Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 7 LEIKUR 2 2 Taktu þátt í leiknum Dregið verður úr réttum svörum á morgun. Vinningshafinn fær flugmiða að eigin vali til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Ein spurning daglega frá 26. janúar til 2. febrúar. Vinningur fyrir hverja spurningu: Einn flugmiði að eigin vali vinningshafa til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Icelandair og Morgunblaðsins spurning: Hvað heitir þessi leikmaður? Farðu á íþróttavef mbl.is og svaraðu spurningu dagsins fyrir miðnætti í kvöld. www.icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 04 4 0 1/ 20 03 JÓNAS Erlendsson, bóndi í Fagra- dal, hefur búið til kamínu úr bobb- ingum. „Þessir bobbingar liggja í þúsundatali í fjörum hringinn í kringum landið,“ segir Jónas. Sjálf- ur hefur hann hirt nokkra sem hann fann í Fagradalsfjöru og farið með heim. Hann segist hafa fengið hug- myndina þegar hann sá bobbing not- aðan sem grill. Hafði hann þá verið sagaður í tvennt og grind sett ofan á. Síðan þá hafi hann frétt af nokkr- um álíka kamínum annars staðar. Bobbingar eru járnkúlur sem festar eru á lengju á neðri hluta botnvörpu togara og rúlla eftir sjáv- arbotninum. Oft losna þeir af og rekur þá að landi. Mesta vinna Jónasar fór í að pússa bobbingana enda vel ryðgaðir eftir volkið í sjónum. Hann gerði gat til að koma eldiviði inn í bobbinginn og lokar fyrir með sterku gleri. Járn- rör sem hann átti safnar öskunni í skúffu og standurinn er gerður úr öðrum minni bobbing sem skorinn er í tvennt. Eldstæðið er því mjög stöðugt og öruggt. Síðan er reyk- urinn leiddur með strompi út um gluggann og upp fyrir húsið. Jónas segir hlýlegt að kynda upp í stofunni með kamínunni og mikill hiti komi frá henni þegar vel logi. Hún gefi því hita og huggulegt ljós inn í húsið í vetrarskammdeginu. Kamínur eru vinsælar í nýjum og gömlum húsum í dag og kosta tugi þúsunda út úr búð. Jónas segir mögulegt að láta ryðið halda sér sem geti gefið skemmtilega áferð. Sjálfur hafi hann valið að hafa kam- ínuna svarta en sé opinn fyrir öllum hugmyndum. Morgunblaðið/RAX Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, yljar sér við kamínuna. Býr til kamínu úr bobbingum HEIMSFERÐIR hafa ákveðið að bjóða upp á vikulegt flug til Alic- ante á Spáni í sumar líkt og und- anfarin sumur. Verðið hefur lækkað um rúm 10% síðan í fyrra og kostar flugmiðinn nú 29.950 krónur með sköttum. Ef greitt er með VR- eða Mastercard-ávísunum lækkar flugið niður í 24.650 krónur með sköttum. Samkeppni í flugi til Alicante hef- ur aukist mjög að undanförnu. Eins og nýlega var skýrt frá í Morg- unblaðinu bjóða Sumarferðir, ný ferðaskifstofa, einnig leiguflug til Alicante í sumar á tæpar 30.000 krónur með sköttum, miðað við að bókað sé á Netinu. Flug Heimsferða verður vikulega á tímabilinu 13. apríl til 22. október. Fyrirtækið sér meðal annars um sölu á flugsætum fyrir félag húseig- enda á Spáni. Sala á ferðunum hófst í byrjun janúar og nú þegar hafa á annað þúsund sæta verið bókuð. Flogið verður á miðviku- dagsmorgnum. Azzurra-flugfélagið sér um að flytja farþega til Spánar líkt og í fyrra og nú bætist einnig við Futura-flugfélagið. Bæði flug- félög nota nýjar Boing 737-flugvél- ar sem geta flutt samtals 337 far- þega. „Þetta er ellefta árið sem við fljúgum til Benidorm og Alicante. Við höfum ávallt verið með lægsta verðið og munum halda því áfram,“ sagði Andri Már Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Heimsferða. Andri sagði ennfremur að fyrirtækið ótt- aðist ekki aukna samkeppni. „Við höfum sterkan grunn til að byggja á og erum alveg til í slaginn.“ Samkeppni eykst í leiguflugi til Alicante C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum alltaf á föstudögum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flaug í gærmorgun með sjó- mann af mótorbátnum Valdi- mar frá Rifi að Landspítala – háskólasjúkahúsi (LSH). Talið var að sjómaðurinn hefði feng- ið hjartaáfall. Veikindi sjó- mannsins reyndust hins vegar ekki alvarleg og var hann út- skrifaður af bráðadeild LSH við Hringbraut upp úr hádegi í gær. Beiðni barst um aðstoð frá mótorbátnum Valdimar um fjögurleytið aðfaranótt sunnu- dagsins en báturinn var þá staddur ellefu sjómílur suður af Malarrifi. Þar sem veður var vont og skyggni lélegt var ekki talið ráðlegt að sækja sjó- manninn með þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Báturinn hélt því til Ólafsvíkur og þaðan var sjó- maðurinn fluttur að Rifi þar sem þyrla Landhelgisgæslunn- ar beið eftir honum og flutti á Landspítalann. Sjúkraflug með veikan sjómann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.