Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.01.2003, Qupperneq 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 27 SETRI‹ útsala! Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550-4150 Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 20% afsláttur af silfuhúðun á gömlum munum og silfurhúðuðum antikmunum til 20. febrúar Sérfræðingar í gömlum munum síðan 1969 Silfurhúðun, Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is www.gimli.is - www.mbl.is/gimli FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri - sími 693 2916 Seljandi góður! Nú fer í hönd líflegasti tími ársins á fasteignamarkaðinum. Höfum fjölda kaupenda að öllum stærðum og gerðum eigna. Hafðu samband - það kostar ekkert Með kveðju, Sveinbjörn LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag, gamlársdag og nýársdag. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 FIMMTA hver kona sem leitaði til kvennadeildar Landspítalans á ákveðnu tímabili á árinu 2000 telur sig hafa orðið fyrir yfirgangi eða jafnvel ofbeldi í heilbrigðiskerfinu einhvern tímann á lífsleiðinni. Kon- ur sem hafa áður verið beittar of- beldi af einhverju tagi eru mörgum sinnum líklegri en aðrar til að finn- ast þær hafa verið beittar ofbeldi eða yfirgangi í heilbrigðiskerfinu. Helmingur kvennanna telur sig hafa orðið fórnarlamb einhvers konar ofbeldis um ævina og 20% segjast líða fyrir það. Þetta er m.a. niðurstaða sam- norrænnar könnunar um ofbeldi gegn konum á Norðurlöndum og heilsufarslegar afleiðingar þess. Tæplega 5.000 konur af Norður- löndunum tóku þátt. Þúsund konur sem heimsóttu kvennadeild Land- spítalans á ákveðnu tímabili á árinu 2000 voru beðnar um að taka þátt í könnuninni og 670 þeirra svöruðu. Könnunin var í formi ít- arlegs spurningalista þar sem kon- urnar svöruðu spurningum um heilsu sína og hvort þær hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífs- leiðinni. Ferns konar ofbeldi kannað Kannað var algengi ferns konar ofbeldis sem konur töldu sig hafa orðið fyrir á lífsleiðinni; líkamlegs, andlegs og kynferðislegs auk þess sem spurt var sérstaklega um yf- irgang og ofbeldi í heilbrigðiskerf- inu. Það síðastnefnda var skil- greint í spurningalistanum á þrenns konar hátt; vægt, miðlungs eða svæsið ofbeldi. „Vægt ofbeldi eða yfirgangur“ telst samkvæmt könnuninni vera það þegar konan telur starfsmann í heilbrigðiskerf- inu hafa niðurlægt sig, beitt sig þvingunum eða sýnt skoðunum sín- um virðingarleysi þannig að það hafi valdið þjáningum eða reiði. „Svæsið ofbeldi“ er aftur það þeg- ar konan telur starfsmann heil- brigðiskerfisins hafa meðvitað sært sig líkamlega eða andlega, svívirt sig, misnotað líkama sinn eða mis- notað veika stöðu sína í eigin þágu. Um 15% kvennanna sögðust hafa orðið fyrir alvarlegra ofbeldi en því sem skilgreint er sem „vægt“ í rannsókninni. „28% af konunum telja sig ein- hvern tímann hafa orðið fyrir yf- irgangi eða ofbeldi í heilbrigðis- kerfinu og um 20% segjast líða fyrir það ennþá,“ segir Þóra Stein- grímsdóttir, kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans sem sá um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi. Hún segir niðurstöðurnar koma á óvart. „Þetta er ótrúlegur fjöldi, það er óvænt að heyra að fimmta hver kona sem kom á kvenna- deildina telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða yfirgangi í heilbrigð- iskerfinu einhvern tímann um ævina og líður enn vegna þess.“ Þóra tekur það fram að ekki var verið að kanna upp- lifun kvennanna af heimsókninni á kvennadeildina þegar könnunin var gerð. Huga þarf að fortíð sjúklinga Konur sem hafa áð- ur verið beittar of- beldi af einhverju tagi í lífinu eru margfalt líklegri til að finnast þær einhvern tímann hafa verið beittar of- beldi eða yfirgangi í heilbrigðiskerfinu. Þóra telur ástæðu þess geta legið í brotinni sjálfs- mynd kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi. „Það liggur beinast við að ætla að reynsla af ofbeldi búi smám saman um sig í manneskjunni og brjóti niður sjálfstraust hennar og sömuleiðis traust hennar til um- hverfisins. Þar af leiðandi verður hún kannski líklegri til að túlka allt í kringum sig sem illan gjörning gegn sér.“ Þóra leggur áherslu á að þótt kona telji sig hafa orðið fyrir yfirgangi eða jafnvel ofbeldi í heilbrigðiskerfinu er ekki þar með sagt að heilbrigðisstarfsmaður hafi gerst sekur um slíkt. „Það getur legið langur vegur túlkunar á milli.“ Niðurstöðurnar sýna að mati Þóru að heilbrigðisstarfsfólk þarf að huga betur að þessum þætti í heilsufarssögu sjúklinga sinna. „Það þarf að gefa meiri gaum að fyrri reynslu þeirra af ofbeldi, hvaða afleið- ingar það getur haft og þeirri sérstöku nærgætni sem sá hóp- ur kvenna sem orðið hefur fyrir ofbeldi þarf á að halda. Að sjálfsögðu þarf heil- brigðisstarfsfólk svo ávallt að huga að framkomu sinni.“ Samkvæmt niður- stöðunum telja kon- urnar ofbeldið gegn sér vera framið jafnt af konum sem körlum innan heilbrigðiskerf- isins og ekki vera bundið við ákveðna starfsstétt. Samtímis á öllum Norðurlöndunum Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í erlendu fræðiriti á næstunni en Þóra kynnti þær helstu á Læknadögum nýverið. Konurnar sem tóku þátt í könn- uninni voru skjólstæðingar kvenna- deildarinnar á ákveðnu tímabili ár- ið 2000 en spurningarnar sem þær svöruðu beindust m.a. að reynslu þeirra af heilbrigðiskerfinu yfir- leitt. Könnunin var gerð samtímis á kvennadeildum á öllum Norður- löndunum. Ekki er mælanlegur munur á niðurstöðum íslenska hluta könnunarinnar og allra Norð- urlandanna í heild. Rannsóknin var fjármögnuð af Norrænu ráðherra- nefndinni og Norðurlandaráði. Helmingur kvenna sem leituðu til kvennadeildar árið 2000 hafði orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni Þóra Steingrímsdóttir Fimmta hver segir ofbeldi eða yfirgang í heilbrigðiskerfinu Í ÁLYKTUN áhugahóps gegn spilafíkn, sem samþykkt var á fundi félagsins síðasta laugar- dag, er krafa um að fjárhættu- spil verði ekki leyfð ítrekuð. Í ályktuninni er lögð áhersla á að nú verði ákveðið að banna spilavélar í sjoppum, veitinga- stöðum og annars staðar þar sem ætla má að unglingar hafi aðgengi að vélunum. Bent er á að kannanir sýni að margt fólk ánetjist fjárhættu- spili sem leitt hafi mikla ógæfu yfir einstaklinga og fjölskyldur. Nýlega hafi verið veitt innsýn í heim spilasjúkra í áhrifamikilli heimildarmynd sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu. Þá hafi ítrek- að verið gerðar kannanir sem sýni að spilafíkn er útbreiddur vandi í landinu og af því verði að draga lærdóm og grípa til viðeigandi aðgerða. Áhugahópurinn telur ekki réttlætanlegt að heimila rekstur peningaspilavéla en fagnar engu að síður öllum skrefum sem stigin eru til að veita spilasjúk- um meðferð, setja varnaðarorð á spilakassa, banna hættuleg- ustu vélarnar og takmarka al- mennt aðgengi að peningaspil- um. Vilja banna spilavélar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.