Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 19 V ITAÐ er að ráðamenn í mörgum ríkjum hafa efa- semdir um hugsanlega innrás í Írak undir for- ystu Bandaríkjanna þótt þeir leggist ekki allir gegn henni op- inberlega. Færri gera sér hins vegar grein fyrir ágreiningnum milli Banda- ríkjanna og margra ríkja heims um hvernig berjast eigi gegn hryðju- verkastarfsemi. Sá ágreiningur er hættulegur. Það kemur ekki á óvart að ágrein- ingur skuli koma upp svo skömmu eftir samstöðuna sem skapaðist fyrst eftir hryðjuverkin í New York og Washington í september 2001. Þegar öllu er á botninn hvolft áttu hryðju- verkin 11. september sér stað í Bandaríkjunum, þannig að sam- kenndin var sterkari þar og stóð leng- ur. Stjórnvöldum í mörgum Evr- ópuríkjum er umhugað um að valda ekki ótta meðal almennings eða ólgu meðal múslíma sem eru þar í minni- hluta. Sumir telja að utanríkisstefna Bandaríkjanna eigi að nokkru leyti sök á hryðjuverkunum og ráðlegt sé að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Bandaríkjastjórn. Ef til vill er mikilvægasti þátturinn í þessum ólíku viðhorfum sá að marg- ir fengu á tilfinninguna að atburðina 11. september hefði borið fyrir þá áð- ur. Evrópubúar gengu í gegnum hrin- ur hryðjuverka á áttunda og níunda áratugnum en sigruðust á þeim án þess að lýðræðið biði hnekki. Hryðju- verkastarfsemi er (að mati flestra Evrópubúa) plága sem þarf að halda í skefjum, ekki úrlausnarefni sem krefst algjörra breytinga. Auk þess hljóma yfirlýsingar stjórnmálamanna um „hið illa“ og „stríð“, sem þjappa Bandaríkjamönnum saman, framandi í eyrum þeirra sem aðhyllast frekar þá aðferð að halda hryðjuverka- starfseminni í skefjum. Eðlilegt er að skoðanamunur komi upp milli ríkja með ólíka pólitíska menningu. Óhaminn getur hann þó haft hættuleg áhrif með því að draga úr samstarfinu sem nauðsynlegt er til að taka á sameiginlegu vandamáli, varnarleysinu gagnvart hryðjuverka- starfsemi. Slíkt samstarf er ómissandi vegna þess að hryðjuverkastarfsemi nútímans er miklu mannskæðari og erfiðari viðfangs en fyrri afbrigði hennar. Þróunin í þessum efnum er tvíþætt. Í fyrsta lagi snýst hún um efnahags- mál og tækni. Markaðsöfl, gegnsæi og greiðari aðgangur hafa aukið skil- virkni margra mikilvægra kerfa – samgöngu-, upplýsinga- og orkukerfa – en einnig gert þau berskjölduð. Tæknin hefur færst í lýðræðisátt, gert mönnum kleift að framleiða minni og ódýrari gereyðingarvopn, auk þess sem auðveldara er að verða sér úti um þau. Sprengjur og úrverk þeirra voru áður þung og dýr vopn, en plastsprengjur með stafræna tíma- stilla eru léttar og ódýrar. Flugrán kosta stundum lítið meira en andvirði farmiða. Upplýsingatæknin hefur einnig hjálpað hryðjuverkamönnunum, séð þeim fyrir ódýrri leið til fjarskipta og skipulagningar, þannig að hópar sem áður einskorðuðust við eitt lögsagn- arumdæmi eða ríki eru orðnir alþjóð- legir. Fyrir þrjátíu árum einskorð- uðust bein heimsfjarskipti að mestu leyti við ríkisstjórnir, fjölþjóðleg fyr- irtæki og ýmis stór samtök með mikið fé til ráðstöfunar. Með tilkomu Nets- ins urðu þessi fjarskipti nánast ókeypis. Í öðru lagi snýst þróunin um breyt- ingar á skipulagningu hryðjuverka- hópa og ástæðunum til þess að þeir fremja illvirkin. Um miðja öldina sem leið voru hryðjuverkamennirnir yfir- leitt með fremur skýr markmið og gereyðing þjónaði oft ekki málstað þeirra. Margir þeirra nutu stuðnings ríkisstjórna sem stjórnuðu þeim leynilega. Undir lok aldarinnar sem leið óx róttækum hópum ásmegin við jaðar nokkurra trúarbragða. Í fjölmennasta hópnum voru tugir þúsunda ungra múslíma sem fóru til Afganistans og börðust þar gegn sovéska hernámslið- inu. Hryðjuverkin urðu grimmilegri og beindust ekki að neinum sér- stökum, markmiðin voru ekki lengur takmörkuð og pólitísk, heldur ótak- mörkuð og álitin réttlát refsing, og hryðjuverkamönnunum var heitið umbun á himnum. Skipulagningin breyttist einnig. Al- Qaeda-samtökin, með tugi þúsunda manna í laustengdum hópum í um það bil sextíu löndum, eru stærri en nokk- ur önnur hryðjuverkasamtök sem komið hafa fram. Þessi þróun hefur orðið til þess að erfiðara er en áður að halda hryðju- verkastarfseminni í skefjum. Menn beina nú eðlilega athyglinni að hryðjuverkastarfsemi sem tengist ísl- ömskum öfgamönnum. Það væri þó glapræði að einblína á íslömsku öfga- mennina vegna þess að með því væri verið að hunsa „lýðræðisvæðingu“ tækninnar og umfang þeirra erfiðu viðfangsefna sem takast þarf á við. Ný tækni hefur fært afbrigðilegum hópum og einstaklingum tortíming- armátt sem einskorðaðist áður við ríkisstjórnir. Í hverjum fjöl- mennum hópi eru menn sem eru afbrigðilegir, víkja frá við- teknum hegðunarreglum. Sumir þeirra hneigjast til eyðilegg- ingar. Ekki má gleyma því að það var bandarískur ofstæk- ismaður með andúð á ríkisvald- inu, Timothy McVeigh, sem framdi mannskæðasta hryðjuverkið í Bandaríkjunum fyrir 11. september 2001. Aum Shinrykio-trúarreglan, sem dreifði eiturgasi í neðanjarðarlest í Tókýó 1995 tengdist á engan hátt íslam frekar en McVeigh. Hverjir sem það eru sem fremja hryðjuverkin þá verða þau æ mann- skæðari. Á áttunda áratugnum létu tugir manna lífið í árás Palest- ínumanna á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í München og í árásum Rauðu herdeildanna. Á ní- unda áratugnum sprengdu öfgamenn úr röðum sikha indverska farþega- flugvél og urðu 325 manns að bana. Árásin á turna World Trade Center í New York 11. september kostaði nokkur þúsund manns lífið. Ef menn framreikna þessa þróun og ímynda sér að hryðjuverkahópur verði sér úti um sýkla- eða kjarna- vopn er hugsanlegt að hann verði milljónum manna að aldurtila. Til að drepa svo marga þurftu afbrigðilegir menn eins og Hitler og Stalín að hafa alræðisvald. Nú er hins vegar auðvelt að ímynda sér að afbrigðilegur hópur eða einstaklingur geti orðið milljónum manna að bana án stuðnings rík- isvalds. Þessi „einkavæðing stríðsins“ gjörbreytir stjórnmálum heimsins. Næsta skrefið í stigmögnun hryðju- verkastarfseminnar mun hafa mikil áhrif á borgarmenningu okkar. Mynd- um við vilja búa og starfa í borgum ef hryðjuverkamenn legðu neðri hluta Manhattan eða vesturbakka Signu í París í rúst? Hvað yrði um fast- eignaverðið, söfnin og leikhúsin? Hryðjuverkastarfsemi nútímans er gerólík starfsemi IRA, ETA eða Rauðu herdeildanna á áttunda ára- tugnum. Mörg samfélög, ekki aðeins eitt, eru berskjölduð. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem Bush segir eða gerir til að átta sig á því að hann hefur á réttu að standa hvað kjarna málsins áhrærir. Það nægir ekki að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einkavæðing stríðsins Eftir Joseph S. Nye ’ Ný tækni hefur fært af-brigðilegum hópum og ein- staklingum tortímingarmátt sem einskorðaðist áður við ríkisstjórnir. ‘ Joseph S. Nye er rektor Kennedy School of Government við Harvard-háskóla og höf- undur bókarinnar Þversögn hins banda- ríska máttar. Hann var aðstoðarvarnar- málaráðherra í forsetatíð Bills Clintons. © The Project Syndicate nn: er i? ns- - aft- ans jái ni. s, ng- ví með ess- tef- ar í r- nn- ES- di d- Hann ógildist hvorki né ónýtist þótt aðilarnir brjóti ákvæði hans, enda þótt hin pólitísku samskipti kunni að verða stirðari fyrir vikið. Samningar hætta ekki að vera til þegar ákvæði þeirra eru brotin. Við skulum hafa það hugfast að nýjum aðild- arríkjum að Evrópusambandinu er skylt að sækja um aðild að EES-samningum. Á umsækjendum og samningsaðilum hvílir ennfremur sú skylda, að semja um skilmála og skilyrði aðildarinnar eða EES. Samningurinnn er alveg skýr að þessu leyti (128. grein). Samningsaðilar geta ekkert staðið upp frá þessu borði án þess að gerast brotlegir við ákvæði samningsins. Í þjóðarétti gilda svo ákveðnar grund- vallarreglur sem eiga ekki síst að tryggja stöðu smá- þjóða í samningum við stórveldi. Hér vil ég sér- staklega benda á meginregluna um trúnað samningsaðila. Reglan kemur fram í 26. grein Vín- arsamningsins um alþjóðlegan samningarétt og hljóðar svo á ensku: Every treaty in force is binding upon the parties to it and must be performed by them in good faith. Í íslenskri þýðingu minni gæti þetta útlagst svo: Sérhver gildandi samningur skuld- bindur aðila hans sem verða að vinna eftir ákvæðum samningsins í góðri trú. Þessi grunnregla hefur reyndar sérstaklega verið tekin upp í bæði EB-rétt og EES-rétt. Hún er í 10. grein Rómarsamningsins og í 3. grein EES-samningsins. Í 3. grein EES- samningsins segir: „Samningsaðilar skulu gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningi þessum leiðir. Þeir skulu varast ráðstaf- anir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samnings þessa verði náð. Þeir skulu enn fremur auðvelda samvinnu innan ramma samnings þessa.“ Þegar maður ber hegðun Evrópusambandsins í þessu máli saman við yfirlýsinguna í 3. grein getur maður ekki annað en hrist höfuðið. Svo ekki sé minnst á trúnaðarreglu Vínarsamningsins. Í góðri trú, já. Ég held að Íslendingar og íslensk stjórnvöld hafi ekki annað í hyggju en að standa við samninginn fyr- ir sitt leyti og að tryggja hagsmuni Íslands innan marka samningsins. Utanríkisráðherra Íslands hef- ur að minnsta kosti ekki annað umboð frá löndum sínum. Umboð hans og starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar, svo sem sendiherrans í Brussel, nær ekki lengra en þetta. Það nær ekki til þess að vinna leynt eða ljóst að aðild Íslands að Evrópusambandinu. EES-samningurinn er í fullu gildi og sú tilhneiging að gera í sífellu lítið úr samningnum og framtíð hans skaðar hagsmuni okkar í þessu samstarfi. Við Ís- lendingar gerum ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld standi vörð um okkar hagsmuni í EES-samstarfinu og vinni eftir samningnum í góðri trú, bæði gagnvart okkur og okkar samningsaðilum. a fyrir Ísland? Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. ölum félagsmálaráðu- nnumálastofnunar var at- desember. Það er meira verið hefur í jólamán- farin fjögur ár. Árið 1997 si í desember 3,7% og at- verulega meira árin þar á er við desember. eta verið ýmsar, t.d. árs- fla sem er þó minni en yrst og fremst liggur fyrir nahagslífinu hefur minnk- g sums staðar dregist fur verið hagrætt að und- eð endurskipulagningu og ækja, sem aftur hefur leitt arfsfólks. á Alþingi kynnti félags- þær aðgerðir sem ríkis- t grípa til vegna aukins at- last þær m.a. í því að msum verklegum fram- ð flýtt og þeim komið í fyrst. Þá er Atvinnuleys- ður tilbúinn að styrkja sem sveitarfélög eða fyr- gja í. Hann hefur auglýst þetta úrræði á næstu vik- ur verður tekin upp aukin stýring á atvinnuleyfum til útlendinga, en að undanförnu hefur dregið mjög úr veitingu nýrra atvinnuleyfa. Árið 2002 voru einungis 500 leyfi veitt á móti 1.400 árið 2001 og 2.300 árið 2000. Forsenda framfara Af þessu má ljóst vera að ríkisstjórnin hefur áhyggjur af auknu atvinnuleysi. Enda má fullyrða að fáar ríkisstjórnir – ef þá nokkrar – hafi sýnt þörfum atvinnu- lífsins jafn mikinn skilning og sú rík- isstjórn sem nú situr. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn vita sem er að öflugt atvinnulíf og vöxtur í hagkerfinu er for- senda framfara; forsenda uppbyggingar á sviði velferðarmála, forsenda þess að einstaklingar og heimilin hafi fé á milli handa og eitthvað til að spila úr. Einmitt í því ljósi ber að skilja stefnu stjórnvalda um uppbyggingu stóriðju, framrás þekk- ingariðnaðar, markvissa uppbyggingu ferðaþjónustunnar og almennar skatta- lækkanir á fyrirtæki, sem komið hafa öll- um til góða að undanförnu. Vextir hafa stórlækkað. Stórauknu fé hefur verið varið til starfsmenntunar, sem mun skila sér til lengri tíma litið. Í gang eru að fara stórframkvæmdir á Austurlandi, stórframkvæmdir eru í und- irbúning á Suðvesturhorninu. Atvinnu- leysi verður ekki læknað nema með fjölg- un starfa og að því er verið að vinna – stundum í talsverðum mótbyr. Hagvöxt- urinn er á uppleið, skattaumhverfi fyr- irtækjanna hefur batnað, viðskiptahall- inn er nærri því horfinn. Aukið atvinnuleysi er því fremur viðfangsefni en vandamál og að því verður unnið hvern einasta dag – hér eftir sem hingað til. Framsóknarflokkurinn vill bregðast við þeim viðfangsefnum og vandamálum sem upp koma í tíma, ekki eftir á. Þannig vinnur flokkurinn eftir markvissri stefnu í atvinnumálum, enda þótt liggi fyrir að í níu ár, eða síðan 1993, hefur aldrei verið minna langtímaatvinnuleysi hér á landi. Samt er áfram haldið, enda eilífðarverk- efni að efla hagkerfið. Í þeim efnum eru horfurnar stórbatnandi, eins og sést hef- ur á fréttum undanfarna daga og vikur. Og hvað gerir þá stjórnarandstaðan? Fagnar hún aukinni uppbyggingu? Sér hún ljósa punkta í mestu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem þar að auki verða utan höfuðborgarsvæðisins, svo tala má um mestu byggðaaðgerðir sögunnar? Er hún kampakát yfir auknum tekjum og umsvifum ríkissjóðs, svo hrinda megi öll- um hugmyndum hennar um aukin út- gjöld í heilbrigðiskerfinu í framkvæmd? Nei, ekki aldeilis. Stjórnarandstaðan „krefst skýrra svara um mótvæg- isaðgerðir“. Tafarlaust og engar refjar! Ögmundur Jónasson telur að engan tíma megi missa. Ögmundur og flokksmenn hans voru trúverðugir í andstöðu sinni við Kárahnjúkavirkjun á grundvelli um- hverfissjónarmiða. Fyrir slíkum við- horfum bera framsóknarmenn virðingu, enda þótt ávallt beri að leita að hinu gullna meðalhófi milli nýtingar auðlinda náttúrunnar og náttúruverndar. Aðeins fjaraði út þegar þingflokksformaður VG lét teyma sig inn í arðsemisútreikninga og tók sér stöðu með hægrisinnuðustu hagfræðingum þjóðarinnar, mönnum sem fordæma hvers kyns afskipti hins opinbera af atvinnuuppbyggingu. En þegar það brást og virtir óháðir hag- fræðingar staðfestu arðsemi fram- kvæmdanna, var síðasta hálmstráið grip- ið titrandi hendi. Hvað næst? Mótvægisaðgerðir. Vegna ruðn- ingsáhrifa. Hvað næst? Hverju finnur stjórnarandstaðan upp á næst, til þess að vera á móti? Væntanlega þarf ekki að bíða lengi eftir svari, en þess á milli má hugleiða afstöðu stjórnarandstöðunnar til atvinnulífsins og efnahagsmála al- mennt í hvert sinn sem þingmenn hennar stíga í ræðustól Alþingis og kynna hug- myndir um aukin útgjöld úr velferð- arkerfinu eða krefjast kjarabóta fyrir þennan eða hinn. Hvert skyldi eiga að sækja þau verð- mæti? Spyr sá sem ekki veit. Sú stefna að peningar komi af himnum ofan og rík- isútgjöld séu óendanleg stærð er líklega helsta ógnin við allar hagtölur og efna- hagslegan stöðugleika á Íslandi. erðum hrifa Morgunblaðið/Árni Torfason hefur batnað, viðskiptahallinn er nærri því horfinn. Aukið atvinnu- ður unnið hvern einasta dag, segir greinarhöfundur. Höfundur er skrifstofustjóri Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.