Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur orðið tíðrættum fábrotna flóru kvikmynda- úrvals í bíóhúsum landsins. Skýr- ingin er einföld, hér eru eintóm „kringlubíó“, „fjölsalabíókeðjur“ eins og kallaðar eru erlendis, sem gera út á og gefa sig heldur ekki út fyrir annað en að sýna allra stærstu myndir hverju sinni, þá á mæli- kvarða tekna og vinsælda fremur en gæða. Með öðrum orðum þá er í Reykjavík ekki að finna, ólíkt öðrum borgum sem á tyllidögum kjósa að kenna sig við menningu, neitt kvik- myndahús sem gerir út á sýningu fjölbreyttra kvikmynda; vandaðra, ögrandi, framandi og auðgandi kvik- mynda af öllum stærðum og gerð- um, leikinna, óleikinna, teiknaðra sem leiraðra. x x x ÞETTA er raunveruleikinn sembíóáhugamenn búa við í dag, Hot Chick í öðrum hverjum sal, og það er af sem áður var þegar bíó- myndirnar í boði voru jafnmargar kvikmyndahúsunum (og reyndar næstum jafngamlar þeim líka). Það liggur alveg ljóst fyrir hvað vantar til að ástandið breytist, nýtt bíóhús, með aðrar áherslur. En það liggur líka ljóst fyrir að slíkt bíó myndi aldrei bera sig nema með stuðningi fjársterkra menning- arfrömuða, opinberra eða ein- staklinga – helst einstaklinga. Það mun nefnilega taka tíma og átak fyrir slíkt bíó að laga sig að breyttu, íslensku bíólandslagi, enda þarf ekki einasta að drösla gömlu bíóhund- unum, sem löngu eru búnir að gef- ast upp á úrvalinu, upp úr sjón- varpsstólnum heldur þarf einnig að ala upp og venja yngri kynslóðir við „öðruvísi“ myndir en stóru Holly- wood-myndirnar. Þetta eru bíó- húsaeigendur ekki tilbúnir að gera og kannski ekki nema von því þeir eru í bisness og rekstur „listræns“ bíóhúss mun líklega aldrei teljast vitlegur eða arðbær bisness. Því er slíkur rekstur oftar en ekki á snær- um opinberra aðila í nágrannalönd- unum vegna þess að þar er hann tal- inn nauðsynlegur þáttur í menningarlífinu, rétt eins og leik- húsið og listasafnið. x x x VANGAVELTUR þessar komuupp í huga Víkverja er hann sótti eina af sýningum kærkominnar franskrar kvikmyndahátíðar sem nú stenduryfir í Háskólabíói. Eins vönduð og vel úr garði leyst sem sú hátíð er nú, myndirnar allar mjög svo frambærilegar og fjölbreyttar, og skipulag og kynning góð, þá er Víkverji gáttaður yfir þeim til- tölulega dræma áhuga sem hátíðinni hefur verið sýndur. Auðvitað eru nokkur hundruð manns yfir heila helgi „býsna gott fyrir franskar há- tíðarmyndir“ eins og spekingar hafa túlkað en miðað við þann meinta áhuga sem á að vera fyrir „öðruvísi“ myndum, fjölbreyttari bíóflóru, há- værar raddir um betri bíómenningu og þar fram eftir götum, þá ættu áhorfendur að vera miklu fleiri. Myndi Persona Ingmars Bergmans rata í íslenskt bíó í dag?     Jóhanna Sigurðardóttiralþingismaður birti á heimasíðu sinni á mið- vikudag endurskoðaða reikninga um kostnað sinn vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík í nóvember. „Í október sl. beindi kjörstjórn Samfylking- arinnar í Reykjavík þeim tilmælum til frambjóð- enda í prófkjörinu sem fram fór 9. nóvember sl. að þeir birtu tölur um kostnað við prófkjörsbar- áttu sína og einstök fjár- framlög sem væru hærri en 200.000 kr. Er það í samræmi við stefnu flokksins sem t.d. hefur komið fram í flutningi þingmála um fjárreiður stjórnmálaflokka,“ segir Jóhanna á síðunni.     Við lestur reikningsinskemur ýmislegt fróð- legt í ljós. Heildarkostn- aður Jóhönnu af próf- kjörsbaráttunni var 649.147 krónur. Upp í hann fékk hún 55.000 krónur í framlög og styrki, þannig að tapið á baráttunni varð 594.147 krónur, sem þingmað- urinn greiðir úr eigin vasa. Ekki kemur fram hverjir styrktu Jóhönnu, enda er viðmiðunar- upphæð Samfylking- arinnar 200.000 krónur. Hæstum fjárhæðum varði Jóhanna í aðkeypta sérfræðiaðstoð (150 þús- undum), prófkjörshátíð fyrir stuðningsmenn (um 10 þúsundum) og prentun bæklinga (um 87 þús- undum). Símareikning- urinn hennar var 56 þús- und krónur, hún eyddi 50 þúsundum í póstkostnað, 33 þúsundum í mat og kaffi o.s.frv. Liðurinn „auglýsingar“ er aðeins 27 þúsund krónur.     Jóhanna hlaut annaðsætið í prófkjörinu, í nokkuð harðri baráttu við ýmsa aðra frambjóð- endur, þrátt fyrir að hún hafi augljóslega eytt smá- upphæðum í kosninga- baráttuna miðað við marga keppinautana. Þessi góði árangur, í hlut- falli við kostnað, hlýtur að valda þeim heilabrot- um, sem aðhyllast þá kenningu að fólk neyðist til að eyða milljónum, vilji það ná árangri í próf- kjöri. Með því að opna bækurnar sýnir Jóhanna ákveðið fordæmi og fylgir a.m.k. stefnu eigin flokks. Sjálf hefur Jó- hanna margoft flutt frumvarpið um fjárreiður stjórnmálaflokka og skárra væri það nú ef hún væri ekki sjálf „opin og gagnsæ“ í þessum efnum.     Skyldu aðrir frambjóð-endur fylgja fordæmi hennar og birta reikninga sína? Hvað ætli próf- kjörsbarátta Jakobs Frí- manns Magnússonar (sem sumir segja að hafi keypt sig út af listanum) hafi kostað? Eða Einars Karls Haraldssonar? Skyldu aðrir frambjóðendur í prófkjöri Samfylking- arinnar ætla að fylgja stefnu eigin flokks og til- mælum kjörstjórnar? STAKSTEINAR Jóhanna opin og gagnsæ Skipin Reykjavíkurhöfn: Iv- an Shadr og Hvid- björnen koma í dag. Heimatland og Eld- borg fara í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Þorra- blót félagsins er í kvöld kl. 19, fólk er beðið að mæta stund- víslega. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Námskeið í framsögn hefst fimmtudaginn 6. febr- úar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Í dag og á morgun myndlist- arsýning Árna Sig- hvatssonar opin, lista- maðurinn á staðnum. Fimmtudaginn 30. jan- úar „Kynslóðir saman í Breiðholti“. Fé- lagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Allir vel- komnir. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Þorrablót verður laugardaginn 1. febrúar á Catalínu, Hamraborg 11. Uppl. í s 696 2193, 867 1135, 896 3965. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð á morgun, sunnudag, kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudög- um í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Katt- holti. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyri eða safn- aðarheimili flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM & K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentinu sem gefið verður 10 ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkra- húsum, hjúkr- unarheimilum, hót- elum, í fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM & K gegnt Langholtsskóla), sími 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar. Minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrkt- ar byggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálknafirði eru af- greidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er laugardagur 25. janúar, 25. dagur ársins 2003. Pálsmessa. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4.) LÁRÉTT 1 stilltur, 4 loðskinns, 7 ónauðsynleg, 8 fárviðri, 9 duft, 11 pest, 13 hegða, 14 þor, 15 þvættingur, 17 klæðleysi, 20 bók, 22 fal- legi, 23 sálir, 24 röð af lögum, 25 tré. LÓÐRÉTT 1 fánýtis, 2 vilsu, 3 rán- dýrs, 4 feiti, 5 anga, 6 kasta, 10 ódámur, 12 svik, 13 greinir, 15 nauta- steikur, 16 slátrar, 18 lok, 19 grassverði, 20 skjögur, 21 stertur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 húskarlar, 8 ásinn, 9 faldi, 10 net, 11 seldi, 13 afrek, 15 byggs, 18 þanki, 21 tía, 22 rella, 23 niðra, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 úrill, 3 kynni, 4 rifta, 5 aflát, 6 báls, 7 fisk, 12 dug, 14 fáa, 15 búri, 16 gildi, 17 stagl, 18 þanin, 19 naðra, 20 iðan. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 MIG langar til að svara tveimur lesendum Mbl. sem voru að gagnrýna flugelda hinn 9. janúar sl. og svo aftur 17. janúar sl. Þeir kalla þetta ósið sem ætti að leggja niður og vitna í marga samlanda sína til stuðnings. Ekki veit ég á hvaða aldri þetta fólk er og hvort þetta fólk á börn eða átti. Sjálfur er ég að komast á þrítugsald- urinn en á engin börn. En það er stutt í barnið í mér og ofsalega finnst mér gaman að horfa út um gluggann á gamlárskvöld og sjá dýrðina. Ég held að það megi fullyrða það að svona sjón er ekki algeng á jarðarkringlunni á þess- um tímapunkti ársins. Ekki man ég eftir neinum rökum fyrir þessu banni sem þeir leggja til. Ekki er mikil eldhætta þar sem við erum svo heppinn að hafa flest okkar hús úr stein- steypu. En slys gerast og því er ekki að neita. Er- lendis er verið að leggja þetta niður í mörgum stærri borgum sökum eld- hættu. Í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum varðar það háum sektum að skjóta upp flugeldum. Þar er flugeldum aðallega skotið upp 4. júlí. En málið er að ég er voðalega á móti boð- um og bönnum. Ég er nefnilega á því að það á að leyfa fólki að ráða hvað það gerir. Auðvitað þurf- um við öll að fara eftir þeim lögum og reglum sem þjóðin ákveður. En að bæta við fleiri reglum er ég alfarið á móti. Þó að ég sé nú ekkert hræddur um að flugeldar verði bannaðir á næstunni þá vildi ég samt skrifa þessar línur. Ég legg til við ykkur sem viljið ekki sjá eða heyra í öllum þessum sprenging- um og litadýrð sem við fáum tvisvar til þrisvar á ári: Farið snemma að sofa, takið inn eina eða tvær svefnpillur og kannski muna líka eftir eyrnatöpp- unum. Þó að þið séuð nokkur sem viljið banna þetta, þá erum við mörg sem viljum hafa þetta okk- ar ósið. Gleðilegt nýtt ár, og megi kraftur flugeld- anna vera með ykkur. Þröstur Reyr Halldórsson. Helosan – góð lausn Í VELVAKANDA sunnu- daginn 19. janúar sl. skrif- ar Ólafur Þór Eiríksson pistil undir fyrirsögninni „Þurrar iljar – bót.“ Þar rómar hann virkni fóta- krems sem heitir Helosan. Ég get tekið undir með honum um þessa virkni. Undir iljum mínum, og þó helst á hælum hefur jafnan myndast sigg. Þegar siggið er orðið mikið hef ég fund- ið til sársauka á ytri brún hælanna við gang. Ég reyndi allt mögulegt, rasp- aði og bar á hin ýmsu krem, en aðgerðirnar dugðu ávallt skammt. Þá var það að fótaaðgerða- fræðingur benti mér á Helosan-fótakremið. Ég bar það á fæturna eftir sturtu. Það var eins og við manninn mælt, siggið mýktist upp og sársaukinn hvarf. Sem sannur íslensk- ur karlmaður hætti ég að nota Helosan um leið og sársaukinn hvarf. En, siggið kemur aftur fyrr eða síðar. Þá man ég aftur eftir Helosaninu, nudda fæturnar með því tvisvar til þrisvar og siggið mýkist og sársaukinn hverfur. Samkvæmt því sem á um- búðunum stendur er krem- ið sótthreinsandi, mýkj- andi og græðandi. Ég tel að orðunum sé ekki ofauk- ið. Ég vildi bara taka undir skrif Ólafs til þess að benda öðrum, sem eiga við samsvarandi vandamál að stríða, á að það er til góð lausn. Haraldur Haraldsson. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Flugeldar Morgunblaðið/RAX Hálkubolti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.