Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 47 Dagskrá: Veislustjóri: Atli Gíslason, hrl. Minni karla: Þórhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri. Minni kvenna: Hallur Hallsson, blaðamaður. Skemmtiatriði: Óvæntar uppákomur deilda. Happdrætti: Glæsilegir vinningar. Dans: Hljómsveitin G - fiðringurinn sér um fjörið. Miðar verða eingöngu seldir í forsölu í Víkinni síma 581 3245 og hjá Erni Guðm. í síma 892 6462. Nefndin Þorrablót Víkings verður haldið laugardaginn 2. febrúar nk. í Víkinni og hefst kl. 19:00. Heimamenn í Keflavík byrjuðueins og venjulega vel en eins og svo oft áður leyfðu þeir sér að slaka á þegar þeir náðu 12 stiga for- skoti. Hafnfirðingar voru ekki viðbúnir því og náðu ekki að nýta sér strax en þegar Stevie Johnson hrökk í gang var ekki að sökum að spyrja, hann tætti vörn Keflvíkinga í sig og rað- aði niður körfum. Á tæpum fimm mínútum í öðrum leikhluta breyttist staðan úr 38:26 í 41:42 fyrir Hauka. Þá vöknuðu heimamenn með and- fælum. Hægt og bítandi hófu þeir að byggja upp leik sinn, helst vörnina, og lögðu allt kapp á að gera Stevie erfitt fyrir. Það gekk upp og í þriðja leikhluta stilltu þeir strengi sína með leik- gleði og sjálfstrausti. Það var of mikið fyrir Haukana og þeir áttu ekkert svar, leikgleðin fjaraði út enda Stevie orðinn þreyttir eftir mótspyrnuna. „Við höfum verið að reyna að komast í þennan gír um tíma; að ná hraða og pressu og reyna að koma mótherjum til að gera mistök en fá þar með auðveldar körfur sjálfir og frí skot,“ sagði Guðjón Skúlason sem skoraði 5 þriggja stiga körfur í gærkvöld, vel studdur af áhorfend- um. „Annar útlendingur Hauka virt- ist eitthvað slappur í dag og við vor- um alltaf með þrjá til fjóra menn á honum allan leikinn og hann vinnur ekki leikinn fyrir þá þannig.“ Dam- on Johnson var að venju öflugur og er að ná takti með Edmund Saund- ers og þegar þeir tveir komast á flug er erfitt við að eiga. Auk þeirra voru Jón N. Hafsteinsson og Falur Harð- arson góðir að öðrum ólöstuðum. „Við komum alls ekki nógu tilbún- ir í leikinn og þetta var mjög erfitt,“ sagði Þórður Gunnþórsson Hauka- maður eftir leikinn en þurfti að berj- ast mikið við stóru Keflvíkingana undir körfunni. „Það er alltaf erfitt að eiga við Keflvíkinga, sérstaklega þegar þeir eru með fullt af áhorf- endum sem fagna hverri körfu þeirra og öskra á okkur þegar við gerum mistök.“ Stevie Johnson var allt í öllu hjá Haukum og flestir fé- laga hans voru oft hikandi. Samt voru Þórður, Sævar I. Haraldsson og Halldór Kristmannsson ágætir. Sanngjarn sigur Blikanna Breiðablik vann sinn annan leik íröð þegar þeir tóku á móti Valsmönnum. Blikarnir voru betri mestan hluta leiks- ins, eða allt þar til gestirnir hrukku í gang í fjórða leik- hluta. Þessi fjörkippur kom hins vegar of seint fyrir Val og þeim gafst ekki tími til að ná heimamönn- um sem unnu leikinn 96:90. Leikurinn var jafn framan af, þeir Mirko Virijevic hjá Blikunum og nýr leikmaður Vals, Evaldas Priudokas, fóru fyrir sínum mönnum og röðuðu niður körfunum. Staðan var jöfn 27:27 eftir fyrsta leikhluta en heima- menn náðu undirtökunum strax í byrjun annars leikhluta. Valsmenn áttu þá í erfiðleikum með að koma knettinum rétta leið ofan í körfuna auk þess sem Blikar beittu pressu- vörn sem setti gestina í nokkur vandræði. Bragi Magnússon var svo drjúgur fyrir heimamenn í lok fyrri hálfleiksins þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í röð. Breiðablik voru með 12 stiga for- ystu í hálfleik og Kenny Tate var kominn í gang. Hann hélt Vals- mönnum við efnið ásamt Pálma Frey Sigurgeirssyni en Jason Pryor sá að mestu um stigaskorunina hjá Val. Valsmenn spiluðu glimrandi vörn í fjórða leikhluta og náðu að halda Breiðabliki í aðeins níu stigum í leikhlutanum. Tíminn var samt of naumur fyrir gestina og það voru því heimamenn í Breiðabliki sem fögnuðu sigri í lokin. Kenny Tate og Mirko Virijevic voru lengst af öflugir fyrir Blikana og Pálmi Freyr setti niður mikil- vægar körfur undir lok leiksins. Jas- on Pryor var atkvæðamestur Vals- manna og nýr leikmaður Vals, Evaldas Priudokas, átti prýðilegan leik. Helgi Jónas með 46 stig Það sem einkenndi leik Grinda-víkur og Snæfells var stórleik- ur Helga Jónasar Guðfinnssonar sem nánast sá einn um að afgreiða gest- ina. Heimamenn sigruðu með 95 stig- um gegn 81. Það var ljóst hvernig þessi leikur færi í byrjun og und- irritaður hefur ekki séð aðra eins byrjun hjá Helga Jónasi og þetta kvöld. Hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og allt sem að honum snéri var gert af krafti og einbeitingu. Sú einbeiting og kraftur dreif heima- menn áfram í fyrsta leikhluta og út- lit fyrir stóran skell hjá gestunum sem lentu undir 39:19 í byrjun ann- ars leikhluta. Snæfellingar komust þó hægt og rólega inn í leikinn og stóðu jafnfætis heimamönnum í öðr- um og þriðja leikhluta en staðan að loknum fyrri hálfleik var 50:41 og hafði þá Helgi Jónas sett niður 27 stig. Helgi hafði hægt um sig í þriðja leikhluta og eins og áður sagði sigu gestirnir aðeins á heimamenn. Helgi Jónas tók síðan leikinn í sínar hend- ur í síðasta leikhluta og skoraði 19 stig til viðbótar af 30 stigum heima- manna og tryggði heimamönnum tvö stig. Helgi Jónas var langbestur í liði heimamanna og spilaði frábæra vörn og sókn. Þá skilaði Darrel Lewis sínu að venju. Hjá gestunum var Clifton Bush mjög sterkur en einnig átti Hlynur Bæringsson góð- an leik. „Við byrjuðum vel í fyrsta fjórð- ungi en síðan tók við hálfgert kæru- leysi eftir að við náðum 20 stiga for- skoti. Mér fannst við samt alltaf með leikinn í okkar hendi þrátt fyrir að þeir næðu að minnka forskotið. Við spiluðum ágætis sóknarleik í kvöld og ég fann mig vel,“ sagði leikmaður Grindvíkinga, Helgi Jónas Guð- finnsson. Áreynslulaust hjá Njarðvík Fátt var um fína drætti þegarHamar frá Hveragerði sótti Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Kraftmiklir heima- menn náðu snemma forystu og héldu Hamarsmönnum í góðri fjarlægð. Munurinn fór mest í tuttugu stig en þegar líða tók á leik- inn gáfu Njarðvíkingar eftir og lauk leiknum með ellefu stiga sigri, 95:84. Fyrstu mínúturnar einkenndust af góðum leik heimamanna, sóknin var beitt og þrátt fyrir góðar til- raunir þeirra Hamarsmanna, Svav- ars Birgissonar og Keith Vassells, til að halda í við þá var breidd Njarðvíkinga of stór biti að kyngja. Heimamenn náðu snemma öruggri forystu og voru tregir að gefa hana frá sér. Þegar í hálfleik var komið var staðan orðin 55:38 – og þá hafði stigahæsti leikmaður Njarðvíkur í vetur, Gary Hunter, aðeins skorað tvö stig. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og hinum fyrri lauk, heimamenn juku aðeins forskot sitt og virtust með pálmann í höndunum. Hamarsmenn bitu þó aðeins frá sér í síðasta leik- hlutanum og náðu aðeins að grynnka á muninum. Svo fór að Njarðvíkingar unnu sannfærandi, 95:84. „Við fórum í þennan leik með það í huga að stöðva Gary Hunter og það tókst. Verra var að þá var eins og hinum væri sleppt úr búri – þeir voru hungraðir í að skora – og mættu greinilega tilbúnir til leiks, ekki við,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hamars. „Seinasti leikhluti var dapur, ein- beitingarleysi hjá mínum mönnun en ég er mjög ánægður með fyrri hálfleik – vörnin fín. Ég er mjög sáttur við það sem strákarnir voru að skila og segjum bara að ég eigi Hunter inni,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkur. Æsispenna í Borgarnesi Nú var að duga eða drepast fyrirSkallagrímsmenn. Heimaleikj- um fer ört fækkandi og heimaliðið varð að landa sigri til að blanda fleiri liðum í botnbarátt- una. Þrátt fyrir mik- il tilþrif Cliftons Cook voru heimamenn með foryst- una í lok fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta spiluðu Stólarnir vörnina fastar og náðu að loka Donte Mathis af þannig að hann náði aðeins einni körfu í þessum leikhluta. Í öðrum leikhluta skoruðu Tindastólsmenn 21 stig á móti 10 stigum heima- manna og í hálfleik var staðan 36:44 fyrir Tindastól. Tindastólsmenn voru sterkari í fráköstum og þá sér- staklega í sóknarfráköstunum. Ef heimamenn áttu að eiga möguleika varð að stoppa Clifton Cook, bæta varnarleikinn og ná meiri yfirvegun í sóknarleiknum. Munurinn hélst svipaður út þriðja leikhluta og heimamenn, virtust þrátt fyrir mikla baráttu, ekki vera þess megn- ugir að komast inn í leikinn aftur af neinni alvöru. Í fjórða leikhluta benti ekkert til annars en að Stól- arnir hefðu þetta í hendi sér þrátt fyrir að heimamenn settu niður nokkrar þriggja stiga körfur. Þriggja stiga karfa frá Kristni Frið- rikssyni tæplega tveimur og fimm- tán sekúndum fyrir leikslok jók for- ystu Stólanna í 89:78. Sigurinn virtist nokkuð vís. En þá komu þriggja stiga körfur frá heimamönn- um hver af annarri. Allt í einu var leikurinn orðinn hörkuspennandi. Þegar ein mínúta var eftir var stað- an orðin 92:94. Milosh nýtti annað vítaskot sitt og Helgi R.Viggósson svaraði fyrir gestina. Darko Ristic skoraði þriggja stiga körfu og jafn- aði 96:96. Tindastólsmenn misstu boltann í næstu sókn og Skalla- grímsmenn höfðu 28 sekúndur til að klára leikinn. Donte Mathis ætlaði að hanga á boltanum og klára þetta á lokasekúndunum en Antropov blokkeraði vel sem oft áður og Helgi R. Viggósson skoraði sigurkörfuna 4 sekúndum fyrir leikslok. Helgi R. Viggósson var besti maður Tinda- stóls með 17 fráköst og 14 stig þar af 10 í síðasta leikhluta og einnig stóð Antropov vel fyrir sínu með 14 stig í síðasta leikhluta. Bestur heima- manna var Hafþór Gunnarsson með 24 stig og einnig börðust bræðurnir, þeir Darko og Milosh, eins og ljón allan leikinn. Keflvíkingar komnir á flug Bandaríkjamaðurinn Kenny Tate í liði Breiðabliks skorar hér tvö af 26 stigum sínum gegn Val í Smáranum í gærkvöldi. SUÐURNESJAMENN ganga með höfuðið hátt í dag því körfuknatt- leikslið þeirra unnu öll í gærkvöld á heimavelli. Grindavík vann Snæfell 95:81, Njarðvík hafði 95:84 sigur á Hamri frá Hveragerði og Keflvíkingar sýndu sparihliðarnar í 121:85 sigri á Haukum. Í Kópa- vogi lögðu Blikar Valsmenn að velli, 96:90, en eini útisigur kvölds- ins var í Borgarnesi þar sem heimamenn í Skallagrími urðu að sætta sig við tveggja stiga tap gegn Tindastól, 98:96. Stefán Stefánsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Garðar Vignisson skrifar Andri Karl skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.