Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 14

Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Alpan í nýrri markaðssókn erlendis „Útflutningur á pottum og pönnum til um 30 landa hefur staðið fyrir 99% af tekjum Alpans hf. í nær 30 ár. Í mark- vissri sókn okkar inn á nýja markaði og við endurskoðun á nokkrum stórum markaðssvæðum leituðum við í smiðju hjá VUR og Útflutningsráði. Í fyrstu virtust báðir aðilar bjóða sömu þjónustu, en reynslan leiddi í ljós að hvor um sig var að skila okkur því sem hann kunni best. Með aðstoð Útflutningsráðs hefur Alpan tekið þátt í viðskiptasendi- nefndum inn á ný markaðssvæði erlendis sem gefist hafa vel. Viðskiptafulltrúar VUR í sendiráðum erlendis hafa hins vegar skilað okkur dýpri þekkingu á því hvernig einstakir markaðir virka og skapað aðgengi að aðilum sem okkur hefði annars reynst örðugt að ná til. Í sameiningu vinna VUR og ÚÍ þýðingarmikið starf fyrir okkur.“ Guðmundur Ö. Óskarsson, framkv.stjóri Alpan E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 4 -0 3 RANNSÓKNARNEFND um- ferðarslysa hefur frá árinu 1998 rannsakað þau slys í umferðinni sem leitt hafa til dauða. Á þessu tímabili til desember 2002 hafa 133 látist í 112 umferðarslysum. Um 80% þessara slysa hafa orðið í dreif- býli en 20% í þéttbýli. Hættuleg- ustu tilvikin í dreifbýli eru útafakst- ur, árekstrar og slys á vegamótum en í þéttbýli slys sem verða á gatna- mótum og gangbrautum. Nefndin hefur raðað aðalorsökum banaslysa í umferðinni í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn nefnist vísvitandi brot, en þar er um að ræða hraðakstur og gróf umferðarlagabrot og falla um 17% slysa undir hann. Annar flokkurinn nefnist búnaði eða notk- un hans áfátt og vísar t.d. til örygg- isbúnaðar bifreiðarinnar og notk- unar hans. Um 13% umferðarslysa falla í þann flokk. Síðasti flokkurinn nefnist ytri aðstæður ráðandi og er þar átt við slys þar sem vegur og umhverfi hans er aðalorsök. Um 15% slysa má rekja til þess. Í lang- flestum tilvikum eða 55% er um að ræða samspil tveggja eða þriggja þátta, þ.e.a.s. ökumanns, öryggis- búnaðar og vegar og umhverfis hans. Í umræðunni í dag er öku- manni yfirleitt kennt um þegar óhapp verður en þetta er ekki svona einfalt eins og rannsóknir Rann- sóknarnefndar umferðarslysa hafa m.a. sýnt. Í þeim löndum sem leggja hvað mesta áherslu á að bæta umferð- aröryggi er farið að ræða um að skipta ábyrgð þ.e.a.s. á milli öku- manns og veghaldara. Þessi skipt- ing ábyrgðar byggist á því að það sé mannlegt að gera mistök. Í fram- haldi af því er gert ráð fyrir að öku- menn virði umferðarreglur, en að veghaldari sjái til þess að vegakerf- ið fullnægi ákveðnum öryggiskröf- um sem taki mið af því að lágmarka afleiðingar slysa sem verða vegna mistaka ökumanns. Við sem höfum rannsakað bana- slys frá árinu 1998 höfum séð þess alltof mörg dæmi að mistök öku- manns hafa leitt til dauða eða alvar- legra meiðsla vegna þess að vegi eða umhverfi hans var ábótavant. Skurðir, stórir steinar, gjótur, ljósa- staurar og ræsi við hlið vegar hafa m.a. verið orsök fyrir því að illa fór. Einnig hefur vöntun á vegriðum leitt til þess að bílar hafa lent í sjó, vötn, ár eða farið niður brattar hlíð- ar. Það verður því að segja eins og er að það getur verið dýrkeypt fyrir ökumann að gera mistök eins og mýmörg dæmi sanna. Það er því að mínu mati forgangsverkefni í vega- gerð á Íslandi að bæta núverandi vegakerfi. Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa skrifaði bréf til sam- gönguráðs þar sem bent var á nauð- syn þess að bæta núverandi vegi. Því miður er í nýrri tillögu til þings- ályktunar um samgönguáætlun fyr- ir árin 2003–2014 lögð megináhersla á að byggja nýja þjóðvegi og jarð- göng en minni áhersla lögð á að bæta núverandi vegi. Meðal þeirra vísvitandi brota sem ökumenn fremja í dag er hraðakst- ur. Þessi hættulega hegðun hefur oft verið aðalorsök umferðarslysa og meðorsök í fjölda slysa. Því mið- ur telur hinn almenni ökumaður hraðakstur ekki til hinna alvarlegu brota og það sama gildir um op- inbera aðila. Úti á þjóðvegunum þar sem 90 km hámarkshraði er leyfður er ekki kært nema ökumaður hafi ekið á hraða yfir 104 km/klst. Það kemur til af því að vikmörk eru 10 km/klst og skekkjumörk frá þeim 3%. Með þessum vinnureglum er verið að gefa í skyn að ekki sé litið alvarlegum augum á það að aka yfir hámarkshraða. Þessu er ekki svona varið hvað varðar ölvun við akstur. Það er forvitnilegt að bera saman áhættuna sem fylgir því að aka ölv- aður við áhættuna sem fylgir því að aka hratt. Í nýlegri ástralskri rann- sókn kemur fram að á götu þar sem hámarkshraði er 60 km/klst eykst hættan á því að lenda í umferð- arslysi þrjátíufalt, annars vegar aki ökumaður 20 km/klst yfir hámarks- hraða og hins vegar aki ökumaður ölvaður með 2,0 prómill alkóhóls í blóði, en á löglegum hraða. M.ö.o. er áhættan af hraðakstrinum og ölvunarakstrinum í þessu dæmi sú sama. Það er alveg ljóst að almenn- ingur myndi fordæma ölvaða öku- manninn en ekki þann sem ók of hratt. Sama sjónarmið kemur fram hjá löggjafanum en þar fengi sá ölv- aði minnst 100 þús. kr. sekt og myndi missa ökuskírteinið í eitt ár en sá sem æki of hratt myndi fá 10.000 kr. sekt. Hér endurspeglast almenningsálitið sem er á móti ölv- un við akstur en ekki á móti því að brjóta reglur um hámarkshraða. Fjöldi rannsókna hefur verið gerð- ur um samband hraða og mismun- andi gerða slysa og gefa þær allar svipaðar niðurstöður. Á grundvelli þessara rannsókna myndi okkur takast að fækka látnum og alvar- lega slösuðum í umferðinni um 15– 20% ef við lækkuðum meðalhraða um 5%. Til að svo megi verða þarf að afnema vikmörkin, hækka sektir og setja strangari skilyrði um öku- leyfissviptingu í líkingu við þau mörk sem gilda fyrir ölvunarakstur. Í mínum huga er ljóst, og styðst ég við þær rannsóknir sem við í Rannsóknarnefnd umferðarslysa höfum gert, að ef ekki verða gerðar stórfelldar endurbætur á núverandi vegakerfi og gerðar ráðstafanir til að minnka umferðarhraðann um- talsvert munum við á næstu árum sjá svipaðan fjölda af banaslysum og alvarlegum slysum. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en þróun síðustu árin í fjölda banaslysa í umferðinni er ekki uppörvandi. Minnka þarf umferðar- hraða og bæta vegina Eftir Rögnvald Jónsson „… ef ekki verða gerðar stórfelldar endurbætur á núverandi vegakerfi og gerðar ráð- stafanir til að minnka umferðarhraðann um- talsvert munum við á næstu árum sjá svip- aðan fjölda af bana- slysum og alvarlegum slysum.“ Höfundur situr í Rannsóknarnefnd umferðarslysa. UFFE Ellemann-Jensen og Carl Bildt hafa ritað sameiginlega grein, sem birt var í nokkrum norrænum dagblöðum, með hugleiðingar um möguleika Norðurlanda í breyttri Evrópu. Fyrst ber að þakka þessum tveim- ur þekktu stjórnmálamönnum fyrir að leggja sitt af mörkum til samnor- rænnar umræðu um mál sem er mjög mikilvægt fyrir öll Norðurlöndin. Þetta er frumlegt og jákvætt fram- tak. Röksemdir þeirra og niðurstöður standast þó ekki allar. „Á síðustu öld skildi leiðir norrænu ríkjanna að nokkru leyti,“ fullyrtu þeir til að mynda og skírskotuðu til þess að ólík- ir öryggispólitískir hagsmunir hafi orðið til þess að „þær fóru nokkuð hver í sína áttina þegar kom að þátt- töku í evrópsku, vestrænu og alþjóð- legu samstarfi“. Og niðurstaða þeirra er að aðeins með fullri aðild allra Norðurlandanna að ESB geti nor- ræna röddin fengið mikið vægi á al- þjóðavettvangi. Þessir tveir greinarhöfundar gleyma því að Norðurlöndin hafa ver- ið þekkt og virt fyrir samstarf þeirra og sérstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur skýrt fram í fjölda þeirra norrænu stjórnmála- manna sem hafa gegnt æðstu emb- ættum hjá Sameinuðu þjóðunum (Trygve Lie, Dag Hammarskjöld, Poul Hartling, svo nokkrir séu nefnd- ir). Samræming sjónarmiða Norður- landanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna var í föstum skorðum og þau voru að miklu leyti álitin eining. Það sást meðal annars þegar fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður- Afríku, Nelson Mandela, lagði upp í ferðalag við lok forsetatíðar sinnar til að kveðja. Þá ákvað hann ekki að heimsækja stórveldi eins og Bret- land, Frakkland eða Bandaríkin. Hann heimsótti Holland og Norður- löndin til að þakka þeim fyrir stuðn- inginn sem þau höfðu veitt í samein- ingu í baráttunni gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. En hvernig er framganga Norður- landanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna núna? Martin Sjöstedt og Ulf Bjereld, hinn fyrrnefndi er nemi og hinn síðari prófessor í stjórnmála- fræði við Gautaborgarháskóla, hafa rannsakað stefnu Svíþjóðar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna á árunum 1982–2001 og fjallað um hana í Da- gens Nyheter. Þegar hagsmunir iðn- ríkjanna og þróunarlandanna fóru ekki saman greiddu Svíar atkvæði með ríkjum þriðja heimsins í um það bil helmingi tilvikanna á níunda ára- tugnum en núna greiða þeir næstum alltaf atkvæði með hinum ESB-lönd- unum eða öðrum auðugum ríkjum. Þegar samið var um endurnýjun Basel-sáttmálans, um útflutning hættulegs úrgangs til landa þriðja heimsins, lögðu norrænu ríkin fram sameiginlega tillögu sem hefði hindr- að útflutninginn. Evrópusambandið snupraði Dani, Svía og Finna og fékk þá til að styðja tillögu ESB sem var ekki jafnvíðtæk. Norðmenn stóðu við upprunalegu norrænu tillöguna og hún var samþykkt. Norðmenn gegndu sama hlutverki í fyrra á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun þegar fjallað var um nýjar reglur Heimsviðskiptastofnunarinn- ar. Norðmenn tryggðu meirihluta fyrir breytingu sem gerði umhverf- issjónarmiðum jafnhátt undir höfði og viðskiptasjónarmiðunum – þótt Evrópusambandið og Bandaríkin hafi fyrst stutt aðra tillögu sem var ekki eins umhverfisvæn. Og hvaða Norðurlandaþjóð hefur á síðasta áratug haft árangursríka og áhrifamikla milligöngu í Mið-Austur- löndum og nú síðast á Sri Lanka? Það eru aumingja einangruðu Norðmenn. Norrænu ESB-löndin hafa nú tak- markað sjálfstæði í utanríkismálum og ekkert sjálfstæði hvað viðskipta- stefnuna varðar og eru því nú rétti- lega álitin hluti af viðskiptapólitísku og bráðum hervæddu stórveldi, með sína eigin hagsmuni. Þau geta því ekki gegnt hlutverki milligöngu- manna í heimsmálunum eins og þau gerðu með góðum árangri áður. Og það er synd vegna þess að í heimi sem breytist svo hratt vegna alþjóðavæð- ingar, eins og greinarhöfundarnir tveir lýstu réttilega, er mikil þörf fyr- ir slíka óháða milligöngumenn. Evr- ópusambandið og Bandaríkin eru mikilvægir og öflugir leikarar á leik- sviði heimsmálanna. En það er eng- um í hag að láta þeim allt sviðið eftir. Kanada hefur auðvitað náið sam- starf við volduga grannríkið í suðri, en gegnir öðru hlutverki á alþjóða- vettvangi og hefur sérstöðu, sem landið hefði ekki væri það hluti af Bandaríkjunum. Norðurlöndin geta með sama hætti orðið „Kanada Evr- ópu“ og endurheimt þá virðingu, sem þau hafa notið í heiminum, ef þau vilja ekki lengur taka þátt í ráðagerð- inni um „Bandaríki Evrópu“. Það er þörf fyrir sjálfstæða norræna rödd í heiminum. Við styðjum því öflugri Norðurlönd en höfnum sambandsríki ESB. Öflug Norðurlönd – ekki ESB-stórríki eftir Hans Lindqvist og Poul Gerhard Kristiansen „Það er þörf fyrir sjálf- stæða norræna rödd í heiminum. Við styðjum því öflug Norðurlönd en höfnum sambandsríki ESB.“ Hans Lindqvist er fyrrverandi þing- maður á Evrópuþinginu, er í sænska Miðflokknum og samhæfir starfsemi TEAM, evrópskra samtaka gagnrýn- enda ESB. Poul Gerhard Kristiansen er aðalritari Þjóðarhreyfingarinnar gegn ESB í Danmörku og fyrrver- andi formaður Réttarsambands Danmerkur. Hans Lindqvist Poul Gerhard Kristiansen Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.