Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVÓTI AUKINN Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur aukið kvóta nokkurra fisktegunda, þar á meðal ufsa um 8 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagðist gegn auknum ufsakvóta. Umfangsmikil útboð Landsvirkjun áformar að bjóða út verk vegna Kárahnjúkavirkjunar fyrir samtals 22–24 milljarða króna á þessu ári. Þar af er gert ráð fyrir byggingaframkvæmdum fyrir 7–8 milljarða og véla- og rafbúnaði fyrir 15–16 milljarða. Árangurslítill fundur Fátt markvert gerðist á viðræðu- fundi EFTA-ríkjanna og Evrópu- sambandsins í gær um stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins. ESB vill að Ísland greiði hærri upphæð í þró- unarsjóð sambandsins en nemur út- flutningsverðmæti landsins til vænt- anlegra aðildarríkja ESB í Austur-Evrópu. Fjöldahandtökur á Spáni Spænska lögreglan handtók í gær- morgun 16 manns í aðgerðum gegn félögum í hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda. Fólkið var handtekið í Barcelona og bæjum í nágrenninu. Aznar, forsætisráðherra Spánar, sagði að fólkið hafi verið að undirbúa mikla hryðjuverkaárás. Límtré í Portúgal Límtrésverksmiðja, sem er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, var formlega opnuð í bænum Mortagua í Portúgal í gær. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra opnaði verksmiðjuna, sem er sú eina sinnar tegundar í Portúgal. Tækjabúnaður er að mestu íslenskt hugvit og smíð- aður í vélsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum. L a u g a r d a g u r 25. j a n ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Kynning – Blaðinu í dag fylgir Heilsa, tímarit um heilbrigði og lífsstíl. Í dag Sigmund 8 Þjónusta 37 Erlent 15/16 Messur 38 Akureyri 19/20 Kirkjustarf 38 Suðurnes 20 Myndasögur 40 Árborg 21 Bréf 40 Landið 22 Sport 44/47 Neytendur 22 Dagbók 42/43 Heilsa 23 Leikhús 48 Listir23/25 Fólk 49/53 Viðhorf 26/32 Bíó 50/53 Forustugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Minningar 33/ Veður 55 * * * RÚRIK Haraldsson leikari er látinn 77 ára að aldri. Rúrik fæddist 14. janúar 1926 í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hans voru Kristjana Ein- arsdóttir húsmóðir og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi. Rúrik lauk gagn- fræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vest- mannaeyja árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik var máttarstólpi í íslensku leiklistarlífi frá 1950 og fram á síð- ustu ár. Hann var leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1946 til 1947 og 1950 til 1951. Hjá Þjóðleikhúsinu starfaði hann sem leikari frá árinu 1951 þar til hann fór á eftirlaun. Lék hann þar í tæplega 150 leik- ritum. Síðast í leikritinu Sannur karlmaður árið 1995. Síðasta leik- ritið sem hann lék í á sviði var leikritið Fjögur hjörtu sem sýnt var í Loft- kastalanum árið 1999. Rúrik lék auk þess í fjölmörgum kvik- myndum, nú síðast í kvikmyndinni Stella í framboði. Þá lék hann í sjónvarpsþáttum og í útvarpsleikritum. Rúrik hlaut ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann hlaut m.a. menningarverð- laun Þjóðleikhússins 1960 og 1968 og lista- mannalaun Menning- arsjóðs 1960. Þá hlaut hann Silf- urlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdómara, fyrir aðal- hlutverkið í leikritinu Gjaldið eftir Arthur Miller árið 1970. Hann fékk heiðurslaun listamanna, skv. ákvörðun Alþingis, frá árinu 2001. Rúrik kvæntist Önnu Sæbjörns- dóttur hönnuði, sem lést sumarið 1998. Þau láta eftir sig þrjú upp- komin börn: Björn ljósmyndara og flugmann, Harald Stein flugum- ferðarstjóra og Ragnhildi leik- konu. Barnabörn Rúriks og Önnu eru nú sjö. Andlát RÚRIK HARALDSSON KJARTAN Jóhannsson, sendiherra í Brussel og formaður íslensku samn- inganefndarinnar í viðræðum EFTA- ríkjanna og Evrópusambandsins vegna stækkunar Evrópska efna- hagssvæðisins, benti á það í gær að framlagið, sem ESB fer fram á að Ís- land greiði í þróunar- og uppbygging- arsjóði sambandsins, sé hærra en út- flutningsverðmæti landsins til væntanlegra aðildarríkja ESB í Aust- ur-Evrópu árið 2001. „Er þetta sann- gjarnt?“ spurði hann. Annar samningafundur EFTA og ESB vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins fór fram í Brussel í gær. Þar kom meðal annars fram uppástunga frá ESB um að koma á sérstökum vinnuhópum ESB og EFTA-ríkjanna til að ræða samn- ingsatriði en niðurstaðan varð sú að það væri ekki tímabært. Kjartan Jóhannsson segir að í raun hafi ekki gerst mikið á fundinum enda ekki við því að búast. „Þetta var fram- hald umræðunnar á fyrsta fundi, þar sem menn lögðu fram grundvallar- sjónarmið sín, en nú fengu þeir tæki- færi til að fylgja þeim betur eftir og svara hver öðrum, að minnsta kosti óbeint.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins höfðu Pólland og Eystra- saltsríkin á fyrsta samningafundi að- ila talað í þá veru að nauðsynlegt væri að kanna möguleika á að viðhalda því tollfrelsi, sem nú viðgengst í viðskipt- um þeirra og EFTA-ríkjanna. Á fundinum í gær studdu ríkin hins veg- ar afstöðu framkvæmdastjórnar ESB og olli það EFTA-ríkjunum nokkrum vonbrigðum. Eins og gert var ráð fyrir lagði ESB áherslu á að EFTA-ríkin borg- uðu í þróunar- og uppbyggingarsjóði sambandsins eins og um aðildarríki væri að ræða, en Kjartan Jóhannsson færði á fundinum rök fyrir því að ef Ísland væri aðildarríki, fengi það meira greitt úr uppbyggingarsjóðun- um en það greiddi í þá. Engar nið- urstöður fengust, en „í hvert skipti sem menn hittast vonast maður til þess að eitthvað af því sem sagt er sí- ist inn hjá gagnaðilanum og þannig sé unnið í rétta átt“, sagði Kjartan við Morgunblaðið. Í máli sínu lagði Kjartan áherslu á að hugmyndir ESB um stuðningsað- gerðir við fátækari ríki sambandsins og uppbyggingu þeirra væru út í hött, en með þeim væri ESB að þvinga EFTA-ríkin í ótímabærar aðildarvið- ræður. Með sama hætti fjallaði hann um hvernig viðskiptum Íslands við ríkin væri háttað og hver yrði ávinn- ingur landsins af stækkuninni. „Ég lagði áherslu á hvað aðstöðumunur- inn væri mikill,“ sagði hann og sagðist í því sambandi hafa sýnt fram á hvað mikill munur fælist í því að vera land í næsta nágrenni við markaðinn eða langt úti í hafi eins og Ísland væri. Þetta sæist á viðskiptatölum og fjár- festingatölum og ekki væri við því að búast að Ísland gæti nokkurn tíma brúað það bil þannig að landið stæði jafnfætis ESB í því að njóta hugsan- legs árangurs af stækkuninni. „Ég ítrekaði það sem við höfum margoft sagt áður að það sé ekki nein von til þess að það verði hreyfing á þessum samningaviðræðum fyrr en Evrópusambandið sé komið niður af háaloftinu,“ sagði hann og vísaði til þess að útgangspunktur ESB hefði stefnt málinu í óefni. Það þýddi lítið fyrir ESB að biðja Íslendinga um til- lögur á meðan hugmyndir sambands- ins væru svo langt frá þeim að það væri ekki viðræðuhæft. Kjartan segir að í raun hafi engin viðbrögð verið við máli sínu enda eðli þessara viðræðna þannig að viðbrögð kæmu á næsta fundi. Hann væri boð- aður 6. febrúar en formaður norsku sendinefndarinnar gerði þann fyrir- vara að hugsanlega væri hægt að fresta honum ef ástæða þætti til þess. Annar samningafundur EFTA og ESB í Brussel í gær Framlagskrafan hærri en útflutningsverðmæti FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík kemur saman til fundar á Hótel Sögu eftir hádegi í dag til að ganga frá skipan fram- boðslista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu niðurstöður próf- kjörsins standa óbreyttar hvað helstu sæti varðar. Hins vegar mun það hafa verið rætt á vettvangi kjör- nefndar að auka hlut kvenna í suður- kjördæminu. Samkvæmt niðurröðun prófkjörsins voru öll efstu sætin þar skipuð körlum. Tvær leiðir voru skoðaðar í því sambandi. Annars vegar að þau Ásta Möller og Birgir Ármannsson myndu færast á milli kjördæma og hins vegar að Sólveig Pétursdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson færð- ust á milli kjördæma. Mun niður- staða kjörnefndar vera sú að lagt verður til að Sólveig færist í suður- kjördæmið en Guðlaugur í Reykja- vík norður. Tillagan verður rædd á fundi stjórnar kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í hádeginu áður en hún verður lögð fyrir fund fulltrúa- ráðsins. Fært á milli kjördæma Sjálfstæðisflokkurinn ELDRI manni, sem slasaðist alvar- lega í hörðum árekstri á Vestur- landsvegi á fimmtudagskvöldið, er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild LSH í Fossvogi. Að sögn sérfræðings á gjörgæsludeildinni var maðurinn í aðgerð alla aðfara- nótt föstudagsins og fram eftir degi í gær. Bílslysið varð um kl. 20.40 norðan gatnamóta Úlfarsfellsvegar, þar sem rauð Ford Focus-bifreið og grá Mitsubishi Lancer-bifreið lentu sam- an. Vitni, sem ekki hafa þegar gefið sig fram, eru vinsamlega beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Sérstaklega er ökumaður flutningabíls sem átti leið um skömmu fyrir slysið beðinn að hafa samband við rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík. Haldið sofandi í öndunarvél ♦ ♦ ♦ SUNNA Dögg undi hag sínum vel þegar hún brosti við afa sínum úr kast- alanum í Húsdýragarðinum þó að frostið biti harkalega í litlar kinnar. Morgunblaðið/Ómar Kuldi í kastalanum á sunnudaginn „Lifandi landbúnaður“ Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, segir Ásdísi Haraldsdóttur frá hópi kvenna sem vilja berjast fyrir öflugum, litríkum og lifandi landbúnaði. Frá Mexíkó til Langaness Skapti Hallgrímsson heimsótti Björn Ingimarsson, sveitarstjóra á Þórshöfn, sem bjó um hríð í Mexíkó en vill miklu heldur njóta friðsældar og ósnortinnar náttúru Langaness. Brestir í velferðarkerfinu Fátækt hefur verið töluvert til umræðu undanfarið. Hildur Einarsdóttir skoðaði fátæktina frá ýmsum hliðum og komst að því að hluti landsmanna á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.