Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Heiðarbæ. Sigríður Guðjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Hrólfur Guðjónsson, Gerður Pálsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Guðmundur B. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR fyrrverandi kaupmaður, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 23. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haukur Benediktsson, Erna Hauksdóttir, Júlíus Hafstein, Þorvaldur Hauksson, Kolbrún Jónsdóttir, Benedikt Hauksson, Guðlaug Sveinsdóttir, Haukur Þór Hauksson, Ásta Möller, Hörður Hauksson, Jóna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR EDWALD. Jóhanna Halldóra Ásgeirsdóttir, Pétur Guðmundsson, Samúel Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU VILMUNDARDÓTTUR frá Löndum, Grindavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund sem annaðist hana. Steinólfur Jóhannesson, Lúther Kristjánsson, Elín Káradóttir, Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Erla S. Ingólfsdóttir, Anna Dóra Lúthersdóttir, Hreinn Líndal Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma, systir og mágkona, OLGA BETTY ANTONSDÓTTIR, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi, sem lést föstudaginn 17. janúar, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknardeild Land- spítalans í Kópavogi eða Minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítasar njóta þess. Páll Gestsson, Anton Valur Pálsson, Ragnheiður Eggertsdóttir, Rakel Guðný Pálsdóttir, Gunnlaugur Ingimundarson, Svanbjörg Pálsdóttir, Mia Bergström, Sjöfn Pálsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Kristjana Pálsdóttir, Andrés Bjarnason, Gestur Pálsson, Linda Guðlaugsdóttir, Árni Valur Antonsson, Anton Helgi Antonsson, Sólrún Aradóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskuleg- rar móður okkar og ástvinu minnar, ODDLAUGAR VALDIMARSDÓTTUR. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halldóra Ólafsdóttir, Alda Jóna Ósk Ólafsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Aðalsteinn Þórðarson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR RÓSA MEYVANTSDÓTTIR, andaðist á Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 23. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Magnús Steingrímsson, Magnús Þór Einarsson, Carmen Einarsson, Sigurlín Einarsdóttir Prather, Steindór Björnsson, Helga Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR, Borgarsíðu 12, Akureyri, andaðist á Seli, hjúkrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, fimmtudaginn 23. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Valgeir Sigurðsson, Þórdís Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson, Hermína Gunnarsdóttir, Örn Gunnarsson, Sara Benediktsdóttir, Ólöf Guðnadóttir, Birgitta Maggý Valsdóttir, Hildur Valsdóttir, Gunnar Valsson, Vikar Valsson, Jóhann Sigurðsson, Gunnar Máni Arnarsson. ✝ SveinnTryggvason fæddist á Laugabóli í Reykjadal 30. jan- úar 1939. Hann lést á heimili sínu 18. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Unnar Sigurjónsdóttur, f. 13. júlí 1896, d. 14. mars 1993, og Tryggva Sigtryggs- sonar bónda á Laugabóli, f. 20. nóv. 1894, d. 1. des. 1986. Sveinn var næstyngstur 11 systkina, en þau eru: Ingi, f. 14. febrúar 1921, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1960, og meistararéttindi hlaut hann 1963. Hann stundaði tré- smíðar á Akureyri til ársins 1974 að hann flutti aftur í Reykjadal og átti heimili á Laugabóli til dauðadags. Sveinn átti sæti í stjórn Tré- smiðafélags Akureyrar í 7 ár, þar af formaður í 4 ár. Ritari líf- eyrissjóðs trésmiða frá stofnun 1965–1975. Formaður prófnefnd- ar í húsgagnasmíði 1964–1975. Eftir að hann flutti í Reykjadal stundaði hann ásamt trésmíða- vinnu, kennslu við Héraðsskól- ann, síðar Framhaldsskólann, á Laugum frá 1976–1988 og Litlu- laugaskóla 1978–1988. Sveinn var mjög áhugasamur bridsspil- ari og hlaut ýmsar viðurkenn- ingar á því sviði. Útför Sveins verður gerð frá Einarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Haukur, f. 5. sept. 1922, d. 17. mars 1940, Eysteinn, f. 19. júlí 1924, Ásgrímur, f. 16. maí 1926, Kristín, f. 16. júlí 1928, Helga, f. 26. maí 1930, Hjörtur, f. 30. mars 1932, Ing- unn, f. 9. desember 1933, Dagur, f. 21. júlí 1937, og Haukur, f. 20. ágúst 1941. Sveinn var ókvænt- ur og barnlaus. Eftir gagnfræða- próf frá Héraðsskól- anum á Laugum hóf hann nám í húsgagnasmíði á Akureyri og Sveinn á Laugabóli, frændi minn, lést skyndilega á laugardag- inn var. Sveinn var næstyngsti bróðir mömmu og sá fyrsti sem deyr úr þessum stóra systkinahópi fyrir utan Hauk sem lést af slys- förum á unglingsaldri. Sveinn hafði reyndar verið veikur undanfarna daga en hann svaraði systkinum sínum því til þegar þau hvöttu hann til að leita læknis að hann ætlaði að sjá til eftir helgi. Þetta hlyti að lagast. Þetta var líkt Sveini sem aldrei gerði neinar kröfur fyrir sjálfan sig og vildi ekki láta hafa fyrir sér. Sveinn giftist ekki og eignaðist ekki börn en hann var góður frændi. Þegar ég var krakki og hann kom í heimsókn spilaði hann við okkur krakkana og sagði okkur frá ýmsu skemmtilegu. Hann virtist aldrei skipta skapi, alltaf rólegur, alltaf stutt í gam- ansemina og oft sagði hann frá ein- hverju grafalvarlegur á svip meðan við veltumst um af hlátri. Sýnd- armennska var ekki til í hans fari, hann var einhvern veginn alltaf hann sjálfur. Hann flutti ungur til Akureyrar en flutti fyrir nær þrjátíu árum aft- ur á æskuslóðirnar, að Laugabóli í Reykjadal og bjó þar með foreldr- um sínum og síðan föður þar til hann lést árið 1986. Þá flutti hann í sína íbúð sem hann hafði innréttað á loftinu fyrir ofan verkstæðið sem hann byggði með Degi bróður sín- um. Þar kunni hann vel við sig og þar bauð hann upp á ber og rjóma og sveppi sem hann hafði tínt, kryddað og steikt, en hann hafði óskaplega gaman af því að fara í berjamó. Sveinn var smiður og vann hann alla ævi við iðn sína en var einnig smíðakennari við Lauga- skóla í tíu ár. Þegar hann bjó á Ak- ureyri var hann formaður Tré- smiðafélags Akureyrar um tíma. Það er skrýtið til þess að hugsa að Sveinn sé ekki lengur á Lauga- bóli. Ég sé hann fyrir mér í úlp- unni sinni, gúmmístígvélum, með pípuna í hendinni, stundum svolítið kenndan, alltaf rólegan og alltaf stutt í gamansemina. Á seinni árum eyddi hann löngum tíma hjá góðu vinafólki sínu á Bakka í Vatnsdal og veit ég að þar þótti honum mjög gott að vera. Nú sit ég hér hljóður og hugsi, og horfi yfir gömul kynni, og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (S.F.) Ég kveð Svein frænda minn með þakklæti fyrir allt sem við áttum saman að sælda og vona að honum líði vel þar sem hann er nú. Kannski hann sé að drekka kaffi og spila brids, hver veit? Unnur Harðardóttir. Elskulegi bróðir minn! Það hvarflaði ekki að mér að svona yrði snöggt um þig. Ég talaði við þig í síma daginn áður en þú kvaddir þetta líf. Þú varst greinilega fár- veikur en vildir bíða með að leita læknis. Þegar læknirinn kom dag- inn eftir var of seint að gera nokk- uð. Sorgin er sár. Vinátta okkar sem aldrei brást, glaðlyndi sem átti engin takmörk, umhyggja sem þú sýndir foreldrum okkar sem gerði þeim kleift að að búa í húsinu sínu til elliára. Þú baðst aldrei um neitt þér til handa, gleði þín var að gefa öðrum. Við fórum oft í berjamó saman og svo bauðst þú upp á ber og rjóma er heim til þín var komið. Þetta voru góðir dagar. Þegar ég hugsa til æsku okkar finnst mér alltaf hafa verið sólskin, en auðvitað rigndi oft geri ég ráð fyrir. Helsta sportið okkar og Dags var að stelast niður að á og leika okkur þar. En björgin voru há og mamma var hrædd um okkur svo þetta var ekki vinsælt hjá fullorðna fólkinu. En það var alltaf gaman, sérstaklega ef við sáum silung. Þið losuðuð fiskana sem ég veiddi af önglinum. Eftir að ég varð 15 ára sögðuð þið að nú væri nóg komið. Síðan hef ég látið allar veiðar eiga sig. Nokkuð veitt nýlega, Inga? sagðir þú oft og brostir út að eyr- um. Og nú ert þú farinn og Reykjadalur ekki sá sami og fyrr. Þitt sæti verður erfitt að skipa. En víst er það gott að geta gefið þann tón í strengi, sem eftir að ævin er liðin ómar þar hlýtt og lengi. Þín systir Ingunn. SVEINN TRYGGVASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.