Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 53
LAGIÐ „Angel“, sem Einar Bárð- arson samdi og Two Tricky gerðu frægt í Evróvisjón, hljómar nú í Suð- ur-Afríku í flutningi listamannsins Andreas Georgiades. „Þetta kom skemmtilega á óvart og gaman að þetta lag skuli frá uppreisn æru. Kannski hefði maður átt að fara í afróvisjón með þetta,“ segir Einar Bárðarson. Andreas flytur lagið á ensku en eins og margir muna þá var textinn nokkuð umdeildur. „Þetta var fyrsta smáskífan með honum,“ segir Einar en lagið er einnig fyrsta lagið á hljómplötu hans Show me love. „Þetta er einhver Enrique Igles- ias þeirra í Suður-Afríku,“ segir Ein- ar en hingað til hefur Andreas verið þekktur fyrir margt annað en tónlist. Hann var valinn Mr. International South-Africa árið 2000 og Herra Pretoría sama ár. Suður-Afríku-ævintýrið hófst fyr- ir tveimur árum, þegar „Angel“, keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Lagið hlaut ekki náð fyrir augum evrópsks tónlistarfólks það árið en hefur nú vaknað til lífsins á ný. Útsendari frá fjarlægri álfu Útsendari plötufyrirtækja í Suð- ur-Afríku hafði samband við Einar á meðan á keppninni stóð og sýndi áhuga á laginu. Hann var þar stadd- ur til að leita að söluvænlegum lög- um í fjarlægri álfu, sem gætu nýst samlöndum hans í tónlistinni. „Ég sagði að það væri ekkert mál af minni hálfu.“ Ekkert gerðist síðan næsta árið og hugsaði Einar ekki meir um það þar til skyndilega barst tölvupóstur frá manninum. „Hann sagði mér að þessi Andreas væri spenntur fyrir laginu. Mér fannst þetta bara fyndið en var alveg til í að prófa þetta. Svo heyrði ég ekkert í þeim fyrr en núna rétt fyrir jól. Þá var lagið orðið vinsælt þarna,“ segir Einar, sem hefur frétt að fyrsta upp- lagið hafi selst upp. Platan kom út í haust en Einar hefur verið í sambandi við útgáfu- stjórann. „Mér skilst að hann sé til- tölulega vinsæll. Þetta er tekið sæmilega alvarlega þarna niður frá,“ segir Einar, sem segist ekki vita full deili á manninum og vinsældum. „Ég veit ekki í hvernig farvegi þessi mál eru þarna. Kannski eftir nokkur ár fæ ég eitthvað fyrir þetta,“ segir Einar, sem lítur greini- lega ekki á þetta sem neina gull- námu. „Mér finnst þetta aðallega gaman og kannski svolítið fyndið líka.“ Einar er ánægður með hvernig „Angel“ hljómar í meðförum Andr- eas og félögum. „Mér finnst þetta fín útgáfa hjá þeim. Hún er áreynslu- minni og afslappaðari,“ segir hann en hægt er að hlusta á lagið á vef út- gáfufyrirtækisins JamiShel. Tvö lög til viðbótar „Útgáfustjóri Andreas er búinn að biðja mig um tvö lög í viðbót,“ segir Einar, sem vill ekki upplýsa hver þau eru. Hann segir þó að þetta séu „gömul lög í bunkanum“ sem ís- lenskir söngvarar hafi gert þekkt. „Þetta er eitt af þessum ólíkinda- ævintýrum í tónlistarbransanum,“ segir hann. Einar tekur einnig þátt í öðru tón- listarævintýri en hann er fram- kvæmdastjóri Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Ekki er hægt að sleppa takinu af honum án þess að spyrja hvernig honum fannst takast til í Borgarleikhúsinu á fimmtudags- kvöldið. „Ég er ofboðslega ánægður. Loks- ins er þessi hátíð komin í hátíðarbún- ing eftir nokkurra ára tilrauna- og undirbúningsstarf. Hún er orðin greininni til sóma. Svo verður haldið áfram frá þessum reit og gert enn betur á næsta ári í allri umgjörð,“ segir Einar, sem vill koma á fram- færi þökkum til allra, sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Suður-Afrískur tónlistarmaður syngur lag Einars Bárðarsonar Angel í afróvisjón? TENGLAR ..................................................... www.jamishel.com Suður-afrísk Birta. Tónlistarmað- urinn Andreas Georgiades syngur lag Einars Bárðarsonar, „Angel“, við góðan orðstír. Sýnd kl. 2, 5 Ísl. tal./Sýnd kl. 8 enskt tal.Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAV.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 3, 5 og 7. / Sýnd kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 5, 6, 7, 8, 9 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 14. Sýnd kl. 2 og 4 ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 3 og 4 ísl. tal. / Sýnd kl. l. 2 ísl. tal. / Sýnd kl. l. 2 og 4 ísl. tal. . Langbesti leikmaður NBA deildarinnar fær ævilangt bann frá deildinni og dettur það „snjallræði“ í hug að dulbúa sig og keppa í kvennadeildinni. Bráðskemmtileg gamanmynd! Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó. Kvikmyndir.is Frumsýning / ÁLFABAKKI E I N N I G M E Ð Í S L E N - S K U T A L I Kvikmyndir.is HL MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI  1/2 Kvikmyndir.is Hún var flottasta pían í bænum Sýnd kl. 2. Ísl tal MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 53 HLUSTENDUR Rásar 2 völdu Guð- jón Val Sigurðsson, landliðsmann í handknattleik, kynþokkafyllsta karlmanninn hér á landi, í árlegri kosningu sem fer fram á bónda- degi, fyrsta degi þorra. Logi Berg- mann Eiðsson fréttamaður varð í öðru sæti en hann hefur hreppt fyrsta sætið í fyrri kosningum. Rás 2 velur kynþokka- Morgunblaðið/Kristján Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur vann fyllsta karlmanninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.