Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 38
MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF 38 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffi eftir messu. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Guðsþjón- usta kl. 15.30. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Kirkjuleg sveifla kl. 14. Kór Bústaðakirkju kemur fram og stjórnandi hans Guðmundur Sig- urðsson, ásamt tríói Björns Thoroddsen. Auk Björns skipa tríóið Jón Rafnsson bassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari. Anna Sigríður Helgadóttir syngur tvö lög með tríóinu. Prestur Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn Friðriksson leikur á orgel. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. www.domkirkjan.is GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Ólafur Jóhannsson. GRUND, DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir, æskulýðsfulltrúi. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti Hörður Áskelson. Ensk messa kl. 14. Umsjón sr. Bjarni Þór Bjarnason. Guð- rún Finnbjarnadóttir leiðir almennan safn- aðarsöng og syngjur einsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Guð- rún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gunn- ar Rúnar Matthíasson. Hringbraut: Guðs- þjónusta kl. 10.30. Sr. Birgir Ásgeirsson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Kleppur: Guðsþjónusta kl. 13.30. Sr. Birgir Ásgeirs- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar. Org- anisti Ólafur W. Finnsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safn- aðarheimilið. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Hildur Eir Bolladóttir og hennar vösku samstarfsmenn leiða sunnudaga- skólann. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir alt- ari, Sigurbjörn Þorkelsson er meðhjálpari og messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheim- ilinu á eftir. Messa kl. 13 í þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar (dagvistarsalnum). (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu- dagaskólinn og 8 og 9 ára starf á sama tíma. Brúðuleikhús Helgu Steffensen kem- ur í heimsókn. SELTJARNARNESKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju syngur undir stjórn Vieru Mana- sek, organista. Arna Grétarsdóttir, guðfræðingur, prédikar. Prestur sr. Sig- urður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Kristniboðskynning. Leifur Sigurðsson kristniboði prédikar. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: GAUTA- BORG: Guðsþjónusta í Skårs-kirkju 26. janúar kl. 14. Orgaisti Tuula Jóhannesson. Kórsöngur. Kirkjukaffi. Aðalfundur safn- aðar eftir messu. Skúli S. Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvatt- ir til að koma og taka þátt. Sögustund fyrir börnin í umsjón Ásu Bjarkar og Óla Jóa. Fuglunum við Tjörnina gefið brauð í lokin. Tónlist í umsjón Carls Möller og Önnu Siggu ásamt félögum úr Fríkirkjukórnum. Alfa-námskeiðið. Fyrsta samvera alfa- námskeiðsins hefst miðvikudagskvöldið 29. janúar kl. 19 í safnaðarheimili Fríkirkj- unnar, Laufásvegi 13. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Báðir prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Sr. Óskar Ingi Ingason prédikar. Kórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Fundur með for- eldrum fermingarbarna að guðsþjónustu lokinni, áríðandi að foreldrar mæti. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi, djús og kex í boði að stundinni lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Fimm ára hátíð, þar sem öll börn sem verða 5 ára á árinu eru sér- staklega boðin velkomin. Yngri barnakór- inn syngur. Tómasarmessa kl. 20 í sam- vinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drott- ins og fjölbreytt tónlist. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu kl. 11. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. Sjá nánar: www.digraneskirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkj- unnar syngur. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu á sama tíma. Umsjón: Elfa Sif Jónsdóttir. Rútubíll ekur hring um hverf- in eftir guðsþjónustu. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 með foreldrum og fermingarbörnum í Borga-, Engja-, Korpu-, Rima- og Víkurskóla. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyr- ir altari ásamt séra Önnu Sigríði Páls- dóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. Að lokinni messunni er fundur, þar sem fjallað er um fermingardaginn og atriði er lúta að ferm- ingunni. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Vig- fús Þór Árnason. Umsjón Sigríður Rún, Sig- urvin og Signý. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Sunnudagaskóli kl. 13 í Engja- skóla. Séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón Sigríður Rún og Sigurvin og Signý. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson HJALLAKIRKJA: Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Sjöfn Þór, guðfræðinemi, prédikar. Sungnir verða Taize-sálmar að franskri fyrirmynd. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Sjó- mannamessa kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Kópamessa kl. 20. Ferm- ingarbörn taka virkan þátt í henni m.a. með því að lesa ritningarlestra og leiða bænir. Sigríður Stefánsdóttir aðstoðar við útdeil- ingu. Tónlist annast þeir Kristmundur Guð- mundsson og Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Lindaskóla. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur, sögur, líflegt samfélag. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Vilborg R. Schram kenn- ir. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Hlédís Hálfdánardóttir hefur upp- hafsorð. Unnar Erlingsson predikar. Alfa- námskeið hefst þriðjudaginn 28. janúar kl. 19. Skráning er í síma 567-8800. Heima- síða kirkjunnar er: www.kristur.is. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Samkoma kl. 16.30, Ashley Schmierer predikar. lof- gjörð, fyrirbænir, krakkakirkja, ungbarnakirkja og samfélag. FÍLADELFÍA: Bænastund kl. 20. Sunnu- dagur 26.jan. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Robert Maasbach, for- stöðumaður á Englandi. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund, kl. 20 hjálpræðissamkoma umsjón majór Elsabet Daníelsdóttir. Mánudagur: kl. 15 heimilasamband. Hilmar Sím- onarson talar, kl. 17.30 barnakór. Öll börn velkomin. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 14. Ræðumaður er Helga R. Ármanns- dóttir. Tvískipt barnastarf á sama tíma. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi eftir sam- komu. KFUM og KFUK v/Holtaveg: samkoma kl. 17. Ræðumaður Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM & KFUK. Undraland fyrir börnin. Engin Vaka um kvöldið, en fólki bent á Tóm- asarmessu. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30.Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30 Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með söng, leik og sög- um. Kl. 14. Messa. Minnst verður tímamót- anna að 30 ár eru liðin frá jarðeldunum. Altarisganga. Kór Landakirkju og prestarnir, sr. Kristján og sr. Þorvaldur. Guðspjall dagsins: Jesú gekk ofan af fjallinu. (Lúk. 2.) NÆSTA sunnudag, 26. janúar, koma góðir gestir í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju. Brúðuleikhús Helgu Steffensen ætlar að líta við og sýna leikritin „Steinn Bollason“ og „Það er al- veg áreiðanlegt“. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma og messa safn- aðarins, kl. 11. Einnig er starf fyrir 8–9 ára börn. Á eftir verður gott samfélag, djús og kaffi, fyrir þá sem það vilja, og litað í Kirkju- bókina. Kirkjubíll keyrir um hverfið fyrir og eftir sunnudaga- skólann. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju SUNNUDAGINN 26. janúar kl. 14 verður kirkjuleg sveifla í Bústaða- kirkju. Kl. 14 kemur fram kór Bú- staðakirkju og stjórnandi hans, Guðmundur Sigurðsson, ásamt tríói gítarleikarans Björns Thor- oddsen. Auk Björns skipa tríóið Jón Rafnsson bassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason trommuleik- ari. Þá mun Anna Sigríður Helga- dóttir syngja tvö lög með tríóinu. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Í sveiflunni verður áhersla lögð á nýjar útsetningar ýmissa fjörugra laga í bland við annað efni. Þá mun tríóið leika útsetningar sínar á lúterskum sálmum í upphafi og enda sveiflunnar. Fólk er hvatt til að fjölmenna í kirkjulega sveiflu í Bústaðakirkju nk. sunnudag kl. 14. Trúararfur formæðra okkar ÞRIÐJUDAGINN 28. janúar hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar námskeiðið Trúarsýn formæðra okkar. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur mun fjalla um hvernig hinn kristni trúararfur var varðveittur af bændakonum fyrri alda. Fjallað verður um hina fjölþættu trúar- og alþýðumenn- ingu formæðranna og leitað að hliðstæðum og andstæðum í sam- vinnu við þátttakendur. Námskeiðið er fjóra þriðjudaga frá kl. 20–22, 28. janúar til 18. febrúar. Skráning fer fram á skrifstofu Leikmannaskólans í síma 535 1500 eða á vef skólans. www.kirkjan.is/leikmannaskoli Kennt er í Háskóla Íslands, Að- albyggingu; stofu V. Biblíulestrar í Seljakirkju BIBLÍAN er ótæmandi lind upp- byggjandi orða enda er þar um að ræða Guðs orð. Það eru orð sem gott er að tileinka sér og það ger- um við með því að auka skilning okkar og fá tækifæri til þess að tjá Brúðuleikhús í Neskirkju dögum kl. 18 undir stjórn Julians Isaacs og barnakórar kirkjunnar æfa á miðvikudögum einnig undir stjórn Julians. Þá sér Guðrún Helga Harðardóttir æskulýðs- fulltrúi ásamt æskulýðsleiðtogum kirkjunnar um tómstundastarf fyrir börn og unglinga: Á mánu- dögum kl. 16.30 hittast krakkar úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk í TTT-klúbbnum en á þriðjudögum kl. 16 hittast ævintýrabirnirnir en það eru krakkar úr fyrsta og öðr- um bekk. Fyrir krakka úr þriðja og fjórða bekk er svo boðið upp á ævintýraklúbbinn kl. 16.15 en fyr- ir elstu grunnskólanemendurna er starfrækt æskulýðsfélagið MEME sem krakkarnir hittast öll þriðju- dagskvöld kl. 19. Starf eldri borgara í Háteigs- kirkju er undir stjórn Þórdísar Ásgeirsdóttur. Á mánudögum kl. 13 er spiluð félagsvist en bridsið er aftur á móti spilað á mið- vikudögum kl. 13. Boðið er upp á bridskennslu á föstudögum eftir hádegi. Í febrúar hefjast svo aftur vinahóparnir. Þeir verða kl. 14 á fimmtudögum undir stjórn sr. Tómasar Sveinssonar sókn- arprests. Á miðvikudögum eru tvær bænastundir: Kl. 11 er morg- unbænastund og kl. 18 er fyr- irbænastund. Á fimmtudögum kl. 20 eru Taizé-messur. Barnaguðsþjónustur eru sunnu- daga kl. 11 og messur kl. 14. Nánari upplýsingar um safn- aðarstarf Háteigskirkju má finna á vef kirkjunnar, hateigskirkja.is. Nýir fræðslumorgnar ÍSLENSKA Kristskirkjan er um þessar mundir að hleypa af stokk- unum nýju námskeiði sem miðar að því að veita fólki, innan sem ut- an safnaðarins, símenntun um trúarleg efni. Námskeiðið verður haldið alla laugardagsmorgna nema fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Kennsla hefst kl. 10 og kennt í um eina klukkustund. Eft- ir það er kaffihlé og síðan umræð- ur og fyrirspurnir fram til hádeg- is. Ætlunin er að námskeiðið standi fram í maí og hefjist síðan aftur í haust og verði fastur liður í starfi safnaðarins á hverjum vetri framvegis. Kennarar auk Friðriks Schram safnaðarprests verða ýmsir aðilar innan sem utan safnaðarins, fólk sem hefur sérþekkingu og reynslu hvert á sínu sviði. Laugardagsmorguninn 25. jan- úar mun Friðrik Schram fjalla um stofnun Íslensku Kristskirkj- unnar, aðdraganda hennar og sögu og eðli kirkjunnar. Leitast verður við að skýra að hvaða leyti söfnuðurinn er líkur og/eða ólíkur öðrum söfnuðum hér á landi. Allir eru velkomnir á nám- skeiðið og aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Árni Sæberg okkar hug. Teknir verða fyrir valdir kaflar í Biblíunni, þeir út- skýrðir og ræddir. Í Seljakirkju verður boðið upp á biblíulestra annað hvert miðvikudagskvöld fram að páskum og hefst fyrsta kvöldið miðvikudaginn 29. janúar kl. 19.30 og stendur til kl. 21. Bibl- íulestrarnir eru öllum opnir og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. Umsjón hefur sóknarprestur sr. Valgeir Ástráðsson. Verið vel- komin. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í til- efni af því bjóðum við til guðsþjón- ustu í Kolaportinu sunnudaginn 26. janúar kl. 14. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur mun predika og þjóna ásamt prestunum Bjarna Karlssyni í Laugarneskirkju og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur á bisk- upsstofu. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Páll Ágústsson og hans góða kona Kristjana Helga Thorarensen leiða lofgjörðina. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni áður en guðsþjónustan hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu, þar erum við minnt á nálægð Guðs og að Kolaportsmessurnar eru stundir nálægðarinnar. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaport- inu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það er allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&K og kirkjunnar. Kópamessa SUNNUDAGINN 26. janúar kl. 20 verður kópamessa í Kópavogs- kirkju. Í henni er lögð áhersla á léttari tónlist en í hefðbundnum messum og almenna þátttöku kirkjugesta, bæði í söng og öðrum þáttum helgihaldsins. Ferming- arbörn lesa ritningarlestra og leiða bænir og Sigríður Stef- ánsdóttir aðstoðar við útdeilingu. Félagar úr kór Kópavogskirkju leiða safnaðarsöng. Undirleik annast Kristmundur Guðmunds- son sem spila á trommur og Julian Hewlett sem leikur á píanó. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson Upphaf vorannar í Háteigskirkju Á MORGUN, sunnudag, er messan klukkan tvö í Háteigskirkju til- einkuð safnaðarstarfinu á vorönn. Arnfríður Einarsdóttir varafor- maður sóknarnefndar predikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari og félagar úr kirkjukór Háteigskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Douglasar A. Brotchie. Af þessu tilefni viljum við gefa stutt yfirlit yfir safn- aðarstarfið: Kirkjukór Háteigs- kirkju æfir á miðvikudags- kvöldum kl. 20 undir stjórn Douglasar A. Brotchie, Stúlkna- kór Háteigskirkju æfir á mánu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.