Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG gekk með þessa hugmynd í kollinum eftir að hafa búið hér í Portúgal á árunum 1989–1991 og langaði til þess að gera meira, enda eru möguleikarnir miklir hér í landi,“ sagði Gestur R. Bárðarson forstjóri límtrésverksmiðjunnar Flexilam sem var formlega opnuð í gær í bænum Mortagua í Portúgal. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði verk- smiðjuna með formlegum hætti en Jose Luis Aroroux aðstoðarforsæt- is- og íþróttaráðherra Portúgals var einnig viðstaddur opnunina. Límtré hf. er stærsti hluthafinn í Flexilam með 47,6% eignarhlut, ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins á 44,4% hlut og Lusitiana Ventures ehf. á 8% hlut. Gestur er stærsti hluthafinn í Lusitiana Ventures ehf. Verksmiðjan er sú eina af sinni tegund í landinu og er tækjabún- aður hennar að mestu íslenskt hug- vit og smíðaður af vélsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum. Heildarkostnaður við undirbúning og byggingu verksmiðjunnar er um 340 millj. ísl. kr. en ársvelta Flex- ilam á sl. ári var 230 millj. ísl. kr. og hafði þá aukist um 35% frá því árinu áður. Gestur sagði að árið 1996 hefði límtré verið flutt út í litlum mæli frá Íslandi til Portúgals en ár frá ári hefði útlflutningur aukist. „Það var komið að þeim tímapunkti að reisa verksmiðju og möguleikarnir eru miklir. Límtré er ekki mikið notað í byggingariðnaði hér í Portúgal en sá iðnaður er gríð- arlega stór hluti af þjóðarfram- leiðslu landsins. Margar byggingar í Portúgal verða endurbyggðar á næstu árum og fagmenn á öllum sviðum þekkja möguleikana sem límtré býður uppá mun betur í dag en þeir gerðu fyrir nokkrum miss- erum. Markaðssetning okkar hefur skilað árangri og við erum mjög bjartsýnir en ætlum ekki að fara að hlaupa fyrr en við erum farnir að geta gengið óstuddir,“ sagði Gestur þegar hann var inntur eftir fram- tíðaráformum Flexilam. Alls eru 27 starfsmenn hjá Flexi- lam, þar af 13 sem starfa við fram- leiðslu vörunnar. Gestur sagði að aðbúnaður starfsfólksins væri með því besta sem þekktist í Portúgal og verksmiðjan ynni eftir ströngum gæðastöðlum. Hráefnið kemur með flutningabílum frá Noregi, en í framtíðinni er stefnt að því að nýta við frá Portúgal. Íslensk framleiðsla og hugvit Valgerður Sverrisdóttir sagði í ræðu sinni að viðskiptaleg sam- vinna Portúgals og Íslands væri fjölbreytt og ætti sér langa sögu. Íslenskir ferðamenn og saltfiskur væru þekktar stærðir í Portúgal en nú væri komið að nýjum kafla með opnun Flexilam. „Það er ánægjulegt að verða vitni að því þegar íslensk fram- leiðsluvara og hugvit er notað til þess að framleiða vöru á erlendri grund. Ég hef fylgst með þróun mála í verksmiðjunni á Flúðum og það var augljóst að sú verksmiðja getur ekki stækkað eða framleitt meira fyrir innanlandsmarkað. Þessi verksmiðja er ánægjuleg þró- un sem býr yfir miklum mögu- leikum, og það er ekki annað að heyra hjá forsvarsmönnum Flex- ilam en að þeir hafi hug á því að stækka markaðssvæði sitt á næstu árum og nema fleiri lönd,“ sagði Valgerður. Telja mikla mögu- leika í Portúgal Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti erindi og opnaði verksmiðjuna formlega. Íslenskættuð límtrésverksmiðja opnuð í Mortagua Mortagua. Morgunblaðið. LÝSTAR kröfur í þrotabú fréttavefjarins Vísis.is nema sam- tals um 220 milljónum króna. Þar af eru almennar kröfur 190 millj- ónir en forgangskröfur nema 30 milljónum króna. Bjarni S. Ágeirs- son hrl., skiptastjóri þrotabúsins segist enn ekki hafa fundið eignir í búinu. Hugsanlega sé hægt að tryggja því fé með riftanlegum að- gerðum en of snemmt sé að segja til um það. Fréttavefurinn Vísir.is var seld- ur skömmu fyrir gjaldþrotið og hefur lögreglu verið falið að rann- saka hvert söluandvirðið rann. Fyrsti skiptafundur verður hald- inn í 1. viku febrúar. Kröfur í þrotabú Vísis.is um 220 milljónir ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra áfrýjaði í gær dómi Hér- aðsdóms Reykjaness í máli sem Magnús Þór Hafsteinsson frétta- maður höfðaði gegn honum fyrir meiðyrði og vann sigur í. Í yfirlýs- ingu frá sjávarútvegsráðherra seg- ir: „Ég tel að dómur þessi sé í and- stöðu við dóma Hæstaréttar Ís- lands í málum sem varða tjáning- arfrelsi. Þar sem málið varðar svo mikilvægt svið sem tjáningarfrelsið er í nútíma þjóðfélagi tel ég óhjá- kvæmilegt annað en að áfrýja fram- angreindum dómi, enda tel ég að niðurstaða Hæstaréttar í máli þessu muni hafa almennt gildi.“ Sjávarútvegs- ráðherra áfrýjar OLÍS blandaði sér í bensínverðstríð Skeljungs og Esso í gær með því að auka afslátt á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæð- inu. Bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu kostar því 93,20 kr. sem er 5 kr. lægra en verð miðað við fulla þjón- ustu. Að auki fá handhafar vildar- korts Visa og Flugleiða afslátt sem nemur u.þ.b. 1,50 kr. á lítrann í formi vildarpunkta. Verðstríðið hófst á miðvikudag þegar Esso kynnti nýja þjónustu í sjálfsafgreiðsluviðskiptum og bauð 4 kr. afslátt auk 1 kr. til safnkortshafa. Skeljungur bauð daginn eftir 5 kr. afslátt á hvern lítra í sjálfsafgreiðslu í tilefni 75 ára afmælis Shell á Íslandi og jók þá Esso sinn afslátt í 5 kr. Olís býður einnig afslátt á bensíni EKKERT hefur frést af ferð- um Guðrúnar Bjargar Svan- björnsdóttur frá 16. janúar sl. þegar peningar voru teknir út af bankareikningi hennar í hraðbanka í miðborg Kaup- mannahafnar. Seinna sama dag sagðist vitni hafa séð til Guð- rúnar á járnbrautarstöð í Malmö í Svíþjóð. Lýst hefur verið eftir henni frá 29. desember sl. en þann dag fór hún með áætlunarflugi til Kaupmannahafnar. Guðrún er 31 árs gömul, um 172 senti- metrar á hæð, mjög grannvax- in, stuttklippt með dökkbrúnt hár. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík hefur verið lýst eftir Guðrúnu á öllum lögreglu- stöðvum í Svíþjóð og ráðstaf- anir gerðar til að auglýsa eftir henni í fjölmiðlum. Lýst eftir Guðrúnu Björgu Svanbjörnsdóttur Engar nýjar vís- bendingar EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að norsk löggjöf, sem mælir fyrir um að tiltekinn fjöldi stöðugilda við háskólann í Ósló skuli eingöngu vera fyrir konur, brjóti gegn tilskipun Evrópubandalagsins um jafnrétti karla og kvenna að störfum, starfsþjálfun, stöðuhækk- unum og starfskjörum. EFTA-dóm- stóllinn telur að reglur og lagafram- kvæmd verði að vera með þeim hætti að sá sem hæfastur er til að gegna stöðu eigi möguleika á að hljóta hana. Valgerður H. Bjarnadóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að í rauninni hafi þessi niðurstaða engin áhrif hér nema menn vildu fara að ganga lengra en gert hefur verið. „Miðað við þær reglur sem við höfum fylgt hingað til skerðir þessi niður- staða þær ekki að nokkru leyti. Það hefur ekki verið vilji til þess að ganga jafnlangt eins og t.d. var gert í há- skólanum í Ósló. Í því tilviki gafst bara öðru kyninu tækifæri til þess að sækja um og fá hæfni sína metna. Við höfum notað sem þumulfingurreglu að séu kona og karl, sem sækja um sömu stöðu, jafnhæf skuli ráða til starfans það kynið sem er í minni- hluta. En þá hafa bæði kynin fengið tækifæri til þess að fá hæfni sína metna,“ segir Valgerður. Í tilkynningu EFTA-dómstólsins kemur fram að hann telji að réttur- inn til jafnréttis sé meðal grundvall- arréttinda einstaklinga. Lögmælt frávik frá þessari grundvallarreglu séu því aðeins heimil þegar lög eða lagaframkvæmd séu nægilega sveigjanleg og feli í sér jafnvægi milli þess markmiðs að bæta stöðu þess kyns, sem höllum fæti stendur í til- tekinni starfsgrein, og möguleika umsækjanda af öðru kyni til að fá hæfni sína metna á hlutlægan hátt. Dómstóllinn benti aftur á móti á mikilvægi þeirra viðmiðana sem not- aðar eru við mat á hæfni einstak- linga; reynslan sýni að við mat á hæfni séu ákveðin atriði eða þættir sem séu til þess fallnir að gera hlut kvenna lakari en karla. Því eigi að vera unnt að bæta stöðu kvenna með því að hafa þessa þætti í huga og með því að leggja áherslu á að sérstök reynsla kvenna geti verið mikilvæg við mat á hæfni til að gegna akadem- ískum störfum á hinum ýmsu svið- um. Kynjakvóti brýtur gegn EES-samningnum MENN og dýr áttu í töluverðum vandræðum með að komast ferða sinna í Vík í Mýrdal eftir mikla snjókomu á miðviku- og fimmtu- dag. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins var á ferð í Vík voru menn að moka gangstéttar og einnig að moka upp bíla sína sem víða sátu fastir í innkeyrslum. Hundurinn Depill sem er í eigu Högna Klemenssonar átti í miklum erfiðleikum að komast upp á skafl- inn fyrir framan heimili sítt og gerði hann margar tilraunir til að krafla sig upp á skaflinn meðan eig- andi hans reyndi að moka þeim leið út úr snjónum. Depill í vandræðum Fagradal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.