Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er ein af þeim sem hefur sveiflast á milli þess að telja Kárahnjúkavirkjun réttlætanlega og að trúa því að hún sé mistök. Nú er ég komin á seinni skoðunina og held ég haldi mig þar. Þetta er ekki útrætt mál. Það er ekki of seint að mótmæla. Margt hefur hjálpast að við að koma mér á þessa skoðun. Til dæmis að frétta af því að sumir Austfirðingar mótmæla en skála ekki fyrir Alcoa – Austfirðingar eru reyndar ekki allir eins þótt annað megi ætla af fréttum. Ann- að dæmi er að álverið sem ganga á fyrir rafmagni frá Kára- hnjúkavirkjun mun hafa í för með sér nokkra brennisteins- mengun sem að vísu á að dreifa yfir stærra svæði með tveimur skor- steinum ívið hærri en Hallgrímskirkjuturn, og mun þá Austfjarðaþokan öðlast nýjan lit í logninu. Dæmin eru fleiri, en það sem helst varð til þess að láta mig hrökkva við og hugsa: Hvað er að gerast? var myndin um Guðmund Pál Ólafsson líffræðing sem hefur barist ötullega fyrir hálendi Ís- lands. Atriðið þar sem hann stendur með bók sína Hálendi Ís- lands og rífur hverja fallega myndskreytta blaðsíðuna á fætur annarri úr bókinni til marks um að staðirnir sem myndirnar sýna, séu ekki lengur til eða verði bráð- um ekki lengur til. Þeir fari undir vatn fyrir uppistöðulón eða þar þorni árfarvegur, minnki foss, komi stífla, virkjun, álver eða önnur mannvirki. Á sínum tíma þegar Skipulags- stofnun úrskurðaði að Kára- hnjúkavirkjun hefði í för með sér óafturkræf umhverfisspjöll voru margir sem fögnuðu en aðrir ör- væntu ekki. Úrskurðurinn var allt að því óþarfur þar sem þá þegar hlýtur að hafa verið ákveð- ið fyrirfram að af framkvæmdum yrði, hvað sem umhverfismat leiddi í ljós. Þriðja dæmið er þegar maður fylgist með ráðamönnum þjóð- arinnar grípa til pirrings eða fyndni þegar þeir verða varir við mótmæli vegna þessara fyrirhug- uðu framkvæmda. Íslendingar hafa verið duglegir að mótmæla undanfarið, myndað grasrót- arsamtök og það skiptir máli. Iðnaðarráðherra reiðist umhverf- isverndarsinnum fyrir að kynna sjónarmið sín erlendis og heyrst hefur að erlendum umhverf- isverndarsamtökum komi ekkert við hvað gert er við náttúru Ís- lands. Forsætisráðherra grípur til fyndninnar þegar hann er spurður um afleiðingar virkj- unarframkvæmda fyrir efnahags- lífið og fyrirhugaðra mótvæg- isaðgerða ríkisstjórnarinnar. Ekkert svar. Ætlar hann ekki að svara? „Ég skal gera það sem forsætisráðherra hérna 2005,“ Hlátur. Þetta gerðist á Alþingi Íslendinga, löggjafarsamkund- unni, þar sem fara á í saumana á öllum mikilvægum málum og af- greiða á málefnalegan hátt. Því markmiði virðist oft ekki fylgt á hinu háa Alþingi. Það er auðvitað ljóst að Kára- hnjúkavirkjun þarf ábyrgð hins opinbera. Dæmið gengur ekki upp án þess að ríki og borg ábyrgist það. Þess vegna má ekki heyra á það minnst að stofna sér- stakt hlutafélag um virkj- unarframkvæmdirnar, eins og ætti þó að vera markmiðið í sam- ræmi við einkavæðingarstefnuna. Það gengur bara ekki upp á við- skiptalegum grunni. Náttúran hefur verið einskis metin í arð- semisútreikningunum sem á und- an eru gengnir. En hvers virði er hún? Hún er ómetanleg, en í þessu sambandi er hægt að setja margra milljarða verðmiða á hana, þ.e. margir milljarðar tap- ast með tapaðri náttúru. Eins og borgarstjóri sagði þeg- ar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í borgarstjórn í síðustu viku, er fjárfesting í Kárahnjúkum í raun óbein fjárfesting í áliðnaði og á því að byggjast að verulegu leyti á viðskiptasjónarmiðum. Ein leið hefði verið að stofna sér- stakt fyrirtæki um framkvæmd- ina og fjármagna það á hluta- bréfa- og lánamarkaði án ábyrgða hins opinbera. Eða að ríkið stofnaði sérstakt fyrirtæki um framkvæmdina sem nyti rík- isábyrgðar, þar sem ávinning- urinn væri fyrst og fremst talinn þjóðhagslegur. Þessar hugmyndir hafa marg- sinnis verið bornar undir iðn- aðarráðherra sem má, ekki frek- ar en aðrir ráðamenn, heyra á þær minnst. Málið er útrætt og framkvæmdir skulu hefjast. Fjórða dæmið er tölvupóstur sem ég fékk. Póstur með punkt- um um Kárahnjúkavirkjun og það sem ég ætti að vita um hana. Ókei, allar neikvæðu afleiðing- arnar, en hver er hinn málstað- urinn? Atvinnuuppbygging á Austfjörðum, punktur. Í tölvu- póstinum voru mörg atriði sem vega upp á móti þeirri þörfu upp- byggingu. Til dæmis: Um 60 foss- ar hverfa eða raskast. Stórum búsvæðum hreindýra og fugla verður eytt. Stærsta meðvitaða gróðureyðing í Íslandssögunni. Á vorin munu 20 ferkílómetrar gró- ins lands verða þaktir jökulaur. Dæmi um óraunhæfar mótvæg- isaðgerðir fyrir náttúruna eru að hálendisgróður verður „styrktur“ með áburðargjöf til að verjast áfoki. Kárahnjúkastífla verður tveir og hálfur Hallgríms- kirkjuturn (190 m). Tap á nátt- úrugæðum mun nema milljörðum króna. Þjóðgarður og virkjun fara ekki saman. Stórfelldir vatnaflutningar heyra sögunni til enda hafa þeir reynst illa. Kára- hnjúkavirkjun verður skammlíf og er óendurnýjanleg en breytir endurnýjanlegri auðlind í eyði- mörk. Virkjun og stóriðja drepa í dróma fjölbreytt mannlíf sem byggist á menntun, fjölbreyttri menningu, sköpunargleði og frumkrafti einstaklinga. Kára- hnjúkavirkjun eyðileggur mögu- leika þeirra sem vilja nýta landið til náttúruskoðunar og sjálf- bærrar ferðamennsku. Það tapa allir á Kára- hnjúkavirkjun. Kárahnjúka- virkjun Þessar hugmyndir hafa margsinnis ver- ið bornar undir iðnaðarráðherra sem má ekki frekar en aðrir ráðamenn heyra á þær minnst. Málið er útrætt og framkvæmdir skulu hefjast. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is RÉTTUR minn er mjög lítill og verður sífellt rýrari eftir því sem ég eldist. Almennt séð er réttur heyrn- arlausra sem tilheyra ekki leikskóla, grunnskóla eða framhaldskólastig- inu mjög af skornum skammti. Það sem mig langar til að fræða fólk um í þessari grein er réttur minn til táknmálstúlkunar. Eins og fyrirsögnin bendir til er hann mjög lítill. Hann er það lítill að þar sem hans nýtur ekki við hefur hann rýrt mjög möguleika mína til að geta komið mér áfram og tekið þátt í lífs- gæðakapphlaupinu eins og aðrir gera. Ég skal því nefna dæmi: Jafnvel þó svo að hið opinbera auglýsi námskeið á sínum vegum og allir eigi rétt á að taka þátt í því er ekki þar með sagt að heyrnarlausir geti tekið þátt í því vegna þess að í flestum verkefnum á vegum hins op- inbera er ekki gert ráð fyrir tákn- málstúlkunarkostnaði. Réttur minn til að taka þátt í nám- skeiðum eða fundum á vegum stétt- arfélagsins er líka skertur vegna þess að það er háð góðvilja stéttar- félagsins hvort túlkur verður greidd- ur eða ekki. Ef ekki þá auðvitað fæ ég ekki að taka þátt í því. Réttur minn til að geta verið al- mennur borgari og vænst þess að sveitarfélag mitt greiði fyrir tákn- málstúlkun ef mér skyldi detta í hug að fara á myndlistar- eða annað tóm- stundarnámskeið er jafnrýr sem fyrr. Ég þarf að útlista nákvæmlega hvað ég ætla að fara og gera ef ég svo mikið sem drifist að biðja sveit- arfélag mitt um að greiða fyrir tákn- málstúlkun, og guð hjálpi mér nú ef það er fyrir utan bæjarmörkin. Beiðni mín verður rædd á bæjar- ráðsfundi og tekin ákvörðun. Þeir gætu jafnvel sagt nei. Með þessari aðferð finnst mér afar mikið vegið að persónufrelsi mínu. Ég efast um að sveitarfélagið spyrji alla í hjólastól hvert þeir séu að fara upp og niður skábrautirnar sem sveitarfélagið hefur kostað fyrir þá. Skábrautir eru þeirra aðgengi, táknmálstúlkun er mitt aðgengi. Réttur minn sem sjúklings er tryggður í lögum um réttindi sjúk- linga og þakka ég fyrir það í hvert sinn sem ég fer til læknis vegna mín sjálfrar eða barna minna. Það er eini staðurinn þar sem mér er tryggður táknmálstúlkur í lögum. Réttur minn ef ég þyrfti á ták- málstúlkun að halda hjá sýslumanni er aðeins tryggður með einu litlu UMBURÐARBRÉFI sem dóms- málaráðherra sendi út til allra sýslu- manna á landinu árið 1995 og getur jafnvel núverandi og næstu dóms- málaráðherrar tekið það úr gildi ef þeim svo mikið sem þóknast til að gera það af einhverjum eða engum orsökum. Réttur minn til þess að sinna dag- legum þörfum eða amstri sem kallar á táknmálstúlk eins og það ef ég þyrfti á að halda þjónustu fasteigna- sala, verðbréfasala, bankastjóra, lögfræðings, endurskoðanda við gerð skattskýrslu, arkitekts, málara, byggingarmeistara, rafvirkja, pípu- lagningarmanns, heilsuráðgjafa ut- an heilbrigðiskerfisins, í fangelsi, á fundi hjá húsfélagi, á fundi hjá stétt- arfélagi eða öðru hagsmunafélagi mínu, við tómustundaiðkun barna minna hjá íþróttafélagi eða öðru ut- an skólakerfisins, við erfidrykkju vegna látins aðstandanda, ferming- arveislu barns, giftingarveislu, við ættarmót eða jafnvel hjá miðli er hvergi tryggður í lögum. Þetta er að- eins upptalning en það er hægt að ímynda sér að mikið getur gerst þeg- ar heyrnarlaust fólk er að höndla með aleigu sína hjá fasteignasala eða verðbréfasala og fær ekki réttar upplýsingar. Þeim gæti verið afhent eitthvert plagg til undirritunar, og lestarkunnátta heyrnarlausra er ekki alltaf upp á marga fiska þegar táknmálsins nýtur ekki við – það er auðvelt að ímynda sér eftir á hvað gæti gerst ef plaggið væri undirritað í vafasömum tilgangi. Fólkið sem um ræðir gæti misst aleiguna sína. Hverra er ábyrgðin? Undanfarin ár hefur bara verið notast við bráðabrigðalausnir frá ári til árs með góðvilja forsætisráðherra að úthluta 2 milljónum á ári í þennan málaflokk og er oft töluverður drátt- ur á því að greiðslur séu tryggðar frá ári til árs. Nú verð ég að segja að nóg sé komið af góðviljaákvörðunum og setja verður þennan rétt minn og annarra heyrnarlausra í lög, jafnvel þó svo að hæstvirtur menntamála- ráðherra segði á Alþingi 11. desem- ber sl. að lög um málefni heyrnar- lausra yrðu aldrei sett í sérlög, varla blindra og annarra fatlaðra. Ég verð að segja að hann hefði betur stytt ræðumennsku sína og sagt hreint og beint það sem hann meinti með þessu orðum, nefnilega það að tákn- mál yrði aldrei viðurkennt. Það verð- ur að lögbinda rétt minn til tákn- málstúlkunar svo ég geti án allra hnökra lifað og hrærst í því lífi sem mér er ætlað að gera eins og hverj- um öðrum manni sem býr hér á landi og sá réttur er jafnvel tryggður í stjórnarskrá Íslands 65 gr. að eng- um manni megi mismuna eftir stöðu. Ég nota orðið stöðu því staða mín hérna er sú að ég er heyrnarlaus. Með því að veita mér ekki rétt til táknmálstúlkunar er mér mismunað. Réttur minn til táknmálstúlkunar Eftir Sigurlínu Margréti Sigurðardóttur „Með því að veita mér ekki rétt til táknmáls- túlkunar er mér mismunað.“ Höfundur er táknmálskennari. Í SÍÐASTA pistli var vitnað í for- ystugrein Morgunblaðsins frá 14. ágúst 1999, í hverri þeim firnum var gert á fæturna, að Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, eignaðist ráðandi hlut í Landsbanka Íslands og að Sambandsfyrirtækin gömlu eignuðust ráðandi hlut í Bún- aðarbanka Íslands. Og blaðið bætti því við, að ,,ganga mætti út frá því sem vísu, að allur almenningur mundi telja það fráleita niðurstöðu á einkavæðingaráformum ríkisstjórn- arinnar“. Burðarás keypti Landsbankann að vísu ekki, heldur bruggarar úr Garðaríki, sem kemur í einn stað niður. Öllum almenningi gefst kostur á því í alþingiskosningunum í vor að segja álit sitt á aðförum ríkisstjórn- ar og hins nýja viðskipta- og útgerð- arauðvalds sem tröllríður íslenzku fjármálakerfi. Í framhaldi af tilvitn- uðum ummælum Morgunblaðsins má ætla að blaðið haldi áfram að vekja ,,allan almenning“ til vitundar um ókjörin. Upplýsingar Agnesar blaðamanns valda vökunum. Þau átök, sem hún lýsir, hafa áður verið Morgun- blaðinu ljós, sem marka má af for- ystugrein blaðsins 8. marz sl.: „Þessi átök um Íslandsbanka, sem er eini banki landsins, sem er í einkaeign, því að ríkið á enn stærstu hlutina í Landsbanka og Búnaðar- banka hljóta að vekja á ný umræður um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar að bönkum, sem hófust sumarið 1998 en stóðu af miklum krafti haustið 1999. ... Almenningur í þessu landi mun ekki sætta sig við að sams konar kapphlaup verði á milli aðila í viðskipta- og atvinnulífi um yfirráð yfir Landsbanka og Búnaðarbanka og orðið hafa um Íslandsbanka. Rík- isstjórn og Alþingi ber skylda til að horfast í augu við þann veruleika sem við blasir og setja löggjöf, sem skapar eðlilegt jafnvægi í þessum efnum.“ Til kapphlaups kom ekki þar sem ríkisstjórnin afhenti einkaaðilum báða bankana með hag ,,alls al- mennings“ að leiðarljósi trúlega, þar sem Morgunblaðið hefir ekkert haft við þá einkavæðingu að athuga síðan hún fór fram. En af því sem Burðarás Eim- skipafélagsins var nefndur hefir hann haft öðrum hnöppum að hneppa en bankakaupum, enda sem mest að vinna við að ná undir sig sameign þjóðarinnar, sjávarauðlind- inni. Í Reykjavíkurbréfi hinn 7. júlí 2002 endar ritstjóri Morgunblaðsins umfjöllun sína um einkavæðingar- áform ríkisstjórnarinnar með þess- um orðum: ,,Almenningur á Íslandi á kröfu á því að áður en lengra verður haldið fari fram miklu víðtækari og al- mennari umræður um þá þróun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Það er ekki hægt að horfa upp á að kjarninn úr viðskipta- og athafnalífi landsmanna færist í hendur örfárra manna, hverjir sem þeir eru og hversu hæfir sem þeir eru, athuga- semdalaust. Raunar mundi ekkert lýðræðisríki í okkar heimshluta láta það gerast. Nú verða landsmenn að staldra við og hugsa sinn gang.“ Það var og: Ekkert lýðræðisríki í okkar heimshluta myndi láta slíkt gerast! En nú, þegar ódæmin blasa við, er spurning hvort ritstjóri Morgun- blaðsins getur ekki orðið sammála undirrituðum um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að velta þeim mönn- um frá völdum sem endemunum valda. Nýja Ísland III. Eftir Sverri Hermannsson „Öllum al- menningi gefst kostur á því í al- þingiskosn- ingunum í vor að segja álit sitt á aðförum rík- isstjórnar og hins nýja viðskipta- og útgerð- arauðvalds sem tröll- ríður íslenzku fjár- málakerfi.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.