Morgunblaðið - 27.01.2003, Side 28
DAGBÓK
28 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Krossgáta
LÁRÉTT
1 laun, 4 hörfar, 7 rófa, 8
sútað skinn, 9 nóa, 11
ávana í fasi, 13 kvennafn,
14 vanfær, 15 spýta, 17
keyrir, 20 að, 22 súld, 23
hlussulegur kvenmaður,
24 ójafnan, 25 við-
burðarás.
LÓÐRÉTT
1 herkví, 2 gangur hests,
3 brúka, 4 sívala pípu, 5
sprengiefni, 6 rugga, 10
rassfjöðrum, 12 áhald, 13
borða, 15 veiða, 16 látin,
18 ýldir, 19 sefaði, 20 ætt-
göfgi, 21 blíð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bandingja, 8 tuddi, 9 gúrka, 10 gil, 11 gifta, 13
ansar, 15 spons, 18 hissa, 21 err, 22 rætni, 23 önnur, 24
barnungur.
Lóðrétt: 2 andóf, 3 deiga, 4 nagla, 5 járns, 6 stag, 7
maur, 12 tón, 14 nei, 15 strá, 16 ostra, 17 seinn, 18
hrönn, 19 sunnu, 20 aura.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Brúarfoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur í
dag til Straumsvíkur.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, vinnu-
stofa kl. 13, félagsvist
kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 11 boccia, kl. 13–
16.30 opin smíðastofa/
útskurður, opin
handavinnustofa, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16
handavinna, kl. 9–12
bútasaumur, kl. 9–17
fótaaðgerðir, kl. 10–11
samverustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16
bútasaumur. Upplýs-
ingar í síma 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
opið mánudaga og
fimmtudaga. Mánu-
dagur kl. 16 leikfimi.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl.
20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára
9 er opin kl. 16.30–18,
s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9 fótaaðgerðir og
myndlist, kl. 10–12
verslunin opin, kl.
11.30 hádegisverður,
kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska, framhalds-
flokkur, kl. 14.30
kaffiveitingar.
Félagsstarfið Dal-
braut 18–20. Kl. 10
leikfimi, kl. 11.15 há-
degismatur, kl. 13
brids, kl. 15 kaffiveit-
ingar.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 9–16
handavinnustofan op-
in, kl. 9–12 myndlist,
kl. 13–16 körfugerð,
kl. 11–11.30 leikfimi,
kl. 13–16 spilað, kl.
10–13 verslunin opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Böðun kl.
9–12, almenn handa-
vinna kl. 9–16.30, fé-
lagsvist kl. 14, hár-
greiðslustofan opin
9–14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Púttað kl.10, kóræfing
kl. 10.30, tréskurður
og félagsvist kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids kl. 13.
Línudanskennsla fyrir
byrjendur kl. 18. Sam-
kvæmisdansar fram-
hald kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
í Faxafeni 12, sími
588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, kl. 15.15 dans.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðn-
um og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg
8. Handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9–17, kl.
9.30 gler- og postu-
línsmálun, kl. 10.50,
róleg leikfimi, kl. 13
skák.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
15.15 enska, kl. 20.30
félagsvist.
Hraunbær 105. Kl. 9
perlusaumur og fóta-
aðgerðir, kl. 10 bæna-
stund, kl. 13.30 sögu-
stund og spjall, kl. 13
postlínsmálun og hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 föndur, kl. 9 og kl.
10 jóga, kl. 13 spilað,
kl 13.30 ganga, fótaað-
gerðir. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 ganga, kl. 9–15
fótaaðgerðir, kl. 9–12
myndlist, kl. 13–16.45
opin handavinnustofa.
Vesturgata 7. Kl. 9–
16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15–
12 postulínsmálun, kl.
9.15–15.30 alm. handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 10.30–11.30
jóga, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing. Lyfjafræð-
ingur á staðnum kl. 13
fyrsta og þriðja hvern
mánudag.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia
– æfing, kl. 11.30 mat-
ur, kl. 13 handmennt
– almennt, gler-
bræðsla og frjáls spil,
kl. 14.30 kaffi.
Gullsmárabrids. Brids
í Gullsmára 13 mánu-
daga og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45,
spil hefst kl. 13.
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félags-
heimilið Hátúni 12. Kl.
19 brids.
Í dag er mánudagur 27. janúar,
27. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Ég vil lækna fráhvarf þeirra,
elska þá af frjálsum vilja, því að
reiði mín hefur snúið sér frá þeim.
(Hósea, 14, 5.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
NÚ á dögunum, þegar
framsóknarmenn áttu
undir högg að sækja í
skoðanakönnunum,
fannst þingmönnunum
Hjálmari Árnasyni og Ís-
ólfi Gylfa Pálmasyni kom-
inn tími til að snúa
blaðinu við. Sennilega
hefur verið sagt við þá á
þingflokksfundi: „Svona
strákar, komiði nú með
eitthvað. Þetta gengur
ekki lengur.“ Svo hafa
þeir félagar lagst undir
feld saman, í leit að bráð-
snjallri lausn, sem myndi
sópa fylginu að flokknum
og snúa við þeirri
óheillaþróun að Fram-
sóknarflokkurinn yrði
valdaminni í íslensku
samfélagi.
Og hvert skyldi svo snjall-
ræðið hafa verið? Jú, á
þriðjudaginn í síðustu
viku birtist grein eftir þá
félaga í Morgunblaðinu,
undir hinni grípandi fyr-
irsögn „Skíðasvæði – opið
allt árið!“ Með þessari
grein slógu Hjálmar og Ís-
ólfur Gylfi tvær flugur í
einu höggi. Þeir vita jú að
áhugafólk um skíðaíþrótt-
ina hefur kosningarétt,
a.m.k. þeir sem komnir
eru á kosningaaldur, en
að auki sýndu þeir fram á
að Framsóknarflokkurinn
er flokkur hugsjóna.
Og hver skyldi þessi hug-
sjón þá vera? Hún er ekki
flókin. Hana má reyndar
setja fram í einu slagorði,
sem Framsóknarflokk-
urinn hyggst án efa nota
mikið í kosningabarátt-
unni. Þetta slagorð hljóm-
ar svona: „Skíðasvæði –
opið allt árið!“
Hugmynd þeirra fóst-
bræðra gengur út á þá
fögru hugmyndafræði að
Tindfjallajökull verði
nýttur til vetraríþrótta –
allan ársins hring! En þótt
hún sé hljómfögur er ekki
svo að skilja að um hana
hafi ekki verið barátta
innan flokksins. Þeir
framsóknarmenn sem
ekki stunda skíði hafa
barist hatrammlega gegn
framkvæmdinni á síðustu
árum. Innan flokksins
hefur farið fram mikil og
vægðarlaus umræða um
það, hvort þessi tillaga
myndi aðeins hafa þær já-
kvæðu afleiðingar að
auka fylgi hans meðal
skíðamanna, eða þá hvort
þeir skattborgarar sem
ekki hafa gaman af íþrótt-
inni myndu um leið snúast
gegn flokknum.
Hjálmar og Ísólfur Gylfi
unnu rökræðuna. Auðvit-
að er það þannig að hags-
munir þeirra sem frekar
kjósa aðra dægrastytt-
ingu eru miklu dreifðari
en skíðamannanna. Aukin
skattlagning á þá er hlut-
fallslega miklu minni en
ávinningur skíðafólksins
af þessum opinberu fram-
kvæmdum. Hver fer að
væla út af fjörutíu króna
skattahækkun? Sá sem
það gerði yrði samstundis
stimplaður sem leið-
indapúki og það réttilega.
Svona gerast kaupin á
eyrinni. Skíðahugsjónin
lifir.
STAKSTEINAR
Skíðahugsjónin lifir
góðu lífi
FYRIR hönd starfsfólks
Bláa lónsins hf. vil ég þakka
Maddý fyrir bréf hennar er
birtist í Velvakanda mánu-
daginn 20. janúar sl.
Virðing við náttúrulegt
umhverfi Bláa lónsins er
okkur mikilvæg sem og góð
umgengni og snyrti-
mennska.
Vegna þeirra ábendinga
sem fram komu í bréfinu vil
ég upplýsa eftirfarandi:
Stundum er baðgestum
boðin hressing út í baðlónið
í litlum plastglösum. Er
lögð mikil áhersla á að gest-
ir skili plastglösunum til
starfsmanna aftur. Það get-
ur brunnið við að öll plast-
glös skili sér ekki til baka.
Starfsfólk okkar hreinsar
lónsvæðið daglega og er
sérstaklega hugað að því að
gæta þess, að plastglös,
sem ekki hefur verið skilað,
séu fjarlægð. Því miður
hefur okkur yfirsést í þessu
tilviki. Við munum reyna að
gera enn betur.
Botn Bláa lónsins er
sandbotn og blandast kísill,
sem fellur úr lónvatninu,
sandinum í botni lónsins.
Gestum er ekki ráðlagt að
nota kísil af botni lónsins,
en eins og réttilega var
bent á í fyrrnefndu bréfi, er
ekki aðlaðandi að bera
sandblandaðan kísilinn á
andlit.
Til að auðvelda gestum
okkar aðgengi að hreinum
Bláalónskísli höfum við fyr-
ir alllöngu komið honum
fyrir í merktum trékössum,
sem staðsettir eru við lónið.
Auðveldast er að fá upplýs-
ingar hjá starfsfólki um,
hvernig best sé að nálgast
Bláalónskísilinn, en bættar
merkingar og leiðbeiningar
þar um í og við baðlónið eru
væntanlegar.
Magnea
Guðmundsdóttir,
markaðsstjóri
Bláa lónsins hf.
Mótmæli
ÉG heit Franz
Jónas og er 9 ára.
Ég hef séð í sjón-
varpi og dagblöð-
um að fólk er að
mótmæla eitthvað
út af Kárahnjúk-
um og sá ég mót-
mælaspjöld þar
sem að stóð SOS,
hálendið kallar!
Mér finnst að
það ætti heldur að
standa SOS, störf-
in vantar! Pabbi
minn sem er með
góða menntun,
hefur haft lítið að
gera undanfarna
mánuði og vildi ég
svo mikið að hann
gæti farið að fá fasta vinnu.
Þess vegna skrifa ég þetta
bréf til að mótmæla þessum
mótmælum, því það er svo
mikið atvinnuleysi á Íslandi
og í staðinn fyrir að mót-
mæla virkjun og álveri ætti
þetta fólk að búa til fleiri
störf fyrir atvinnulaust fólk
á Íslandi.
Franz Jónas, 9 ára.
Óvandaðar
greinar
MIG langaði til þess að
gagnrýna greinina um
poppstjörnur nútímans
sem var birt 19. janúar síð-
astliðinn. Var greinin skrif-
uð frá einni hlið, skorti
þekkingu á efninu og ekki
síst illa skrifuð. Oft er eins
og gagnrýnendur gagnrýni
frá sinni hlið, ef þeim líkar
ekki tónlistin þá er efnið
ófrumlegt og óvandað.
Með von um umhugsað-
ari, dýpri greinar sem eru
hugsaðar frá fleiri hliðum.
Kær kveðja,
Arnar.
Tapað/fundið
Vasi og
ljóðabækur
HREINN úr Mosfellsbæ,
þú sem auglýstir að þú lag-
aðir flísar og fleira, ef þú
ert búinn að laga vasann
eftir Guðmund frá Miðdal
fyrir mig, þá vinsamlegast
hafðu samband við Ástu í
síma 553-8237. Einnig lang-
ar mig að athuga hvort ein-
hver á ljóðabókina Móður
Jörð eftir Sigurstein Magn-
ússon skólastjóra frá Ólafs-
firði og kvæðabók Teits
Hartmanns frá Ísafirði.
Dýrahald
Læðu vantar
heimili
NÍU vikna blíða og góða
læðu vantar gott heimili.
Hún er svört og hvít. Vin-
samlegast hafið samband í
síma 551-9761.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Bláa lónið
Morgunblaðið/Golli
Stuð í Ártúnsbrekkunni.
Víkverji skrifar...
ÞAÐ er auðvitað synd að Íslenskerfðagreining og Friðrik Skúla-
son skyldu ekki ná að opna aðgang
að Íslendingabók á Netinu fyrir jól.
Víkverji er nefnilega sannfærður um
að þá hefðu umræður um ættfræði
tröllriðið öllum jólaboðum, verið
hinn endanlegi samkvæmisleikur.
Víkverji hefði þá til að mynda get-
að montað sig af því að vera í sjötta
lið tengdur Halldóri Ásgrímssyni ut-
anríkisráðherra, í sjöunda lið tengd-
ur þeim Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra, Steingrími J. Sigfússyni,
formanni Vinstri grænna, og Sverri
Hermannssyni, formanni Frjáls-
lynda flokksins.
Víkverji þarf hins vegar að fara
lengra aftur til að rekja sig saman
við Össur Skarphéðinsson, formann
Samfylkingar, þ.e. níu liði. Þykir
Víkverja ástæða til að taka fram að
þessi mismiklu tengsl segja ekkert
um það hvert hann hallast í pólitík!
Víkverja þótti athyglisvert að fá
nú staðfest að hún stenst fyllilega,
kenningin um að allir Íslendingar
séu afkomendur Jóns biskups Ara-
sonar; a.m.k. hvað hann varðar. Vík-
verji er nefnilega kominn af Jóni í
fjórtánda lið. Síðan vakti það athygli
Víkverja að hann skuli tengdur Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
í sjöunda lið en sameiginlegir for-
feður eru þeir sömu og tengja Vík-
verja við formann Vinstri grænna!
Uppflettingar í Íslendingabók
hafa almennt gengið vel hjá Vík-
verja, þó að álagið hafi greinilega
verið býsna mikið fyrstu dagana því
nokkrum sinnum komu upp tækni-
leg vandkvæði. Þá vill Víkverji
kvarta ofurlítið yfir því að stundum
skuli birtast melding sem segir:
„Þessi leit er full víðtæk. Fleiri en
150 einstaklingar fundust, fyrstu
150 eru birtir.“
Þannig gat Víkverji ekki rakið sig
saman við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, fráfarandi borgarstjóra, þar
sem hún féll undir þessa skilgrein-
ingu. Kannski er Víkverji þó bara of
vitlaus til að átta sig á því, hvernig
framhjá þessu má komast.
x x x
VÍKVERJI hefur haft einstaklegagaman af því að horfa á Tutt-
ugustu öldina, heimildaþætti þeirra
Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar og Ólafs Þ. Harðarsonar í
sjónvarpinu. Einkum og sér í lagi er
gaman að sjá sjónvarpsmyndir, sem
ekki ber svo ýkja oft fyrir augu þessi
seinni misserin. Til að mynda hefur
verið áhugavert að fá að sjá stjórn-
málamenn fyrri tíma tala upphátt,
en augljóst er að hinn nýi miðill –
sjónvarpið – átti ekki jafnvel við þá
alla, þegar það kom fram á sjón-
arsviðið hér á Íslandi á sjöunda ára-
tugnum.
Þá gat Víkverji ekki varist hlátri
þegar sýnt var í þættinum um Við-
reisnarárin brot úr umræðuþáttum
sem Ólafur Ragnar Grímsson
stjórnaði á sínum tíma, en þeir ku
hafa þótt byltingarkenndir. Hið eina
sem setur skugga á gleðina, þegar
svona brot eru sýnd, er að ekki skuli
hægt að hafa þau ögn lengri.
HALLDÓR Laxness tekur við Nób-
elsverðlaununum í bókmenntum.
Úr sjónvarpsþáttunum 20. öldin.