Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 15 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, og Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, ræddust við í síma í gær og voru sammála um að hvetja til þess, að fundin yrði pólitísk lausn á Íraksdeilunni á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá rússnesku stjórninni í gær en Þjóð- verjar, sem munu verða í forsæti í öryggisráði SÞ í febrúar, vilja, að vopnaeftirlitsmönnum verði gefinn meiri tími til að rannsaka áætlanir Íraka um framleiðslu gereyðingar- vopna. Rússar krefjast þess, að hugsanleg árás á Írak verði borin undir öryggisráðið en þar hafa þeir neitunarvald. Búist er við, að öryggisráðið fái skýrslu frá vopnaeftirlitsmönnunum á mánudag og spá því sumir, að verði hún neikvæð, muni Bandaríkjamenn og Bretar nota hana sem tilefni til árásar. Þá sagði breska blaðið The Guardian í gær og hafði eftir ónefnd- um heimildum, að Bandaríkjastjórn ætlaði sér að hnykkja á skýrslunni með því að leggja fram sannanir eða vísbendingar um brot Íraka á sam- þykktum SÞ. Yfir níu af hverjum tíu Norðmönn- um eru andsnúnir hvers konar hern- aðaríhlutun undir forystu Banda- ríkjamanna í Írak, ef Sameinuðu þjóðirnar veita ekki skýra og skor- inorða heimild fyrir slíku. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðanakönnun- ar sem birtar voru í Aftenposten og norska útvarpinu NRK í gær. Enn- fremur sögðust 64% aðspurðra ekki myndu styðja að hervaldi yrði beitt, jafnvel þótt ný ályktun þar að lút- andi yrði samþykkt í öryggisráði SÞ. Norski utanríkisráðherrann Jan Petersen sagðist harma hið opinbera hnútukast um stríð eða ekki stríð í Írak milli ráðamanna í Washington, Lundúnum, París og Berlín. Það kynni að leiða Saddam Hussein út í að álykta sem svo, að hann gæti komizt upp með að virða kröfur SÞ að vettugi. Efnavopnum beitt? BBC, breska ríkisútvarpið, sagði frá því á fréttavef sínum í gær, að hópur íraskra stjórnarandstæðinga hefði komist yfir skjöl, sem sýndu, að sérsveitir íraska hersins væru að búa sig undir að beita efnavopnum. Hefði þeim verið fenginn sérstakur hlífð- arfatnaður og lyfið atrópín, sem er notað gegn taugagaseitrun. Erfitt er að meta sannleiksgildi skjalanna en í þeim er einnig að finna áætlanir um árásir á skip á Persaflóa. Hvatt til pólitískrar lausnar á Íraksdeilu Moskvu, London. AFP. Reuters Hliðið að al-Qaqa-eldflaugastöðinni, um 60 km suður af Bagdad, sem vopnaeftirlitsmenn SÞ skoðuðu í gær. Í FORYSTUGREINUM helztu dag- blaða í Frakklandi, Þýzkalandi og fleiri löndum meginlandsins í gær var fjallað um ágreininginn um Íraksmál sem hefur verið að áger- ast milli ráðamanna í Washington og bandamanna þeirra í París og Berlín. „Bandaríkin og Evrópa: eru þau í alvöru að klofna?“ spyr franska blaðið Le Figaro í forsíðufyrirsögn. Blaðið segir að stríðnisskot það sem Donald Rumsfeld beindi til ráða- manna í París og Berlín um að þeir stæðu fyrir „gömlu Evrópu“ og að þungamiðja álfunnar hefði færzt í austur, þar sem menn væru fylgi- spakari við Bandaríkin, hefði, eins og blaðið kemst að orði, „espað menn til að hlaupa í varnarvirkin bæði í París og Berlín“. Leiðarahöfundur þýzka blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði Rumsfeld alveg eins hafa get- að bætt Þýzkalandi og Frakklandi á möndulás hins illa. Þá er lýst yfir áhyggjum af því í leiðaranum að Bandaríkin og Vestur-Evrópa séu að fara hvor í sína áttina á tímum þegar ástandið kallaði eftir auknu samstarfi á sviði öryggismála. „Vilja stjórnvöld í Washington hætta á klofning innan NATO vegna Íraks, sem gæti leitt til klofnings innan Evrópu þar sem ríki myndu ýmist fylgja „Nútíma-Ameríku“ eða „gömlu vandræðagemlingunum“ sem velja að gera það ekki?“ segir í Frankfurter Allgemeine. „Ekki ætti að oftúlka mikilvægi kjánalegra ummæla Rumsfelds – hann gæti allt eins hafa útvíkkað möndulás hins illa,“ segir ennfremur í leiðaranum. „En um leið sýna þau fram á að af- staða Evrópu hefur lítið að segja í Washington, að hluta til vegna þess að Evrópa talar ekki einni röddu.“ Þýzka blaðið Die Welt velur að gera lítið úr ummælum Rumsfelds; segir þau vera orð „gamals manns“ sem þyki „gaman að segja brand- ara“. „Og hver svo sem kann að vera hans raunverulega afstaða,“ bætir leiðarahöfundur Die Welt við, „er erfitt að sjá að orð hans séu fá- heyrð móðgun.“ Að sögn blaðsins eru ráðamenn í Washington „að reyna að etja Þýzkalandi og Frakk- landi gegn Bretlandi, Spáni og Pól- landi“. Í svipaðan streng tekur leið- arahöfundur dagblaðsins El Per- iodico, sem gefið er út í Barcelona. Hann segist óttast að spænski for- sætisráðherrann José Maria Aznar hafi „gengið í rangt lið“. „Á meðan Chirac og Schröder móta nýja stefnu Evrópu,“ segir blaðið, „veðj- ar Aznar á Blair og Berlusconi.“ Sem þýði að „leiðtogarnir þrír, sem beiti sér í reynd harðast gegn sjálf- stæðri utanríkisstefnu Evrópu[sam- bandsins] láta nota sig sem Tróju- hesta Bandaríkjamanna“. Blaðið varar við því, að „Aznar geri sögu- leg mistök reyni hann að spilla fyrir tilraunum til að skapa Evrópusam- bandinu sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu, óháða Banda- ríkjunum“. Í leiðara franska blaðsins Le Monde er hins vegar fjallað á annan hátt um þetta atriði. Leiðarahöf- undur bendir á að í hinum umdeildu orðum Rumsfelds sé sannur kjarni. Fyrrverandi austantjaldslöndin horfi svo til eingöngu til Bandaríkj- anna um forystu í utanríkis- og ör- yggismálum og sýni viðleitni Frakka og Þjóðverja til að smíða sameiginlega utanríkis- og varn- armálastefnu ESB lítinn áhuga. Hlaupið í varnarvirkin Evrópsk dagblöð túlka hnútukastið yfir Atlantshafið á mismunandi hátt GIOVANNI Agnelli, fyrrverandi for- stjóri Fiat, sem lést á 82. aldursári, var þekktur sem glaumgosi á yngri árum sínum en varð einn af voldug- ustu kaupsýslumönnum Evrópu. Til- kynnt var um andlátið í gær, en Ag- nelli hafði veikst af krabbameini í blöðruhálskirtli. Afi Agnellis og alnafni stofnaði bílafyrirtækið Fabbrica Italiana di Automobili Torino, skammstafað Fiat, árið 1899. Fiat er enn stærsti gimsteinninn í viðskiptaveldi Agnelli- fjölskyldunnar sem á stóran hlut í Juventus, farsælasta knattspyrnu- félagi Ítalíu, fjölmiðlum (um fjórðungi dagblaða landsins), stórri ferðaskrif- stofu, stórverslanakeðju, banka, tryggingafélagi, skipafélagi og flug- véla-, stál-, efna- og sementsverk- smiðjum. Fiat Group er með fleiri starfsmenn en nokkurt annað fyrir- tæki í landinu og hefur verið kallað „Ítalía hf.“ Agnelli fór að ráðum afa síns sem sagði honum að njóta lífsins til fulls meðan hann gæti. Ítalskir slúður- dálkahöfundar urðu sjaldan uppi- skroppa með sögur af erfingja Fiat- veldisins. Sjálfur sagði hann blaða- mönnum að helstu áhugamál hans væru „hraðskreiðir bílar, fagrar kon- ur og spilavítisborðin“. Róaðist eftir bílslys Agnelli fæddist í Tórínó 12. mars 1921, sonur Edoardo Agnellis og Virginiu Bourbon De Monte. Þegar hann var fjórtán ára lést faðir hans í flugslysi og tíu árum síðar dó móðir hans í bílslysi. Hann barðist í síðari heimsstyrjöldinni, fyrst með her Mussolinis á rússnesku vígstöðvun- um og síðan með hersveit banda- manna undir stjórn bandaríska hers- höfðingjans Marks Clarks eftir að Ítalir undirrituðu vopnahléssamning við bandamenn. Eftir stríðið nam Agnelli lögfræði við Tórínó-háskóla og tók að sletta úr klaufunum. Litlu munaði að hann léti lífið í bílslysi eftir veislu í Cannes í Frakklandi árið 1952 og það varð til þess að hann róaðist. Ári síðar kvænt- ist hann prinsessu frá Napólí, Marellu Caracciolo, og festi hugann við það hlutverk að vera í raun ókrýndur kon- ungur Ítalíu. Hann hóf störf hjá Fiat sem var þá undir stjórn Vittorio Valletta sem afi Agnellis hafði falið að byggja upp fyr- irtækið eftir stríðið. Agnelli sérhæfði sig í fjármálum fyrirtækisins og varð brátt varaformaður og framkvæmda- stjóri þess. Þegar Valetta dró sig í hlé árið 1966 varð Agnelli, þá 45 ára, stjórnarformaður og forstjóri fyrir- tækisins. Hann stjórnaði því í þrjátíu ár, eða til ársins 1996 þegar hann varð heiðursformaður þess. Þótti óvandur að meðulum Fiat var þegar orðið stórveldi og máttarstólpi efnahagslífsins á Ítalíu þegar Agnelli tók við rekstri fyrir- tækisins. Fiat-bílar af gerðunum 500 og 600 nutu mikilla vinsælda og tryggðu fyrirtækinu bróðurhlutann af bílamarkaðnum á Ítalíu. Salan ein nam 5% af vergri þjóðarframleiðslu, hreinn hagnaður fyrirtækisins nam andvirði 160 milljarða króna. Agnelli þótti ekki alltaf vandur að meðulum í viðskiptum. Að sögn Alans Friedmans, sem skrifaði ævisögu Agnellis, beitti hann stundum aðferð- um sem „jöðruðu við það að vera ólög- legar“ og hefði „auðveldlega mátt skilgreina sem nýja mafíustarfsemi“. Agnelli mátti sín mikils í ítölskum stjórnmálum og hafði áhrif á myndun ríkisstjórna á bak við tjöldin. Hver stjórnin á fætur annarri samþykkti innflutningstolla og fleiri ráðstafanir til að tryggja að Ítalir héldu áfram að kaupa bíla Fiat. „Orðið Agnelli þýðir „lömb“ en í augum margra Ítala voru Agnelli- gimblarnir úlfar sem rændu auðlind- um þjóðarinnar og gleyptu vörumerki eins og Alfa Romeo og Ferrari, sem njóta miklu meiri virðingar á Ítalíu en Fiat-bílar,“ sagði Franco Ferrarotti, félagsfræðiprófessor í Róm. Hnignandi veldi Fyrstu árin eftir að Agnelli tók við stjórninni var rekstur fyrirtækisins nokkuð erfiður vegna deilna við verkalýðsfélög, hrinu hryðjuverka og olíukreppu. Árið 1973 var fyrirtækið rekið með tapi í fyrsta sinn í sögunni. Árið 1986 var fyrirtækið aftur á grænni grein og hagnaður þess nam andvirði 140 milljarða króna á ári. Muammar Gaddafi seldi hlut Líbýu í Fiat og hlutur Agnelli-fjölskyldunnar jókst úr 33% í 40%. Farið var þó að halla undan fæti árið 1996 þegar Agn- elli dró sig í hlé. Bílasalan dróst sam- an og hlutdeild Fiat í markaðnum var komin niður í 45%, en hafði verið um 60% nokkrum árum áður. Ókrýndur kon- ungur Ítalíu látinn Reuters Giovanni Agnelli heitinn í Lingotto-verksmiðju Fiat á Ítalíu. Róm. AFP, AP. ’ Orðið Agnelli þýðir „lömb“ en í augum margra Ítala voru Agnelli- gimblarnir úlfar. ‘ ANDLÁT Giovannis Agnellis kynti í gær undir vangaveltum um að fjölskylda hans myndi selja bílaverksmiðjur Fiat. Giovanni Agnelli hafði verið andvígur því að verksmiðj- urnar yrðu seldar þótt rekstr- artapið nemi nú hátt í 250 milljörðum króna á ári. Andlát ættföðurins var til- kynnt sama dag og fjölskylda hans átti að koma saman til að ræða framtíð Fiat Group sem á bílafyrirtækið Fiat Auto og fleiri fyrirtæki. Roberto Col- aninno, fv. forstjóri Olivetti og Telecom Italia, hefur sagzt reiðubúinn að fjárfesta í Fiat Group til að bjarga félaginu og deila völdunum með Agnelli- fjölskyldunni. Líklegra þykir þó að fjölskyldan reyni að halda félaginu með sam- komulagi við lánardrottna um endurfjármögnun, selji bíla- verksmiðjurnar og einbeiti sér að öðrum rekstri. General Motors á 20% hlut í Fiat Auto, sem er um 40% af Fiat-Group, og hefur samið um rétt til að kaupa afganginn. Bílaverk- smiðjurnar seldar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.