja mánaða nám- skeið, þar sem kennt er fjögur kvöld í viku. Mikill áhugi er fyrir námi við skólann og er uppselt á fyrsta nám- skeiðið. „Förðunarfræði er stutt og þægilegt nám í kvöldskóla, sem hægt að stunda samfara annarri vinnu. Við kennum bæði tísku- og ljósmynda- förðun sem og alla almenna förðun, sem gerir þessum stúlkum m.a. kleift að stofna sitt eigið fyrirtæki í kjölfar- ið. Námið býður jafnframt upp á fjöl- breytta atvinnumöguleika,“ sagði Kristín. Þótt konur á öllum aldri séu í miklum meirihluta nemenda hafa þó þrír karlmenn verið útskrifaðir frá skólanum. Skólinn á Akureyri er til húsa að Strandgötu 25 og þar er jafnframt rekin verslun, sem að sögn Kristínar er aðallega fyrir nemendur. Þó verð- ur verslunin opin einu sinni í viku fyr- ir almenning, á þriðjudögum frá kl. 12-17, þar sem boðið verður m.a. upp á ráðgjöf. Starfsemi NO NAME var nýlega flutt í nýtt 800 fermetra húsnæði í Kópavogi og þar er nú boðið upp á 12 mánaða nám í nýjum snyrtiskóla, sem rekinn er á framhaldsskólastigi. Kristín sagði að námið í snyrtiskól- anum væri skemmtilegt framhald fyrir þær stúlkur sem lokið hefðu námskeiði í Förðunarskólanum. NO NAME vörumerkið er íslenskt og vel þekkt en fæst aðeins hér á landi. „Ég sérhannaði vörulínu fyrir íslenskan markað og þennan ljósa húðlit. Þessum snyrtivörum hefur verið mjög vel tekið og NO NAME er eitt af söluhæstu vörumerkjum landsins.“ Námið býður upp á fjöl- marga atvinnumöguleika Morgunblaðið/Kristján Fyrstu nemendur Förðunarskóla NO NAME á Akureyri ásamt skólastjór- anum, f.v. Harpa Haraldsdóttir, Elín Sigríður Rafnsdóttir, Esther Helena Hauksdóttir, Eva Hrönn Pálmadóttir, Gréta Huld Mellado, Freyja Hólm Ármannsdóttir, Heiðrún Sigurðardóttir, Ása Katrín Gunnlaugsdóttir og Kristín Hlín Pétursdóttir skólastjóri. Förðunarskóli NO NAME tekur til starfa á Akureyri Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 00 37 02 /2 00 3 pottaplöntuútsala Útsölumarkaður í Garðskálanum, Sigtúni. Blómavörur á tombóluverði. Grænar plöntur Blómstrandi plöntur Silkiblóm 50% afsláttur 30% afsláttur 20% afsláttur • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Þannig er leitast við að skapa andrúmsloft trúnaðar og stuðla að opinni umræðu um viðkvæm mál sem hvíla á þátttakendum. Námskeiðið er haldið á Hverfisgötu 105, 4. hæð - laugardaginn 1. febrúar kl. 10-16. Þátttökugjald er 11.000 kr (námskeiðsgögn og kaffi innifalið). Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið Þels - sálfræðiþjónustu fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu halda eins dags námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 551 0260 og 562 8737, í netföngum egj@centrum.is og torkatla@centrum.is og á heimasíðu okkar www.thel.is 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hamravík til sölu Vel skipulagðar íbúðir, fallegt útsýni. 100-130 fm stærð. Byggingaraðili Örn Isebarn Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.