Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 15 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, og Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, ræddust við í síma í gær og voru sammála um að hvetja til þess, að fundin yrði pólitísk lausn á Íraksdeilunni á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá rússnesku stjórninni í gær en Þjóð- verjar, sem munu verða í forsæti í öryggisráði SÞ í febrúar, vilja, að vopnaeftirlitsmönnum verði gefinn meiri tími til að rannsaka áætlanir Íraka um framleiðslu gereyðingar- vopna. Rússar krefjast þess, að hugsanleg árás á Írak verði borin undir öryggisráðið en þar hafa þeir neitunarvald. Búist er við, að öryggisráðið fái skýrslu frá vopnaeftirlitsmönnunum á mánudag og spá því sumir, að verði hún neikvæð, muni Bandaríkjamenn og Bretar nota hana sem tilefni til árásar. Þá sagði breska blaðið The Guardian í gær og hafði eftir ónefnd- um heimildum, að Bandaríkjastjórn ætlaði sér að hnykkja á skýrslunni með því að leggja fram sannanir eða vísbendingar um brot Íraka á sam- þykktum SÞ. Yfir níu af hverjum tíu Norðmönn- um eru andsnúnir hvers konar hern- aðaríhlutun undir forystu Banda- ríkjamanna í Írak, ef Sameinuðu þjóðirnar veita ekki skýra og skor- inorða heimild fyrir slíku. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðanakönnun- ar sem birtar voru í Aftenposten og norska útvarpinu NRK í gær. Enn- fremur sögðust 64% aðspurðra ekki myndu styðja að hervaldi yrði beitt, jafnvel þótt ný ályktun þar að lút- andi yrði samþykkt í öryggisráði SÞ. Norski utanríkisráðherrann Jan Petersen sagðist harma hið opinbera hnútukast um stríð eða ekki stríð í Írak milli ráðamanna í Washington, Lundúnum, París og Berlín. Það kynni að leiða Saddam Hussein út í að álykta sem svo, að hann gæti komizt upp með að virða kröfur SÞ að vettugi. Efnavopnum beitt? BBC, breska ríkisútvarpið, sagði frá því á fréttavef sínum í gær, að hópur íraskra stjórnarandstæðinga hefði komist yfir skjöl, sem sýndu, að sérsveitir íraska hersins væru að búa sig undir að beita efnavopnum. Hefði þeim verið fenginn sérstakur hlífð- arfatnaður og lyfið atrópín, sem er notað gegn taugagaseitrun. Erfitt er að meta sannleiksgildi skjalanna en í þeim er einnig að finna áætlanir um árásir á skip á Persaflóa. Hvatt til pólitískrar lausnar á Íraksdeilu Moskvu, London. AFP. Reuters Hliðið að al-Qaqa-eldflaugastöðinni, um 60 km suður af Bagdad, sem vopnaeftirlitsmenn SÞ skoðuðu í gær. Í FORYSTUGREINUM helztu dag- blaða í Frakklandi, Þýzkalandi og fleiri löndum meginlandsins í gær var fjallað um ágreininginn um Íraksmál sem hefur verið að áger- ast milli ráðamanna í Washington og bandamanna þeirra í París og Berlín. „Bandaríkin og Evrópa: eru þau í alvöru að klofna?“ spyr franska blaðið Le Figaro í forsíðufyrirsögn. Blaðið segir að stríðnisskot það sem Donald Rumsfeld beindi til ráða- manna í París og Berlín um að þeir stæðu fyrir „gömlu Evrópu“ og að þungamiðja álfunnar hefði færzt í austur, þar sem menn væru fylgi- spakari við Bandaríkin, hefði, eins og blaðið kemst að orði, „espað menn til að hlaupa í varnarvirkin bæði í París og Berlín“. Leiðarahöfundur þýzka blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði Rumsfeld alveg eins hafa get- að bætt Þýzkalandi og Frakklandi á möndulás hins illa. Þá er lýst yfir áhyggjum af því í leiðaranum að Bandaríkin og Vestur-Evrópa séu að fara hvor í sína áttina á tímum þegar ástandið kallaði eftir auknu samstarfi á sviði öryggismála. „Vilja stjórnvöld í Washington hætta á klofning innan NATO vegna Íraks, sem gæti leitt til klofnings innan Evrópu þar sem ríki myndu ýmist fylgja „Nútíma-Ameríku“ eða „gömlu vandræðagemlingunum“ sem velja að gera það ekki?“ segir í Frankfurter Allgemeine. „Ekki ætti að oftúlka mikilvægi kjánalegra ummæla Rumsfelds – hann gæti allt eins hafa útvíkkað möndulás hins illa,“ segir ennfremur í leiðaranum. „En um leið sýna þau fram á að af- staða Evrópu hefur lítið að segja í Washington, að hluta til vegna þess að Evrópa talar ekki einni röddu.“ Þýzka blaðið Die Welt velur að gera lítið úr ummælum Rumsfelds; segir þau vera orð „gamals manns“ sem þyki „gaman að segja brand- ara“. „Og hver svo sem kann að vera hans raunverulega afstaða,“ bætir leiðarahöfundur Die Welt við, „er erfitt að sjá að orð hans séu fá- heyrð móðgun.“ Að sögn blaðsins eru ráðamenn í Washington „að reyna að etja Þýzkalandi og Frakk- landi gegn Bretlandi, Spáni og Pól- landi“. Í svipaðan streng tekur leið- arahöfundur dagblaðsins El Per- iodico, sem gefið er út í Barcelona. Hann segist óttast að spænski for- sætisráðherrann José Maria Aznar hafi „gengið í rangt lið“. „Á meðan Chirac og Schröder móta nýja stefnu Evrópu,“ segir blaðið, „veðj- ar Aznar á Blair og Berlusconi.“ Sem þýði að „leiðtogarnir þrír, sem beiti sér í reynd harðast gegn sjálf- stæðri utanríkisstefnu Evrópu[sam- bandsins] láta nota sig sem Tróju- hesta Bandaríkjamanna“. Blaðið varar við því, að „Aznar geri sögu- leg mistök reyni hann að spilla fyrir tilraunum til að skapa Evrópusam- bandinu sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu, óháða Banda- ríkjunum“. Í leiðara franska blaðsins Le Monde er hins vegar fjallað á annan hátt um þetta atriði. Leiðarahöf- undur bendir á að í hinum umdeildu orðum Rumsfelds sé sannur kjarni. Fyrrverandi austantjaldslöndin horfi svo til eingöngu til Bandaríkj- anna um forystu í utanríkis- og ör- yggismálum og sýni viðleitni Frakka og Þjóðverja til að smíða sameiginlega utanríkis- og varn- armálastefnu ESB lítinn áhuga. Hlaupið í varnarvirkin Evrópsk dagblöð túlka hnútukastið yfir Atlantshafið á mismunandi hátt GIOVANNI Agnelli, fyrrverandi for- stjóri Fiat, sem lést á 82. aldursári, var þekktur sem glaumgosi á yngri árum sínum en varð einn af voldug- ustu kaupsýslumönnum Evrópu. Til- kynnt var um andlátið í gær, en Ag- nelli hafði veikst af krabbameini í blöðruhálskirtli. Afi Agnellis og alnafni stofnaði bílafyrirtækið Fabbrica Italiana di Automobili Torino, skammstafað Fiat, árið 1899. Fiat er enn stærsti gimsteinninn í viðskiptaveldi Agnelli- fjölskyldunnar sem á stóran hlut í Juventus, farsælasta knattspyrnu- félagi Ítalíu, fjölmiðlum (um fjórðungi dagblaða landsins), stórri ferðaskrif- stofu, stórverslanakeðju, banka, tryggingafélagi, skipafélagi og flug- véla-, stál-, efna- og sementsverk- smiðjum. Fiat Group er með fleiri starfsmenn en nokkurt annað fyrir- tæki í landinu og hefur verið kallað „Ítalía hf.“ Agnelli fór að ráðum afa síns sem sagði honum að njóta lífsins til fulls meðan hann gæti. Ítalskir slúður- dálkahöfundar urðu sjaldan uppi- skroppa með sögur af erfingja Fiat- veldisins. Sjálfur sagði hann blaða- mönnum að helstu áhugamál hans væru „hraðskreiðir bílar, fagrar kon- ur og spilavítisborðin“. Róaðist eftir bílslys Agnelli fæddist í Tórínó 12. mars 1921, sonur Edoardo Agnellis og Virginiu Bourbon De Monte. Þegar hann var fjórtán ára lést faðir hans í flugslysi og tíu árum síðar dó móðir hans í bílslysi. Hann barðist í síðari heimsstyrjöldinni, fyrst með her Mussolinis á rússnesku vígstöðvun- um og síðan með hersveit banda- manna undir stjórn bandaríska hers- höfðingjans Marks Clarks eftir að Ítalir undirrituðu vopnahléssamning við bandamenn. Eftir stríðið nam Agnelli lögfræði við Tórínó-háskóla og tók að sletta úr klaufunum. Litlu munaði að hann léti lífið í bílslysi eftir veislu í Cannes í Frakklandi árið 1952 og það varð til þess að hann róaðist. Ári síðar kvænt- ist hann prinsessu frá Napólí, Marellu Caracciolo, og festi hugann við það hlutverk að vera í raun ókrýndur kon- ungur Ítalíu. Hann hóf störf hjá Fiat sem var þá undir stjórn Vittorio Valletta sem afi Agnellis hafði falið að byggja upp fyr- irtækið eftir stríðið. Agnelli sérhæfði sig í fjármálum fyrirtækisins og varð brátt varaformaður og framkvæmda- stjóri þess. Þegar Valetta dró sig í hlé árið 1966 varð Agnelli, þá 45 ára, stjórnarformaður og forstjóri fyrir- tækisins. Hann stjórnaði því í þrjátíu ár, eða til ársins 1996 þegar hann varð heiðursformaður þess. Þótti óvandur að meðulum Fiat var þegar orðið stórveldi og máttarstólpi efnahagslífsins á Ítalíu þegar Agnelli tók við rekstri fyrir- tækisins. Fiat-bílar af gerðunum 500 og 600 nutu mikilla vinsælda og tryggðu fyrirtækinu bróðurhlutann af bílamarkaðnum á Ítalíu. Salan ein nam 5% af vergri þjóðarframleiðslu, hreinn hagnaður fyrirtækisins nam andvirði 160 milljarða króna. Agnelli þótti ekki alltaf vandur að meðulum í viðskiptum. Að sögn Alans Friedmans, sem skrifaði ævisögu Agnellis, beitti hann stundum aðferð- um sem „jöðruðu við það að vera ólög- legar“ og hefði „auðveldlega mátt skilgreina sem nýja mafíustarfsemi“. Agnelli mátti sín mikils í ítölskum stjórnmálum og hafði áhrif á myndun ríkisstjórna á bak við tjöldin. Hver stjórnin á fætur annarri samþykkti innflutningstolla og fleiri ráðstafanir til að tryggja að Ítalir héldu áfram að kaupa bíla Fiat. „Orðið Agnelli þýðir „lömb“ en í augum margra Ítala voru Agnelli- gimblarnir úlfar sem rændu auðlind- um þjóðarinnar og gleyptu vörumerki eins og Alfa Romeo og Ferrari, sem njóta miklu meiri virðingar á Ítalíu en Fiat-bílar,“ sagði Franco Ferrarotti, félagsfræðiprófessor í Róm. Hnignandi veldi Fyrstu árin eftir að Agnelli tók við stjórninni var rekstur fyrirtækisins nokkuð erfiður vegna deilna við verkalýðsfélög, hrinu hryðjuverka og olíukreppu. Árið 1973 var fyrirtækið rekið með tapi í fyrsta sinn í sögunni. Árið 1986 var fyrirtækið aftur á grænni grein og hagnaður þess nam andvirði 140 milljarða króna á ári. Muammar Gaddafi seldi hlut Líbýu í Fiat og hlutur Agnelli-fjölskyldunnar jókst úr 33% í 40%. Farið var þó að halla undan fæti árið 1996 þegar Agn- elli dró sig í hlé. Bílasalan dróst sam- an og hlutdeild Fiat í markaðnum var komin niður í 45%, en hafði verið um 60% nokkrum árum áður. Ókrýndur kon- ungur Ítalíu látinn Reuters Giovanni Agnelli heitinn í Lingotto-verksmiðju Fiat á Ítalíu. Róm. AFP, AP. ’ Orðið Agnelli þýðir „lömb“ en í augum margra Ítala voru Agnelli- gimblarnir úlfar. ‘ ANDLÁT Giovannis Agnellis kynti í gær undir vangaveltum um að fjölskylda hans myndi selja bílaverksmiðjur Fiat. Giovanni Agnelli hafði verið andvígur því að verksmiðj- urnar yrðu seldar þótt rekstr- artapið nemi nú hátt í 250 milljörðum króna á ári. Andlát ættföðurins var til- kynnt sama dag og fjölskylda hans átti að koma saman til að ræða framtíð Fiat Group sem á bílafyrirtækið Fiat Auto og fleiri fyrirtæki. Roberto Col- aninno, fv. forstjóri Olivetti og Telecom Italia, hefur sagzt reiðubúinn að fjárfesta í Fiat Group til að bjarga félaginu og deila völdunum með Agnelli- fjölskyldunni. Líklegra þykir þó að fjölskyldan reyni að halda félaginu með sam- komulagi við lánardrottna um endurfjármögnun, selji bíla- verksmiðjurnar og einbeiti sér að öðrum rekstri. General Motors á 20% hlut í Fiat Auto, sem er um 40% af Fiat-Group, og hefur samið um rétt til að kaupa afganginn. Bílaverk- smiðjurnar seldar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.