Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins býr yf- ir miklum gáfum og er fljótt að tileinka sér nýja hluti. Það gefur ekki sitt eftir fyrr en í fulla hnefana. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Vertu óhrædd/ur við að hrinda því í framkvæmd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum að þú komist ekki yfir allt saman. Það gleður sjálfan þig mest. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Komdu þér beint að kjarna málsins. En úthaldið má ekki bresta og þess þarft þú að gæta sérstaklega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Þú getur hjálpað öðr- um með því að gera hug- myndir þínar að veruleika í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áætlanir þínar eru ekki nógu nákvæmar. Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína niður á blað og miðlaðu henni til annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er þér í hag að fólk viti hvar þú stendur. Vertu stað- fastur/föst og þá fer allt vel að lokum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú skalt ekki vera vonsvik- inn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Mundu bara að virða skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Blandaðu ekki saman raun- veruleika og ímyndun því sú blanda getur reynst hin mesta ólyfjan. Taktu hlut- unum samt með ró og klár- aðu það sem skiptir máli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú bíður í ofvæni eftir því að þér verði hrósað fyrir góða frammistöðu. Gefðu þér tíma til þess að eiga með vinum stund utan vinnu- tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu aðra um að gera of mikið úr öllum hlutum. Kannaðu fyrst hvað þeir hafa fram að færa og berðu það saman við þín mál. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gerðu það sem til þarf. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sá sem alltaf er tilbúinn til átaka við aðra, verður að reikna með misjöfnu gengi. Gættu þess þó að taka tillit til þinna nánustu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA Syndafall Ég man þá stund í mánaskini um kvöld, og merlað döggu haustsins bleika gólf. Hún stóð í skjóli fyrir vestan vegg, – þá var ég fjórtán, hún var bara tólf ... Og ekkert hreiður, ekkert fjaðrablik og ekkert gleðikvak í runni og mó. Hún stóð þar eins og sönglaus ungi í sorg og svölum fölva á vanga hennar sló. Og enginn fífill, engin holtasól, – öll undur vorsins hnigin köld og stirð. Og svartir skuggar teygðust fjær og fjær frá fjalli og bæ – í ömurlegri kyrrð. - - - Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rgf6 11. Bf4 e6 12. O-O-O Be7 13. Re4 Rxe4 14. Dxe4 Rf6 15. Dd3 Dd5 16. c4 De4 17. Dxe4 Rxe4 18. Be3 Rd6 19. b3 Bf6 20. g4 b5 21. Rd2 Kd7 22. Kc2 Bd8 23. Rf3 Bf6 24. Re5+ Kc7 25. c5 Bxe5 26. dxe5 Rc8 27. Hh3 Re7 28. Hf3 Hhf8 29. Hd6 a5 30. g5 hxg5 31. Bxg5 Rf5 32. Hd1 a4 33. b4 Kc8 34. Hfd3 Ha7 35. Hd8+ Hxd8 36. Hxd8+ Kb7 37. Kc3 Ka6 38. Kd3 Hc7 39. Ke4 Kb7 40. Hd1 Kc8 41. Hd8+ Kb7 42. Kf4 Hc8 43. Hd7+ Hc7 44. Hd3 Kc8 45. Hd8+ Kb7 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem nú fer fram í Wijk aan Zee. Vladimir Kramn- ik (2807) hafði hvítt gegn sig- urvegara sl. árs, Evgeny Bareev (2729). 46. Bf6! g6 Þiggi svartur mannsfórnina er hann varn- arlaus útaf af óvenjulegri leikþröng. Framhaldið gæti þá orðið 46...gxf6 47. exf6 Hc8 48. Hxc8 Kxc8 49. Kg5 og hvítur vinnur. Í fram- haldinu er staðan einnig kol- töpuð. 47. hxg6 fxg6 48. Kg5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. janúar, er sextug Pálína Tómasdóttir hjúkr- unarfræðingur, Stekkholti 5, Selfossi. Pálína verður að heiman á afmælisdaginn. 50ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. jan- úar, er fimmtug Sjöfn Har, myndlistarmaður. Hún og sambýlismaður hennar, Thulin Johansen, eru um þessar mundir í Cape Town í S-Afríku. Heimilisfangið er: 405 Seacliff, Seacliff Road, Bantry Bay, 8500 Cape Town. S-Africa. Gullbrúðkaup. Í dag laugardaginn 25. janúar eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Sveinbjörg Ingimund- ardóttir og Ólafur Jón Jónsson frá Teygingalæk í Vestur Skaftafellssýslu, nú til heimilis að Skriðuvöllum 3, Kirkju- bæjarklaustri. NÚ verður þráðurinn tekinn upp frá því í gær, en þá var lesandinn skilinn eftir með það heimaverk- efni að finna vinningsleið í fimm tíglum suðurs með hjartaáttunni út: Norður ♠ Á54 ♥ 543 ♦ D73 ♣ÁG109 Vestur Austur ♠ 7632 ♠ K8 ♥ 876 ♥ DG92 ♦ 106 ♦ ÁG4 ♣8765 ♣D432 Suður ♠ DG109 ♥ ÁK10 ♦ K9852 ♣K Þetta er ein af sjö jóla- þrautum sem Þórður Sig- fússon valdi til birtingar á heimasíðu Bridssambands Íslands (bridge.is). Þórður segir um þetta spil: „Djöflabragð er það kallað, þegar vörnin má eiga svo mikið sem G9 í trompi á móti D76 án þess að geta fengið á það slag. Skotinn Robert Gray, sem grúskaði mikið í tromp- stöðum fyrr á tíð, kallar það „Stóra djöflabragð“ þegar vörnin fær aðeins einn slag á 106 á móti ÁG4 í trompi. Það er á ferðinni hér með nokkru ívafi þó. Útspilið kemur upp í hjartagaffalinn, en næst er laufkóngurinn yfirtek- inn og laufi spilað áfram. Þegar drottningin kemur er trompað með ÁTT- UNNI, farið inn á spaðaás og spöðum henti í laufin. Þá eru hjörtun tekin með svíningu og spaða spilað til austurs: Norður ♠ 5 ♥ -- ♦ D73 ♣-- Vestur Austur ♠ 76 ♠ -- ♥ -- ♥ D ♦ 106 ♦ ÁG4 ♣-- ♣-- Suður ♠ -- ♥ -- ♦ K952 ♣-- Austur spilar hjarta- drottningu og suður trompar með tvistinum. Ef vestur hendir spaða trompar blindur yfir og spilar spaða, en ef vestur trompar í með tíunni trompar blindur yfir og lætur trompsjöið fara hringinn. Í þessari stöðu verður fimmið að vera til á hendinni, en ekki áttan, til að blindur eigi út aftur.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 25. janúar er sextug Sigríður Oddný Erlendsdóttir, Skíðabakka 1. Eiginmaður hennar er Albert Ágúst Halldórsson. Þau eru að heiman í dag.                         BRIDSSKÓLINN Námskeiðin hefjast 27. og 29. janúar Byrjendur: Hefst 27. janúar og stendur yfir í 10 mánudags- kvöld þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki þarf að koma með spilafélaga Framhald: Hefst 29. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudags- kvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 um helgina laugardag og sunnudag. Námskeiðin eru haldin í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 Reykjavík Síðustu innritunardagar Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans er fjallað jafnhliða um öll svið spilsins: Sagnir, úrspil og vörn. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Tímapantanir daglega frá kl. 9-17 Hef opnað læknastofu Vilhjálmur Kr. Andrésson Domus Medica • Egilsgötu 3 • 101 Reykjavík sími 563 1053 Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org Nuddarar ath.! Námskeið í steinanuddi, saltnuddiog regndropameðferð verður haldið íbyrjun febrúar - efnæg þátttaka fæst. Skráningog uppl. í síma862 0212 Bowen tækni er áhrifarík en mild meðferð sem er góð við hvers- konar líkamlegum vandamálum. Nú kennd á Íslandi 9. til 12. febrúar 2003. Kennari Julian Baker, skólastjóri E.C.B.S. Nánari upplýsingar hjá Margeiri sími 897 7469, netfang: jmsig@simnet.is og á heimasíðu European College of Bowen Studies www.thebowentechnique.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.