Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 16

Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 16
16 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ÁTT settir embættismenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, hafa að undanförnu ýjað að því að til greina komi að gefa Saddam Huss- ein og handbendum hans upp sakir, gegn því að þeir fari frá Írak, til að af- stýra stríði. Er það góð hugmynd að veita honum slíka sakaruppgjöf? Hvern- ig liti það út í augum þeirra sem hafa reynt að taka af þá venju að refsa ekki embættismönnum sem eru sekir um hryllilega glæpi? Þetta eru mikilvægar spurningar. Til að reyna að svara þeim virðist þurfa að hafa tvö meginatriði í huga. Í fyrsta lagi þarf að hafa hliðsjón af því hversu alvar- lega glæpi þeir, sem myndu komast hjá refsingu, hafa framið. Í öðru lagi þarf að taka tillit til þess hversu miklum blóðs- úthellingum og þjáningum hægt væri að afstýra með því að láta slíkan harðstjóra og samverkamenn hans ganga lausa. Þriðja atriðið sem einnig ætti að hafa í huga er sá skaði sem þetta myndi valda alþjóðlega refsiréttinum sem verið er að móta til að taka fyrir refsileysi þeirra sem beita valdi sínu til að fremja grimmdarverk. Hvað glæpsamlegt athæfi Saddams Husseins varðar er líklega enginn emb- ættismaður nú við völd sem er með eins blóði flekkaðar hendur og hann. Hér eru aðeins nefnd nokkur dæmi um glæpi hans:  hann lét her sinn beita efnavopnum gegn írönskum hermönnum í átta ára stríði Írans og Íraks sem Saddam hóf árið 1980;  hann lét myrða um 5.000 íbúa kúr- díska bæjarins Halabja í mars 1988 með því að beita efnavopnum, eftir að hafa notað slík vopn mánuðina áður gegn kúrdískum þorpum í grenndinni;  lét myrða um 100.000 Kúrda í út rým- ingarherferð sem kallaðist „Anfal“ milli febrúar og september 1988, að- allega með því að flytja fórnarlömbin út í eyðimörk þar sem þau voru rekin ofan í opnar grafir, skotin með vél- byssum og síðan hulin sandi með jarð- ýtum;  lét eyðileggja forna menningu svo- nefndra „Fenja-araba“ í suðaust- anverðu Írak, en því var fylgt eftir með nauðungarflutningum og morðum á fyrri íbúum svæðisins;  aðgerðir hans í Kúveit þegar Íraksher réðst inn í landið, til að mynda hurfu hundruð kúveiskra borgara sporlaust og ekki er enn vitað um afdrif þeirra;  grimmilegar refsiaðgerðir gegn sjít- um í Suður-Írak eftir Persaflóastríðið árið 1991;  og ofsóknir á hendur öllum Írökum sem grunaðir eru um andóf eða svik- semi. Öll þessi sakarefni teljast stríðs- glæpir, glæpir gegn mannúð, og fjölda- morðin í Antal-herferðinni og ef til vill mál Fenja-arabanna teljast til alvarleg- asta glæpsins, hópmorðs (genocide). Þótt við vitum ekki hversu miklum blóðsúthellingum og hörmungum innrás í Írak myndi valda leikur ekki vafi á því að þær yrðu m rök fyrir því a Hussein og sa mönnum eins („Efnavopna- hann), frænda leggjanda An okkur jafnmik tryggja að ma Hægt er að virðist vera á réttlætinu og alþjóðlegs ref ekki til neinn draga Saddam þjóðasakamál Írösk kona heldur á mynd af Saddam Hussein í heimaborg undur telur ekki hægt að útiloka að Saddam kjósi útlegð fr Saddam veitt saka ’ Leyfufara þan náum ho án nokk fyrir ref © The Project Syndicate. eftir Aryeh Neier UM síðustu helgi hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sína fyrstu ræðu sem þing- frambjóðandi. Fyrirfram mátti búast við því að forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar myndi kynna hvaða málefnum hún hygðist beita sér fyrir í komandi kosninga- baráttu og upplýsa kjósendur um hver sýn hennar á efnahags- og atvinnumál væri. Þeir sem báru þá von í brjósti urðu fyrir vonbrigðum. Málefnalegar áherslur viku fyrir lýðskrumi, rangfærslum og aðdrótt- unum sem erfitt verður að sjá hvernig Ingibjörg ætlar að rökstyðja. Raunar bendir allt til þess að í þetta skiptið hafi Ingibjörg talað gegn betri vitund í von um vinsældir, en forsendurnar voru vafasam- ar. Í ræðu sinni sagði Ingibjörg að helsta meinsemd íslensks efnahags- og atvinnu- lífs væru afskipti stjórnmálamanna af fyr- irtækjum og nefndi dæmi. Beindi hún spjótum sínum persónulega að Davíð Oddssyni forsætisráðherra og gaf í skyn að hann misbeitti valdi sínu. Ásakanir Ingibjargar eru mjög alvarlegar. Hins vegar standast þær ekki skoðun og hitta hana sjálfa, flokk hennar og formann hans verst fyrir. Afskipti stjórn- málamanna skert Öllum er ljóst að afskipti stjórnmála- manna af efnahags- og atvinnulífi hafa far- ið mjög minnkandi sl. 12 ár. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa markvisst dregið úr afskiptum stjórnmálamanna af atvinnu- og efnahagslífinu. Til sönnunar um það er sú mikla einkavæðing ríkisfyrirtækja sem átt hefur sér stað á Íslandi á þessu tíma- bili. Tugir ríkisfyrirtækja hafa verið seldir einkaaðilum og hafa því völd sem áður voru í höndum stjórnmálamanna verið færð yfir til einkaaðila og almennings. Ákvörðunarvald í vaxtamálum hefur og verið fært frá stjórnmálamönnum og yfir til Seðlabanka Íslands. Það var undir for- ystu Davíðs Oddssonar sem sett voru stjórnsýslulög með skýrum reglum um það hvernig stjórnsýslan skuli og megi haga sér og atvinnulífið gert gagnsærra með setningu skýrra og almennra leik- reglna sem allir þurfa að lúta. Það eru rík- isstjórnir Davíðs Oddssonar sem hafa fært opinbert eftirlit með atvinnulífinu til sjálf- stæðra stofnana sem ekki lúta boðvaldi stjórnmálamanna. Ef nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur beitt sér fyrir því að draga úr valdi stjórnmálamanna og því að settar væru almennar leikreglur, þá er það einmitt Davíð Oddsson, maðurinn sem Ingibjörg Sólrún telur að nauðsynlegt sé að losna við svo færa megi vald frá stjórn- málamönnum og setja almennar leik- reglur! „Hreinræktaðir drullusokkar“ Hins vegar er óljóst hvað flaug í gegn- um huga formanns Samfylkingarinnar meðan svilkona hans flutti ræðu sína. Öss- ur er nefnilega sá stjórnmálamaður sem lengst hefur gengið í afskiptasemi sinni gagnvart fyrirtækjum. Frægt er bréfið sem hann sendi fyrirsvarsmönnum Baugs í „guðs friði – en ekki mínum“, svo notað sé orðalag Össurar sjálfs. Þar sagði hann m.a. að Baugsfeðgar væru „hreinræktaðir drullusokkar“, að þeir höguðu sér eins og „suðuramerískir gangsterar“ og bætti síð- an við að svona „menn eiga ekki skilið virðingu samborgara sinna. Því ætla ég að koma til skila“. Össur sagðist eiga langa ævi fyrir höndum, sér væri létt um mál og hann lipur me afskipti. „You formaður Sam sem að sögn b því að menn ta þingræðu sem hafði hann ein arkveðju: „Stó einokunar key tak þeirra á m heyrða dýrtíð ríkisstjórninni fótspor verkal viðræður við þ þjóðarheillar a matarverð. Ég að það ættu að ekki rétt muna aðarmaður rík Loftsson, form arnefndar, sé Baugs? Ef for forseti, þá er þ ingunni að Sam hendur þau tæ skipa fyrir um skipta upp slík telur þess þörf muni neytenda herra voru þau grípa til þeirra ir ef, og aðeins irtækið misnot sína. Slíkar sa ar fram og til e skiptasemi stj meinsemd ísle Sjálfsmark! Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Málefnalegar áherslur viku f lýðskrumi, rangfærslum og a dróttunum sem erfitt verður sjá hvernig Ingibjörg ætlar a rökstyðja. FYRIRTÆKI OG PÓLITÍK „FRIÐUR Á OKKAR TÍMUM“ Fólk vill frið. Það er bæði réttafstaða og eðlileg. Fólk villekki stríð. Það vill ekki sjá á eftir börnum sínum í stríð. Það vill ekki fylgjast með fréttum um mann- dráp í stórum stíl. Þess vegna er barátta fyrir friði skiljanleg og eðli- leg. Áður en heimsstyrjöldin síðari hófst var krafan um frið mjög sterk í Bretlandi. Winston Churchill, sem síðar varð sá forystumaður Breta í heimsstyrjöldinni, sem talaði kjark í þjóð sína og leiddi hana til sigurs í bandalagi við Bandaríkjamenn og Sovétmenn, var utangarðsmaður í Bretlandi nokkur síðustu árin áður en Þjóðverjar hófu innrás sína í Pól- land. Hann varaði við því að Þjóð- verjar undir forystu Adolfs Hitlers stefndu á landvinninga í Evrópu og að lýðræðisríki Evrópu yrðu að grípa til varna. Á hann var ekki hlustað. Churchill var ekki vinsælasti stjórnmálamaður Breta á þessum árum. Það var þáverandi forsætis- ráðherra Breta, Neville Chamb- erlain. Hann fór til München að hitta Hitler og þáverandi forsætisráð- herra Frakka og sneri heim, veifaði hvítu blaði og sagði: Friður á okkar tímum.“ Hann var hylltur sem þjóð- hetja við heimkomuna. Þungu fargi var létt af Bretum. Allir vildu frið. Mótmælafundir víða um heim í fyrradag sýna, að fólk um allan heim vill frið og það er ekkert nýtt. Hins vegar er það því miður svo, að það eru alltaf einhver öfl að verki, sem vilja annað. Fyrir rúmum áratug hófust hern- aðarátök á Balkanskaga sem leiddu til ógeðslegra ódæðisverka. Enginn hefði trúað því að einungis hálfri öld eftir að þýzkir nazistar reyndu að útrýma Gyðingum yrðu áþekkar að- ferðir notaðar til þess að útrýma þjóðarbrotum á Balkanskaga. En það var gert og Evrópuríkin reynd- ust vanmáttug að stöðva það glæp- samlega framferði. Það gerðu Bandaríkjamenn. Með þessum orðum er ekki verið að líkja Saddam Hussein í Írak eða forystumönnum Norður-Kóreu við Adolf Hitler, þótt segja megi að ein- ræðisherrar nútímans hafi yfir margfalt öflugri vopnum að ráða en hann á sinni tíð. Það er hins vegar hægt að færa býsna sterk rök fyrir því, að það sé skynsamlegri stefna að afvopna ein- ræðisherra nútímans áður en þeir láta til skarar skríða. Neville Chamberlain var ekki lengi þjóðhetja í Bretlandi. Það kom í ljós að hann hafði rangt fyrir sér. Fyrst bauð hann Churchill sæti í stjórn sinni, sem Churchill þáði og síðar sagði Chamberlain af sér. Bandaríkjamenn eru ekki einir í heiminum og þeir þurfa á banda- mönnum að halda. Þeir eiga að leggja alla áherzlu á að samstaða Vesturlandaþjóða í stórum málum rofni ekki og að þeir fari að alþjóð- legum lögum. Það eru hins vegar of mörg dæmi um það, að þeir sem vilja frið hvað sem það kostar eða vilja ekki blanda sér í deilumál hafi rangt fyrir sér. Ef friðarstefna Chamberlains hefði ráð- ið ríkjum hefðu herir Hitlers lagt undir sig Bretland. Ef þeir hefðu ráðið ferðinni, sem vildu engin af- skipti af deilumálum þjóðanna á Balkanskaga hefðu milljónir verið drepnar þar til viðbótar. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá, sem telja, að ekki megi skerða hár á höfði grimmdarseggja, sem stjórna því miður enn einstökum ríkjum í heimsbyggðinni. Í samtali við Morgunblaðið í gær,sagði Björgólfur Thor Björgólfs- son spurður um ásakanir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og fleiri þess efnis, að stjórnmálamenn hefðu af- skipti af fyrirtækjum og málefnum þeirra: „Mér finnst frekar að fyrirtækin séu að troða sér inn í pólitíkina og halda því fram, að þau séu skotspónn eða fórnarlömb stjórnvalda. Ég næ þessu ekki. Ég hef ekki séð neinn stíga upp í pontu og gagnrýna fyr- irtæki og allar stofnanirnar fylgja í kjölfarið. Ég er ekki fyrir svona sam- særiskenningar.“ Í samtalinu er vísað til þess, að fyrrverandi borgarstjóri hafi máli sínu til stuðnings vitnað í ummæli Björgólfs Thors þess efnis, að mark- aðsöflin væru ekki í hávegum höfð hér á landi og að hér væri það pólitík- in sem réði. Um þetta segir Björg- ólfur Thor í samtalinu við Morgun- blaðið: „Ég var að tala um annað og engar forsendur fyrir því að útleggja orð mín þannig, að verið sé að ráðast á einhver þrjú fyrirtæki, sem hún nafn- greinir …mér finnst sum af þessum fyrirtækjum hafa verið að gera sig pólitísk. Og því miður hefur það tek- izt. Ég er ekki að segja að pólitíkin hafi verið að skipta sér af þeim; mér finnst þau hafa lent í sínum málum og sagt síðan að það hafi verið pólitík. Og núna er það gripið á lofti fyrir kosn- ingar.“ Það er óneitanlega bæði fróðlegt og gagnlegt að sjá hvernig þessar um- ræður horfa við ungum manni, sem fyrst og fremst hefur starfað í öðrum löndum í áratug og náð þar miklum árangri. Hann lítur svo á, að það séu einstök fyrirtæki, sem hafi verið að blanda stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum í sín málefni en ekki öfugt. Þetta er sjónarmið, sem ekki hefur komið til umræðu hér en þetta við- horf er forvitnilegt. Návígið hér á Íslandi er óþolandi fyrir marga þá, sem hafa mikil um- svif, hvort sem það er á vettvangi við- skiptalífs eða stjórnmála. Þess vegna bryddar meira á því en áður að ungir Íslendingar vilji frekar starfa í öðrum löndum en hér heima. Það er mikið umhugsunarefni fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.