Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 17 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Vandaðar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsniðnar fyrir þinn bíl. Engin göt í mælaborðið. w w w .d es ig n. is © 20 03 L a u f á s v e g i 4 9 - 5 1 • S í m i 5 1 1 4 3 3 0 • F a x 5 1 1 4 3 3 3 K l u k k a n 1 7 : 0 0 f ö s t u d a g i n n 3 1 . j a n ú a r e r u s í ð u s t u f o r v ö ð a ð p a n t a a u g l ý s i n g u í S í m a s k r á 2 0 0 3 . F o r ð i s t b i ð r a ð i r o g g a n g i ð f r á a u g l ý s i n g a p ö n t u n u m t í m a n l e g a . 31 ,,ÍSLAND er lýðveldi með þing- bundinni stjórn.“ Þannig hljóðar 1. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Allir, sem komnir eru til vits og ára, vita hverjar eru hinar þrjár meg- instoðir lýðræðisins: Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Enn- fremur að framkvæmdavaldið þiggur umboð sitt frá alþingi, löggjafarsam- kundunni, eins og skýrum stöfum stendur í tilvitnaðri lagagrein, þar sem ríkisstjórn er þingbundin. Aftur á móti eiga dómstólar lands- ins að vera allir öllu óháðir nema lagabókstafnum og óskráðum lögum, sem siðferðiskröfur kunna að setja og hefð. En hver skyldi staða hinna þriggja stofna lýðræðisins vera þegar vett- vangurinn íslenzki er gaumgæfður? Í stað þess að þiggja umboð sitt frá alþingi hefir ríkisstjórnin núverandi hrifsað til sín öll völd þess. Hver og einn einasti þingmaður stjórnarliðs- ins er strengjabrúða stjórnarherr- anna. Undirlægjuhátturinn er svo yf- irþyrmandi að mönnum blöskrar og blæðir í froðu, eins og tekið var til orða við Djúp vestur á sinni tíð, þegar yfirtak þótti um atburði og ódæmin mest. Yfir það skal ekki dregin fjöður, að framkvæmdavaldið hefir áður gerzt frekt til valdanna en ekkert í líkingu við það sem menn hafa nú fyrir aug- um. Enginn flokkur getur þrifist án forystu og agi þarf að ríkja. En svín- beygðir augnþjónar í þingliði stjórn- valda, sem allt vinna af hræðslugæð- um eingöngu, þjóna þeim tilgangi einum að herrarnir geti látið líta svo út að farið sé að settum reglum um völd þingsins. Bjarni Benediktsson þótti á sínum tíma harður húsbóndi. En hann var þingræðissinni og leið ekki að hallað væri neinu til um völd og virðingu al- þingis. Það er af sem áður var. En hvernig vegnar dómsvaldinu undir ríkjandi ráðstjórn? Um það höfum við nýleg, ótrúleg dæmi. Í desember 2000 féll dómur í Hæstarétti, hinn svokallaði Öryrkja- dómur. Sá dómur féll ríkisstjórninni ekki í geð, einkum og sér í lagi brást aðalritari ókvæða við. Í stað þess að virða niðurstöðu hins æðsta dóm- stóls, sem lífsnauðsyn bar til lýðræð- isins vegna, ákváðu stjórnvöld að láta þjóna sína í alþingi afgreiða lög ofan í dóm Hæstaréttar og hnekkja honum þar með í veigamiklum efnum. En þjófar á nóttu þurfa að leita sér skjóls. Sem jafnan er hjálpin næst þegar neyðin er stærst. Forseti alþingis var rifinn sjúkur uppúr rúminu og látinn skrifa forseta Hæstaréttar bréf þar sem óskað var eftir staðfestingu hans á skilningi stjórnvalda á margnefndum dómi. Forseti Hæstaréttar var að vísu í þeirri stöðu að hafa greitt atkvæði í réttinum gegn dómsniðurstöðu rétt- arins í málinu á sínum tíma og átti þessvegna kannski hægara um vik að gefa leiðbeiningar eftir sínu höfði! Sem hann og gerði greiðlega. Og kátt varð þá í hárri höll ráðstjórnar. Öll voru þessi afglöp unnin að kvöldlagi á örskotsstundu og auðvit- að stjórnað af aðalritara. Hér hafa menn því fyrir augum hvernig hin meginstoð lýðræðisins, dómsvaldið, var leikið af ófyrirleitn- um valdsmönnum sem skeyta ekki um skömm né heiður í ofríki sínu. Og framkvæmdavaldið blómstrar undir handleiðslu þeirra. Valdhafarnir hafa veitt undirstöð- um stjórnskipunar Íslands hið gróf- asta tilræði með þessu framferði sínu. Nýja Ísland V. Eftir Sverri Hermannsson „Í stað þess að þiggja umboð sitt frá alþingi hefir rík- isstjórnin núverandi hrifsað til sín öll völd þess.“ Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, er samur við sig. Í Morgunblaðinu föstudag- inn 24. janúar sl. birtist viðtal við hann í tilefni af mati Deloitte og Touche á verðmæti Frjálsa fjár- festingabankans, sem Spron keypti af Kaupþingi á 3,8 milljarða króna í lok september á síðasta ári. D&T taldi verðmætið liggja á bilinu 2,4– 2,9 milljarða króna og hefði Spron því greitt um einum milljarði of hátt verð fyrir bankann. Yfirstjórn Spron var sjálf á annarri skoðun um þetta og fékk KPMG til að fara yfir verðmatið. Telja þessir aðilar, að D&T hafi orðið á í messunni og tala um „faglegt stórslys“ í því efni. Verðmat bankans sé um 1,2 milljörðum króna of lágt. Sparisjóðsstjórinn getur ekki fjallað um þetta málefni á annan hátt en þann, sem honum er tamt. Hann heggur á báðar hendur og gefur mönnum, sem málinu tengj- ast, m.a. mér og umbj. mínum, Pétri Blöndal alþingismanni, alls konar einkunnir. Segir hann, að „dylgjur“ okkar um að hann, mað- urinn, sem hýsir sparisjóðsstjór- ann og stjórnarformanninn í Kaup- þingi í sama búknum, hafi verið að færa fé Spron yfir í Kaupþing, falli dauðar og ómerkar vegna þess að í ljós sé komið, að mat D&T sé rangt. Áður hafði hann sagt opin- berlega, að hann hafi ekki komið nærri ákvörðun Spron um kaupin vegna þess að hann hafi verið van- hæfur til þess verandi stjórnarfor- maður hjá seljandanum. Samt er það hann sem verið hefur talsmað- ur kaupanna á opinberum vett- vangi að undanförnu. Maðurinn sem ekkert hafði með þau að gera! Með ummælum sínum nú virðist hann raunar staðfesta með óbein- um hætti að „dylgjur“ okkar Pét- urs um afskipti hans af málinu séu réttar, því málsvörn hans gegn þeim felst nú aðeins í því, að kaup- in hafi verið Spron hagstæð. Sannleikurinn um sparisjóðs- stjórann er sá, að hann nýtur einskis trausts hjá að minnsta kosti allstórum hluta stofnfjáreig- enda í Spron. Það er vegna þess hvernig hann birtist þeim í hvert sinn sem hann tjáir sig opinber- lega um málefni sparisjóðsins. Þar eru það ekki málefnin sem skipta máli, heldur persónur þeirra manna sem eru viðmælendur hans hverju sinni. Það er eins og hann telji sig taka þátt í einhverjum kappleik, þar sem sá sigri sem gaspri mest um allt annað en það málefni, sem til meðferðar er. Stofnfjáreigendurnir fimm völdu D&T til að gera verðmatið vegna þess, að þetta sama fyrirtæki hafði að ósk stjórnar Spron metið verð- mæti sparisjóðsins síðasta sumar, þegar stjórnin ætlaði að breyta honum í hlutafélag. Áttu menn því von á að stjórn Spron bæri traust til þess og vinnubragða þess við verðmat á fyrirtækjum. D&T hef- ur nú birt opinberlega yfirlýsingu, þar sem fyrirtækið segir gagnrýn- ina á matið ranga, færir fram rök fyrir máli sínu og kveðst standa við mat sitt í einu og öllu. Fyrir okkur leikmenn í matsfræðum er þetta orðið einna líkast því, sem tíðkast hjá mörgum lögfræðingum, sem hefur verið kennt, að margar mis- munandi en jafnréttar niðurstöður séu til í hverju máli. Síðan gefa þeir svonefnd lögfræðiálit, þar sem unnt virðist vera að komast að hverri þeirri niðurstöðu sem þeir telja að viðskiptamaðurinn vilji fá. Í málinu blasir þetta við: Hafi kaupverðið sem Spron gaf fyrir FF verið eðlilegt, er ekkert við kaupin að athuga. Hafi það verið óeðlilega hátt eru kaupin athuga- verð. Hafa skal það sem sannara reynist. Varla er vígamaðurinn í stóli sparisjóðsstjórans eða stjórn Spron ósammála þessu, eða hvað? Ég legg því til að stjórn Spron og stofnfjáreigendurnir, sem tor- tryggja kaupin, komi sér saman um einn eða fleiri hlutlausa mats- menn til að meta þetta. Slíkir matsmenn fengju öll nauðsynleg gögn í hendur, m.a. matsgerð D&T og umsögn KPMG auk þess sem tryggt yrði, að deilendur gætu komið að öllum sjónarmiðum sem þeir kjósa um málið. Hver sá, sem aðeins hefur hreint mjöl í poka- skjatta sínum hlýtur að vera tilbú- inn í þetta. Það sem sannara reynist Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson „Ég legg því til að stjórn Spron og stofnfjáreig- endurnir, sem tortryggja kaupin, komi sér saman um einn eða fleiri hlutlausa matsmenn til að meta kaupverðið.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.