Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 50
Mathilde Seigner fer með hlutverk stúlkunnar. Í STÚLKAN frá París, sem á frummálinu kallast ’Une hirondelle a fait le printemps, er tekið á bitbeini sem kallast mætti sígilt. Ungt borgarbarn ákveður að segja skilið við firringuna sem í borginni þrífst, fer í bænda- skóla hvar hún útskrifast með láði og gerist í framhaldinu geitabóndi í afskekktu fjallahér- aði nálægt Ölpunum. Þar tekur hún við búi gamals bónda og leikur leikstjórinn sér að gamalgróinni togstreitu þar sem bóndinn dæsir yfir blávatninu úr borginni á meðan stúlkan pirrar sig yfir stífleika karluglunnar. Foreldrarnir bændur „Já, ég hefði gjarnan viljað koma til Ís- lands í tengslum við hátíðina en þangað hef ég aldrei komið. Ég er því miður upptekinn við að vinna að næstu mynd,“ segir leikstjóri við blaðamann, þegar sá síðarnefndi segir honum frá góðu gengi frönsku hátíðarinnar. Blaðamaður fer svo í smá samanburðarleik. Ég held að Íslendingar eigi gott með að tengja sig við kaldranalegt umhverfi sveita- býlisins í myndinni ... „Einmitt það já,“ segir Carion og hlær. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að gera svona mynd? „Ég var alinn upp í sveit þar sem for- eldrar mínir stunduðu búskap. Mig langaði því til að skrifa handrit um einhvern sem myndi ákveða að gerast bóndi. Ástæðan er sú að mig langaði til að skoða tilveru bónd- ans, sérstaklega þeirra sem eldri eru, vegna foreldra minna. Svo er ég mjög hrifinn af Rónarhéruðum Frakklands, þar sem myndin fer fram en þar getur veturinn verið ansi harður.“ Myndir þú segja að myndin væri raun- veruleg? „Tjaa ... mig langaði ekki til að gera hreina heimildarmynd um líf á bóndabæ. Undirliggjandi eru pælingar um unga konu sem gerir gagngera breytingu á lífi sínu og einnig er þetta saga um gamlan mann sem á erfitt með að sjá á eftir ævistarfinu. Þannig að líf í sveit er ekki endilega í forgrunni.“ Gengu upptökur vel? „Þetta var eiginlega tvíþætt. Það var erfitt að hrinda myndinni úr vör þar sem enginn fékkst til að leggja til fé í hana. En myndin hefur gert talsverða lukku hér í Frakklandi og ég er mjög hamingjusamur með það. Andinn var nefnilega frekar þungbúinn hjá okkur í upphafi. En sjálfar tökurnar gengu eins og í sögu þar sem aðalleikararnir, Mathilde Seigner og Michel Serrault, eru fagmenn fram í fingurgóma. Það var indælt að starfa með þeim við þetta.“ Breytingar Getur þú sagt okkur aðeins frá nýju myndinni sem þú ert að vinna að? „Já. Hún fjallar um fyrri heimsstyrjöldina og gerist á jóladag árið 1914. Þá nótt ákváðu nokkrir breskir, þýskir og franskir hermenn að gera hlé á skyldustörfunum, fögnuðu jól- um og fóru saman í fótbolta! Mig langar til að gera þessa mynd með frönskum, þýskum og breskum leikurum. Ég ætla að reyna að klára tökur á henni í enda þessa árs.“ Hefur frönsk kvikmyndagerð breyst eitt- hvað undanfarin ár að þínu mati? „Ég held að nýjasta kynslóð franskra kvikmyndagerðarmanna hugsi meira til væntanlegra áhorfenda en áður tíðkaðist ... ég veit samt ekki nákvæmlega af hverju. Ég held að þeir séu forvitnari um það en áður hvort einhver hafi áhuga á því sem þeir eru að gera.“ Franskar myndir hafa nefnilega oft verið stimplaðar sem óþolandi listrænar ... „(hlær) ... já, það er satt. Ég held að breytingarnar núna felist m.a. í því að menn fara ekki af stað með myndir nema þeir hafi einhverja vissu fyrir því að það verði áhorf- endur að þeim. Þar með er ég ekki að segja að menn séu að reyna að gera markaðs- myndir að hætti Hollywood. Pælingin er bara að gera myndir sem geta vakið almenn- an áhuga fólks, að myndirnar geti höfðað til fleira fólks en eingöngu Frakka.“ Spjall við Christian Carion, leikstjóra Stúlkunnar frá París Christian Carion við tökur. Fjallagrös í stað steinsteypu Ein af athyglisverðari myndum frönsku kvikmyndahátíðarinnar sem nú er að ljúka er Stúlkan frá París eftir Christian Carion. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við leikstjórann um þessa fyrstu mynd hans en hún sló óvænt í gegn á heimaslóðum. Franskri kvikmyndahátíð lýkur mánudaginn 27. janúar. arnart@mbl.is 50 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 8. B.i. 12. FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 5.45 og 8. STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára Sá góði. Sá vondi...og sá hæt- tulegi! Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Sýnd kl. 1.50. Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. Sýnd kl. 3, 8 og 10. B.i.14 ára YFIR 80.000 GESTIR „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL kl. 2, 5.30 og 9.30. FRUMSÝND FRUMSÝND GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 2, 5 og 10.15. B.i.12. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE Sá góði. Sá vondi...og sá hættule- gi! Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Sýnd kl. 6.15, 8 og 10. B.i.16 ára Sýnd kl. 3. B.i. 12. Samskipti ókunnugra (The Business of Strangers) Spennumynd Bandaríkin 2001. Bergvík. VHS (92 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Patrick Stettner. Aðal- leikendur: Stockard Channing, Julia Stiles, Fred Weller. Í SAMSKIPTUM ókunnugra er skyggnst inn í veröld farandsölumanna samtímans sem er öllu grimmara umhverfi en fyrirrennar- anna sem vöppuðu á milli húsa með sýnishorn í pússi sínu og þekktu ekki grófari brögð en að pota tánni á milli stafs og hurðar. Julie (Channing) er sjó- aður sölustjóri hugbúnað- arfyrirtækis, á sífelldum ferðalögum á milli mark- aðssvæðanna. Julie er í uppnámi því til viðbótar stressandi álags- vinnu hefur aðalforstjórinn boðað hana á óvæntan fund og Paula (Stiles), ný og óreynd aðstoðarkona hennar, mætir of seint á áríð- andi fund með viðskiptavinum. Julie rekur Paulu en þegar hún er óvænt ráðinn forstjóri fyrirtækisins síðar um daginn tekur hún gleði sína að nýju og endurræður Paulu er þær gista næturlangt á sama hóteli vegna tafa á flugi. Því miður kemur þriðji vinnufélaginn við sögu, karlremban Nick (Weller). Hans þáttur er óljósari því tilgangurinn rennur út í sandinn í mislukkuðu uppgjöri kynjanna í nætursvalli á flughótelinu. Fram að því og reyndar lengst af er mynd- in óvenjuhnitmiðuð orrahríð á milli vel skrif- aðra kvenpersónanna; tveggja eitilharðra framapotara hvorrar af sinni kynslóðinni sem eru hreint ekki allar þar sem þær sýnast. Til viðbótar eru þær óaðfinnanlega leiknar af virtum leikkonum sem flaka lögin hvor af annarri uns þær standa skjóllausar eftir í eft- irminnilegri persónuskoðun sem geldur að vísu fyrir losaralegan endahnykk.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Köld eru kvennaráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.