Morgunblaðið - 27.01.2003, Page 24

Morgunblaðið - 27.01.2003, Page 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fella- og Hólakirkja: Mánudagur: kl. 13– 15.30. Opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyr- irbænaefnum má koma til djákna í s. 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja: Mánudagur: KFUK í Graf- arvogskirkju kl. 17.30-18.30 fyrir stúlkur 9–12 ára. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (tíu til tólf ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Hjallakirkja: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjalla- kirkju þriðjudaga kl. 9.00–10.30. Umsjón: Sigurjón Árni Eyjólfsson. Laugarneskirkja. Tólf spora hópar koma saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón hefur Margrét Scheving sálgæsluþjónn. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50. 10–12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn – kór eldri borgara þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-námskeið þriðjudagskvöld kl. 19. Upp- haf námskeiðsins. Skráning í síma 511 1560 eða á netfangið: neskirkja@neskirkja.is Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Opinn bænahópur í Lága- fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla mánudaga kl. 15.30–16.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 17.30. Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6–9 ára starf, kl. 16. TTT-starf kl. 17.30. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans Nóa, 1., 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30 Mannakorn, 6. og 7. bekkur. Safnaðarstarf ✝ SigurfinnurÓlafsson fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1912. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 15. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jósefína Þorfinnsdóttir, f. 2. júlí 1879, d. 4. júní 1924 og Ólafur Sæ- mundsson sjómaður, f. 14. júní 1886, d. 6. júní 1953. Alsystkini Sigurfinns eru Jón- ína Margrét, f. 17. febrúar 1908, d. 28. febrúar 1973, Anna Ástrós, f. 11. desember 1914 og Svanhvít Unnur, f. 19. júní 1916. Hálfsystkini samfeðra eru Svanhvít Stella, f. 27. október Sólon Birkir, f. 16. september 1997. 2) Ólafur Ingi, f. 27. maí 1985. 3) Ómar Logi, f. 28. ágúst 1987. 4) Ester Petra, f. 21. júní 1991. Sambýliskona Gunnars er Hómeira Gharavi og fósturdóttir Sóley Mítra, f. 2. október 1996. Sigurfinnur ólst upp í Reykja- vík til 12 ára aldurs. Og eftir að hafa verið í sveit á Kjalarnesi í tvö ár og að Berustöðum í Holtum til 15 ára aldurs þá hélt hann til Reykjavíkur til náms sem hann lauk 1933. Hann vann síðan sem húsgagnasmiður, m.a. á Hús- gagnaverkstæði Þorsteins Sig- urðssonar, Húsgagnaverslun Reykjavíkur og eftir að hann fluttist til Kópavogs, Húsgagna- verkstæði Ragnars Haraldssonar. Sigurfinnur bjó með konu sinni á Háteigsvegi 4 í Reykjavík og Álf- hólsvegi 125 í Kópavogi. Síðustu árin bjó hann á sambýli aldraðra á Skjólbraut 1a í Kópavogi. Útför Sigurfinns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1921, Ólafur Sverrir, f. 1925, d. 31. ágúst 2000 og Guðlaug, f. 8. september 1924. Hinn 4. júní 1949 kvæntist Sigurfinnur Ester Svan Jónsdótt- ur, f. 20. janúar 1925, d. 3. ágúst 1997. For- eldrar hennar voru Petrún Gísladóttir frá Neskaupstað og Jón Sigfússon, skattstjóri í Kópavogi. Kjörsonur þeirra er Gunnar, f. 23. ágúst 1956, hann á fjögur börn með Unu Sveinsdóttur, f. 1. apríl 1957, þau eru: 1) Sveinn Guðni, f. 3. ágúst 1975, sambýliskona hans er Sig- ríður Björk Einarsdóttir, f. 29. desember 1975, barn þeirra er Elskulegur faðir minn sem var mér svo traustur og góður vinur. Fyrstu árin voru honum áhyggjulaus en þegar móðir hans lést var hann sendur til vanda- lausra, þá á 12. ári. Fyrst upp á Kjalarnes og síðan austur fyrir fjall. Þótt hann væri duglegur að vinna og lagt væri að honum að dvelja áfram í sveitinni, tók hann sig upp um leið og hann hafði aldur til og hélt til Reykjavíkur. Þegar ég var lítill strákur var ég vanur að biðja pabba um að segja mér sögur frá því þegar hann var í sveit, það var svo framandi og mik- ill ævintýraljómi yfir pabba sem smalastrák í kúskinnsskóm að vaka yfir ánum. Seinna töluðum við oft um þennan tíma og ég skildi að lífið var enginn dans á rósum fyrir ein- mana lítinn dreng sem saknaði pabba, mömmu og systrana Laugu, Önnu og Nínu. En ákveðni og stað- festa hefur verið honum í blóð bor- in og það lýsir viljastyrk hans að drífa sig af stað eins fljótt og hann gat. Halda fótgangandi til Reykja- víkur, ákveðinn í að verða eitthvað. Þar hóf hann nám í húsgagnasmíði sem varð hans ævistarf. Aðbúnaður var bágborinn á þessum árum og fátæktin mikil en amma hans reyndist honum vel, gaf honum að borða og studdi við bakið á honum. Þessi óbilandi viljastyrkur og staðfesta fylgdi honum alla ævi og þeir eiginleikar ásamt heiðarleika og góðmennsku er það sem ein- kenndi hann. Það var einfalt mál, ef pabbi sagði það þá stóð það. „Eins og stafur í bók“ var hann vanur að segja. Pabbi er mjög sterkur í minningunni frá barnæsku minni, morgungöngur um helgar þegar við áttum heima á Freyjugötunni og síðar eftir að við fluttum á Há- teigsveg 4 var svo stutt að fara til hans í vinnuna. Þangað fór ég oft sem lítill strákur og fékk að smíða eitthvað. Hann var mikill laxveiði- maður og dvaldi langtímum við veiðar ásamt mömmu, Svavari frænda og fleiri góðum vinum. Þær eru ljúfar minningarnar frá sil- ungs- og laxveiði með pabba. Hann átti góðan vin sem hét Gunnar þeir ferðuðust mikið saman, klifu fjöll og veiddu. Sögur sem hann sagði mér frá þessum ferðum urðu til þess að við gengum fyrst á Esjuna þegar ég var 8 ára og síðan mikið um nágrenni Reykjavíkur. Hann var mjög virkur í Íþróttafélaginu Ármanni í ein 20 ár. Á sumrin æfði hann kappróður og kepptu þeir fé- lagar fyrir Íslands hönd á móti í Danmörku um 1937. Á vetrum æfði hann fimleika og skíði, þeir félagar, Gunnar og pabbi, ferðuðust stund- um dögum saman á skíðum og lentu oft í ævintýrum. Móðir mín er fædd og uppalin í Neskaupstað til 17 ára aldurs, þá réði hún sig í vist til Vestannaeyja sem algengt var með ungar stúlkur á þeim tíma og flutti síðan til Reykjavíkur, þar sem hún kynntist pabba, þau gengu svo í hjónaband í júní 1949. Sigrún Valtýsdóttir syst- urdóttir mömmu dvaldi oft á heim- ili þeirra og var þeim ákaflega kær, þau töluðu alltaf um hana eins og hún væri þeirra eigin dóttir, þau áttu svo mikla ást og kærleika að það var nóg handa öllum. Pabbi tefldi mikið, var góður skákmaður og um helgar var oft teflt heima hjá okkur á 4–5 borðum, og mamma bakaði tertur og smurði brauð. Heimili þeirra stóð nætur- gestum alltaf opið, það voru að- allega ættmenni mömmu frá Norð- firði að sinna erindum í höfuð- borginni og þær minningar eru sérlega skemtilegar þegar húsið var fullt af gestum og sungið fram á nótt. Um 1973 fékk faðir minn heila- blóðfall en náði sér nokkuð vel þó hann gæti ekki horfið aftur til fyrra starfs, en það var honum mjög þungbært, búinn að vinna fyrir sér frá 12 ára aldri og þekkti ekki ann- að. En þetta áfall, eins og önnur, þjappaði þeim hjónunum þó enn meira saman og styrkti eins og all- ar raunir sem þau rötuðu í. Þau ferðuðust innanlands og fóru tvisv- ar saman til Kanaríeyja. Þau eign- uðust fjöldann allan af góðum vin- um, það var sama hvert þau fóru, í ferðalög, á heilsuhæli eða spítala, alls staðar eignuðust þau vini sem fylgdu þeim lengi. Ég má til með að minnast á Guðnýju á Siglufirði auk Jónu og Jóa sem nú eru búsett í Danmörku, þau buðu pabba til Danmerkur eftir að mamma dó og var það mjög ánægjuleg ferð, ekki síst að eiga kvöldverð með þeim á sama stað og hann keppti í róðri rúmum 60 árum áður. Fyrir þremur árum fórum við feðgarnir svo ásamt tveimur sonum mínum, Ólafi og Ómari, í jólafrí til Kanarí, það var okkur mjög dýr- mætur tími sem skilur eftir góðar minningar og pabbi naut ferðarinn- ar ríkulega, enda kunni hann ein- staklega vel við sig í sól. Það var alls staðar tekið eftir honum, bæði var hann myndarlegur með hvítt hár en ekki síst vegna fágaðrar framkomu og kurteisi. „Hún kostar ekki neitt“ sagði hann. Þetta fas var honum svo eðlislægt. Ég heyrði þau mömmu aldrei rífast, ég veit ekki hvort þau gerðu það þegar ég heyrði ekki til, þó er mér nær að halda að þau hafi einfaldlega leyst sín mál á annan hátt. En þetta jók mjög á öryggi mitt að skynja að þau stóðu alltaf saman. Síðasta árið töluðum við pabbi oft um lífið og dauðann, hann sagði mér að hann væri búinn að ljúka öllu sem hann ætlaði sér og væri tilbúinn að fara héðan, reyndar væri hann farinn að bíða eftir kall- inu, og hann talaði oft um hvað hann væri þakklátur Guði fyrir að hafa veitt sér allt sem hann hefði beðið um. Kæri pabbi, það er gott að vita að þú er nú á góðum stað en sökn- uðurinn er samt sár. Ég er innilega þakklátur fyrir að þú hélst í höndina á mér þegar ég var að alast upp og betri foreldra get ég ekki hugsað mér. Þinn sonur, Gunnar. Í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn, Sigurfinnur Ólafsson, eða Siggi bróðir, eins og hann var alltaf kallaður heima hjá mér. Hann var orðinn níræður þeg- ar hann lést. Þrátt fyrir aldurs- muninn var eins og ekki væri um neitt kynslóðabil að ræða á milli okkar þegar við sátum og spjöll- uðum. Siggi starfaði um langan aldur sem húsgagnasmiður og ég get varla sagt að ég hafi kynnst honum af ráði fyrr en hann lét af störfum sökum aldurs. Þegar við hittumst barst talið gjarnan að veiðiskap. Hann rifjaði upp fyrir mér ferðir í hinar ýmsu veiðiár til þess að renna fyrir silung og lax. Nú síðast, rétt eftir áramót, þegar hann lá á Landspítalanum, sagði hann mér frá því þegar hann var sendur fyrir Þorbjörn á Borg að Hítará til að smíða og setja þar upp skápa í stof- unni í veiðihúsinu. Hann horfði löngunaraugum á ána sem rann þar rétt hjá. Vorsilungurinn var vænt- anlega kominn í ána, en hann hafði ekki veiðileyfi. Siggi trúði mér fyrir því að hann hafi ekki kunnað við að spyrja Þorbjörn hvort hann mætti renna fyrir silung að verki loknu. Þetta lýsti vel hæversku hans og á sama tíma brennandi áhuga á veiði- skap. Siggi var kvæntur yndislegri konu, Ester, sem lést fyrir nokkr- um árum. Mikill var missir hans þegar hún lést en Siggi bar söknuð sinn í hljóði. Hann kvartaði aldrei, hvort heldur var vegna líðan sinnar eða sárra tilfinninga. Það var bæði gott og gaman að koma í heimsókn til þeirra Esterar. Stundum fannst mér eins og ég væri að svíkja þau ef ég gat ekki stoppað lengi. Það voru dregnar fram tertur og kökur og kaffi boðið með. Síðan var setið og spjallað, sögur sagðar og ég spurður spjörunum úr. Það var yndislegt að vera með þeim báðum. Síðast liðið sumar þegar ég heimsótti hann þá stóð heimsmeist- arakeppnin í fótbolta sem hæst. Siggi var mikill áhugamaður um boltann og trúði mér fyrir því að hann horfði á flesta leikina, jafnvel þó að þeir væru sýndir um miðjar nætur. Hann undraði sig á því að Sjónvarpið væri að sýna þetta um miðjar nætur, þegar allir þeir sem þyrftu að sækja vinnu ættu að vera sofandi til að þeir hefðu fullan vinnukraft næsta dag. Hann taldi þetta ábyrgðarhluta bæði af þeim sem ákvæðu að senda út efnið um miðjar nætur en einnig af þeim sem kæmu illa sofnir til vinnu og skiluðu ekki nema hálfum afköstum vegna þessa. Samviskusemin var honum í blóð borin. Nú er hláturinn hans þagnaður en hann lifir í minningunni. Minn- ingin um greindan og góðan sam- ferðamann mun lifa. Aðstandendum votta ég samúð mína. Friðbert Pálsson. SIGURFINNUR ÓLAFSSON Elsku hjartans Óli afi, eins og við kölluðum þig alltaf. Það er svo sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur hér. Ég gleymi því aldrei hvað ég var kvíðin og stressuð að hitta ykkur hjónin í fyrsta skiptið. Ég var svo hrædd um að ykkur myndi ekki lítast á mig, en það fór nú ekki þannig og við urðum bestu vinir. Við höfum átt svo góðar stundir saman þó ég hefði viljað að þær hefðu orðið fleiri. Þú varst algjört ljúfmenni, alltaf svo blíður og góður. Við höfum upplifað mikla gleði og líka mikla sorg saman. Þú varst svo sæll og glaður þegar hann Hrannar Marel fæddist í febrúar í fyrra. Þú sagði alltaf: „Elsku drengurinn smái“ eða „Litli drengurinn smái“, þegar þú varst að tala við hann. Ég hélt alltaf að þú yrð- ir hjá okkur á 1 árs afmælinu hans, en svo verður ekki, en ég veit þú verður hjá okkur í huganum. ÓLI A. GUÐLAUGSSON ✝ Óli AðalsteinnGuðlaugsson fæddist á Bárðar- tjörn í Höfðahverfi hinn 17. júlí 1916. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 14. janúar. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég veit að núna eruð þið Anna dóttir þín saman á ný og ég lofa þér því að ég skal hugsa vel um hana Dollu þína og hann Birgir Óla fyrir þig. Fræ í frosti sefur fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Höf. ók.) Hvíl þú í friði, elsku Óli minn. Þín Rósa. Elsku hjartans afi minn, ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá mér. Þú varst mér svo mikils virði, kenndir mér svo margt og varst alltaf tilbúinn að aðstoða mig þegar ég þurfti á því að halda. Þú situr svo fast í huga mínum, því þú varst minn besti vinur. Síðustu daga er ég búinn að vera að hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman, því frá því ég fædd- ist hef ég verið svo mikið hjá þér og ömmu. Ég varð eftir hjá ykkur fyrir norðan, þegar mamma mín heitin og pabbi fluttu suður, aðeins sextán ára gamall. Ég fór að vinna með þér í Samlaginu fjórtán ára gamall og unn- um við þar lengi saman. Mín fyrstu tvö ár þar var ég með þér í skyrgerð- inni. Þú sást um að búa það til og margir töluðu um það að skyrið væri best á Akureyri. Einn vinur þinn vissi alltaf hvenær þú varst ekki í vinnunni, því þá fann hann mun á skyrinu, það var ekki eins og venju- lega. Þú varst alltaf kallaður Óli í skyrinu. Ég hef aldrei þekkt duglegri og samviskusamari mann. Þú vildir allt- af klára öll þín verk sem fyrst og ef ég þurfti á þinni hjálp að halda þá þurfti ég alltaf að passa upp á það að þú myndir ekki ganga fram af þér, því það var svo mikill kraftur í þér. Þegar ég var að byggja mitt fyrsta hús, vannstu með mér á hverjum degi, kominn vel á áttræðisaldur. Og þegar ég byggði mitt seinna hús, fannst þér ómögulegt að geta ekki hjálpað mér, vegna þess hve lélegur þú varst orðinn, en þú smíðaðir þér stiga til að komast upp á efri hæðina. Þú komst nánast á hverjum degi til að sjá hvernig gengi. Og þú varst himinsæll með árangurinn. Það er svo skrítið hvernig hlut- irnir geta snúist við. Þegar ég var yngri þá gast þú gert allt í mínum augum, en undir það síðasta þá fannst þér ég geta gert allt, enda hafði ég bestu fyrirmyndina og lærði af henni. Ef ég eða einhver annar gerði eitt- hvað fyrir þig, þá fannst þér þú alltaf verða að endurgjalda greiðann. Bara það eitt sýnir hvað þú varst einstakur maður. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar við fórum saman að máta ís- lenska búninginn fyrir brúðkaup okkar Rósu síðasta sumar. Þú varst óskaplega fínn, þú ljómaðir allur og varst svo ánægður með þig. Þú sagð- ir við okkur að þú héldir bara að þú hefðir aldrei á ævi þinni verið svona fínn. Það var gaman að sjá hvað þú varst sæll og konan á brúðarkjóla- leigunni leigunni sagðist aldrei hafa fengið svona sælan og glaðan við- skiptavin til sín. Þú varst algjör hetja í mínum aug- um, því þú hugsaðir svo vel um hana ömmu, þó að þú gætir það ekki gerðir þú það samt. Þú keyrðir fram á síð- asta dag, fórst í búðina til að versla fyrir heimilið, eldaðir mat, þvoðir þvott og margt annað. Ótrúlega dug- legur. Um miðjan nóvember síðastliðinn fengum við hörmulegar fréttir, að móðir mín væri mikið veik, hún lést nokkrum dögum síðar. Það var okkur mikið áfall, en þú barst þig vel. Ég sá svo vel hvað þetta tók mikið á þig og hvað þér fór mikið aftur. Þú varst ekki sami maðurinn eftir þetta áfall. Ég er svo ánægður að hafa fengið að hafa þig og ömmu hjá okkur fjöl- skyldunni á aðfangadag og að við gátum eytt kvöldinu saman. Ég gæti setið hér og skrifað um þig endalaust. Ég á svo margar og góðar minningar um þig. Ég er þakk- látur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þvílíkur ljúflingur og góðmenni sem þú varst. Þú ert hetjan mín og ég gleymi þér aldrei. Þú verður alltaf með mér og ég veit að mamma mín hefur tekið vel á móti þér. Nú eruð þið aftur saman. Elsku afi minn, hvíl þú í friði. Þinn afastrákur og vinur, Birgir Óli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.