Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 21
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 21 ÞÓRA Jenný Gunnarsdóttir lauk á síðasta ári meistaranámi í hjúkrun frá háskólanum í Minnesota. Henn- ar sérsvið eru óhefðbundin lækn- ingarform og er lokaverkefni henn- ar byggt á viðtölum við gesti Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Þóra Jenný segir að það hafi ráðið úrslitum um verkefnaval sitt að Heilsustofnun bauð henni aðstöðu til að vinna að verkefninu, ásamt fæði og húsnæði. Það hafi svo ekki spillt fyrir að hún fékk að kynnast af eigin raun þeim meðferðum sem gestum er boðið upp á. Sumarið 2001 var Þóra Jenný hér í Hveragerði í fimm vikur og vann að verkefninu sínu. Tilgangur þess var að öðlast skilning á því hver reynsla gesta á HNLFÍ er af að nota margar sérhæfðar með- ferðir. Einnig að ljá þessum gestum rödd svo reynsla þeirra megi heyr- ast til að hægt sé að meta áhrif þeirra meðferða. Þátttakendur urðu að uppfylla ákveðin skilyrði, þeir urðu að vera gestir á HNLFÍ í fyrsta sinn og þeir urðu að fara í fleiri en tvær meðferðir. Alls tóku átta gestir þátt í verkefninu, sex konur og tveir karlar. Tekin voru tvö viðtöl við gestina, rétt eftir komu og rétt fyrir brottför. Upplifun gesta er skipt niður í fjóra meginþætti þ.e. umhverfi, tími, samskipti og líkami. Upplifun umhverfisins var sterk hjá gest- unum og þeir tjáðu sig allir um það. Kyrrðin og rólegheitin ýttu undir slökun. Nokkur sýnishorn af um- mælum gesta fara hér á eftir: „Mér líkar svo vel hér, ég get far- ið í burtu frá mínu umhverfi. Það er eitthvað í mínu umhverfi sem hefur þessi áhrif á mig og gerir mig svona ofvirka svo það sennilega gerir mér gott að vera einhvers staðar annarsstaðar en í Reykja- vík …“ „Ég hefði ekki getað fundið betri tíma fyrir sjálfa mig því heima er maður alltaf upptekinn við að þrífa eða eitthvað þú veist, maður gerir ekki svona nema í einhverju fríi, svo mér finnst þetta vera algjör lúx- us, hvort mér finnst.“ „ … Heitu pottarnir, ég verð að komast í þá líka þegar ég fer heim því að mér finnst ég slaka á öllum vöðvum og ég er líka að hugsa um að fara í laugarnar … ég veit að ég stend frammi fyrir langtíma verk- efni og ég má ekki flýta mér.“ „En ég er ákveðin í að gefast ekki upp og um leið og ég kem heim þá ætla ég að halda áfram þessum æfingum. Reyna að gefast ekki upp.“ Stuðningur annarra gesta mikilvægur Þegar spurt var um upplifun í samskiptum gesta koma aðallega tvennt fram. Annars vegar um- hyggja og leiðbeiningar starfsfólks, sem leiddi til aukins trausts til fag- fólksins og hins vegar stuðningur annarra gesta, það að vera hluti af einhverjum hópi. „Þessir þjálfarar hér eru svo frá- bærir að það er eins og þeir viti hvað þú ert að hugsa þegar þeir eru með þig í æfingum þetta er svo vel skipulagt hérna … og að teygja á öllum þessum vöðvum, ég vissi ekki að ég hefði svona marga vöðva. Það kom mér skemmtilega á óvart. En það var eins og að í hverjum tíma væri eitthvað nýtt að læra.“ „Nú í morgun var ég í viðtali hjá bæði næringarfræðingi og lækni og þau sýndu mér fram á leið til að halda áfram því sem ég vil gera og mun gera. Það er ekki eins og ég skilji ekki að ég þurfi hjálp við það sem ég er að gera, það er ljóst. Ég bara vona að ég sé nógu sterk til að gera það og leita eftir hjálp þegar ég þarf hana. Ég á von á því að ég verði það því ég finn hvernig ég hef fengið aukinn líkamlegan styrk og ég er að komast í betra form þó að ég sé ennþá of þung.“ Líkamlega upplifunin skiptist í fernt. Að kjósa að annast sjálf- an sig, að finna jafnvægi í heild, að hreyfa orku og sá ávinn- ingur sem hlýst af mörgum meðferðarformum. „Ég hef reynt að hjálpa mér sjálf því læknirinn minn hefur ekki gefið mér neinar leiðbein- ingar um hvað skal gera og hann skaffaði mér bara töflur en ég gat ekki sofið og ég var að nudda mig sjálf. Ég varð að gera eitthvað til að bjarga mér, eitthvað annað en borða töflur. Ég varð að finna einhverja lausn og ég fór til læknisins og spurði hann hvort ég mætti ekki bara fara í Hveragerði og hann sagði það skaltu gera. Svo að ég fann í raun lausnina sjálf.“ „Ég varð að játa að ég þurfti hjálp ég gat ekki gert þetta án hjálpar … og ég er stolt af mér að hafa játað að þetta var of mikið fyrir mig. Þegar ég hafði tek- ið þessa ákvörðun um að koma hingað þá breyttist þetta, því þá vissi ég að ég hafði farið yfir ein- hverja rauða línu. Eitthvað breytt- ist. Þegar ég kom hingað hafði ég farið yfir þessa línu. Það varð ein- hver breyting og ég sagði við sjálfa mig núna verð ég að gera eitthvað og núna verð ég að breyta hugsun minni. Ég veit að þessi vinna er ein- hvers virði og skiptir öllu máli en ég má ekki hætta. Ég gat al- gjörlega fundið það þegar ég fór yf- ir þessa línu.“ Betri líðan Þóra Jenný segir að hver einasti þátttakandi hafi talað um jákvæð áhrif af meðferðunum og hversu vel þeim hafi liðið af dvölinni á Heilsustofnun. Ávinningurinn hafi falist í betri líðan, auknum styrk, auknu jafnvægi, léttari hreyfingum og meiri sveigjanleika. Þóra Jenný segir einnig að í síðara viðtalinu hafi hún tekið eftir því hvað allir litu vel út og voru með glampa í augunum, sem hún varð ekki vör við í fyrra skiptið sem hún hitti við- mælendur sína. Hvað stendur svo upp úr að mati Þóru, hún svarar því til að verkefni sem þetta gefi hug- mynd um hvað gestir Heilsustofn- unar eru að upplifa þegar þeir dvelja þar. Einnig gefur þetta mynd af því hve áhrifaríkt það er að bjóða upp á meðferð í anda Nátt- úrulækninga eins og hér er gert. Könnun framkvæmd á reynslu gesta Heilsustofnunar í Hveragerði af óhefðbundnum meðferðum Meðferð hafði jákvæð áhrif Þóra Jenný Gunnarsdóttir (t.v.) afhend- ir Önnu Pálsdóttur, upplýsingafulltrúa HNLFÍ, meistaraverkefni. Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir MENNTAMÁLARÁÐHERRA, bæjarstjóri Árborgar og fulltrúar þriggja héraðsnefnd undirrituðu í gær samning um byggingu íþrótta- húss fyrir Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. Aðilar að samningn- um eru menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti fyrir hönd ríkisins en Sveitarfélagið Árborg og héraðs- nefndir Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu fyr- ir hönd sveitarfélaga á Suðurlandi. Hið nýja íþróttahús er staðsett á skólalóð Fjölbrautaskólans í næsta nágrenni við íþróttavallasvæðið á Selfossi. Í fyrirhugaðri byggingu er gert ráð fyrir íþróttasal og búnings- klefum og böðum. Einnig er gert ráð fyrir að koma fyrir kennslustofum í byggingunni en þær munu nýtast skólanum sem undanfarin ár hefur verið með mun fleiri nemendur en skólahúsið var gert fyrir. Íþróttastarfsemin á Selfossi hefur lengi beðið eftir úrbótum á þessu sviði og er því nýr íþróttasalur hreyf- ingunni mjög kærkominn en mikil og fjölbreytt íþróttastarfsemi er á Sel- fossi og hefur verið um árabil en búið við þröngan kost varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss sem utan í fjölmörg ár. Hið nýja hús er skref til betri tíma varðandi íþróttaaðstöðu á Selfossi en húsið mun þjóna íþrótta- hreyfingunni eftir að skólatíma lýk- ur. Samningur undir- ritaður um bygg- ingu íþróttahúss Selfoss Ljósmynd/Bjarni Harðarson Samningurinn undirritaður, f.v.: Þorvaldur Guðmundsson, Tómas Ingi Ol- rich, Einar Njálsson, Árni Þór Elíasson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. UNDANKEPPNI fyrir söngva- keppni félagsmiðstöva landsins var haldin hér í Hveragerði í byrjun vik- unnar. Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól hefur nú verið opnuð aftur eftir gagn- gerar breytingar og stækkun. Stóra Samféskeppnin verður svo haldin í dag, laugardag, í Laugardalshöllinni, þar sem saman koma söngvarar frá öllum félagsmiðstöðvum og reyna með sér. Alls voru fjögur atriði sem kepptu um að komast í stóru keppnina. Kynnar kvöldsins voru þau Ágúst Leó Sveinsson og Sunna Björk Guð- mundsdóttir, en þau eru í unglingar- áði Skjálftaskjóls. Dómnefndin í ár var skipuð þeim Bryndísi Valdimars- dóttur kennara, Margréti Stefáns- dóttur tónlistarkennara og Magna Ásgeirssyni tónlistamanni, söngvara hljómsveitarinnar Á móti sól. Bikarinn og farseðil í Samfé- skeppnina hlaut Birgitta Dröfn Sölva- dóttir, en hún söng lagið Brúin yfir boðaföllin. Þess má geta að Birgitta vann einnig keppnina s.l. ár, þannig að hún er ekki alveg ókunnug þessari keppni. Forstöðumaður Skjálfta- skjóls er Yngvi Karl Jónsson og með honum starfar Sævar Þór Helgason. Birgitta vann aftur Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Magni Ásgeirsson afhendir Birgittu Dröfn Sölvadóttur bikarinn. Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.