Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 37
ÞJÓNUSTA
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag,
gamlársdag og nýársdag.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
✝ Steingrímur JónBirgisson hús-
gagnasmíðameistari
og tónskáld fæddist á
Húsavík 14. október
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 16. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Að-
albjörg Jónsdóttir, f.
10.12. 1903, d. 11.3.
1992, og Birgir Stein-
grímsson, f. 7.11.
1900, d. 23.12. 1987.
Steingrímur var elst-
ur fjögurra systkina.
Þau eru: Herdís, f. 15.7. 1926,
maki Sigurður Hallmarsson, f.
24.11. 1929; Vigdís, f. 2.5. 1929,
maki Þórður Hermannsson, f.
19.4. 1924, d. 8.9. 1985; og Aðal-
björg, f. 4.11. 1942, maki Mikael
Þórðarson, f. 25.7. 1938.
Hinn 8. júní 1946 kvæntist
Steingrímur Karitas Her-
mannsdóttur frá Ögri í Ísafjarð-
ardjúpi, f. 10.11. 1927, d. 5.8. 1994.
Hún var dóttir Sal-
óme Rannveigar
Gunnarsdóttur, f.
24.4. 1895, d. 2.11.
1977, og Hermanns
Hermannssonar, f.
17.5. 1893, d. 26.11.
1981. Steingrímur
og Karitas eignuðust
tvo syni: 1) Birgi, f.
31.10. 1945, maki
Steinunn Áskels-
dóttir, f. 27.7. 1948.
Börn þeirra eru
Steingrímur, f. 17.2.
1969, maki Sólborg
Una Pálsdóttir, f.
21.4. 1971; Þórný, f. 25.9. 1973,
sambýlismaður Ólafur Gunnars-
son, f. 11.6. 1974; og Áskell Geir, f.
12.1. 1981. 2) Ásgeir Hermann, f.
4.10. 1957, maki Anna Guðný Ara-
dóttir, f. 11.1. 1956. Dætur þeirra
eru Auður Karitas, f. 10.8. 1979,
og Arna Sigríður, f. 23.2. 1987.
Útför Steingríms fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mér er það í barnsminni þegar
ég leiddi þennan mág minn fyrst
augum sumarið 1945. Hann kom
þá að kynnum heim á Svalbarð í
Ögurvík með unnustu sinni, Karit-
as, systur minni barnshafandi.
Mér varð starsýnt á manninn og
blátt áfram uppburðarlaus við
hann, svo framandi fannst mér
hann og ólíkur mínu fólki og því
sem ég þekkti úr æsku minni.
Hann var eins og af öðrum kyn-
stofni, nettmenni sem hann var, en
okkar fólk í stærra og luralegra
lagi.
Ég var þunneyrður í þá daga á
tal foreldra minna. Morgunstund
árla voru þau að ræða niðri í eld-
húsi um tilvonandi tengdason, sem
þá var hvorfinn í brott til síns
heima á Húsavík ásamt Karitas.
Salóme lýsti því yfir að pilturinn
hennar Karitas væri lipurlegt
nettmenni og geðslegur. Hermann
rifjaði upp að Karitas hefði frá
unga aldri verið einstaklega dug-
leg við sjósóknina, fyrst við að
beita og stokka upp, en síðan á
sjónum á trillunni.
Hermann hefir sjálfsagt ekki
séð sjósóknara í fari Steingríms,
en upp úr þeim hæfileikum lagði
hann mest, enda átti hann fimm
syni sem urðu fiskiskipstjórar.
Hann áttaði sig alls ekki á því þá
að bókvitið yrði í askana látið, eins
og síðar kom á daginn. Sem ekki
var n, enda möguleikar ungra
manna fábreyttir til annarra verka
en sjósóknar við Djúp vestur á
þeim dögum. Hermanni föður mín-
um var hlíft við að lifa þá tíma að
stjórnvöld bönnuðu ungum mönn-
um sjósókn, tækju auðlindina
ránshendi og afhentu örfáum út-
völdum að gjöf.
Steingrímur stundaði íþróttir af
lífi og sál á ungdómsárum sínum;
frjálsar íþróttir þar sem stangar-
stökk var hans eftirlæti; hann fór
á skíðum og iðkaði skíðastökk sér-
staklega; í handbolta var hann
einnig liðtækur.
Steingrímur var afar laghentur
svo kalla mátti að allt léki í hönd-
um hans. Hann var húsgagna-
smíðameistari að iðn sem hann
stundaði lengst af starfsævi sinn-
ar.
Þá er ótalinn sá þáttur í lífi
Steingríms sem mestan hug hans
átti en það var tónlistin. Afþreying
hans og yndi var að setjast við pí-
anóið og leika og semja lög. Það
kom undirrituðum í opna skjöldu
þegar á daginn kom að hann hefði
verið mikilvirkur tónsmiður. Ás-
geir sonur hans beitti sér fyrir út-
gáfu á hljómdiski sem út kom á
sjötíu og fimm ára afmælisdegi
föður hans. Ennfremur útgáfu
heftis með fjölmörgum lögum.
Steingrímur og Karitas bjuggu
allan sinn hjúskap á Húsavík þau
tæp fimmtíu ár sem þeim auðn-
uðust samvistir, en Karitas and-
aðist 1994.
Þau voru kannski ólíkrar gerðar,
en afar samrýnd og máttu hvorugt
af öðru sjá. Á heimili þeirra ríkti
glaðværð, góðvild og greiðasemi
við gesti og gangandi.
Það var Steingrími lítt bærileg
raun þegar Karitas gekk fyrir ætt-
ernisstapann. Sjálfur var hann
heilsuveill langar stundir allt frá
miðjum aldri og þurfti þeim mun
frekar á stoð og styttu að halda.
Við Greta kveðjum þennan vin
okkar og mág sem ljúflingsheitið á
betur við en flesta menn aðra.
Þegar hugsað er til Steingríms
Birgissonar verður aftur hlýtt og
bjart um bæinn.
Sverrir Hermannsson.
Elsku afi,
Nú er gamli Gráni
gríðarlega þreyttur.
Ertu ekki alveg uppgefinn?
En hvað þú ert sveittur.
Löng og brött var brekkan,
byltust hjól um steina.
Þau eru erfið þessi fjöll,
það fær Gráni að reyna.
Kæri góði Gráni,
gakktu inn í kofa.
Hvíldu þreytta hrygginn þinn,
hertu þig að sofa.
Geturðu ekki Gráni,
góða fyrir borgun
borið litla busann þinn,
á bakinu á morgun?
(Höf. óþekktur.)
Þetta fær mig alltaf til að brosa
og hugsa til þín, ógleymanlegar
eru stundirnar sem við sátum í
stofunni heima í Hlyn og sungum
þetta eins hátt og við gátum.
Elsku afi, takk fyrir stundirnar
um áramótin, í dag eru þær ómet-
anlegar og sýnir manni að ekki er
hægt að taka öllu sem sjálfsögðum
hlut.
Núna líður þér vel, búinn að
hitta ömmu sem þú hefur saknað
svo mikið og lengi. Nú eruð þið
saman á einhverri grískri strönd
að drekka Tía María.
Þó að mér finnist sárt að þú
skulir vera farinn, þá veit ég samt
að þú varst alveg tilbúinn því að
þú ræddir við mig á gamlársdag
hvað þú værir heppinn að hafa
fengið að sjá mikið af heiminum og
þú sagðir mér enn einu sinni frá
Grikklandsferðinni með glampa í
augunum og fleiri góðum og
skemmtilegum minningum.
Það var líka á gamlársdag sem
ég fékk að heyra þig spila í síðasta
skiptið fyrir mig á píanóið og það
er einnig ómetanleg minnig fyrir
mig, en núna verð ég að láta
geisladiskinn þinn duga.
Elsku afi, takk fyrir allar ómet-
anlegu stundirnar sem þið amma
gáfuð mér.
Ég ætla að enda þessa kveðju á
setningu sem þið amma notuðuð
alltaf þegar við vorum að fara eitt-
hvað í burtu. „Afi, guð veri með
þér.“
Þórný.
Það er sumar, áliðið morguns og
þurrkur og hiti í loftinu af sólinni
sem hellir sér inn um glugga. Neð-
an af smíðaverkstæði heyrist
slökkt á vél og svo heyrist fótatak-
ið í smiðnum sem gengur sporlétt-
ur upp stigann, tekur stundum tvö
þrep í skrefi og gengur að gömlu
píanói. Hann er í grænleitri köfl-
óttri skyrtu og ljósbrúnum vinnu-
buxum sem standa honum hvergi á
beini og hysjar þær snöggt upp
með báðum höndum um leið og
hann sest. Hann strýkur með
hendinni eftir efri brún píanósins,
kannski að ástæðulausu, en mér
sem fylgist með finnst eins og
hann hafi látið píanóið vita af
komu sinni. Hann strýkur líka með
hendinni yfir þunnt dökkleitt hárið
og leggur svo hendurnar á nótna-
borðið, engar píanóleikarahendur
heldur traustar kjúkumiklar
smiðshendur, sem hann beygir
svolítið um hnúana við handarbak-
ið. Þumalfingurnir eru stórir og
sveigjast út og framhandleggirnir
sinaberir enda maðurinn grannur
og holdskarpur. Svo byrjar hann
að spila og hverfist inn í tónlistina,
vinnan að baki, kannski er laug-
ardagur. Hann spilar gömul söng-
lög og raular þá stundum lágt með
brot af texta, jazz, búgívúgí, lög
eftir sjálfan sig, sálma eftir því
sem fellur í hann. Hljómurinn í pí-
anóinu er gamall, örlítið brostinn
gjallandi fylgir nótunum fylltur
músikalskri tilfinningu. Það lifnar
yfir spilamanninum ef hann er
beðinn um eitthvað ákveðið, gleðst
yfir áheyrendum og fagnar óskum
þeirra og sambandinu sem kemst á
milli hljóðfæraleikara og hlust-
anda, því tónlistin er bara hluti af
því sem best er í lífinu, að gleðjast
með öðrum. Og fullur af einlægri
innlifun smíðar smiðurinn brú úr
tónum og músík til okkar sem
hlustum, með sínum smiðshöndum
og færir okkur verk sín af feimn-
islegri hógværð.
Þessi minning um móðurbróður
minn Steingrím Birgisson er frá
sjöunda áratug síðustu aldar þegar
ég dvaldist sumar eftir sumar hjá
honum og konu hans Karítas Her-
mannsdóttur, sem reyndar var
föðursystir mín. Þar eignaðist ég
aðra foreldra til viðbótar við mína
eigin sem er líklega það hollasta
sem fyrir börn getur komið, fyrir
utan það að missa þá eins og segir
í bók.
Ég ætla ekki að leggja til aðrar
minningar um Steina en þessa,
þessi er sú sem lifir í huga mér,
þessi sterka taug til tónlistar og
mennskunnar sem fylgir samveru
og gleði.
Hann mun hvíla í friði.
Hermann Þórðarson.
„Lífið er að gefa, ekki að
þiggja.“
Þetta sagði vitur maður fyrir
dálítið mörgum árum og enn eru
þessi spakmæli í fullu gildi. Þau
eiga svo vel við hann Steina í Hlyn
en Steini verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju í dag.
Mig langar að senda Birgi,
Geira og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur um leið og ég þakka
Steina fyrir lögin hans yndislegu.
Þá eru geymdar í minningunni all-
ar stundirnar sem Steini sat við pí-
anóið heima á Hólnum og spilaði
eftir sínu músíkalska eyra og við,
sem vildum, sungum með af hjart-
ans list.
Ég þakka líka fyrir kaffibolla-
umræður við hringborðið í Hlyn.
Þar fékk hugmyndaflugið að leika
lausum hala og ekkert var ómögu-
legt.
Takk fyrir samveruna, Steini
minn, og þar sem einn dagur er
þúsund ár fyrir Guði og þúsund ár
dagur ei meir, þá sjáumst við fljót-
lega.
Bið að heilsa Kaju og Ástu
mömmu.
Hólmfríður Ben.
STEINGRÍMUR
JÓN BIRGISSON
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Ráðstefna með Ashley Schmier-
er ásamt Robert Maasbach í
Veginum helgina 24. til 26. janú-
ar.
Kennsla kl. 10 til 16 um efnið
„Leiðtogi í söfnuðinum...hvar
ert þú? Ashley Schmiere og Ro-
bert Maasbach kenna. Opið öll-
um.
Á morgun sunnudag.
Samkoma kl. 16:30. Ashley
Schmierer predikar. Lofgjörð,
fyrirbænir, krakkakirkja, ung-
barnakirkja og samfélag.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.fi.is
Dagsferð 26. janúar. Fyrsti hluti
raðgöngunnar Fornar hafnir á
Suðvesturlandi.
Gengið verður um Álftanes undir
leiðsögn heimamanna og farar-
stjóra frá FÍ. Farið í Bessastaða-
kirkju og endað á Sjóminjasafni
Íslands í Hafnarfirði. Verð kr.
1.700 fyrir félagsmenn, en kr.
2.200 fyrir aðra. Lagt verður af
stað kl. 11.00 og komið til baka
kl. 16.00. Fararstjóri er Leifur Þor-
steinsson. María Sveinsdóttir frá
Jöfra á Álftanesi leiðir hópinn um
svæðið. Lagt verður af stað frá
BSÍ og komið við í Mörkinni 6.
Á döfinni:
Þorrablót FÍ 8.—9. febrúar.
26. janúar. Strandgangan (S-
2) Þorlákshöfn - Selvogur
Gangan hefst í Þorlákshöfn og
lýkur í Selvogi. Vegalengd er 16-
17 km og reikna má með að
gangan taki einar 5 klukkustund-
ir. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð
kr. 1700/1900. Fararstjóri: Gunn-
ar H. Hjálmarsson.
26. janúar. Skíðaferð. Farið
verður t.d. að Gjábakka eða á
Mosfellsheiði en snjóalög koma
til með að ráða ferðinni. Brottför
frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1900/2300
kr. Fararstjóri: Ingibjörg Eiríks-
dóttir. Hægt er að skoða myndir
úr skíðaferðinni á Mosfellsheiði
frá síðustu helgi á þessari slóð
http://www.finna.is/utivist/
myndasogur/
28. janúar. Deildarfundur hjá
jeppadeild Útivistar. Jeppa-
deildin verður með deildarfund
hjá Arctic Trucks á Nýbýlavegi 2
þriðjudaginn 28. janúar og hefst
fundurinn kl. 20.00.
Dagskrá: Jeppadeild Útivistar
kynnir jeppaferðir úr ferðaáætl-
un 2003 og Jepparæktina. Arctic
Trucks kynnir nýjan Land Crui-
ser og einnig niðurstöður próf-
ana á AT 405 38" dekkjum. Léttar
veitingar í boði. Hvetjum alla til
að mæta.
Þorrablót Útivistar
í Vestmannaeyjum
31. janúar — 2. febrúar.
Hið árlega þorrablót Útivistar
verður að þessu sinni haldið í
Vestmannaeyjum. Á þessu ári
eru 30 ár liðin frá gosinu í Eyjum
og verður ferðin helguð því og
að hætti Útivistar verður gengið
um Eyjarnar í fylgd kunnugra.
Brottför frá BSÍ kl. 17.15. Verð
7.900/9.100 kr. Fararstjóri: Fríða
Hjálmars- dóttir. Örfá sæti laus
Sjá nánari lýsingu á slóðinni
www.utivist.is
RAÐAUGLÝSINGAR
ÝMISLEGT
Til sölu
Fasteignir Akureyrarbæjar auglýsa til
sölu og óska eftir tilboðum í fasteignirn-
ar Hafnarstræti 81a og b, á Akureyri. Fasteignin
er talin vera um 1400 m². Um er að ræða núver-
andi húsnæði Tónlistarskólans á Akureyri.
Eignirnar eru seldar í því ástandi sem þær eru.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Tilboðum ber að skila eigi síðar en 6. febrúar
2003 kl. 16:00 á skrifstofu Fasteigna Akureyr-
arbæjar.
Fasteignir Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9, 4. hæð,
sími 460 1000, 460 1128.