Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÆJARSTJÓRN og hafnar-
nefnd Fjarðabyggðar hafa á
sameiginlegum fundi sínum
samþykkt drög að hafnarsamn-
ingi við Fjarðaál og veitt bæj-
arstjóranum, Guðmundi
Bjarnasyni, fullt umboð til að
ganga til samninga við ríkið um
kaup Fjarðabyggðar og hafnar-
sjóðs á jörðum ríkisins í Reyð-
arfirði.
Bæjarstjórnin hefur jafn-
framt samþykkt þau ákvæði í
drögum að fjárfestingarsamn-
ingi milli ríkisins og Alcoa er
varða Fjarðabyggð, þ.e. vegna
fasteignaskatts, gatnagerðar-
gjalda og byggingarleyfis-
gjalda, ásamt ákvæðum um
þjónustu sveitarfélagsins.
Fjarða-
byggð sem-
ur við ríkið
BRIMBORG hefur innkallað
17 Citroën-bifreiðar af gerðinni
C3 sem eru í umferð á Íslandi.
Boð hafa komið frá Citroën-
verksmiðjunum um þessa inn-
köllun vegna rakamyndunar í
stjórntölvu ABS kerfis-bílanna.
Það getur valdið því að aðvör-
unarljós fyrir ABS-kerfið logar
í mælaborði og ABS-kerfið er
þá óvirkt. Þetta hefur ekki
áhrif á almenna bremsukerfið
sem er alltaf virkt óháð þessu.
Brimborg hefur því sett í
gang viðeigandi ferli. Í því felst
öflun upplýsinga um bilun og
pöntun varahluta sem þegar
hefur verið gert. Síðan verður
viðskiptavinum sent ábyrgðar-
bréf þar sem þeir verða boðaðir
í viðgerð og fá allir bíl til afnota
frítt á meðan á viðgerð stendur
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Innkalla
17 Citroën-
bifreiðar
MIKIÐ tjón varð á veggirðingu
sem aðskilur akbrautir á Breið-
holtsbraut í Reykjavík er ekið
var á hana í fyrrakvöld eða fyrri-
nótt. Lögreglan í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að atvikinu.
Af verksummerkjum að
dæma virðist sem bíl hafi verið
ekið upp brautina og ökumaður
misst stjórn á honum og hafnað
á veggirðingunni. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um hver var
þarna að verki eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við
lögregluna í Reykjavík.
Mikið tjón á
veggirðingu
TÍU sjúklingar og sextán starfs-
menn á St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði hafa smitast af veirusýkingu á
undanförnum dögum sem gert hefur
vart við sig á lyflækningadeild spít-
alans. Um er að ræða samskonar
veirusýkingu, Calici-veiru, og kom
upp á Hrafnistu í Hafnarfirði og
Reykjavík í október á síðasta ári.
Hún veldur uppköstum, niður-
gangi og hita og er bráðsmitandi og
gengur venjulegast yfir á tveimur
dögum. Að sögn Guðrúnar Sig-
mundsdóttur, smitsjúkdómalæknis
hjá landlæknisembættinu, er þetta
samskonar veirusýking og gengið
hefur meðal almennings að undan-
förnu, þegar hún berst inn á sjúkra-
hús er hins vegar oft erfitt að eiga
við hana og í sumum tilfellum getur
hún reynst hættuleg þegar mjög
veikir einstaklingar eiga í hlut. Eng-
in slík tilfelli hafi þó komið upp nú.
Búið er að loka fyrir innlagnir á með-
an veiran er til staðar á sjúkrahúsinu
og ekki er útskrifað á aðrar sjúkra-
stofnanir. Þeim sjúklingum, sem
fengið hafa veiruna, hefur verið
haldið frá öðrum sjúklingum á með-
an þeir eru veikir og næstu tvo sólar-
hringa á eftir. Þá hefur verið brýnt
fyrir starfsmönnum að þvo hendur
reglulega og snertifletir eru sótt-
hreinsaðir. Eftir að veirusýkingin er
liðin hjá á sjúkrahúsinu er ráðgert að
þrífa lyflækningadeild spítalans.
Guðrún segir að sennilega séu
margir stofnar af umræddri veiru að
ganga meðal almennings. Ekki sé
hér um nýtt vandamál að ræða og í
Bandaríkjunum og Evrópu glími
menn við svipað vandamál.
„Þetta er í raun vandamál alls
staðar þar sem fólk safnast saman og
eitthvað sem mun koma upp aftur og
aftur.“
Í desember á síðasta ári kom Cal-
ici-veiran upp á öldrunardeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í Foss-
vogi og smitaði u.þ.b. tvo þriðju
sjúklinga og helming starfsfólks, að
sögn Hjördísar Harðardóttur, yfir-
læknis á sýkingavarnadeild LSH. Þá
komu upp nokkur tilfelli af sömu
veirusýkingu á hjartadeild LSH við
Hringbraut milli jóla og nýárs.
Ákveðið var að opna sérstaka deild á
spítalanum þar sem innan við tugur
sjúklinga víðsvegar að fékk með-
höndlun. Engin alvarleg tilfelli komu
upp og var deildinni lokað skömmu
upp úr áramótum.
Að sögn Hjördísar er hér ekki um
nýtt vandamál að ræða. Heilbrigð-
isyfirvöld hafi hert eftirlit og aðgerð-
ir komi slík tilfelli upp.
10 sjúklingar og 16 starfsmenn á St. Jósefsspítala
hafa smitast af Calici-veirunni undanfarna daga
Lokað fyrir innlagnir
um stundarsakir
MARGIR notfærðu sér kynningu
sem fór fram á alþjóðadegi Háskóla
Íslands í Háskólabíói á fimmtudag
og var fullt út úr dyrum á tímabili.
Kynningin fór fram með ýmsum
hætti. Erlendir stúdentar við Há-
skóla Íslands og íslenskir fyrrver-
andi skiptistúdentar veittu upplýs-
ingar um nám í ýmsum löndum. Í
öðru lagi kynntu ýmiss fyrirtæki,
stofnanir og fulltrúar sendiráða
þjónustu sína við námsmenn og í
þriðja lagi voru flutt erindi um
stúdentaskipti og nám erlendis.
Alþjóðadagur Háskóla Íslands hef-
ur verið haldinn með svipuðu sniði
undanfarin ár. Guðný Gunnars-
dóttir, verkefnisstjóri Alþjóðaskrif-
stofu háskólasviðsins, segir að
kynning með þessum hætti sé mjög
mikilvæg, en tilgangurinn sé að
gefa íslenskum stúdentum innsýn í
alla þá möguleika, sem þeir hafa til
að taka hluta af námi sínu erlendis,
en í mörgum tilfellum sé skylda að
taka hluta námsins erlendis. Jafn-
framt gefist erlendum stúdentum
tækifæri til að kynna sína heima-
skóla auk þess sem stofnanir kynni
þjónustu sína.
Guðný segir að æ fleiri erlendir
stúdentar óski eftir að læra við HÍ
og íslenskir nemendur nemi æ fleiri
lönd. „Þessi stúdentaskipti verða æ
ríkari þáttur og alþjóðadagurinn
skiptir miklu máli í því sambandi
enda kunna stúdentar vel að meta
þennan kynningardag og við erum
ánægð með viðtökurnar."
Morgunblaðið/Kristinn
Margir kynntu sér námsmöguleika og fleira viðkomandi námi á alþjóðadegi Háskóla Íslands í Háskólabíói.
Mikill áhugi á alþjóðadegi
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist frá Arnþóri Helgasyni
framkvæmdastjóra Öryrkjabanda-
lags Íslands:
„Í Morgunblaðinu 24. janúar
2003 er frétt undir heitinu „tilnefn-
ingar ekki borist frá fötluðum“ þar
sem fjallað er um þann seinagang
sem orðið hefur á framkvæmd til-
lögu Kjartans Magnússonar, borg-
arfulltrúa, um úrbætur í bílastæða-
málum hreyfihamlaðra í Reykja-
vík. Tillaga þessi var samþykkt í
janúar 2002 eins og fram kemur í
fréttinni.
Tillaga Kjartans var lögð fram í
samráði við Öryrkjabandalag Ís-
lands og eitt af aðildarfélögum
þess, Sjálfsbjörg, landsamband
fatlaðra. Hins vegar barst Öryrkja-
bandalaginu ekki ósk frá Reykja-
víkurborg um tilnefningu í starfs-
hóp um bílastæði fatlaðra fyrr en
23. þessa mánaðar.
Bréf Reykjavíkurborgar var rit-
að deginum áður eða 22. þessa
mánaðar.
Öryrkjabandalagið hefur þegar
brugðist við og skipað fulltrúa í
starfshópinn. Er það einlæg von
bandalagsins að hópurinn taki hið
fyrsta til starfa og skili raunhæfum
tillögum til úrbóta.
Þá er það einlæg von bandalags-
ins að almenningur hætti að mis-
nota þessi stæði og sýni hreyfi-
hömluðu fólki þá virðingu að það
fái notið réttar síns.“
Athugasemd frá
Öryrkjabandalaginu
SVIÐSTJÓRAR á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi gerðu almennt góð-
an róm að úttekt landlæknisembætt-
isins á stöðu sameiningar Ríkis-
spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur
sem hófst fyrir tæpum þremur ár-
um. Í úttektinni, sem byggðist á
könnun meðal starfsfólks, kemur
m.a. fram að 60% starfsmanna telja
illa staðið að sameiningu sjúkrahús-
anna og um helmingur starfsfólks
telja sjúklinga útskrifaða of fljótt.
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir ræddi við sviðstjóra LSH á hádeg-
isverðarfundi í gær og fékk þá að
heyra viðbrögð þeirra við úttektinni.
Sviðstjórar lýstu ánægju með að
Landlæknisembættið hefði þor til að
segja LSH til, í svolitlum umvönd-
unartón, þótt þeir tækju niðurstöð-
um úttektarinnar með fyrirvara m.a.
vegna lágs svarhlutfalls (50%) og að
hún hefði verið gerð á tímum umróts,
þ.e. í miðju sameiningarferli.
Hærra svarhlutfall
Sigurður sagði um þá áleitnu
spurningu hvort úttektin hefði verið
gerð of snemma, að þörf hefði verið á
að kanna ástand mála eins og það lá
fyrir þá með það fyrir augum að
breyta hugsanlega þeirri stefnu sem
mörkuð hefði verið í starfsemi spít-
alans. Hann sagðist þó hafa viljað sjá
hærra svarhlutfall og kallaði eftir
betri viðbrögðum í næstu könnun.
Einn sviðstjórinn sagði það hafa
komið á óvart að aðeins 10 sviðstjór-
ar svöruðu spurningalistunum.
Varpaði hann því því fram að e.t.v.
hefði þeim þótt óþægilegt að svara af
ótta við að svörin yrðu persónugrein-
anleg. Þetta þyrfti að endurskoða í
næstu úttekt. Sigurði fannst þetta
góð ábending og kannaðist vel við
ótta starfsfólks við að þekkjast á
svörunum en sagði það ekki síður
vera áhyggjuefni fyrir Landlæknis-
embættið en LSH. Sagði hann að
fyllsta trúnaðar hefði engu að síður
verið gætt við meðferð upplýsing-
anna, þrátt fyrir að ekki teldust þær
viðkvæmar.
Annar sviðstjóri sagði gríðarlega
mikilvægt að láta gera svona könnun
og jafnframt endurtaka hana til að fá
samanburð við þær niðurstöður sem
nú lægju fyrir. Þá vakti hann athygli
á þeirri niðurstöðu, að sá hópur
starfsfólks LSH, sem væri óánægð-
astur með að koma lítið eða ekki að
stefnu spítalans, væri samt hvað
ánægðastur í starfi. Spurði hann
hvort skilaboðin væru þá þau að
halda fólki óupplýstu til að auka
starfsánægju. Var því svarað á þá
leið að svörin við spurningunni um
starfsánægju væru vandtúlkuð og
hefði heyrst að hún hefði valdið
nokkrum misskilningi.
Sviðstjórar
almennt
ánægðir
með úttekt
Landlæknis
BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn
Paul Newman hefur gefið Barna-
spítala Hringsins fimm hjarta- og
öndunarvaka að verðmæti 5,2 millj-
ónir króna. Á síðustu árum hefur
hann gefið sem nemur 42 milljónum
til góðgerðarmála á Íslandi. Lang-
stærstur hluti fjárins hefur runnið
til veikra barna og þar af hafa 25
milljónir runnið til Barnaspítala
Hringsins.
Gjöfina afhenti Ursula Gwynne,
vinkona Newmans, forsvars-
mönnum sjúkrahússins í gær en
hún hefur starfað með Newman frá
því hann stofnsetti fyrirtækið
Newman’s Own. Sjálfur átti New-
man ekki heimangengt þar sem
hann leikur á sviði þessa dagana.
Auk þess að láta af hendi rakna há-
ar fjárhæðir til veikra barna hefur
hann sett á stofn sumarbúðir fyrir
langveik börn og hefur á sjötta tug
íslenskra barna þáð boð hans um að
dvelja í sumarbúðum á Írlandi og
víðar. Allur ágoði af sölu varanna
frá Newmańs Own rennur til góð-
gerðarmála.
Gefur Barna-
spítalanum
5,2 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítalans (t.v.), Gillian Holt hjúkrun-
arfræðingur, Ursula Gwynne, vinkona Pauls Newmans, Gunnlaugur Sig-
fússon og Magnús Ólafsson yfirlæknar við afhendingu gjafarinnar.
INNLENT