Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 25
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 25
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Blómaverslun
Ein virtasta blómaverslun landsins óskar eftir
starfsfólki. Reynsla í blómaverslun nauðsyn-
leg.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
eða í box@mbl.is fyrir 31. janúar, merktar:
„Blóm — 13274“.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Arnarnesvegur
milli Breiðholtsbrautar og
Reykjanesbrautar
Kynningarfundur
Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkur og Vega-
gerðin halda almennan kynningarfund um nið-
urstöður mats á umhverfisáhrifum vegna Arn-
arnesvegar, sem tengja á Breiðholtsbraut og
Reykjanesbraut austan Seljahverfis í Reykjavík
og sunnan Salahverfis í Kópavogi.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn
30. janúar kl. 20:30 til 22:30 í Fellaskóla við
Norðurfell (Tónlistarstofu, gengið inn um aust-
urinngang við hlið mötuneytis).
Stutt framsaga hefst kl. 20:45.
ÝMISLEGT
Peningar
í boði fyrir jólaskeiðar, postulín, silfur,
gull, úr, exportdósir, þjóðlega muni,
mánaðarbolla, krúsir, kistur, húsgögn og
margt fleira.
Geymið auglýsinguna.
Antikbúðin, sími 867 5117.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 19 1831278 I
mbl.is
G LF
í Túnis
Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga
golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til
að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.
Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.
Sérlega áhugaverður menningarheimur.
Brottfarir 21. febrúar og 25. apríl.
Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Verð frá kr. 135.500 í tvíbýli innifalið: flug, fararstjórn,
akstur, gisting, hálft fæði og 8 vallargjöld.
Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323.
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
NÝLEGA hefur umhverfisráðherra
skipað nefnd til að vera til ráð-
gjafar um stofnun verndarsvæðis
eða þjóðgarðs norðan Vatnajökuls.
Formaður nefndarinnar er Magnús
Jóhannesson ráðuneytisstjóri en
aðrir í nefndinni eru þingmennirnir
Arnbjörg Sveinsdóttir, Magnús
Stefánsson, Steingrímur Sigfússon
og Össur Skarphéðinsson. Starfs-
menn nefndarinnar eru Sigurður
Þráinsson líffræðingur og Ingi-
björg Halldórsdóttir lögfræðingur.
Nefndin átti fund með sveit-
arstjórnarmönnum úr Skútustaða-
hreppi, Öxarfirði, Kelduhverfi og
Þingeyjarbyggð á Sel Hótel Mý-
vatni. Fundurinn var haldinn til að
kynnast sjónarmiðum sveitar-
stjórnarmanna á þeim svæðum sem
verndarsvæði hugsanlega tekur til.
Nefndin hefur ekki mótaðar hug-
myndir varðandi umfang svæðis og
tegund verndar, því var erfitt fyrir
heimamenn að átta sig á hvað hér
er á ferðinni.
Vel kom það fram að þingeyskir
sveitarstjórnarmenn eru afar var-
færnir í stuðningi við áform um
verndarsvæði. Meðal annars eru
flestar náttúruperlur hugsanlegs
svæðis nú þegar verndaðar sem
náttúruvætti, friðlönd o.s.frv. Hver
er þörfin á meiri afskiptum ríkisins
og hvaða nýting verður heimiluð á
slíku svæði? Vandséð er hvar fjár
verður aflað til að gera hugmynd
meira en nafnið eitt, því ekki
þekkja menn hér um slóðir að nauð-
synlegustu fjármunir til bættra
vega, aðstöðusköpunar eða annars
sem til þarf hafi legið á lausu hing-
að til.
Ljóst var að fundarmenn töldu
rétt að fara sér hægt í þessu efni.
Bent var á að skynsamlegt verður
að telja að beðið verði eftir nið-
urstöðum úr starfi óbyggðanefnd-
ar. Einnig var bent á að heimamenn
á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum
vilja gjarnan hafa frumkvæði í máli
sem þessu. Má minna á merkilega
ráðstefnu í þeim anda á Egils-
stöðum skömmu fyrir jól.
Hreinskiptin og gagnleg skoð-
anaskipti fóru fram á fundinum um
málefnið enda byggja menn hér á
nokkurri reynslu af verndarsvæð-
um, friðlöndum og a.m.k. einum
þjóðgarði.
Morgunblaðið/BFH
Fjallað var um fyrirhugað verndarsvæði norðan Vatnajökuls á fundi í Mývatnssveit.
Hugsanlegt verndarsvæði norðan Vatnajökuls
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Þingeyskir
bændur varfærn-
ir í stuðningi
SÝNINGAGERÐ safna er yfir-
skrift námskeiðs sem Endur-
menntun HÍ og FÍSOS, Félags
íslenskra safna og safnamanna,
standa fyrir. Dagskrá námskeiðs-
ins er fjölbreytt og verður m.a.
fjallað um tilgang, stefnur og
strauma í sýningagerð, hvernig
sýning verður til og umgjörð
sýninga, segir í tilkynningu.
Meðal fyrirlesara verða Simon
Hill, sýningarhönnuður frá Eng-
landi, Hannes Sigurðsson, for-
stöðumaður Listasafnsins á Ak-
ureyri, Eggert Þór Bernharðs-
son, aðjúnkt við sagnfræðiskor
HÍ, Steinþór Kári Kárason,
kennari við LHÍ, Guðrún Guð-
mundsdóttir, sýningarstjóri
Þjóðminjasafns Íslands, Björn G.
Björnsson leikmyndahönnuður,
Guðmundur Oddur Magnússon,
prófessor við LHÍ, Þorvaldur
Sverrisson textagerðarmaður,
Halldór Gíslason, deildarforseti
hönnunardeildar LHÍ, og Alfreð
Sturla Böðvarsson, sérfræðingur
í lýsingu.
Námskeiðið er einkum ætlað
starfsfólki safna, jafnt minja-,
lista- og náttúrugripasafna, en er
öllum opið. Námskeiðið er haldið
dagana 20. og 21. febrúar kl. 8–
16.
Námskeið um
söfn og sýningar
Fundur Vinnuvistfræðifélagsins
um vinnuvernd og forvarnir verð-
ur haldinn þriðjudaginn 28. janúar
kl. 16.30 í fundarsal Vinnueftirlits-
ins, Bíldshöfða 16. Á fundinn koma
alþingismennirnir Katrín Fjeldsted
og Ögmundur Jónasson og reifa
sjónarmið sín varðandi vinnuvernd
og forvarnir og að því loknu verða
opnar umræður. Á fundinum verður
heimasíða félagsins formlega opnuð,
svo og heimasíða norrænu vinnuvist-
fræðiráðstefnunnar (www.vinnis.is/
nes.2003) sem haldin verður í
Reykjavík dagana 10.–13. ágúst
2003.
Alfa-námskeið í Háskóla Íslands
Haldin verður ókeypis kynning á
fyrirhuguðu Alfa-námskeiði fyrir há-
skólanemendur, þriðjudaginn 28.
janúar kl. 19–21, í stofu 101 í Odda.
Námskeiðið sjálft byrjar viku seinna
og verður haldið á þriðjudags-
kvöldum í 10 vikur (4. febrúar–8.
apríl). Alfa-námskeiðið fjallar um
kristna trú og þar er tekist á við
spurningar lífsins án þess að nokkr-
ar kröfur séu lagðar á námskeiðs-
gesti. Umræður verða eftir kennsl-
una og heit máltíð er innifalinn í
námskeiðsgjaldi.
Kynningin er óbindandi og eru allir
háskólanemendur sem leiða hugann
að tilgangi lífsins velkomnir. Léttar
veitingar verða á boðstólum. Kenn-
arar verða sr. Ólafur Jóhannsson og
Ragnar Snær Karlsson. Nánari upp-
lýsingar er að finna á www.alfa.is og
hægt er að skrá sig á námskeiðið á
netfangið ksf@hi.is fyrir 1. febrúar.
Á MORGUN