Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 45 „HANDKNATTLEIKUR er ekki lengur evrópsk íþrótt, á því er enginn vafi,“ segir Torben Winth- er, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, sem reiknar með að í náinni framtíð muni þjóð utan Evrópu hampa heimsmeistaratitli. „Þjóðunum utan Evrópu sem leika handknattleik er alltaf að fjölga og nokkrar þeirra eru á góðri leið með að byggja upp gott lið. Leikstíll Suður-Ameríku- manna er skemmtilegur og sá sem hefur komið mér mest á óvart á mótinu. Ég reikna með að þeir haldi áfram að þróa hann og þá verða þjóðir Suður-Ameríku skeinuhættar. Síðan eru Afr- íkumenn alltaf að sækja í sig veðrið, þær taka hraðari framförum en margar Evrópuþjóðir,“ segir Winther og bætir við. „Það stefnir sem bet- ur fer í það að þeim leikjum fækki á HM þar sem annað liðið burstar hreinlega hitt. Það er að sjálfsögðu til góða því þannig leiki viljum við ekki sjá á heimsmeistaramóti.“ Fleiri og betri RAINER Schüttler frá Þýskalandi var ekki í teljandi vandræðum með að vinna örþreyttan Andy Roddick frá Bandaríkjunum í undan- úrslitum opna ástralska meist- aramótsins í tennis í gær og mætir Andre Agassi í úrslitaleiknum í fyrramálið. Þjóðverjinn sigraði í þremur settum gegn einu, 7:5, 2:6, 6:3 og 6:3. Leikurinn í heild stóð að- eins í tvo tíma og 19 mínútur en til samanburðar tók fimmta og síðasta settið í viðureign Roddicks og El Aynaouis tvo tíma og 23 mínútur. Hin 46 ára gamla Martina Navr- atilova er komin í úrslitaleik á stór- móti í fyrsta skipti í átta ár. Hún og Leander Paes leika til úrslita í tvenndarleik á sunnudag, gegn Todd Woodbridge og Eleni Dani- ilidou. Williams-systur, sem hófu úrslitaleik sinn í einliðaleik í nótt, urðu í gær meistarar í tvíliðaleik annað árið í röð þegar þær sigruðu Virginiu Ruano Pascual og Paolu Suarez, 4:6, 6:4, 6:3. Suarez sagði eftir leikinn að hún vonaði að syst- urnar tækju ekki þátt í mótinu á næsta ári til að einhverjir aðrir ættu möguleika á sigri. Örþreyttur Rodd- ick lítil hindrun Reuters Rainer Schüttler fagnar sigri. Þetta minnti mig frekar á stríðs-leik en handknattleik. Sumir leikmanna Alsírs köstuðu sér á eftir boltanum út um allan leikvöllinn, ég hef sjaldan séð annað eins, sem bet- ur fer var þetta aðeins leikur,“ sagði Torben Winter, landsliðsþjálfari Dana. Blaðamaður Jyllands-Posten seg- ir að um tíma í leiknum hafi honum liðið eins og á HM 1995 á Íslandi þegar Alsírbúar unnu Dani og sendu þá heim að lokinni riðlakeppninni. „Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum að leikslokum fyrir að þeim tókst að reka af sér slyðruorðið og snúa leiknum sér í hag, því staðan var orðin virkilega slæm,“ segir Winter sem segist hata svona leik- aðferð eins Alsír beitir, þ.e. að elta andstæðinginn um allan völl. „Það er hreinlega útilokað að æfa sig gegn varnarleik af þessu tagi, það leikur enginn svona vörn eins og Brasilía og þá sérstaklega Alsír gera, nema þjóðirnar sjálfar.“ Hörkuleikur við Egypta Winther segist fyrst og femst vera feginn því að hafa fengið sex stig út úr þremur leikjum á mótinu – þótt tvær síðustu viðureignir hafi ekki verið skemmtilegar, þá hafi tekist að vinna og það sé það sem máli skiptir. Í dag leika Danir við Egypta, sem lögðu Slóvena í fyrrakvöld, en hafa auk þess gert jafntefli við Alsír og tapað fyrir Svíum. Winther segist ekki reikna með að Egyptar leiki eins og Alsírbúar. „Egyptar eru með evrópskan þjálfara og þeir hafa yf- irleitt alltaf leikið handknattleik í lík- ingu við Evrópubúa. Egyptar eru hins vegar með leikreynt lið sem get- ur lagt nærri því hvaða landslið sem er, en það getur einnig tapað fyrir hvaða þjóð sem er. Við höfum hins vegar ekki mætt þeirra sterkasta liði í nokkurn tíma. Ég reikna með hörkuleik þar sem bæði lið geta farið með sigur af hólmi,“ segir Winter. Dönum tókst að snúa leiknum við þegar þeir breyttu úr 6/0 vörn yfir í 5/1 vörn í síðari hálfleik. Þá kom fát á Alsírbúa í sókninni, sem skoruðu að- eins sex mörk í síðari hálfleik, og Danir fengu hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Winther segist mest af öllu hafa vorkennt spænsku dómurunum sem dæmdu leikinn. „Það er eflaust alveg skelfilegt að lenda í að dæma svona viðureign þar sem barist er um allan völl. Það er útilokað að dómararnir geti séð allt sem fram fer í svona leikjum,“ segir Winther. Morgunblaðið/Günther Schröder Íslenska landsliðið sem hefur verið í sviðsljósinu á HM í Portúgal – Gústaf Bjarnason, Rúnar Sig- tryggsson, Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Róbert Sighvatsson, Guðjón Valur Sig- urðsson, Heiðmar Felixson, Sigfús Sigurðsson, Einar Örn Jónsson, Aron Kristjánsson, Sigurður Bjarnason, Roland Eradze, Guðmundur Hrafnkelsson og Dagur Sigurðsson. Minningar frá HM á Íslandi komu upp í huga Dana Minnti meira á stríðsleik DANIR þykjast hafa sloppið vel með að hafa náð að kreista fram sig- ur, 22:19, gegn Alsír í fyrrakvöld eftir að hafa verið komnir sex mörkum undir, 12:6, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Alsírbúar komu Dönum enn einu sinni í opna skjöldu með því að leika vörnina hrein- lega um allan völl. SLÓVENINN Ivan Simonevic þykir vera mesta kjánaprikið á HM til þessa. Kæruleysi hans eða fífla- gangur kom í veg fyrri að Slóvenar tryggðu sér eitt stig gegn Egyptum í fyrrakvöld. Jafntefli hefði tryggt Slóvenum 3. sæti D-riðils, en tapið sendi þá í 5. sætið og í óvissu um sæti í 16-liða úrslitunum. Simonevic tók vítakast á síðustu sekúndum leiksins við Egypta. Í stað þess að taka hefðbundið víta- kast kaus Simonevic að snúa sér í hring áður en hann kastaði bolt- anum og loks þegar hann kastaði knettinum varði Mohamed El Nak- ib, markvörður Egypta. Þetta snún- ingsskot Simonevic þykir bera vott um mikið kæruleysi á ögurstundu. Forvígismenn Slóvena og þarlendir fjölmiðlamenn eiga ekki til orð yfir kjánagang Simonevic og áttu sumir erfitt með að hætta að hrista höf- uðið í hneykslan, ekki yfir því að manninum brást bogalistin heldur hvernig hann bar sig að. Landsliðs- þjálfari Slóvena varð æfur af reiði, en það hjálpaði lítt því úrslitin voru ráðin. Þess ber að geta að Simonovic hafði áður skorað úr sjö vítaköstum þegar kom að snúningskastinu, ekkert kastanna sjö hafði hann tek- ið með snúningsstílnum. Mesta kjána- prik HM EFTIR sigurinn á Portúgal í fyrra- kvöld eru mestar líkur á að Ísland fari áfram í milliriðil með tvö stig, svo framarlega sem leikurinn gegn Katar í dag fer á eðlilegan hátt. Ís- lenska liðið ætti að enda í fyrsta eða öðru sæti riðilsins og fara í milliriðil með Portúgal, Grænlandi eða Katar, og þar með fylgja stigin úr þeirri við- ureign. En öruggt er það ekki. Enn getur sú staða komið upp að Ísland endi í þriðja sæti í riðlinum og fari áfram án stiga. Ísland getur líka lent í þeirri skringilegu stöðu að vinna rið- ilinn og fara samt stigalaust áfram. Þetta getur gerst ef Portúgal tæki upp á því að vinna Þýskaland í dag. Þá yrði heldur betur mikið í húfi í leiknum gegn Þjóðverjum á morgun. Ef Portúgal vinnur Þýskaland með tveimur mörkum og Þýskaland vinnur síðan Ísland með þremur mörkum eða meira, vinnur Þýska- land riðilinn, Portúgal verður númer tvö og Ísland númer þrjú, sam- kvæmt innbyrðis úrslitum milli lið- anna þriggja. Þá færu Ísland og Þýskaland í sama milliriðil og Þjóð- verjar tækju stigin tvö gegn Íslandi með sér. Ef Portúgal vinnur Þýskaland með einu marki, t.d. 22:21, og Þýska- land vinnur Ísland með einu marki, t.d. 25:24, kæmi upp skringileg staða. Þá yrðu liðin jöfn að stigum, með jafnan markamismun, en Ísland yrði sigurvegari í riðlinum á flestum skoruðum mörkum. Portúgal yrði númer tvö og Þýskaland númer þrjú. Þá færu Ísland og Þýskaland saman í milliriðil, en Þýskaland með tvö stig og Ísland ekkert, þrátt fyrir að Ís- land hefði unnið riðilinn! En þetta eru enn aðeins vanga- veltur og staðan skýrist betur eftir leikina í dag. Ísland getur farið áfram stigalaust Bikarslagur í Englandi EIÐUR Smári Guðjohnsen verður að öllu óbreyttu í fremstu víglínu hjá Chelsea sem mætir 3. deildarliði Shrewsbury á útivelli á morgun. Lárus Orri Sigurðsson verður væntanlega á vara- mannabekk WBA í dag þegar liðið sækir Heiðar Helguson og félaga í Watford heim. Leikmenn Stoke, sem æfðu frá þriðjudag á Malaga á Spáni, fá gullið tækifæri til að komast í 16 liða úrslitin en liðið fær 2. deildarlið Bour- nemouth í heimsókn. Her- mann Hreiðarsson og félagar í Ipswich mæta Sheff. Utd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.