Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 23
GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 23 Grensásvegi 22 • Sími 533 1122 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Vorum að fá í sölu nýtt glæsilegt ca 260 m² einbýlishús ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað í Skerjafirðinum. Húsið er á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum og einstökum innréttingum. Stórar stofur og út- gengt í fallegan garð. Eign fyrir vandláta. Tímapantanir vegna skoðunar í síma 533 1122. SKILDINGANES 17 JÓN Valur Jensson skrifar grein í Morgunblaðið laugardaginn 15. febr- úar sl. og spyr mig nokkurra spurn- inga, sem snerta arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar. Hér verður þeim svarað. 1. Heimsmarkaðsverð á áltonni er 1.370 dollarar, hefur hríðlækkað frá 2000. Getur Landsvirkjun treyst því að það hækki um 14% á 5 árum, upp í 1.564$, eins og James nokkur King spáir? Þótt hann sé sérfræðispámaður, spyr ég: Er öruggt að hann sé óháður hagsmunatengslum og spá hans þess verð að setja LV í áhættu til 40 ára? Svar: James King er ráðgjafi um þróun álverðs og umfang álframleiðslu í heiminum. Hann hefur getið sér gott orð og virðingar innan greinarinnar sem óháður ráðgjafi og spár hans eru notaðar til jafns af kaupendum sem framleiðendum. Þegar bornar eru saman spár James King og CRU er ekki hægt að sjá annað en að spár James King séu varfærnar. Hvort álverð er $1.410 eins og það er nú eða $1.564 segir ekki alla sög- una. Þannig er að verð á hrávöru- mörkuðum (s.s. áli) og verð á fjár- málamörkuðum (vextir) fylgjast að. Þannig lækkar verð á áli á sama tíma og vextir fara lækkandi og framlegð af rekstrinum ræðst af því hvernig þessi verðmyndun fer saman. Eins og markaðirnir hafa þróast frá árinu 2000 þá hafa vextir lækkað miklu meira en verð á áli. Fljótandi vextir (nafnvextir) í US$ eru t.d. nú aðeins 1,3%. Hér má bæta við að Landsvirkj- un gerir ráð fyrir lækkandi álverði og að meðalálverð á samningstímanum verði um 1.430 $/tn og að meðalvextir verði 5,15%. Álverð rétt eins og vextir þessa stundina er ekki talið til merkis um að langtímaspár um álverð og vaxtaþróun séu rangar. Fari svo að forsendur samninga breytist og verðmyndun ráðist af ein- hverjum óvæntum utanaðkomandi áhrifum eru í samningnum fyrirvarar og endurskoðunarákvæði sem ætlað er að taka á þeim tekjubreytingum sem af því leiðir fyrir þann aðila sem á hallar. 2. Hverju svarar þú þjóðinni ef ál- verð hækkar ekki, heldur stendur í stað og orkuverðið lækkar því, skv. samningi ykkar við Alcoa, úr tæpum 18 mills niður í tæp 15,8 mills (1,26 kr. á kWst), sem ylli því að virkjunin yrði rekin með millj- arðatapi? (Sjálf borgum við 7,68 kr./kWst) Svar: Hér eiga við sömu sjónarmið og í svari við 1. spurningu. Lágt álverð samfara lágu vaxtastigi skilar þeirri arðsemi sem að er stefnt en sveiflur í álverði og vextir fylgjast að. Varðandi mun á orkuverði til almennings og stóriðju þá verður að hafa í huga að verð á raforku til almennings er sam- sett úr nokkrum þáttum. Þar er heild- söluverð Landsvirkjunar til orku- veitna, fyrst í virðiskeðjunni en það er 3,18 kr./kWst. Síðan kemur dreifi- kostnaður og álag orkuveitna til not- enda og loks virðisaukaskattur en þá er verðið orðið 7,18 kr. Einnig ber að hafa í huga að orkusala til almennings byggist ekki á jafnri stöðugri notkun, jafnt á nóttu sem degi 365 daga á ári og því er nýting fjárfestinga í þeim til- vikum ekki eins góð og við raforku- sölu til stóriðju. Bera þarf saman verð til almennings og stóriðju á þeim for- sendum að mismunandi nýting fæst út úr fjárfestingunum í hvoru tilviki. Stóriðjufyrirtækin nota háa spennu og komast hjá dreifingarkostnaði sem er allt að helmingi smásöluverðs til neytenda. Benda má á að samkvæmt lögum er óheimilt að raforkusamn- ingar við stóriðju leiði til hærra verðs til almennings. Eftir því hefur að sjálfsögðu verið farið og iðnaðarráðu- neytið framfylgir því. Þá hafa stórar virkjanir og öflugt raflínukerfi vegna stóriðju leitt til betra og öruggara raf- orkukerfis og lægra verðs til almenn- ings hér á landi en víðast á Vestur- löndum. 3. Er LV að breyta forsendum sín- um? 6/12 mat hún t.d. fram- kvæmdina á 101,7 milljarða kr., 12/12 á 97 milljarða, eftir að tilboð Impregilo kom fram, en nú metið þið hana á 95,2 milljarða. Hvað lækkaði upphæðina frá 12/12? Svar: Stofnkostnaðaráætlun er sífellt í endurskoðun og reynt er að fara eins vandlega í alla þætti og kostur er. Eft- ir að samningar hafa verið gerðir við Impregilo stendur áætlunin nú í ríf- lega 95 milljörðum króna. Forsendur breytast að sjálfsögðu eftir því sem nákvæmari vitneskja fæst. 4. „Í skýrslu Sumitomo Mitsui Banking Co. sem unnin var fyrir LV í sept. 2001 var gert ráð fyrir að verkefnið yrði að þola 20% um- framkeyrslu í stofnkostnaði“, en „Impregilo hefur oft farið veru- lega fram úr tilboðum“ (Ól.S. Andrésson, Mbl.13/1). LV gefur upp að hækki stofnkostnaður um 10%, muni hreint núvirði lækka úr 6,6 milljörðum kr. um rúma 9 milljarða, þ.e. verða neikvætt! Getur þú sannfært borgarbúa og alþjóð um að áætlun ykkar fari alls ekki úr böndum? (Ítalirnir geta eðlilega gert miklar auka- kröfur vegna gangagerðarinnar, þar sem útboðsgögnin geta ekki lýst öllum þáttum sem eiga eftir að mæta bormönnum og greiða verður aukalega fyrir (göngin verða 70 km!). Svo segir mér Sveinn Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur, sem þekkir vel til virkjana- og verktakamála, og ályktar: „Við eigum eftir að sjá það innan tiltölulega skamms tíma að áætlanir þær sem lagt er af stað með munu reynast alltof lágar.“) Svar: Í stofnkostnaðaráætlun Lands- virkjunar er innifalið verulegt varúð- arálag þrátt fyrir að samningar við Impregilo liggi nú fyrir. Reynsla Landsvirkjunar hingað til hefur verið sú að áætlanir hafa gengið eftir bæði hvað kostnað varðar og tímaáætlun ólíkt því sem haldið er fram um inn- lend og erlend verkefni.. Eftir er að bjóða út um 50% af heildarkostnaði við verkið og er Landsvirkjun þess fullviss að hagstæð tilboð berist eins og reyndin hefur verið í fyrri verk- efnum Landsvirkjunar. 5. Í áætlun LV 6/12 var nefnt að vaxtabyrði á framkvæmdastigi væri ekki talin með. Er ekki enn eftir að reikna þá vexti (8–10 milljarða) inn í heildarkostnað? Hve mikið minnkar arðsemin við það? Svar: Vaxtabyrði á byggingartíma kem- ur að sjálfsögðu inn í núvirðisreikn- inga og þannig er tillit tekið til þeirra í arðsemisútreikningum. 6. Teljið þið með í stofnkostnaði allar rannsóknir, hönnun og undirbún- ing vegna Kárahnjúka á sl. árum? Ef ekki, eruð þið þá að brjóta þau lög LV að ekki megi færa á milli gróða af einni eða fleiri virkjunum til að greiða niður aðra? Væri það ekki niðurgreiðsla Alcoa í hag á kostnað almennings og fyrirtækja sem borga þá of hátt orkuverð? Svar: Bókfærður kostnaður vegna fyrri ára er talinn með. 7. Eru innifaldar í stofnkostnaði greiðslur til landeigenda fyrir af- not á landi, efnistöku og vatns- réttindi? Þær greiðslur, sem enn er verið að semja um, verða ekki smáaurar. Eru þau útgjöld í gefn- um kostnaðarforsendum LV? Svar: Í stofnkostnaði eru innifaldar áætl- aðar greiðslur til landeigenda. 8. Er ekki hætt við að ný og orku- nýtnari tækni sem er að komast í gagnið í rafskautabúnaði geti sparað svo orkukaup Alcoa, að þeir greiði ekki fyrir umtalaðar 4.704 GWst á ári, heldur allt niður í þau 85% sem Alcoa hefur ábyrgzt að kaupa (3.998 GWst)? Ef svo fer, minnkar það núvirði Kárahnjúkavirkjunar um 13.400.000.000 kr., það yrði nei- kvætt um 6,8 milljarða. Svar: Alcoa er það fyrirtæki sem lengst er komið með þróun á nýrri raf- skautatækni („inert anode“). Því má álykta að lengra sé í þessa tækni en margur ætlar í ljósi þess að fyrirtæk- ið er að reisa hér nýja verksmiðju sem byggir á nýjustu, en þó hefðbundinni tækni. Komi hins vegar ný tækni til sögunnar þá er það töluverð fjárfest- ing fyrir viðkomandi álver og langur tími líður þar til áhrifin koma í ljós. Þó svo að ný tækni komi til sögunnar sýnir reynslan að álver auka frekar framleiðslu sína en að draga úr orku- kaupum. Í samningum er síðan sér- staklega tekið á því að ef bylting verð- ur í framleiðslutækni má krefjast endurskoðunar orkuverðsins. 9. Er það ekki ótraust forsenda LV að matið á árlegum rekstrar- kostnaði virkjunarinnar og mót- vægisaðgerðum er ekki (að slepptum rannsóknakostnaði) 1,1–1,3% af stofnkostnaði eins og í öðrum virkjunum LV (sem væri þá um 1.045–1.260 milljónir kr.), heldur (skv. Eigendagreinargerð- inni) einungis 740 milljónir? Svar: Þetta er ekki rétt. Það er jafnan miðað við að viðbótarrekstrarkostn- aður vegna nýrra vatnsaflsvirkjana nemi 0,7% af stofnkostnaði. Í tilfelli Kárahnjúkavirkjunar er þessi kostn- aður um 0,8% þó svo að stærstu verk- þættirnir eins og stíflur og göng, sem bera sáralítinn rekstrarkostnað, séu meirihluti fjárfestingarinnar. Hér má einnig nefna að um 16 starfsmenn munu starfa við virkj- unina en það er sami starfsmanna- fjöldi og er nú í Blönduvirkjun enda virkjanirnar líkar um flest þó Kára- hnjúkavirkjun sé mun stærri. Árleg- ur rekstrarkostnaður Blöndu er hins vegar aðeins um 200 m.kr. 10. Gunnlaugur Jónsson fjármálaráð- gjafi (merkilegt nokk sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl.) segir í greininni Kárahnjúka- virkjun og ávöxtun (Mbl. 9/1) að ekki sé eðlilegt hjá LV að láta ávöxtunarkröfuna taka mið af vaxtakostnaði fyrirtækisins. „Ávöxtunarkrafan á að fara eftir áhættu verkefnisins“ og miða við aðra fjárfestingarkosti, segir hann. Fellstu á þau rök? Svar: Eins og margoft hefur komið fram miðar Landsvirkjun sína kröfu ann- ars vegar við þau lánskjör sem fyr- irtækinu bjóðast (að meðtöldu ábyrgðargjaldi) og hins vegar eðlilega arðgjöf af eiginfé. Mestu máli skiptir að eigendur fái viðunandi arðsemi fyrir sinn eignarhlut og 11% raun- arðsemi er að flestra mati nægileg eins og fram kemur í ákvörðunum eigenda um að ábyrgjast lán til virkj- unarinnar. Það er svipuð krafa og sambærileg fyrirtæki á Norðurlönd- um og víðar á Vesturlöndum gera. 11. Ekki dæmir GJ um frumforsend- urnar, áætlað ál- og orkuverð, stofn- og rekstrarkostnað, en ef það er rétt sem hér ofar var sagt um hættuna á lágu álverði og hærri stofnkostnaði, vaxta- og rekstrargjöldum, felur það þá ekki í sér að 5,5% nægir ekki sem ávöxtunarkrafa, heldur a.m.k. 8%? (Þær arðsemiskröfur gerir norska ríkið til vatnsaflsvirkjana og Reykjavíkurborg svipað til gufuaflsvirkjana.) Svar: Rekstur vatnsorkuvers og álverk- smiðju verður seint talinn til áhættu- rekstrar eins og dæmin og reynsla Landsvirkjunar sanna. Fáir deila nú um ákvörðun um byggingu Búrfells- virkjunar og álversins í Straumsvík á sínum tíma. Sé verið að vitna í skýrslu norska fjármálaráðuneytisins um arðsemi af einstaka framkvæmdum þá verður ekki betur séð en að 8% „ávöxtunarkrafa“ eigi eingöngu við eigið fé. Kárahnjúkavirkjun verður að miklu leyti fjármögnuð með lánsfé og eins og komið hefur fram er gert ráð fyrir 11% raunkröfu á eiginfjárhlut- ann, sem er allverulega hærra en 8%! 12. Var feluleikurinn með orku verðið til Alcoa vanhugsaður? Væri ekki nær að auglýsa í helztu viðskipta- blöðum heims að á Íslandi bjóðum við stóriðnaði raforkuverð upp á 22–23 mills, mun lægra en í N-Ameríku, og í búsílag ókeypis mengunarkvóta? Svo hefði mátt semja! Svar: Eins og alltaf reynir Landsvirkjun að fá sem hæst raforkuverð hverju sinni. Leynd um orkuverð er til þess fallin að bæta samningsaðstöðu Landsvirkjunar en ekki að „fela lágt orkuverð“ eins og stundum er haldið fram. Það segir sig sjálft að ef orku- verð væri ávallt upp gefið mundi nýr viðskiptavinur krefjast sama verðs og þeir aðilar sem væru fyrir. Krafan um að opinbera orkuverð er því síst til þess fallin að bæta arðsemina. Orku- verðið er aðeins ein forsenda af mörg- um mikilvægum og þegar upp er stað- ið er það arðsemin sem skiptir mestu máli. Álframleiðendur hafa ákveðið að staðsetja starfsemi sína á Íslandi vegna þess að við bjóðum hreina og endurnýjanlega orku, samkeppnis- hæft verð, greiðan aðgang að mikil- vægum markaði, stöðugt stjórnarfar, framfarasinnað samfélag og vel menntað vinnuafl. Um leið og ég þakka Jóni Val fyr- irspurnir hans og góðar óskir vona ég að framangreind svör skýri ýmislegt og upplýsi um það, sem oftast er rætt þegar arðsemi Kárahnjúkavirkjunar ber á góma. Svar við opnu bréfi Jóns Vals Jenssonar „Leynd um orkuverð er til þess fallin að bæta samnings- aðstöðu Landsvirkjunar en ekki að „fela lágt orkuverð“ eins og stundum er haldið fram.“ Eftir Friðrik Sophusson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.