Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áður riðu hetjur um héruð, en tæknin hefur breyst, nú sigla þær. Fræðafundur í Lögbergi Hvers vegna þyngri refsingar? HVERS vegna vilj-um við þyngrirefsingar einmitt nú?“ er spurning sem Beth Grothe Nielsen, lektor við Háskólann í Árósum, leit- ar svara við í fyrirlestri sem hún heldur kl. 12.15 á fræðafundi á vegum laga- deildar HÍ í Lögbergi og Sakfræðifélags Íslands. „Í vestrænum löndum er nú tilhneiging til að þyngja refsingar fyrir til- tekin brot. Þessi þróun hófst í Bandaríkjunum og Englandi í lok áttunda áratugarins og hefur bor- ist til Norðurlandanna, þ.á m. til Danmerkur og Íslands. Þetta hefur leitt til hækkunar refsiramma vegna vissra afbrota. Dómar hafa orðið þyngri í sumum tilvikum í framhaldi af þessu,“ sagði Beth Grothe Nielsen í sam- tali við Morgunblaðið. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Íslands, fyrst fyrir 25 árum en er nú gestafyrirlesari við lagadeild HÍ í annað sinn. Hún dvaldi hér í tvær vikur fyrir tveimur árum og verður jafn lengi nú þessara erinda. Hún mun fjalla um ofbeldisbrot á námskeiði um ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar fyrir laganema á 4. og 5. ári. Markmið þeirrar 3 ein- inga kjörgreinar er að veita stúd- entum þekkingu á ákvæðum al- mennra hegningarlaga um tiltekin brot sem einkum beinast að konum og börnum. Aðalkenn- arar námskeiðsins eru Ragnheið- ur Bragadóttir prófessor og Brynhildur G. Flóvenz lögfræð- ingur. Fjallað er m.a. um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börn- um, vændi og heimilisofbeldi. Lögð er sérstök áhersla á að nálgast þessi viðfangsefni út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í kvennarannsóknum síð- ustu ára. Beth Grothe Nielsen er mjög þekktur fræðimaður á þessu sviði, bæði fyrir rannsóknir og ritstörf varðandi þolendur ofbeldis, unga sem aldna. Hún ritaði ásamt Ann- ika Snare fyrstu bók Norðurlanda um svokallaða þolendafræði „Viktimologi“. Einnig hefur hún ritað bækur og fjölda greina um kynferðisbrot gegn börnum og réttarkerfið, þolendur afbrota, meðferð brotamanna, afbrot ung- linga og um ýmis ný úrræði í refsikerfinu. „Nú fjalla ég sérstaklega um þá þróun sem verið hefur í refsikerf- inu í því hvernig þolendur ofbeld- isbrota eru meðhöndlaðir, bæði jákvæða þróun og neikvæða,“ sagði Beth Grothe. „Það er tilhneiging hjá stjórn- málamönnum nú um stundir að nota þolendur sem rök fyrir því að þyngja beri refsingar vegna til- tekinna ofbeldisbrota. Það er vilji hjá mörgum stjórnmálamönnum til þess að þyngja refsingar í stað þess að reyna að greina hvað það er í samfélaginu sem leiðir til afbrota af þessu tagi. Nú er hægri stjórn í Danmörku og hún er fylgjandi þyngri refsingum en sú skoð- un á einnig upp á pallborðið hjá demókrötum þar í landi. Rökin eru að vegna þolenda verði að þyngja refsingar.“ – Er þetta nýtt? „Já. Sl. 10 til 20 ár hefur aukist til muna að fjallað sé um þolend- ur, áður var áherslan meiri á brotamanninum. Þessi þróun er einkum áberandi í Bandaríkjun- um. Fyrirtæki þar nota m.a. í auknum mæli ótta þolenda, eink- um kvenna, til að selja varnar- vopn, svo sem litlar byssur í bleiku, bláu og með perlumóður- skrauti. Þessi þróun er ekki áber- andi á Norðurlöndum en þó eru konur þar í auknum mæli farnar að sækja sjálfsvarnarnámskeið. Þessi þróun er ekki vegna þess að ofbeldisverk gegn konum hafi aukist. Tölfræðin sýnir að svo er ekki. Það er miklu meira um ofbeld- isverk í Bandaríkjunum en á Norðurlöndum og þess vegna eru þar miklu fleiri fangar. Nú eru um 60 fangar á hverja 100 þúsund íbúa á Norðurlöndum en þeir eru tífalt fleiri í Bandaríkjunum. Þar eru refsingar að þyngjast og dauðarefsingar viðgangast en það fækkar ekki brotunum. Danir vilja þyngja refsingar einkum vegna ofbeldisbrota ungra manna gegn jafnöldrum. Þá hefur Lene Espersen, dómsmálaráðherra Dana, lagt fram tillögur um að þyngja refs- ingar fyrir heimilisofbeldi. Menn eru ekki á einu máli um gagnsemi þessa, benda á að konur kæri síð- ur ef kæran leiðir til þungrar refsingar. Vegna sparnaðar hafa framlög Dana til kvennaathvarfa lækkað en ekki framlög til fang- elsa – þar á ekki að spara. Í Bandaríkjunum er orðið mikið um einkarekin fangelsi vegna fjölg- unar fanga en þau eru ekki til á Norðurlöndum.“ – Hvað um sönnunarbyrði vegna kynferðislegs of- beldis á börnum? „Hún er samkvæmt dönskum réttarfarslög- um sú að ákæruvaldi ber að sanna sök hins ákærða en mikið er nú rætt um trúverðug- leika frásagna barna í þessum málum. Þrátt fyrir sparnað fá þol- endur kynferðisofbeldis opinber- an stuðning, þolendur nauðgunar þurfa þó að borga hluta kostn- aðar. Meira er um ofbeldisverk innan raða innflytjenda en minna þarf kannski til að lögreglan blandi sér þar í mál.“ Beth Grothe Nielsen  Beth Grothe Nielsen fæddist á Norður-Jótlandi 1938. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1972 og Lic jur frá sama skóla 1981. Hún hefur stundað kennslu og rannsóknir á sviði refsiréttar, afbrotafræði, refispólitíkur og þolendafræði um árabil og ritað bækur og greinar um þessi efni. Hún er lektor við Háskólann í Árósum en er nú gestafyrirlesari við lagadeild HÍ í tvær vikur. Beth Grothe Nielsen á eina dóttur. Stjórn- málamenn vilja þyngja refsingar fyrir sum brot

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.