Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 2

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVÓTI AUKINN Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur aukið kvóta nokkurra fisktegunda, þar á meðal ufsa um 8 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagðist gegn auknum ufsakvóta. Umfangsmikil útboð Landsvirkjun áformar að bjóða út verk vegna Kárahnjúkavirkjunar fyrir samtals 22–24 milljarða króna á þessu ári. Þar af er gert ráð fyrir byggingaframkvæmdum fyrir 7–8 milljarða og véla- og rafbúnaði fyrir 15–16 milljarða. Árangurslítill fundur Fátt markvert gerðist á viðræðu- fundi EFTA-ríkjanna og Evrópu- sambandsins í gær um stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins. ESB vill að Ísland greiði hærri upphæð í þró- unarsjóð sambandsins en nemur út- flutningsverðmæti landsins til vænt- anlegra aðildarríkja ESB í Austur-Evrópu. Fjöldahandtökur á Spáni Spænska lögreglan handtók í gær- morgun 16 manns í aðgerðum gegn félögum í hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda. Fólkið var handtekið í Barcelona og bæjum í nágrenninu. Aznar, forsætisráðherra Spánar, sagði að fólkið hafi verið að undirbúa mikla hryðjuverkaárás. Límtré í Portúgal Límtrésverksmiðja, sem er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, var formlega opnuð í bænum Mortagua í Portúgal í gær. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra opnaði verksmiðjuna, sem er sú eina sinnar tegundar í Portúgal. Tækjabúnaður er að mestu íslenskt hugvit og smíð- aður í vélsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum. L a u g a r d a g u r 25. j a n ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Kynning – Blaðinu í dag fylgir Heilsa, tímarit um heilbrigði og lífsstíl. Í dag Sigmund 8 Þjónusta 37 Erlent 15/16 Messur 38 Akureyri 19/20 Kirkjustarf 38 Suðurnes 20 Myndasögur 40 Árborg 21 Bréf 40 Landið 22 Sport 44/47 Neytendur 22 Dagbók 42/43 Heilsa 23 Leikhús 48 Listir23/25 Fólk 49/53 Viðhorf 26/32 Bíó 50/53 Forustugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Minningar 33/ Veður 55 * * * RÚRIK Haraldsson leikari er látinn 77 ára að aldri. Rúrik fæddist 14. janúar 1926 í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hans voru Kristjana Ein- arsdóttir húsmóðir og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi. Rúrik lauk gagn- fræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vest- mannaeyja árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik var máttarstólpi í íslensku leiklistarlífi frá 1950 og fram á síð- ustu ár. Hann var leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1946 til 1947 og 1950 til 1951. Hjá Þjóðleikhúsinu starfaði hann sem leikari frá árinu 1951 þar til hann fór á eftirlaun. Lék hann þar í tæplega 150 leik- ritum. Síðast í leikritinu Sannur karlmaður árið 1995. Síðasta leik- ritið sem hann lék í á sviði var leikritið Fjögur hjörtu sem sýnt var í Loft- kastalanum árið 1999. Rúrik lék auk þess í fjölmörgum kvik- myndum, nú síðast í kvikmyndinni Stella í framboði. Þá lék hann í sjónvarpsþáttum og í útvarpsleikritum. Rúrik hlaut ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann hlaut m.a. menningarverð- laun Þjóðleikhússins 1960 og 1968 og lista- mannalaun Menning- arsjóðs 1960. Þá hlaut hann Silf- urlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdómara, fyrir aðal- hlutverkið í leikritinu Gjaldið eftir Arthur Miller árið 1970. Hann fékk heiðurslaun listamanna, skv. ákvörðun Alþingis, frá árinu 2001. Rúrik kvæntist Önnu Sæbjörns- dóttur hönnuði, sem lést sumarið 1998. Þau láta eftir sig þrjú upp- komin börn: Björn ljósmyndara og flugmann, Harald Stein flugum- ferðarstjóra og Ragnhildi leik- konu. Barnabörn Rúriks og Önnu eru nú sjö. Andlát RÚRIK HARALDSSON KJARTAN Jóhannsson, sendiherra í Brussel og formaður íslensku samn- inganefndarinnar í viðræðum EFTA- ríkjanna og Evrópusambandsins vegna stækkunar Evrópska efna- hagssvæðisins, benti á það í gær að framlagið, sem ESB fer fram á að Ís- land greiði í þróunar- og uppbygging- arsjóði sambandsins, sé hærra en út- flutningsverðmæti landsins til væntanlegra aðildarríkja ESB í Aust- ur-Evrópu árið 2001. „Er þetta sann- gjarnt?“ spurði hann. Annar samningafundur EFTA og ESB vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins fór fram í Brussel í gær. Þar kom meðal annars fram uppástunga frá ESB um að koma á sérstökum vinnuhópum ESB og EFTA-ríkjanna til að ræða samn- ingsatriði en niðurstaðan varð sú að það væri ekki tímabært. Kjartan Jóhannsson segir að í raun hafi ekki gerst mikið á fundinum enda ekki við því að búast. „Þetta var fram- hald umræðunnar á fyrsta fundi, þar sem menn lögðu fram grundvallar- sjónarmið sín, en nú fengu þeir tæki- færi til að fylgja þeim betur eftir og svara hver öðrum, að minnsta kosti óbeint.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins höfðu Pólland og Eystra- saltsríkin á fyrsta samningafundi að- ila talað í þá veru að nauðsynlegt væri að kanna möguleika á að viðhalda því tollfrelsi, sem nú viðgengst í viðskipt- um þeirra og EFTA-ríkjanna. Á fundinum í gær studdu ríkin hins veg- ar afstöðu framkvæmdastjórnar ESB og olli það EFTA-ríkjunum nokkrum vonbrigðum. Eins og gert var ráð fyrir lagði ESB áherslu á að EFTA-ríkin borg- uðu í þróunar- og uppbyggingarsjóði sambandsins eins og um aðildarríki væri að ræða, en Kjartan Jóhannsson færði á fundinum rök fyrir því að ef Ísland væri aðildarríki, fengi það meira greitt úr uppbyggingarsjóðun- um en það greiddi í þá. Engar nið- urstöður fengust, en „í hvert skipti sem menn hittast vonast maður til þess að eitthvað af því sem sagt er sí- ist inn hjá gagnaðilanum og þannig sé unnið í rétta átt“, sagði Kjartan við Morgunblaðið. Í máli sínu lagði Kjartan áherslu á að hugmyndir ESB um stuðningsað- gerðir við fátækari ríki sambandsins og uppbyggingu þeirra væru út í hött, en með þeim væri ESB að þvinga EFTA-ríkin í ótímabærar aðildarvið- ræður. Með sama hætti fjallaði hann um hvernig viðskiptum Íslands við ríkin væri háttað og hver yrði ávinn- ingur landsins af stækkuninni. „Ég lagði áherslu á hvað aðstöðumunur- inn væri mikill,“ sagði hann og sagðist í því sambandi hafa sýnt fram á hvað mikill munur fælist í því að vera land í næsta nágrenni við markaðinn eða langt úti í hafi eins og Ísland væri. Þetta sæist á viðskiptatölum og fjár- festingatölum og ekki væri við því að búast að Ísland gæti nokkurn tíma brúað það bil þannig að landið stæði jafnfætis ESB í því að njóta hugsan- legs árangurs af stækkuninni. „Ég ítrekaði það sem við höfum margoft sagt áður að það sé ekki nein von til þess að það verði hreyfing á þessum samningaviðræðum fyrr en Evrópusambandið sé komið niður af háaloftinu,“ sagði hann og vísaði til þess að útgangspunktur ESB hefði stefnt málinu í óefni. Það þýddi lítið fyrir ESB að biðja Íslendinga um til- lögur á meðan hugmyndir sambands- ins væru svo langt frá þeim að það væri ekki viðræðuhæft. Kjartan segir að í raun hafi engin viðbrögð verið við máli sínu enda eðli þessara viðræðna þannig að viðbrögð kæmu á næsta fundi. Hann væri boð- aður 6. febrúar en formaður norsku sendinefndarinnar gerði þann fyrir- vara að hugsanlega væri hægt að fresta honum ef ástæða þætti til þess. Annar samningafundur EFTA og ESB í Brussel í gær Framlagskrafan hærri en útflutningsverðmæti FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík kemur saman til fundar á Hótel Sögu eftir hádegi í dag til að ganga frá skipan fram- boðslista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu niðurstöður próf- kjörsins standa óbreyttar hvað helstu sæti varðar. Hins vegar mun það hafa verið rætt á vettvangi kjör- nefndar að auka hlut kvenna í suður- kjördæminu. Samkvæmt niðurröðun prófkjörsins voru öll efstu sætin þar skipuð körlum. Tvær leiðir voru skoðaðar í því sambandi. Annars vegar að þau Ásta Möller og Birgir Ármannsson myndu færast á milli kjördæma og hins vegar að Sólveig Pétursdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson færð- ust á milli kjördæma. Mun niður- staða kjörnefndar vera sú að lagt verður til að Sólveig færist í suður- kjördæmið en Guðlaugur í Reykja- vík norður. Tillagan verður rædd á fundi stjórnar kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í hádeginu áður en hún verður lögð fyrir fund fulltrúa- ráðsins. Fært á milli kjördæma Sjálfstæðisflokkurinn ELDRI manni, sem slasaðist alvar- lega í hörðum árekstri á Vestur- landsvegi á fimmtudagskvöldið, er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild LSH í Fossvogi. Að sögn sérfræðings á gjörgæsludeildinni var maðurinn í aðgerð alla aðfara- nótt föstudagsins og fram eftir degi í gær. Bílslysið varð um kl. 20.40 norðan gatnamóta Úlfarsfellsvegar, þar sem rauð Ford Focus-bifreið og grá Mitsubishi Lancer-bifreið lentu sam- an. Vitni, sem ekki hafa þegar gefið sig fram, eru vinsamlega beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Sérstaklega er ökumaður flutningabíls sem átti leið um skömmu fyrir slysið beðinn að hafa samband við rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík. Haldið sofandi í öndunarvél ♦ ♦ ♦ SUNNA Dögg undi hag sínum vel þegar hún brosti við afa sínum úr kast- alanum í Húsdýragarðinum þó að frostið biti harkalega í litlar kinnar. Morgunblaðið/Ómar Kuldi í kastalanum á sunnudaginn „Lifandi landbúnaður“ Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, segir Ásdísi Haraldsdóttur frá hópi kvenna sem vilja berjast fyrir öflugum, litríkum og lifandi landbúnaði. Frá Mexíkó til Langaness Skapti Hallgrímsson heimsótti Björn Ingimarsson, sveitarstjóra á Þórshöfn, sem bjó um hríð í Mexíkó en vill miklu heldur njóta friðsældar og ósnortinnar náttúru Langaness. Brestir í velferðarkerfinu Fátækt hefur verið töluvert til umræðu undanfarið. Hildur Einarsdóttir skoðaði fátæktina frá ýmsum hliðum og komst að því að hluti landsmanna á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.