Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 38
TURID, sem er frá Nor- egi, er að leita að föður- bróður sínum sem er lík- lega búsettur á Akureyri, eða börnum hans. Hann er líklega fæddur í kringum 1920. Segir hún að faðir hans – og afi hennar – hafi verið Aksel Oshaug, sjó- maður frá Melbu í Norður- Noregi. Ef einhver getur gefið Turid upplýsingar þá vinsamlegast skrifið til: Turid Oshaug, Svolvær, Lofoten, Norway. Félagar í Heimskórnum ÉG er að leita að fyrrum félögum í Heimskórnum því áformað er að hefja æf- ingar á ný. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Herdísi fyrir mánaða- mót á netfanginu: hjohan- @visir.is. Þakkir ÉG vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á skurðstofunni í Lágmúla 5, bæði Þóris Njálssonar læknis og annars starfs- fólks þar. Það fólk sem þarna vinnur vinnur fyrir kaupinu sínu. Ég hef lent í því að leita mér lækningar annars staðar þar sem maður þarf að borga til að fá aðstoð eða smá bros. Ættu aðrir að taka þau á skurðstofunni í Lágmúla sér til fyrirmyndar og óska ég þeim góðs gengis í framtíðinni. Með bestu kveðju, Ólöf. Góður súrmatur ÞÓTT seint sé og komið næstum að þorralokum get ég ekki látið hjá líða að lýsa ánægju minni með óvenju- lega góðan súrmat sem ég fékk í þorrablóti nýlega. Þeir hjá Norðlenska hafa aldeilis lagt alúð í að verka súrmatinn, þetta er hið langbesta af þessu tagi sem ég hef bragðað árum saman! Alltof oft situr maður uppi með súrmatinn vita bragðlausan nema þá helst með geymslubragði og lítið spennandi. Þeim hjá Norðlenska ber heiður og þökk fyrir og vonandi hafa sem flestir tök á að kynna sér þennan þjóðlega mat frá þeim. Ánægður neytandi. Panna með tveimur höldum GETUR einhver bent mér á hvar hægt sé að fá pönnu með tveimur höldum? Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar vinsamlega hafi sam- band í síma 557 1365. Eurovision-lög á geisladisk VIÐ erum tvær stelpur sem höfum verið að hugsa um hvort það væri ekki gaman að eiga þessi 15 ís- lensku Eurovision-lög á geisladisk. Því skorum við á íslenska plötuútgefendur að gefa út geisladisk með þessum lögum. Vonum við að útgefendur taki við þessum skilaboðum. Valgerður og Benta. Ferðafélagi óskast VIÐ erum tvær tvítugar stelpur að fara í 7 mánaða ferðalag um Asíu og Ástr- alíu í september 2003 til mars 2004. Ef þú hefur áhuga á að koma með sendu tölvupóst á ostur- @hotmail.com. Tapað/fundið Trefill í óskilum TREFILL úr pelsagarni fannst nálægt Sunnuhlíð í Kópavogi. Upplýsingar í síma 560 4253. GSM-sími týndist að Varmá SONUR minn glataði GSM-símanum í íþrótta- húsinu að Varmá sunnu- daginn 16.2. en þá var haldið fótboltamót drengja í 5. flokki. Drengurinn er alveg eyðilagður enda hafði hann lengi safnað sér fyrir símanum. Ef einhver hefur fundið símann er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band við Kristrúnu í síma 699 8664, einnig má skila símanum í íþróttahúsið að Varmá. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hver þekkir manninn? DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Richmond Park, Trit- on og Mánafoss koma í dag. Goðafoss og Arn- arfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arrow, Florinda og Napoleon koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Farið verður í Þjóðleikhúsið sunnud. 2. mars að sjá leikritið „Með fullri reisn“. Uppl. í Afla- granda 40, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað og opin handavinnustofa, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9 glerskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans, kl. 9–14 hár- greiðsla. Bingó í kvöld kl. 20 húsið opnað kl. 19. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Garðabæ. Aðalfund- urinn verður föstud. 21. febrúar í Kirkju- hvoli kl 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli. Pútt kl. 10 glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Bridsnámskeið kl. 19.30. S. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 10.30 helgi- stund, sýnt verður myndbandið Jesú, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Kl. 13–16 fatakynning. Fótaaðgerðir, hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtud. kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfsstöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.30 fyr- irbænastund. kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaik. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9. 30 gler- skurður og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia-æfing, kl. 13 handmennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitis- braut 58–60. Fundur kl. 17. Valdís Magn- úsdóttir kemur í heim- sókn. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 20. febr- úar, 51. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vitnisburðir þínir eru harla áreiðanlegir, húsi þínu hæfir heilagleiki, ó Drottinn, um allar aldir. (Sálm. 93, 5.) Drífa Snædal, sem skip-ar þriðja sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykja- vík norður, skrifaði grein á miðopnu Morgun- blaðsins á mánudaginn. Fyrirsögnin var „Millj- arðar í menntun og rann- sóknir“.     Þar gerir hún að um-ræðuefni „björgunar- aðgerðir“ ríkisstjórn- arinnar upp á sex milljarða króna, sem ætl- að er að draga úr at- vinnuleysi fram að virkj- unarframkvæmdum. Drífa gagnrýnir að fjár- mununum skuli varið til samgöngumannvirkja, í stað verkefna sem hún telur að beri betri ávöxt.     Drífa segir að umskammtímaaðgerð sé að ræða, sem gagnist körlum frekar en konum. „Þegar haft er í huga hvernig fjárins er aflað tel ég að nær væri að fjár- festa í því sem gefur arð til framtíðar: Menntun, rannsóknum og velferð- arkerfinu. Hvernig væri að nota tækifærið og hækka menntunarstig þjóðarinnar með því að bjóða þeim sem eru á at- vinnuleysisskrá upp á möguleika til aukinnar menntunar á öllum stig- um? Það myndi gagnast báðum kynjum jafnt, að ógleymdum þeim fram- tíðarhagvexti sem af því fengist.“     Drífa leggur til að óháð-ar rannsóknir og ný- sköpun hljóti fjármuni úr ríkissjóði. „Með því að efla rannsóknir og ný- sköpun getum við horfið frá þeirri nauðhyggju sem felst í steypu og stór- iðju og byggt upp fjöl- breytt atvinnulíf sem rúmar hið margbreyti- lega mannlíf sem hér þrífst.“     Rétt er það hjá Drífu, aðaðgerðirnar eru að- eins til skamms tíma, til að jafna sveiflur. Senni- lega er líka rétt hjá henni, að framkvæmdirnar verði fremur körlum til hags- bóta en konum, a.m.k. með beinum hætti.     En hvernig ætlar hún aðmeta hvað gefur „arð til framtíðar“? Drífa er ekki í neinni aðstöðu til þess. Vissulega hljómar vel að veita fjármuni í menntun, rannsóknir og velferðarkerfi. Enn ákjósanlegra væri þó að lækka skatta, svo þeir sem unnið hafi fyrir pen- ingunum geti sjálfir valið hvað sé arðbært, þegar um þeirra eigin peninga er að tefla.     Lægri skattar gagnastkonum jafnt sem körl- um. Fólk fær þá að njóta ávaxta erfiðis síns í ríkari mæli. Hér er um að ræða peninga fólksins í land- inu, peninga sem það hef- ur aflað með vinnu sinni. Ekki peninga stjórnmála- mannanna, sem eiga af- skaplega lítið undir því að þeim sé vel varið. STAKSTEINAR Hvaða framkvæmdir eru „arðbærar“? Víkverji skrifar... ÞEGAR Víkverji heyrði næstahversdagslega umræðu um búðarhnupl á dögunum í útvarpi, rifjaðist upp fyrir honum saga ein hrikaleg sem hann heyrði eigi alls fyrir löngu. Sums staðar í Afríku mun það nefnilega tíðkast í bæjum að taka á hnuplurum með þeim hætti að Íslendingum verður nóg um. Þá er ekki átt við að lögreglan eða dómstólar séu refsiglaðir þótt vel megi vera að svo sé, heldur eru það lýsingar af viðbrögðum al- mennings sem ganga fram af manni. Verði einhver uppvís af gripdeildum í fjölmenni, er hrópað „þjófur“ og er þá ekki að sökum að spyrja, allir sem vettlingi geta vald- ið reyna að hlaupa þjófinn uppi og takist það á hann ekki von á góðu. Dekki er brugðið um hann, bensíni skvett yfir mann og dekk og síðan kveikt í. Að slíku munu Íslendingar hafa orðið vitni að í austanverðri Afríku. Samkvæmt þessu hlýtur neyð sem engin leið er að gera sér í hugarlund að reka fólk út í hnupl. x x x Í ÓVEÐRINU á Austfjörðum íbyrjun vikunnar fór vindur í 50 metra á sekúndu þegar einna verst lét. Gömul tré rifnuðu upp með rót- um og þak fauk í einu lagi af a.m.k. einu húsi. Víkverji átti spjall við nokkra öldunga í Hafnarfirði þegar óveðursfréttirnar voru að berast á þriðjudag og minntist einn þeirra á svokallað Hrútahjallaveður, sem væri það versta sinnar tegundar á Seyðisfirði. Annar, sem fæddur var í „rokrassi“ fyrir vestan og hafði marga fjöruna sopið, minntist þó óveðurs sunnanlands sem hefði sannarlega staðið undir nafni. Mun það hafa verið fyrir um áratug. Þegar Víkverji spurði hann hvort þetta gæti hafa verið óveðrið í jan- úar 1991, taldi sá aldni það nefni- lega mjög sennilegt. Á yngri árum lenti hann í ægilegum stormi á heimaslóðum sínum og varð fyrir skothríð fjúkandi lausamuna sem hefðu drepið hann berhöfðaðan, en til allrar hamingju bar hann á höfði þykka skinnhúfu. x x x VÍKVERJI sá leikritið Maðurinnsem hélt að konan hans væri hattur á dögunum. Fróðlegt og reyndar stórfyndið leikrit um ýmsa geðræna sjúkdóma sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. En er grín gerandi að þessu? Reyndar ekki, en Víkverji upplifði verkið ekki þannig að verið væri að stilla sjúklingum upp sem aðhlát- ursefni í tvo tíma og búið. Þvert á móti. Víkverja finnst verkið hafa endurspeglað hann sjálfan og feng- ið hann til að hlæja að eigin fávisku í tvo tíma og búið. Sjaldan hefur Víkverji skemmt sér eins vel í leik- húsi. Hann varð hreinlega að þurrka sér um augun þegar Gunnar Hansson leikari tók eina rispuna. Morgunblaðið/Alfons Barist við náttúruöflin um hávetur á Ólafsvík. LÁRÉTT 1 fyndni, 4 borð um þver- an bát, 7 gægjast, 8 óver- andi, 9 lík, 11 tala, 13 vegur, 14 menntastofn- un, 15 smábrellur, 17 ást- argyðja, 20 frost- skemmd, 22 refsa, 23 heldur, 24 lélegan, 25 árás. LÓÐRÉTT 1 sjónauki, 2 skóflað, 3 straumkastið, 4 svall, 5 halda á lofti, 6 hindra, 10 svipað, 12 ílát, 13 skorningur, 15 stúfur, 16 bætir við, 18 leyfi, 19 lík- amshlutar, 20 sár, 21 kvendýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 útitekinn, 6 sting, 9 nátta, 10 jón, 11 aftra, 13 arman, 15 spöng, 18 skrum, 21 lok, 22 glufa, 23 efnað, 24 útsmoginn. Lóðrétt: 2 tvist, 3 tygja, 4 kenna, 5 nótum, 6 Ásta, 7 vagn, 12 Rán, 14 ryk, 15 segg, 16 öfugt, 17 glaum, 18 skegg, 19 runan, 20 mæða. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Morgunblaðið/Golli Bílaþvottur í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.