Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 23
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 23 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 0 8 LISTIR Hvað er stelsýki? SVAR Stelsýki er hluti afvandamálum sem tengjast hvatvísi og einkennast af mikilli þörf fyrir að framkvæma ákveðna hegðun sem er skaðleg sjálfum sér eða öðrum. Stelsýki flokkast í greiningarkerfi geð- sjúkdóma undir sama flokk og t.d. spilafíkn og íkveikjuárátta. Stelsýk- in einkennist af mikilli löngun til að stela og þá mjög oft hlutum sem eru einskis virði fyrir einstaklinginn eða sem hann þarf ekki nauðsynlega á að halda. Mikilvægt er að aðgreina stelsýki frá þjófnuðum almennt. Ef þjófn- aðurinn tengist á einhvern hátt leit að gróða, fjármögnun neyslu eða öðru slíku er sjaldan um stelsýki að ræða og margir vilja meina að aðeins um 5% af þeim sem stela geti flokk- ast undir það að vera stelsjúkir. Stór hluti vandans hjá stelsjúkum einstakling er að honum eða henni mistekst í sífellu að hemja þessa iðju sína, þrátt fyrir að einstaklingurinn- hafi jafnvel verið handtekinn mörg- um sinnum, sökum þeirrar vellíð- unar sem stuldurinn gjarnan veitir honum eða henni. Það er, sá stel- sjúki finnur fyrir mikilli spennu og/ eða þörf fyrir að stela rétt fyrir verknaðinn, sem síðan leiðir til mik- illar spennulosunar og vellíðunar eftir að verknaðurinn hefur verið framinn. Stelsýki er vandamál sem oft á tíðum getur varað í mörg ár, en svo virðist þó sem að stelsýki sé frekar fátítt vandamál. Spurning er aftur á móti hvort stelsýki sé hugs- anlega mun algengari en tölur segja til um, þar sem fólk á mjög oft í erf- iðleikum með að viðurkenna þennan vanda. Stelsjúkur einstaklingur fel- ur yfirleitt stelsýkina fyrir vinum og vandamönnum og einnig finna þessir einstaklingar oft fyrir gífurlega mik- illi skömm vegna þess að þeir stand- ast ekki freistinguna að stela, og getur þessi skömm jafnvel leitt af sér þunglyndi. Margir myndu halda að flestir þeirra sem eru stelsjúkir hljóti að vera ungir karlmenn, jafnvel á ung- lingsaldri. Staðreyndin er sú , að meðalaldur stelsjúkra er um 36 ár og helmingi fleiri konur þjást af stel- sýki en karlar. Mismunandi sálfræðileg meðferð- arform hafa verið notuð við stelsýki og einnig svokölluð SSRI lyf. Eitt af því sem mikilvægt er að gera í með- ferðinni er að nýta bakslagsvörn til að læra að þekkja þær aðstæður, til- finningar og hugsanir sem tengjast stelsýkinni. Þeim stelsjúka er smátt og smátt kennd aðferð til að stand- ast löngunina í að stela og finna síð- an nýjar leiðir til að fá útrás og vel- líðan í lífinu. Auk þess má ekki gleyma áhrifunum sem stelsýkin hefur á aðra fjölskyldumeðlimi og þar af leiðandi getur verið mikilvægt að bjóða upp á fjölskyldumeðferð. Gangi þér vel. Stelsýki eftir Björn Harðarson Meðalaldur stelsjúkra er um 36 ár .............................................. persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. UNGT fólk á Íslandi byrjar fyrr að hafa kynmök, hlut- fallslega fleiri standa frammi fyrir þungun og færri nota getnaðarvörn við fyrstu kynmök en í ýmsum ná- grannalöndum. Margt ungt fólk tekur áhættu með ótímabæra þungun og kynsjúkdóma. Eftir því sem ein- staklingurinn er yngri, óöruggari með sig og viðhorf sín til kynlífs og hvernig á að setja mörk á hegðun annarrra er flóknara að stunda ábyrgt kynlíf. Kynmök eru iðu- lega höfð undir áhrifum áfengis og jafnvel annarra fíkniefna. Þá hefur einstaklingurinn enn minni stjórn, hegðunin verður kærulausari og lítt hugað að var- úðarráðstöfunum varðandi óráðgerða þungun og kyn- sjúkdóma. Í ljósi þessa er brýnt að vinna að forvörnum með ungu fólki á sviði kynheilbrigðis. Mikilvægt er að unglingurinn fái fræðslu um kynferðismál, nái að vinna með viðhorf sín og öðlist færni í tjáskiptum. Að geta rætt um notkun getnaðarvarna við kynlífsfélaga reynir ekki bara á þekkingu heldur einnig viðhorf og færni í mannlegum samskiptum. Samstarf er nauðsyn Forvarnarstarf á þessu sviði krefst samstarfs þeirra sem vinna með börn- um, unglingum og foreldrum. Kynfræðslu á heimilum og skólum þarf að efla. Góð samskipti foreldra og barna skila sér oftast í ábyrgri kynhegðun á ung- lingsárunum. Mismunandi er eftir skólum hvernig staðið er að kynfræðslu og hvort kennslan styðst við heildrænt kynfræðsluefni eins og Kynfræðsla: Lífs- gildi og ákvarðanir eða er bundin við fá efnisatriði. Kynfræðsla á framhalds- skólastigi hefur hingað til ekki verið eftir neinu heildrænu kynfræðsluefni. Aðgengi að getnaðarvörnum er ekki nógu greitt og ungu fólki finnst þær vera of dýrar. Efla þarf kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk, hafa greiðari að- gang að öllum tegundum getnaðarvarna ásamt góðri fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvörnina sem nota á. Það eykur líkur á ánægju með getnaðarvörnina og að hún sé notuð markvisst. Skilaboð samfélagsins eru líka mikilvægur þáttur forvarnarstarfs. Brýnt er að fjölmiðlar leggi sig fram við að koma upplýsingum á framfæri um ábyrga kynlífshegðun ungs fólks. Í upplýsingaflóði um kynlíf í fjölmiðlum virðist áherslan frekar á það sem miður fer en á ábyrgð, heiðarleika, virðingu og traust í samskiptum. Sóley S. Bender, dósent við hjúkrunarfræðideild og doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Kynheilbrigði unglinga Kynfræðslu á heimilum og í skólum þarf að efla NÝTT bólgueyðandi steralyf sem nota á við astma, asmanex twisthaler eða mometason furoate, er komið á markað í Bretlandi og leyfi hefur fengist fyrir skráningu þess í löndum Evrópusambandsins. Einnig er gert ráð fyrir að lyfið muni verða skráð á Íslandi, Noregi og víðar. Frá þessu er greint í frétt á vefútgáfu Today’s News. Þar segir ennfremur að með tilkomu nýja lyfsins verði miklar framfarir í meðhöndlun á astma. Auk þess sem það sé auðvelt í notkun og einn skammtur á dag nægi. Um er að ræða innúðasteralyf sem gagnast astmasjúklingum tólf ára og eldri. Lyfið hefur ekki verið kynnt ís- lenskum læknum, enn sem komið er, að sögn Sigurveigar Þ. Sigurðardótt- ur, læknis í ofnæmis- og ónæmis- fræði við Landspítala – Háskóla- sjúkrahús. „Því get ég ekki sagt til um hvort öryggi þess og gagnsemi sé meiri en annarra sambærilegra lyfja. Nokkur ár eru liðin frá því ég heyrði fyrst af þróun lyfsins en mér af vitandi hefur það ekki verið notað enn hér á landi við astma. Aftur á móti eru skráð hér sams konar lyf frá sama fyrirtæki, í formi nefúða sem notuð eru við nefslímhúðarbólg- um svo sem ofnæmiskvefi og hafa virkað ágætlega.“ Reynslan sýnir að mikill meiri- hluti astmasjúklinga þarf á innúða- sterum að halda til að halda astman- um í skefjum, að sögn Sigurveigar, og gagnast þeir bæði til þess að fyr- irbyggja og meðhöndla astmaein- kenni. Hér á landi eru tvö slík lyf skráð og hafa þau verið notuð hér til margra ára; Pulmicort og Flixotid en Asmanex twisthaler er ný viðbót í þann flokk lyfja. Ber að taka fréttum með varúð Fréttum um ný lyf ber að taka með varúð þar til gætt hefur verið að öryggiskröfum og gagnsemi lyfjanna, að mati Sigurveigar. „Ný lyf sem skráð eru á markað hér á landi, þurfa að vera virk gegn sjúkdómnum, örugg og valda ekki aukaverkunum. Ef þetta nýja lyf er sambærilegt eða betra en þau ast- malyf sem fyrir eru, er það eflaust góður valkostur fyrir astmasjúk- linga.“ Nýtt astmalyf Alltaf á þriðjudögum KVENNAKÓR Reykjavíkur á 10 ára afmæli í dag og heldur af tilefn- inu hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 15, og markar hún upphaf afmælisársins. Kvenna- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur ásamt öllum kórum sem tengst hafa starfsemi hans frá upphafi, en þeir eru Senjorítur Kvennakórs Reykja- víkur, undir stjórn Sigrúnar Þor- geirsdóttur, Gospelsystur Reykja- víkur og Vox Feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakórinn Léttsveit Reykjavík- ur undir stjórn Jóhönnu V. Þór- hallsdóttur. Einnig munu fyrrum félagar Kvennakórs Reykjavíkur koma saman og syngja bæði undir stjórn Sigrúnar og Margrétar. Að söng loknum verður sögusýn- ing opnuð í Tjarnarsal Ráðhússins, þar sem sögu kórsins verður gerð skil í máli og myndum. Mun sýn- ingin standa í viku. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kvennakór Reykjavíkur á æfingu ásamt Þórhildi Björnsdóttur píanóleik- ara og stjórnandanum Sigrúnu Þorgeirsdóttur. Kvennakórinn 10 ára OPNUÐ verður sýning á smáverkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðar- árstíg 14–16 í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin nefnist Smákorn 2003 og eiga þar 36 listamenn verk, 25 konur og 11 karlar. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverka- sýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24 x 30 sentimetrar og að þrívíð verk fari ekki yfir þá stærð heldur. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga frá til kl. 17 og sunnudaga kl. 14–17. Sýningunni lýk- ur 9. febrúar. Smáverkasýningarnar sýna að mikil gróska er í þessari gerð mynd- listar. Þær sýna það einnig að konur virðast fremur vinna smærri verk en karlar. Smáverk í Galleríi Fold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.