Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm 27. apríl frá kr. 29.662 Verð kr. 37.062 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Flugsæti eingöngu. Verð kr. 59.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Timor Sol, 24 nætur. Flug, gisting, skattar. Verð kr. 79.960 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 27. apríl, 24 nætur. Flug, gisting,skattar, íslensk fararstjórn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 2, 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Beni- dorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Costa del Sol 27. apríl – 24, 30 nætur. Verð kr. 29.662 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 27. apríl, með húseigendaafslætti. Verð kr. 48.462 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El Faro, 27. apríl, 17 nætur. Verð kr. 68.050 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 17 nætur. Flug, gisting, skattar. Benidorm 27. apríl – 17, 24, 30 nætur „VINNA þarf með oddi og egg að því að lækka innkaupsverð lyfja til spítalans og fá heilbrigðisyfirvöld til að endurskoða vinnulag við ákvörð- un hámarksverðs lyfja,“ segir í nýrri greinargerð deildar lyfjamála á Landspítala – háskólasjúkrahúsi til lækningaforstjóra LSH um aukinn lyfjakostnað spítalans. Meðal þess sem bent er á til úr- lausnar í greinargerðinni er að kannað verði hvort beinn innflutn- ingur á lyfjum til spítalans sé fram- kvæmanlegur og hagkvæmur kost- ur. Í samtali blaðamanns Morgun- blaðsins í gær við nokkra forsvars- menn sjúkrahússins um þau sjónar- mið sem sett eru fram í greinar- gerðinni, kom fram að sjúkrahúsið stendur fast við þá niðurstöðu að lyfjakostnaður hafi aukist verulega og lyfjaverð sé mun hærra hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Mikill áhugi er á því á sjúkrahúsinu að skoða möguleika á beinum inn- flutningi lyfja, einkum á óskráðum lyfjum, en þröng fjárhagsstaða spít- alans hefur staðið í vegi fyrir því fram að þessu. Verðmunur skráðra alnæm- islyfja oftast meiri en 15% Þegar lyfjaumboðsmenn sækja til lyfjaverðsnefndar um verð á lyf sem þeir hyggjast markaðssetja í kjölfar skráningar fylgir lyfjaverðsnefnd þeirri reglu að heimila allt að 15% hærra verð en nemur meðalverði á lyfinu í nágrannalöndum og er það óháð verði lyfsins. Sigurður B. Þor- steinsson, yfirlæknir deildar lyfja- mála LSH, segir erfitt að fallast á að nokkur haldbær rök séu fyrir þeirri reglu að lyf á Íslandi séu 15% dýrari en í nágrannalöndunum. Því hafi verið borið við að smæð markaðarins og meiri flutnings- og dreifingar- kostnaður réttlæti þessa reglu en hvorugt standist þó í dag, enda vegi þessi kostnaður ekki þungt í verði dýrari lyfja. „Það hlýtur að vera krafa spítal- ans að þessi regla verði endurskoðuð í ljósi þessa. Þá vaknar sú spurning hvort reglan, jafngölluð og hún er, sé í heiðri höfð. Tala um skráð alnæm- islyf sýnir að verðmunurinn er oftast meiri en 15%, í sumum tilvikum miklu meiri og er ekki óeðlilegt að fara fram á skýringar og jafnframt að kanna hvort viðlíka munur sé á verði annarra lyfja,“ segir í grein- argerð LSH. Sama máli gegnir um óskráð lyf sem flytja þarf inn með undanþágu- heimild og er þá ekkert verðlagseft- irlit viðhaft. Forsvarsmenn LSH benda á að óskráðu alnæmislyfin séu næstum alltaf talsvert dýrari á Ís- landi og munar oft miklu. Dæmi séu um að einstök lyf séu um 72% dýrari hér en í Svíþjóð og í einu tilviki er verðmunurinn 113% samanborið við Noregur og 116% samanborið við Svíþjóð. „Við verðlagningu óskráðra lyfja eru öll vopn slegin úr höndum spít- alans, engin samkeppni um verð, ekkert hámarksverð, útboðsleiðin ófær og því einskis annars úrkosti en borga það sem upp er sett. Ekki er hægt að neita að kaupa lyfið því það bitnar beint á viðkomandi sjúkling- um,“ segir í greinargerðinni. Ágreiningur er um þá afstöðu Lyfjastofnunar að óheimilt sé að við- hafa útboð á óskráðum lyfjum, skv. upplýsingum Valgerðar Bjarnadótt- ur, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss- apóteksins. Vísitala hámarksverðs lyfja hefur lítið gildi á sjúkrahúsum Talsmenn lyfjaframleiðenda hafa bent á vísitölu hámarksverðs lyfja til stuðnings þeirri fullyrðingu að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi á undanförnum árum en ekki hækkað. Rann- veig Einarsdótt- ir, lyfjafræðing- ur á deild lyfjamála á LSH, bendir á að vísi- talan hafi litla þýðingu sem mælikvarði á verð sjúkrahús- lyfja, heldur sýni hún fyrst og fremst lyfjaverð skráðra lyfja utan sjúkrahúsanna. Í greinargerðinni segir að útreikning- ur lyfjaverðsnefndar á vísitölunni sé byggður á lyfjum sem voru á skrá og söluhæst árið 1996. „Draga má í efa gildi hennar í dag, auk þess sem hún á augljóslega ekki við um S-merkt lyf og hefur litla sem enga skírskot- un til lyfjakostnaðar LSH,“ segir í greinargerðinni. Margar ástæður eru fyrir auknum útgjöldum LSH vegna S-merktra lyfja, að sögn forsvarsmanna sjúkra- hússins. Ekki sé eingöngu um að kenna verðhækkunum, heldur einn- ig háu innkaupsverði o.fl. Einnig hefur orðið talsverð aukning á notk- un S-merktra lyfja og ný og oft mik- ilvirk lyf hafa bæst við. Í greinar- gerð deildar lyfjamála segir um þetta: „Það eru ekki mörg ár síðan dýrustu lyfin kostuðu fáa tugi þús- unda króna en í dag nemur verðið milljónum. LSH leggur metnað sinn í að veita ávallt bestu fáanlega þjón- ustu við skjólstæðinga spítalans en það er ljóst að þessi hratt vaxandi kostnaðaraukning getur ekki haldið áfram endalaust. Auðvelt er að sann- færast um að ef svo fer þá mun öll- um þjóðartekjum verða varið til lyfjakaupa innan ekki svo mjög margra áratuga.“ Lyfjaframleiðandi og umboðs- aðili með algjört einræðisvald Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að lækka innkaupsverð lyfja til LSH og sú sem mest er notuð er að bjóða lyfin út. Eingöngu er heimilt að bjóða út skráð lyf eins og fyrr segir. Útboð á lyfjum eru ýmist fram- kvæmd eingöngu fyrir Ísland eða í samvinnu við Noreg og Danmörku. Bent er á að útboðsformið er þó ennþá þannig að hvert land fær sér tilboð en ekki er eitt sameiginlegt verðtilboð fyrir öll löndin. „Í þessum útboðum er afsláttur til Íslands ævinlega heldur minni en til hinna landanna. Reynsla undanfar- inna ára sýnir að samnorrænt út- boð skilar þó yf- irleitt meiri af- slætti en þegar lyf eru boðin sérstaklega fyrir LSH, þó svo að við sömu fyrir- tæki sé að eiga,“ segir í greinar- gerðinni. Að sögn við- mælenda blaðs- ins er ekkert verðlagseftirlit með óskráðum lyfjum hér og sú spurning er sett fram í greinargerðinni hvort stór- aukning á afskráningu eldri lyfja tengist þeirri staðreynd. „Við núverandi aðstæður hefur lyfjaframleiðandi eða umboðsaðili al- gjört einræðisvald og hvort lyf hans séu skráð. Hægt er með einfaldri til- kynningu, án rökstuðnings, að af- skrá lyf og hætta framleiðslu þess eða innflutningi og hið opinbera hef- ur ekkert um þá ákvörðun að segja. Ef ekkert sambærilegt lyf er á markaði er raunin sú að afskráða lyfið er flutt inn á undanþágu til að hægt sé sinna þörfum sjúklinga sem þarfnast lyfsins og þá á mun hærra verði. Lyfjayfirvöld hafa sem sagt enga leið til að knýja fyrirtækin til að skrá lyf hérlendis eða viðhalda skráningunni. Er mjög brýnt, í sam- vinnu við lyfjayfirvöld og fyrirtækin, að vinna að lausn þessa ófremdar- ástands,“ segir í greinargerðinni. Harðari viðskiptasjónarmið Jóhannes M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á LSH, segir það stinga mest í augu að tekin eru af skrá ódýr lyf sem reynst hafa vel og eru mikið notuð. Tekur hann dæmi af lyfi sem inniheldur skjaldkirtils- hormón, sem mjög stór hluti Íslend- inga þarf að nota einhvern tíma á ævinni, en það var tekið af skrá á sínum tíma. „Það sem var boðið í staðinn var fimm sinnum dýrara og það er mjög erfitt að sjá aðrar ástæður en þær að skapa sér svig- rúm til þess að geta hækkað verðið. Okkur finnst það býsna ábyrgðar- laust að kippa svona lyfi út úr skrán- ingu,“ segir Jóhannes. „Það eru alltaf að verða harðari viðskiptasjónarmið sem ríkja hjá lyfjafyrirtækjunum sem eru með stærstu innlendu lyfjaframleiðsl- una,“ segir Sigurður B. Þorsteins- son. „Þar var beinlínis farið í vinnu þar sem hver einasta töflustærð og hvert einasta lyf sem þeir fram- leiddu var kostnaðargreint og ef hagnaðurinn var ekki nægjanlegur af viðkomandi töflustærð eða lyfi, þá var framleiðslu hætt og lyfið þar með afskráð. Auðvitað reyndu þeir að útvega sambærilegt lyf en það þarf þá að skrá það með tilheyrandi vinnu og [...] var það ævinlega miklu dýrara en áður,“ segir Sigurður. Varla hægt að tala um samkeppni Gagnrýnd er lítil samkeppni á lyfjamarkaði í greinargerðinni en hennar verði helst vart ef samheita- lyf eru skráð hérlendis. „Vissulega eru margir lyfjaframleiðendur að bjóða vöruna sína hér á landi en í flestum tilfellum er um mismunandi lyf að ræða og því varla hægt að tala um beina samkeppni. Dreifingarað- ilar eru aðeins þrír en hver um sig dreifir aðeins fyrir ákveðna umboðs- aðila en ekki öllum lyfjum, eins og lyfjaheildsalar gera víðast erlendis, sem leiðir til minni samkeppni hér- lendis. Verðlagsreglur heildsölunn- ar, ef um óskráð lyf er að ræða, byggjast á prósentureikningi þannig að því dýrara sem lyfið er því meiri álagning. Verð á óskráðum lyfjum hér á landi í samanburði við ná- grannalöndin bendir alls ekki til að samkeppni sé þessum markaði. Eng- in skýring hefur fengist á því hvers vegna þau eru seld á svona miklu hærra verði hér á landi en erlendis,“ segir í greinargerðinni. Þrautkanna allar leiðir Jóhannes segir að áður en að því komi að kostnaðarauki vegna lyfja- kaupa eða annarrar þjónustu sjúkrahússins verði látinn bitna á sjúklingunum, beri sjúkrahúsinu skylda til að þrautkanna allar leiðir til að lækka kostnaðinn. Það verði annars vegar að gera innan spítalans sjálfs s.s. með því að fara eins vel með lyfjaávísanir og kostur er og hins vegar sé augljóst að leita þurfi allra leiða til að halda innkaupsverði lyfja í skefjum. „Við eigum það áreiðanlega sameiginlegt með lyfja- framleiðendum að reyna að gera eins vel við sjúklingana og frekast er unnt,“ segir hann. Brýnt að leita allra leiða til að sporna gegn auknum lyfjakostnaði LSH segir í nýrri greinargerð Kanna beinan innflutning lyfja                                      ! " #$"!   %!  & !' ()! ' $*" + "++" """% ",+! +% "%'! %% ", "%!, "!" ( - ( - " !" ","+ "!%' %%,! ",! !" "'! , ",' !. ". "%. %!. "!. +". "'!. %,". ",,. ++. ". ""%.                 Í SAMANTEKT lyfjadeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss um aukinn lyfjakostnað, er tekið dæmi af skráðu lyfi, Glivec, sem notað er m.a. við langvinnu hvítblæði. Árs- meðferð fyrir einn einstakling kostar hér á landi 3.529.484 kr. „Í Noregi kostar sama meðferð 2.761.216 (27,8% hærra verð á Ís- landi, mismunurinn er 768.268 kr.) Í Svíþjóð kostar þessi meðferð 2.600.842 (35,7% hærra verð á Ís- landi, mismunurinn er 928.642 kr.), en hér er borið saman innkaups- verð til sjúkrahúsa (án VSK). Það er kaldhæðnislegt að hægt væri að spara pening með því að senda sjúklinginn á SAGA CLASS til Sví- þjóðar að leysa út lyfseðilinn!“ seg- ir í samantektinni. „Taka má dæmi um annað lyf, Ceprotin, sem einnig er skráð á Ís- landi og notað m.a. fyrir fárveika sjúklinga sem eru í sýkingarlosti með blóðstorkusótt. Með því að gefa þetta lyf má bæta horfur um- talsvert. Tveggja sólarhringa með- ferð kostar fyrir einn sjúkling á Ís- landi 3.190.203 kr. en í Noregi 2.763.041 kr. (mismunur 15,5%), í Danmörku 2.658.800 (mismunur 20%) og í Svíþjóð 2.234.463 (42,7%). Það verð sem hér er borið saman er í öllum tilvikum opinbert inn- kaupsverð,“ segir í greinargerð- inni. Ódýrara að senda sjúkling á Saga Class til Svíþjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.