Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 33 Og alla tíð munum við varðveita allar yndislegu minningarnar um þig, í hjörtum okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Lára, Ólafur, Ómar Örn og Auður. Í dag kveð ég Löllu frænku mína. Hún var mjúk og hlý með stóran faðm og milt bros. Þegar ég var lítil vissi ég ekkert öruggara en að sofa fyrir ofan hana. Þegar ég lá á spítala í 6 vikur heimsótti hún mig á hverj- um degi, kom með strætó úr vinnunni eða leigubíl ef hún var sein fyrir. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum sendi hún mér þykkustu bækurnar sem hún fann því hún vissi hvað mér þykir gaman að lesa. Hún bróderaði marga dúka handa mér í gegnum ár- in. Fyrstu búskaparárin kunni ég ekkert allt of vel að meta þessa góð- semi og setti þá inn í skáp en núna finnast mér dúkarnir miklar gersem- ar. Lalla lét sig ekki muna um að sauma stafinn minn í á annan tug viskustykkja. Í dag kveð ég Löllu frænku mín. Hún var lífsglöð og kát og var sælust þegar hún var umkringd af ættingj- um og vinum. Heimilið í Fellsmúl- anum, þar sem hún, amma Esther og Bubba bjuggu, var annað heimili stórfjölskyldunnar. Við systurnar höfðum þau forréttindi að eiga heima á hæðinni fyrir ofan. Ef okkur líkaði ekki maturinn uppi, borðuðum við bara lítið og fórum svo til Löllu og kíktum í pottana þar. Oftast var eitthvert frændsystkin- anna 16 í heimsókn og því alltaf ein- hver að leika sér með. Stundum voru vinkonur ömmu í heimsókn og þá var gaman að sitja í horninu og hlusta. Skemmtilegast var þó að sitja í eld- húsinu hjá Löllu og spjalla. Í dag kveð ég Löllu frænku mína. Hildur Þóra. Núna þegar Lalla er farin hrann- ast upp góðar minningar úr Fells- múlanum um stundir sem ekki koma aftur. En fyrir þessar góðu minningar get ég verið þakklát og það er víst að þær munu seint gleymast. Fyrir stuttu fann mamma 20 ára gamla mynd af mér og Löllu þar sem ég er í læknisleik, með hlustunarpípu um hálsinn að sprauta í handlegginn á Löllu með gulri plastsprautu. Þessi mynd er dæmigerð fyrir minningu mína um Löllu, hún var alltaf til í að bregða á leik. Enda var alltaf tilhlökkunar- efni að koma í Fellsmúlann, þar sem bókin um Maju býflugu var falin í kolli sem líka var dótakassi, ásamt öðru dóti. Það mátti líka alltaf stóla á að fá eitthvað gott í munninn hjá Löllu. Elsku Lalla, nú er kveðjustundin runnin upp og hún er sárari en ég gat ímyndað mér. En ég veit að þér líður vel á himnum og þar tekur Bára systir á móti þér. Takk fyrir að vera amma mín. Ragnheiður Björgvinsdóttir. Lalla var amma mín. Í Íslendinga- bók er hún ömmusystir mín en í huga mínum og hjarta er hún amma mín. Hún ýtti mér í rólunni á leikvell- inum við Fellsmúlann, kenndi mér að meta kæsta skötu og fyrirgaf mér það að þykja brauðsúpa vond. Hún gaf okkur systrunum að borða þegar foreldrar okkar voru erlendis og sagði sögur frá sinni löngu ævi yfir kaffi og meðí sem aldrei var skorið við nögl. Hún æpti af gleði svo að undir tók í Kringlunni og allir sem þar voru staddir urðu varir við, þeg- ar ég hvíslaði því að henni að senn yrði hún langamma. Langömmu- stráknum gaf hún ást sína og hlýju það rúma ár sem þau deildu í þessu jarðlífi. Himnarnir grétu með okkur dag- inn sem hún var kistulögð en ég veit að fjölskyldan öll geymir innra með sér bjarta minningu um góða konu sem unni því mest að nýta hússtjórn- arskólamenntun sína og þjóna sínum nánustu. Bubba, Bára systir og amma Bára taka Löllu fagnandi hinum megin. Minninguna um Löllu ömmu mína geymi ég í hjarta mínu. Helga Dögg. Elskuleg Lára er farin. Nú hafa þær báðar, Björg og Lára, kvatt með stuttu millibili og langar mig að minnast þeirra beggja. Það er kannski ekki svo undarlegt þó stutt hafi verið á milli, svo sterkum böndum voru þær bundnar. Varla var minnst á aðra svo nafn hinnar kæmi ekki á eftir. Eftir margra ára samveru var lífið komið í fastan far- veg þar sem allt var í röð og reglu og gamlar og góðar hefðir í heiðri hafð- ar. Tómegt er í Fellsmúlanum en minningin lifir. Lára og Björg voru einstakar kon- ur hvor á sinn hátt. Allir sem þekktu Björgu vissu hvaða hæfileika hún fékk í vöggugjöf. Hæfileika sem þeir fengu að njóta á undursamlegan hátt sem til hennar leituðu. Margir eru þeir sem eiga henni mikið að þakka. Lára hafði sína sérstöðu. Alltaf glöð og kát miðlandi öðrum af sínum meðfædda kærleika, lét sér annt um allt og alla og auðgaði lífið í kringum sig á svo eftirminnilegan hátt. Ógleymanlegar eru þær stundir sem þær dvöldu hjá okkur hér í Laxár- hlíð. Alltaf var það jafn mikið til- hlökkunarefni þegar sumarið fór í hönd að fá þær til dvalar í nokkra daga. Oft var spurt; hvenær koma þær Björg og Lára? Þeirra stunda er ljúft að minnast og fyrir þær viljum við þakka og ekki síður að hafa feng- ið að njóta vináttu Láru og Bjargar, vináttu sem aldrei verður fullþökk- uð. Þessir tímar koma ekki aftur en þeim mun dýrmætari eru þeir. Ástvinum og aðstandendum öllum sendum við, fjölskyldan í Laxárhlíð, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja ykk- ur og styrkja. Blessuð sé minning Láru og Bjargar. Sigríður Guðmundsdóttir. Elskuleg Lára okkar er farin. Nú hafa þær báðar, Björg og Lára, kvatt með stuttu millibili og langar mig að minnast þeirra beggja. Það er kannski ekki svo undarlegt þó stutt hafi verið á milli, svo sterk- um böndum voru þær bundnar. Varla var minst á aðra svo nafn hinn- ar kæmi ekki á eftir. Eftir margra ára samveru var lífið komið í fastan farveg þar sem allt var í röð og reglu og gamlar og góðar hefðir í heiðri hafðar. Tómlegt er í Fellsmúlanum en minningin lifir. Lára og Björg voru einstakar kon- ur hvor á sinn hátt. Allir sem þektu Björgu vissu hvaða hæfileika hún fékk í vöggugjöf. Hæfileika sem hún miðlaði síðan á undursamlegan hátt til allra þeirra sem til hennar leituðu. Margir eru þeir sem eiga henni mik- ið að þakka. Lára hafði sína sér- stöðu. Alltaf glöð og kát miðlandi öðrum af sínum meðfædda kærleika, lét sér annt um allt og alla og auðgaði lífið í kringum sig á svo eftirminni- legan hátt. Ógleymanlegar eru þær stundir sem þær dvöldu hjá okkur hér í Laxárhlíð. Alltaf var það jafn mikið tilhlökkunarefni þegar sumar- ið fór í hönd að fá þær til dvalar í nokkra daga. Oft var spurt: Hvenær koma þær Björg og Lára. Þeirra stunda er ljúft að minnast og fyrir þær viljum við þakka og ekki síður að hafa fengið að njóta vináttu Láru og Bjargar sem gerðu svo mikið fyrir okkur á margan hátt. Þessir tímar koma ekki aftur en þeim mun dýr- mætari eru þeir. Ástvinum og aðstandendum öllum sendum við, fjölskyldan í Laxárhlíð, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja ykk- ur og styrkja. Blessuð sé minning Láru og Bjargar. Sigríður Guðmundsdóttir. Upp úr 1960 var Breiðagerðisskóli einn af nýju skólunum í Reykjavík og um skeið þeirra fjölmennastur. Þar var þá mikið og gott mannval, bæði í hópi nemenda og starfsfólks. Lára Sigurðardóttir var ein af þeim. Starfssvið hennar var matreiðsla fyrir starfsfólkið sem hún annaðist í rúmlega þrjá áratugi. En Lára var svo miklu meira. Flestir nemand- anna könnuðust við góðu konuna í eldhúsinu, starfsfólkið sem naut hlýju hennar og gæsku mat hana mikils og sumir tengdust henni vin- áttuböndum. Ég var ein af þeim og þau tengsl rofnuðu aldrei. Fyrir mér er Lára einhver besta kona sem ég hef kynnst, alltaf geisl- andi af alúð og velvild í garð annarra. Ég gleymi aldrei þeim áhrifum sem ég varð fyrir þegar ég sá hana fyrst, mér fannst hún svo móðurleg. Seinna komst ég að því að aldurs- munur okkar var ekki slíkur að hún gæti verið móðir mín. Þó hafði hún verið í móðurhlutverki í lengri tíma þrátt fyrir að eiga engin börn sjálf. Móðir Láru veiktist er hún var vart af barnsaldri og varð hún því að gegna hlutverki hennar að hluta gagnvart yngri systkinum sínum. Því hlutverki lauk aldrei því að af- komendum þeirra varð hún amma og svo langamma. Var fallegt að sjá hvernig stórfjölskyldan umvafði hana ástúð og umhyggju alla tíð þar til yfir lauk og endurgalt henni þann- ig fósturlaunin. Við þau öll vil ég segja: Nú er fögur sál laus úr hlekkj- um farins líkama. Gleðjumst. Hrefna Sigvaldadóttir. Það er svo skrýtið þegar maður horfir á eftir ástvini. Það er líkt og tómið taki yfir og tíminn stöðvast smástund. Þegar Lalla lést í síðustu viku voru það hugsanirnar um hve margar góðar stundir við áttum sam- an sem tóku yfir. Það rifjast upp 36 ár aftur í tímann þegar ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera einskonar ,,sendiherra“ fyrir Löllu. Mér var falið það hlutverk að kaupa í matinn fyrir kennaralið og starfsfólk Breiðagerðisskóla þar sem hún var matráðskona í mörg ár. Hún lét mig ætíð skrifa niður því enga vitleysu átti að kaupa. Hún var sparsöm, nýt- in en alls ekki nísk því aldrei leið henni betur en þegar hún gat gefið einhverjum að borða. Það þurfti allt- af að vera nóg fyrir alla. Mér var sagt það löngu seinna af samferða- fólki hennar úr Breiðagerðisskóla að þegar hún hætti hafi margt breyst í skólanum. Þann tíma sem ég fór í búðina fyrir Löllu frænku var mér alltaf þakkað með þeim hætti að mann langaði að gera eitthvað meira fyrir hana. Svo var uppskera erfiðis- ins að ég fékk að borða hjá henni, oft- ast í litla eldhúsinu í skólanum, en stundum fékk ég að sitja með kenn- urunum og þótti mér mikið til þess koma. Hún lagði líka áherslu á að vera kurteis við kennarana og starfs- fólk skólans og enn í dag spjalla ég við þetta samferðafólk Löllu þegar ég hitti það á götu. Lalla frænka var miklu meira en venjuleg frænka eða móðursystir. Hún var eiginlega miklu nær því að vera amma eða jafnvel mamma, en að mörgu leyti gekk hún mér í móð- urstað eftir andlát móður minnar. Hún átti stóran þátt í að halda saman stórfjölskyldunni, systkinum sínum og börnum þeirra, barnabörnum og öðrum niðjum með gömlum hefðum sem höfðu myndast á hennar upp- vaxtarárum með foreldrunum og systkinum sem hún átti stóran þátt í að ala upp, eftir að móðir hennar missti heilsuna. Það var oft kátt á hjalla í Fellsmúlanum, á páskadags- morgun eða á Þorláksmessu þegar það var opið hús hjá Löllu. Þá hittist fjölskyldan og Lalla sá um að allir færu vel mettir frá borði. Þá var hún í essinu sínu. Um tíma bjó ég og fjölskylda mín í sama húsi og Lalla. Þá hittumst við oft. Hún kom stundum í kvöldkaffi, bara til að spjalla og drekka kaffi ,,sem bragð væri af“ eða hún hóaði í okkur í mat. Ástæðan var oft að nú vildi hún vinna í happdrættinu eða hún hafði heitið á Róbert Orra með vinning sem hún hafði fengið og þá bauð hún til matarveislu. Þetta voru góðir tímar því við sátum stundum tímunum saman og töluðum um allt á milli himins og jarðar, en þó aldrei nein mjög alvarleg mál. Við nenntum því ekki. Það var líka miklu skemmtilegra að tala um eitthvað skemmtilegt. Léttleiki er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um hvernig viðmót hún hafði. Það var einsog vandamál væru ekki til í hennar orðaforða en ef hún gat á ein- hvern hátt gert eitthvað fyrir aðra, var það hennar líf og yndi því kær- leikur og skyldurækni var mjög sterkt í hennar fari. Það er mikill söknuður í hjartanu þegar ég hugsa um að ekki munum við eiga lengur samleið í þessu lífi. Ég er þess þó fullviss að hún fylgist með okkur og getur nú gert að gamni sínu með systur sinni, móður minni, sem lést 1981. Megi Guð fylgja henni á nýjum slóðum. Minn- ing hennar lifir áfram í hjörtum okk- ar. Pétur Steinn Guðmundsson, Anna Toher og Róbert Orri. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÖGNVALDAR LÁRUSSONAR, Höfðagötu 9a, Stykkishólmi, sem lést föstudaginn 7. febrúar, fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir, Brynjólfur Nikulásson, Gréta Rögnvaldsdóttir, Ingi Borgþór Rútsson, Valdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR fyrrverandi kennari, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Kristinn Hauksson, Helga Friðriksdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, Sigurjón Kristófersson, Vigfús Haukur Hauksson, Helga L. Valdimarsdóttir, Anna Aradóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR, Tangagötu 11, Stykkishólmi, sem lést fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á að láta Stykkishólmskirkju eða Hjartavernd njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu, Agnar Olsen, Rafnhildur Jóhannesdóttir, Kristín Jónsdóttir, Níels Jónsson, Ágúst Jónsson, Bryndís Bjarnadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigrún Sævarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR JÓNASSON, Hæðargötu 5, Njarðvík, sem lést fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 21. febrúar kl. 14.00. Anna Þórðardóttir, Laufey Gunnlaugsdóttir, Sigurður Jensson, Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir, Friðbjörn Júlíusson, Bylgja Gunnlaugsdóttir, Sverrir H. Geirmundsson, Borgar Már Gunnlaugsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.