Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerði smávægilegar breytingar á framboðslistum sjálf- stæðismanna í Reykjavík frá niður- stöðu prófkjörs reykvískra sjálf- stæðismanna í nóvember sl., en listarnir í báðum kjördæmunum voru samþykktir mótatkvæðalaust á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, á laugardag. Breytingarnar voru þær að Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumála- ráðherra, var færð úr þriðja sætinu á listanum í Reykjavík norður í þriðja sætið á listanum í Reykjavík suður og á móti var Guðlaugur Þór Þórð- arson, borgarfulltrúi, færður úr þriðja sætinu í Reykjavík suður í þriðja sætið í Reykjavík norður. Guðbjörg Sigurðardóttir, formað- ur kjörnefndarinnar, segir að til- gangurinn hafi verið sá að gera listana jafnari því skv. niðurstöðu prófkjörsins hefðu tveir sitjandi ráð- herrar, Davíð Oddsson og Sólveig Pétursdóttir, sem og einn fyrrver- andi ráðherra, Björn Bjarnason, ver- ið á listanum í Reykjavík norður en einungis einn sitjandi ráðherra; Geir H. Haarde, á listanum í Reykjavík suður. Með því að færa Sólveigu og Guðlaug Þór á milli kjördæma væri verið að jafna þetta. Auk þess hafi verið tekið tillit til vægis kynjanna á listunum. Skv. nið- urstöðu prófkjörsins var ein kona í sex efstu sætunum í Reykjavík suð- ur, en þrjár konur í sex efstu sæt- unum í Reykjavík norður. Með breytingum kjörnefndarinnar verða tvær konur í sex efstu sætunum í báðum kjördæmunum. Stefanía dró sig í hlé Stefánía Óskarsdóttir, stjórn- málafræðingur, lenti í 15. sæti í próf- kjörinu, en að sögn Guðbjargar ákvað Stefanía að draga sig í hlé eftir prófkjörið. Af þeim sökum sóttist hún ekki eftir sæti á framboðslistun- um. Framboðslistar sjálfstæðismanna í Reykjavík ákveðnir Morgunblaðið/Jim Smart Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og Ásta Möller alþingismaður líta yfir framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel Sögu um helgina. Sólveig og Guðlaugur Þór skipta um sæti KJÖRDÆMISRÁÐ Framsóknarflokksins í Suðvestur- kjördæmi hefur samþykkt framboðslista flokksins. Búið var áður að ákveða að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra, yrðu í tveimur efstu sætum listans. Jafnt hlutfall karla og kvenna er á framboðslistanum, sem er skipaður eftirtöldum: Siv Friðleifsdóttir ráðherra, Seltjarnarnesi. Páll Magnússon aðstoðarmaður ráðherra, Kópavogi. Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræð- ingur, Kópavogi. Egill Arnar Sigurþórsson skrifstofumaður, Garðabæ. Hildur Helga Gísladóttir markaðsfulltrúi, Hafnarfirði. Gestur Valgarðsson verkfræðingur, Kópavogi. Elín Gróa Karlsdóttir viðskiptafræðinemi, Mosfellsbæ. Ingvar Kristinsson verkfræðingur, Hafnarfirði. Guðrún Helga Brynleifsd. lögmaður, Seltjarnarnesi. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson vélvirkjameistari, Bessa- staðahreppi. María Jónsdóttir form. FAA, Garðabæ. Snæfríður Magnúsdóttir háskólanemi, Mosfellsbæ. Jóhann Skagfjörð Magnússon sagnfræðinemi, Hafnar- firði. Ingibjörg Benediktsdóttir tannlæknir, Seltjarnarnesi. Willum Þór Þórsson rekstrarhagfræðingur, Kópavogi. Jóngeir H. Hlinason hagfræðingur, Hafnarfirði. Ellen Sigurðardóttir tannsmiður, Garðabæ. Eyjólfur Árni Rafnsson aðstoðarforstjóri, Mosfellsbæ. Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður, Kópavogi. Einar Geir Þorsteinsson fv. bæjarfulltrúi, Garðabæ. Jóhanna Engilbertsdóttir fjármálastjóri, Hafnarfirði. Sigurður Geirdal bæjarstjóri, Kópavogi. Listi Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi kátir á kjördæmisþinginu í síðustu viku. Frá vinstri: Páll Magnússon, Elín Gróa Karlsdóttir, Una María Óskarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Egill Arnar Sigurþórsson. MAGNÚS Þór Hafsteinsson, fiski- fræðingur og fréttamaður, skipar efsta sæti framboðslista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, skv. til- lögu kjördæmisráðs flokksins um skipan sjö efstu sætanna. Tillagan var kynnt í gær en gert er ráð fyrir því að hún verði samþykkt á mið- stjórnarfundi flokksins á fimmtu- dag. Samkvæmt tillögu flokksins verða sjö efstu sætin skipuð á eft- irfarandi hátt: 1. Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og fréttamaður. 2. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fyrrverandi for- maður Farmanna- og fiski- mannasambandsins. 3. Arndís Ásta Gestsdóttir, fóstra og forstöðumaður Vist- heimilis fyrir alvarlega fötluð börn í Álftarima. 4. Hanna Birna Jóhannsdóttir, stuðningsfulltrúi. 5. Stefán Brandur Jónsson, rafeindavirkjameistari. 6. Kristín María Birgisdóttir, sjálfboðaliði í hjálparstarfi í Afríku. 7. Benóní Jónsson, líffræðingur hjá Veiði- málastofnun. Magnús efstur í Suðurkjördæmi Frjálslyndi flokkurinn FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. 2. Pétur Blöndal, alþingismaður. 3. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. 4. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. 5. Birgir Ármannsson, framkvæmdastjóri. 6. Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður. 7. Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur. 8. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. 9. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur. 10. Auður Björk Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur, MBA. 11. Vilborg Anna Árnadóttir, íslenskufræðingur. 12. Helga Árnadóttir, háskólanemi. 13. Sveinn Jónsson, bifvélavirki. 14. María Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur. 15. Jón Eyjólfur Jónsson, læknir. 16. Inga Lára Þórisdóttir, íþróttakennari. 17. Marta Árnadóttir, kaupmaður. 18. Jón Þórarinsson, tónskáld. 19. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur. 20. Hörður Sigurgestsson, rekstrarhagfræðingur. 21. Björg Einarsdóttir, rithöfundur. 22. Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður. Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík suður FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 2. Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi. 3. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. 4. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður. 5. Ásta Möller, alþingismaður. 6. Katrín Fjeldsted, læknir og alþingismaður. 7. Ingvi Hrafn Óskarsson, lögfræðingur. 8. Soffía Kristín Þórðardóttir, hugbúnaðarsérfræðingur. 9. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 10. Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 11. Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri. 12. Jóna Lárusdóttir, flugfreyja. 13. Atli Rafn Björnsson, háskólanemi. 14. Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður og háskólanemi. 15. Sigurður Pálsson, dúklagningameistari. 16. Daði Guðbjörnsson, listmálari. 17. Torfi Arason, veitingamaður. 18. Unnur Jónasdóttir, húsmóðir. 19. Erla Wigelund, kaupmaður. 20. Hanna Johannessen, hárgreiðslumeistari. 21. Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður VR. 22. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra. Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík norður MARGRÉT Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður í komandi alþingis- kosningum. Margrét staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Margrét segir að gera megi ráð fyrir því að framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum verði kynntir um og upp úr næstu mánaða- mótum. Listar flokksins í öðrum kjör- dæmum verða einnig kynntir á næstu vikum, en kjörnefnd flokksins í Suð- urkjördæmi kynnti tillögu að fram- boðslista flokksins í kjördæminu í gær. Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður er þar í efsta sæti. Margrét vill leiða frjáls- lynda í Reykja- vík suður ELDUR kom upp í fiskimjöls- verksmiðjunni Fiskimjöl og Lýsi við Ægisgötu í Grindavík um áttaleytið á sunnudags- morguninn. Eldurinn mun hafa kviknað í þaki verksmiðjunnar og er talið líklegt að hann hafi kviknað út frá reykháf fiski- mjölsverksmiðjunnar. Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn en hins vegar þurfti að flytja einn mann á sjúkrahús og mun hann hafa fengið snert af reykeitrun. Eldur laus í Grindavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.