Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 47 Dagskrá: Veislustjóri: Atli Gíslason, hrl. Minni karla: Þórhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri. Minni kvenna: Hallur Hallsson, blaðamaður. Skemmtiatriði: Óvæntar uppákomur deilda. Happdrætti: Glæsilegir vinningar. Dans: Hljómsveitin G - fiðringurinn sér um fjörið. Miðar verða eingöngu seldir í forsölu í Víkinni síma 581 3245 og hjá Erni Guðm. í síma 892 6462. Nefndin Þorrablót Víkings verður haldið laugardaginn 2. febrúar nk. í Víkinni og hefst kl. 19:00. Heimamenn í Keflavík byrjuðueins og venjulega vel en eins og svo oft áður leyfðu þeir sér að slaka á þegar þeir náðu 12 stiga for- skoti. Hafnfirðingar voru ekki viðbúnir því og náðu ekki að nýta sér strax en þegar Stevie Johnson hrökk í gang var ekki að sökum að spyrja, hann tætti vörn Keflvíkinga í sig og rað- aði niður körfum. Á tæpum fimm mínútum í öðrum leikhluta breyttist staðan úr 38:26 í 41:42 fyrir Hauka. Þá vöknuðu heimamenn með and- fælum. Hægt og bítandi hófu þeir að byggja upp leik sinn, helst vörnina, og lögðu allt kapp á að gera Stevie erfitt fyrir. Það gekk upp og í þriðja leikhluta stilltu þeir strengi sína með leik- gleði og sjálfstrausti. Það var of mikið fyrir Haukana og þeir áttu ekkert svar, leikgleðin fjaraði út enda Stevie orðinn þreyttir eftir mótspyrnuna. „Við höfum verið að reyna að komast í þennan gír um tíma; að ná hraða og pressu og reyna að koma mótherjum til að gera mistök en fá þar með auðveldar körfur sjálfir og frí skot,“ sagði Guðjón Skúlason sem skoraði 5 þriggja stiga körfur í gærkvöld, vel studdur af áhorfend- um. „Annar útlendingur Hauka virt- ist eitthvað slappur í dag og við vor- um alltaf með þrjá til fjóra menn á honum allan leikinn og hann vinnur ekki leikinn fyrir þá þannig.“ Dam- on Johnson var að venju öflugur og er að ná takti með Edmund Saund- ers og þegar þeir tveir komast á flug er erfitt við að eiga. Auk þeirra voru Jón N. Hafsteinsson og Falur Harð- arson góðir að öðrum ólöstuðum. „Við komum alls ekki nógu tilbún- ir í leikinn og þetta var mjög erfitt,“ sagði Þórður Gunnþórsson Hauka- maður eftir leikinn en þurfti að berj- ast mikið við stóru Keflvíkingana undir körfunni. „Það er alltaf erfitt að eiga við Keflvíkinga, sérstaklega þegar þeir eru með fullt af áhorf- endum sem fagna hverri körfu þeirra og öskra á okkur þegar við gerum mistök.“ Stevie Johnson var allt í öllu hjá Haukum og flestir fé- laga hans voru oft hikandi. Samt voru Þórður, Sævar I. Haraldsson og Halldór Kristmannsson ágætir. Sanngjarn sigur Blikanna Breiðablik vann sinn annan leik íröð þegar þeir tóku á móti Valsmönnum. Blikarnir voru betri mestan hluta leiks- ins, eða allt þar til gestirnir hrukku í gang í fjórða leik- hluta. Þessi fjörkippur kom hins vegar of seint fyrir Val og þeim gafst ekki tími til að ná heimamönn- um sem unnu leikinn 96:90. Leikurinn var jafn framan af, þeir Mirko Virijevic hjá Blikunum og nýr leikmaður Vals, Evaldas Priudokas, fóru fyrir sínum mönnum og röðuðu niður körfunum. Staðan var jöfn 27:27 eftir fyrsta leikhluta en heima- menn náðu undirtökunum strax í byrjun annars leikhluta. Valsmenn áttu þá í erfiðleikum með að koma knettinum rétta leið ofan í körfuna auk þess sem Blikar beittu pressu- vörn sem setti gestina í nokkur vandræði. Bragi Magnússon var svo drjúgur fyrir heimamenn í lok fyrri hálfleiksins þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í röð. Breiðablik voru með 12 stiga for- ystu í hálfleik og Kenny Tate var kominn í gang. Hann hélt Vals- mönnum við efnið ásamt Pálma Frey Sigurgeirssyni en Jason Pryor sá að mestu um stigaskorunina hjá Val. Valsmenn spiluðu glimrandi vörn í fjórða leikhluta og náðu að halda Breiðabliki í aðeins níu stigum í leikhlutanum. Tíminn var samt of naumur fyrir gestina og það voru því heimamenn í Breiðabliki sem fögnuðu sigri í lokin. Kenny Tate og Mirko Virijevic voru lengst af öflugir fyrir Blikana og Pálmi Freyr setti niður mikil- vægar körfur undir lok leiksins. Jas- on Pryor var atkvæðamestur Vals- manna og nýr leikmaður Vals, Evaldas Priudokas, átti prýðilegan leik. Helgi Jónas með 46 stig Það sem einkenndi leik Grinda-víkur og Snæfells var stórleik- ur Helga Jónasar Guðfinnssonar sem nánast sá einn um að afgreiða gest- ina. Heimamenn sigruðu með 95 stig- um gegn 81. Það var ljóst hvernig þessi leikur færi í byrjun og und- irritaður hefur ekki séð aðra eins byrjun hjá Helga Jónasi og þetta kvöld. Hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og allt sem að honum snéri var gert af krafti og einbeitingu. Sú einbeiting og kraftur dreif heima- menn áfram í fyrsta leikhluta og út- lit fyrir stóran skell hjá gestunum sem lentu undir 39:19 í byrjun ann- ars leikhluta. Snæfellingar komust þó hægt og rólega inn í leikinn og stóðu jafnfætis heimamönnum í öðr- um og þriðja leikhluta en staðan að loknum fyrri hálfleik var 50:41 og hafði þá Helgi Jónas sett niður 27 stig. Helgi hafði hægt um sig í þriðja leikhluta og eins og áður sagði sigu gestirnir aðeins á heimamenn. Helgi Jónas tók síðan leikinn í sínar hend- ur í síðasta leikhluta og skoraði 19 stig til viðbótar af 30 stigum heima- manna og tryggði heimamönnum tvö stig. Helgi Jónas var langbestur í liði heimamanna og spilaði frábæra vörn og sókn. Þá skilaði Darrel Lewis sínu að venju. Hjá gestunum var Clifton Bush mjög sterkur en einnig átti Hlynur Bæringsson góð- an leik. „Við byrjuðum vel í fyrsta fjórð- ungi en síðan tók við hálfgert kæru- leysi eftir að við náðum 20 stiga for- skoti. Mér fannst við samt alltaf með leikinn í okkar hendi þrátt fyrir að þeir næðu að minnka forskotið. Við spiluðum ágætis sóknarleik í kvöld og ég fann mig vel,“ sagði leikmaður Grindvíkinga, Helgi Jónas Guð- finnsson. Áreynslulaust hjá Njarðvík Fátt var um fína drætti þegarHamar frá Hveragerði sótti Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Kraftmiklir heima- menn náðu snemma forystu og héldu Hamarsmönnum í góðri fjarlægð. Munurinn fór mest í tuttugu stig en þegar líða tók á leik- inn gáfu Njarðvíkingar eftir og lauk leiknum með ellefu stiga sigri, 95:84. Fyrstu mínúturnar einkenndust af góðum leik heimamanna, sóknin var beitt og þrátt fyrir góðar til- raunir þeirra Hamarsmanna, Svav- ars Birgissonar og Keith Vassells, til að halda í við þá var breidd Njarðvíkinga of stór biti að kyngja. Heimamenn náðu snemma öruggri forystu og voru tregir að gefa hana frá sér. Þegar í hálfleik var komið var staðan orðin 55:38 – og þá hafði stigahæsti leikmaður Njarðvíkur í vetur, Gary Hunter, aðeins skorað tvö stig. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og hinum fyrri lauk, heimamenn juku aðeins forskot sitt og virtust með pálmann í höndunum. Hamarsmenn bitu þó aðeins frá sér í síðasta leik- hlutanum og náðu aðeins að grynnka á muninum. Svo fór að Njarðvíkingar unnu sannfærandi, 95:84. „Við fórum í þennan leik með það í huga að stöðva Gary Hunter og það tókst. Verra var að þá var eins og hinum væri sleppt úr búri – þeir voru hungraðir í að skora – og mættu greinilega tilbúnir til leiks, ekki við,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hamars. „Seinasti leikhluti var dapur, ein- beitingarleysi hjá mínum mönnun en ég er mjög ánægður með fyrri hálfleik – vörnin fín. Ég er mjög sáttur við það sem strákarnir voru að skila og segjum bara að ég eigi Hunter inni,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkur. Æsispenna í Borgarnesi Nú var að duga eða drepast fyrirSkallagrímsmenn. Heimaleikj- um fer ört fækkandi og heimaliðið varð að landa sigri til að blanda fleiri liðum í botnbarátt- una. Þrátt fyrir mik- il tilþrif Cliftons Cook voru heimamenn með foryst- una í lok fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta spiluðu Stólarnir vörnina fastar og náðu að loka Donte Mathis af þannig að hann náði aðeins einni körfu í þessum leikhluta. Í öðrum leikhluta skoruðu Tindastólsmenn 21 stig á móti 10 stigum heima- manna og í hálfleik var staðan 36:44 fyrir Tindastól. Tindastólsmenn voru sterkari í fráköstum og þá sér- staklega í sóknarfráköstunum. Ef heimamenn áttu að eiga möguleika varð að stoppa Clifton Cook, bæta varnarleikinn og ná meiri yfirvegun í sóknarleiknum. Munurinn hélst svipaður út þriðja leikhluta og heimamenn, virtust þrátt fyrir mikla baráttu, ekki vera þess megn- ugir að komast inn í leikinn aftur af neinni alvöru. Í fjórða leikhluta benti ekkert til annars en að Stól- arnir hefðu þetta í hendi sér þrátt fyrir að heimamenn settu niður nokkrar þriggja stiga körfur. Þriggja stiga karfa frá Kristni Frið- rikssyni tæplega tveimur og fimm- tán sekúndum fyrir leikslok jók for- ystu Stólanna í 89:78. Sigurinn virtist nokkuð vís. En þá komu þriggja stiga körfur frá heimamönn- um hver af annarri. Allt í einu var leikurinn orðinn hörkuspennandi. Þegar ein mínúta var eftir var stað- an orðin 92:94. Milosh nýtti annað vítaskot sitt og Helgi R.Viggósson svaraði fyrir gestina. Darko Ristic skoraði þriggja stiga körfu og jafn- aði 96:96. Tindastólsmenn misstu boltann í næstu sókn og Skalla- grímsmenn höfðu 28 sekúndur til að klára leikinn. Donte Mathis ætlaði að hanga á boltanum og klára þetta á lokasekúndunum en Antropov blokkeraði vel sem oft áður og Helgi R. Viggósson skoraði sigurkörfuna 4 sekúndum fyrir leikslok. Helgi R. Viggósson var besti maður Tinda- stóls með 17 fráköst og 14 stig þar af 10 í síðasta leikhluta og einnig stóð Antropov vel fyrir sínu með 14 stig í síðasta leikhluta. Bestur heima- manna var Hafþór Gunnarsson með 24 stig og einnig börðust bræðurnir, þeir Darko og Milosh, eins og ljón allan leikinn. Keflvíkingar komnir á flug Bandaríkjamaðurinn Kenny Tate í liði Breiðabliks skorar hér tvö af 26 stigum sínum gegn Val í Smáranum í gærkvöldi. SUÐURNESJAMENN ganga með höfuðið hátt í dag því körfuknatt- leikslið þeirra unnu öll í gærkvöld á heimavelli. Grindavík vann Snæfell 95:81, Njarðvík hafði 95:84 sigur á Hamri frá Hveragerði og Keflvíkingar sýndu sparihliðarnar í 121:85 sigri á Haukum. Í Kópa- vogi lögðu Blikar Valsmenn að velli, 96:90, en eini útisigur kvölds- ins var í Borgarnesi þar sem heimamenn í Skallagrími urðu að sætta sig við tveggja stiga tap gegn Tindastól, 98:96. Stefán Stefánsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Garðar Vignisson skrifar Andri Karl skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.