Morgunblaðið - 17.02.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.02.2003, Qupperneq 13
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 13 STEINDÓR Andersen rímnamaður fékk fyrir fáum dögum handrit og upptökur sem nýttar verða á vænt- anlegum geisladiskum Smekkleysu með rímum, líkast til á markaði í haust. Þetta varpar að hans sögn nýju ljósi á sumt af þessum gamla íslenska kveðskap. Bandaríska útgáfufyrir- tækið Naxos hefur þá tekið upp söng Steindórs fyrir nýja útgáfuröð þjóð- lagatónlistar. Í Hrafnagaldri Óðins kvað hann við nýjan og gamlan tón á Listahátíð í fyrra og endurtekur það, eins og fram kom í blaðinu á föstudag- inn, að öllum líkindum í Noregi næsta sumar og í Frakklandi ári síðar. Á miðvikudag verða í Borgarleikhúsinu tónleikar þar sem Steindór kveður með Lúðrasveit Reykjavíkur. Þeir eru þáttur í Myrkum músíkdögum. Hann fylgdi hljómsveitinni Sigur Rós með rímur á tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum í hitteðfyrra. Kvað með rapparanum Erpi Eyvindarsyni og hefur vakið athygli á þessu söng- formi svo tala má um tísku. Naxos- útgáfan hafði samband við Árnastofn- un til að inna eftir lifandi rímnasöng í nýja röð heimstónlistar, sem seld verður í um 80 löndum undir merkj- um þessa fyrirtækis sígildrar tónlist- ar. Geislaplatan með Steindóri hefur verið tekin upp og er væntanleg í sumar, með hörpuslætti Moniku Abendroth og leik Buzby Birchal á ástralska frumbyggjahljóðfærið didg- eridoo. Þetta gerist að virðist vegna þess að maður tekur sig til og nennir að sinna því af alvöru sem hann hefur áhuga á. Í kvæðamannafélaginu Ið- unni og víðar og til hans kemur fólk með gersemar. Nýlega fékk Steindór lánað handritasafn Björns Friðriks- sonar frá afkomendum hans, um þrjá- tíu handskrifuð kver af vísum og 45 plötur, þar af 36 silfurplötur með rímnasöng. Þetta hefur hann afhent Ríkisútvarpinu til að athuga, en fjórir væntanlegir diskar Smekkleysu verða með upptökum af silfurplötun- um. Dæmalaus söguljóð Steindór segir að rímur séu sagna- kveðskapur í ströngu og afmörkuðu formi, frásagnir um persónur úr forn- sögum, riddarasögum og ævintýrum og síðar kveðskapur skálda sem ortu vísnaflokka af ýmsu tagi. Síðastur þeirra þekktustu var Sigurður Breið- fjörð. Rímnaflokkum er oft skipt í kafla og breytt um bragarhátt við hver kaflaskipti. Þetta samsvarar að sögn Steindórs köflum í skáldsögu og sá sem kveður hefur leyfi til að yrkja með frá eigin brjósti í upphafi hvers þáttar. Annaðhvort til að lasta sjálfan sig eða stæra, lofa skáldagyðjuna eða deila á yfirvöld. Rímurnar má kalla séríslenskt fyrirbæri, sérstaklega í blóma frá 17. til 19. aldar, lífseigar á Norðvesturlandi ekki síst og smám saman ortar undir dýrari háttum. Elsta ríman er talin vera Ólafsríma Haraldssonar Noregskonungs, eftir Einar Gilsson lögmann, varðveitt í Flateyjarbók frá 14. öld. Rímurnar voru oft ortar upp úr sögum í lausu máli án mikilla efnisbreytinga eða túlkunar og þær gátu orðið býsna langar. Olgeirsrímur danska, sem Guðmundur Bergþórsson orti seint á 17. öld er líklega viðamest, um 60 rím- ur. Þótt þessi kvæði hafi átt hliðstæð- ur í evrópskri ljóðagerð miðalda má kalla þau dæmalausa mansöngva, heimildir, skopstælingar og skáld- verk. Dýrust drósa Sem dæmi um vísu er Steindór skildi á nýjan hátt með handritum Björns Friðrikssonar nefnir hann þessar línur eftir Jónas Jónasson frá Torfmýri: „Jurtir þíðar fara á fót (áð- ur skilið: Upp til tíðar fara á fót)/ fagr- ar hlíðir gróa/ árdags blíðum bjarma mót/ blómin fríðu glóa.“ Þetta segir hann ekki uppgötvun í sjálfu sér held- ur athyglisvert dæmi um hvað greina kann milli þess sem heyrt er og skrif- að. Fleira fólk muni athuga þessi skrif og upptökur og auka þannig vonandi við menningararf sem við eigum. Hægt er að skoða talsvert af rímun- um á vef Kvæðamannafélagsins Ið- unnar. Tónleikarnir í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn, þar sem Steindór kveður með Lúðrasveit Reykjavíkur, hefjast með verki eftir Pál P. Pálsson. Þá kemur Elías Davíðsson, Ronald Binge og annað verk Páls. Því næst Robert W. Smith, Manfred Schneider og loks Lárus Halldór Grímsson hljómsveitarstjóri með Ann ég dýrust drósa, fyrir kvæðamann og lúðra, samið á síðasta ári. Galdur rímunnar og gamlir textar Morgunblaðið/Jim Smart Geislaplatan með Steindóri Andersen hefur verið tekin upp og er vænt- anleg í sumar, með hörpuslætti Moniku Abendroth. Steindór Andersen rímnamaður er að grúska í gömlum kveð- skap, Naxos er að gefa út söng hans og Hrafna- galdur Óðins er á far- aldsfæti. Þórunn Þórs- dóttir fékk að heyra af þessum verkefnum Steindórs. VEÐURHAMUR laugardagsins gerði mörgum skráveifu, þ.á m. und- irrituðum, og olli trúlega mestu um fámennið í áheyrendasætum þegar aðeins 18 manns urðu vitni að frum- flutningi flautukvintetta Krommers og Kuhlaus á Íslandi. Væri full ástæða til að endurtaka tónleikana, því tónlistin var í einu orði sagt bráðskemmtileg og hafði sér til ágætis flest annað en að vera þekkt hér um slóðir. Eftir að stórsnillingshugtakið var sett á oddinn á 19. öld hurfu mörg tónskáld að ósekju í skuggann á Haydn, Mozart, Schubert og Beethoven, jafnvel þótt virt væru af samtíð sinni, og féllu síðan í gleymsku. Hvað snemmrómantíkina varðar olli stallsetning eftirlifenda á Beethoven ákveðinni meinloku: ann- aðhvort þóttu önnur tónskáld of lík honum og voru þá vænd um stæl- ingu – eða þau þóttu of ólík, og komu því ekki til greina! Fyrirlitningin á „smámeisturum“ fram eftir blómaskeiði darwinisma og þjóðernishyggju var botnlaus og útilokaði lengi vel ekki aðeins af- bragðs tónlist að ósekju, heldur líka þá skilningsaukandi og örvandi við- miðun sem hún veitti. En sem betur fer hafa hljómlistarmenn síðari ára í vaxandi mæli farið að sinna þessum hulduhljóðkrásum. Í nóvember mátti t.d. heyra frábæran píanó- kvintett eftir Hummel, engu lakari en Silungakvintett Schuberts, og verkin tvö umræddan laugardag voru ekki síður ánægjuaukandi. Bæði skipuð sömu ljúfu áhöfn flautu og strengjakvartetts með tvær víól- ur í miðju, sem gefur aðeins dimmri samhljóm og mýkri en venjulegur tveggja fiðlna kvartett. Eftir Tékkann Franz Krommer (1759–1831) var leikinn Kvintett nr. 7 [í D?] Op. 104, fjórþætt verk á vín- arklassískum grunni, gætt mózörzk- um þokka (gott ef eimdi ekki svolítið eftir af Töfraflautuforleiknum í gegnfærslu lokaþáttar!) og haydnskri kerskni; bráðvel skrifað verk og skemmtilegt áheyrnar. Hópurinn lék vel og samtaka; að vísu framan af með sérkennilegum votti af „HIP“-styrkreigingum, en úr því dró blessunarlega þegar frá leið, enda umdeilanlegt í ekki eldri tónlist. Friedrich Kuhlau (1786–1832) frá Hannover féll aldrei í sama gleymskunnar dá og Krommer. Til þess var hann of stór fiskur í litlum polli. Hann bjó nefnilega síðari helming ævinnar í Kaupmannahöfn, þar sem hann samdi m.a. þjóðar- óperuna Álfhól og ógrynni af flautu- tónlist. Hann heimsótti Beethoven 1825, er sendi honum keðjusöng í kveðjuskyni, „Kühl, nicht lau“ (Sval- ur, ekki volgur), og hafði á honum miklar mætur. Samt kom manni á óvart hve mik- ið var spunnið í Kvintett Kuhlaus nr. 3 í A Op. 51. E.t.v. mest í innþætt- ina, þ.e. „norrænu rómönzuna“ (III.) – og sérstaklega beethovenska „norna“-scherzóið (II.), rakið crème de la crème og sneisafullt af gáska- fullu hugviti. Tónmálið var annars furðuþróað fyrir sinn tíma og slag- aði upp í þroskaverk Schumanns og Brahms. Leikurinn var afspyrnu- góður, ávallt á sannfærandi hraða og spilagleðin nánast áþreifanleg. Aðeins mætti bæta einu piparkorni í pylsuenda til mótvægis, að leiðinda plebbaháttur var að enskulapi tón- leikaskrárritara – „Brunswick“ (í stað Braunschweig) og „Moravia“ (Mähren) í stað góðfrónskunnar Mæri. TÓNLIST Salurinn Flautukvintettar eftir Krommer og Kuhlau. Martial Nardeau flauta, Greta Guðnadóttir fiðla, Guðmundur Krist- mundsson & Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló. Laug- ardaginn 15. febrúar kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Meira af slíku! Ríkarður Ö. Pálsson LJÓÐIÐ er góður sálufélagi. Skáldinu er það trúnaðarvinur og náð, lesendum upplifun og jafnvel huggun. Án ljóðsins væri lífið fá- tækara. Björn Sigurbjörnsson, prestur í Danmörku og skáld, sem nú er látinn, hefur sent frá sér ljóðabók sem hann nefnir Út og heim. Þetta er hinsta kveðja hans á ritvellinum, hug- ljúf bók, full af trega og söknuði en jafnframt gædd elsku og hlýleika og ást á líf- inu. Meginefni bókarinnar er orðræða um líf manns andspænis sársauka sjúkdóms og fallvaltleika tilverunn- ar. En hún er jafnframt lofgjörð um lífið og kannski einkum hið smáa og hversdagslega í lífinu. Blær hennar er ljúfsár og tregafullur sem birtist ekki síst í mikilli heimþrá til átthag- anna heima á Íslandi. En í gegnum hana skín samt líka einhver þakk- argjörð og sátt þess manns sem veit hvað bíður hans. Ljóð Björns eru einföld að gerð og einlæg, líkust vangaveltum. Mál- far þeirra er látlaust og eðlilegt, stíllinn gegnsær. Í sumum ljóðanna er textinn heimspekilegur. Í kvæð- inu Hismi virðist maðurinn vera óttalegt hismi í fyrstu. Ljóðmælandi lítur til himins og sér stjörnurnar, þessi sólkerfi, sem virðast eins og smákorn á himni og í því ljósi líkir hann sjálfum sér við rykkorn ,,sem vindur tilviljana / feykir hingað og þangað“. En þessi líking nægir skáldinu ekki: En nú stækkar bjartasta stjarnan jafnt og þétt Hún er flugvél á leið til lendingar og ég er aftur maður Heimþráin í ljóðum Björns er áberandi. Í kvæðinu Ég man segist skáldið muna hvað það var gott ,,að hitta Íslendinga / eða kaupa Mogg- ann / á Hovedbanegården / og fá fréttir. // Ég man / hvað mig langaði heim“. En glíman við forgengileik- ann setur þó sterkasta mark sitt á kvæðin. Í kvæðinu Líf sjáum við í senn dæmi um trega og æðruleysi gagnvart því sem framundan er þó að lífið hafi tekið á sig aðra mynd en óskir hans stóðu til: ,,og blasir nú við / hinum // eins og bjartur sum- armorgunn. // Í þokunni greini ég / bátinn við árbakkann.“ Stundum bregður fyrir kímni í bland við hina alvarlegu umræðu um fallvaltleika tilverunnar. Í kvæð- inu Nöfn gantast Björn með þær undarlegu afbakanir á nafni hans sem ýmsir Danir hafa fest við hann svo að honum finnst hann hafa glat- að samsemd sinni og nafnsins en hann bætir við: En þið sem þekktuð hann Bjössa: Staldrið við á staðnum þar sem ég kann að vera geymdur og grafinn og nefnið mig með nafni svo samsemd mín geti læðst hljóðlega heim. Við hérna heima getum ekki ann- að en þakkað ást þessa ágæta skálds á heimahögunum og kveðjum Björn með þakklæti fyrir að hafa átt með kvæðum hans ljúfar stundir. BÆKUR Ljóð eftir Björn Sigurbjörnsson. Vaka – Helga- fell 2003 – 62 bls. ÚT OG HEIM Björn Sigurbjörnsson Skafti Þ. Halldórsson Kveðja Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og framkvæmdastjóri Hönn- unarsafns Íslands verður með kynn- ingu á Dieter Roth og framlagi hans til íslenskrar myndlistar kl. 12.30. Aðalsteinn hefur um árabil kynnt sér myndlist hans bæði hér heima og erlendis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KJARTAN Guðjónsson hefur opn- að málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. „Kjartan er á 82. aldursári, heilsu- góður og þokkalega ern. Þetta verður seinasta einkasýning hans,“ segir í kynningu. „Kjartan hefur hin síðari ár ekki beint verið aufúsugestur í hinum meiri sýningarsölum Reykjavíkur og nágrennis, en nú bar svo við fyrir skömmu, að hann var boðinn velkominn í gamalt hús með sál, þar sem tréveggir, óspjallaðir af pússningu, biðu eftir myndum eins og vinum. Og Kjart- an hætti við að hætta. Sýning- arsaga hans tók óvænta stefnu, hann steinhætti að skammast, að minnsta kosti í bili. Það er gömul saga og ný, að gamlir menn leggj- ast gjarnan í ævisögur, en Kjartan heldur því fram, að aldrei hafi neitt drifið á daga hans sem eigi erindi á blað, og svo er dálks- entimetrinn orðinn ansi dýr,“ seg- ir ennfremur. Listhús Ófeigs er opið mánu- daga til föstudaga frá 10–18 og laugardaga 11–16, lokað sunnu- daga. Kjartan sýn- ir hjá Ófeigi Eitt af verkum Kjartans Guðjóns- sonar á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.