Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góða skipulags- og leiðtogahæfileika og þér líð- ur best þegar þú hefur í nógu að snúast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að efla orku þína og gerir það best með því að fá nægan svefn og lifa heil- brigðu lífi. Þér tekst að brjóta vanann ef þú vilt það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna af erfiði þínu. En mundu að heimurinn stendur ekki kyrr. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Lánið leikur við þig þessa dagana og það er engin til- viljun því þú ert að uppskera það sem þú hefur lagt að mörkum að undanförnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur, því þegar moldviðrinu slotar um síðir stendur þú uppi sem sig- urvegari. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það vantar eitthvað í þá gátu, sem þú ert að glíma við. Farðu vel yfir stöðuna og þá finnurðu hvað vantar. Þar með er lykillinn að lausninni kominn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og ekkert geti staðið í vegi fyrir þér þessa stundina og það er vel en skjótt skipast veður í lofti og því skaltu vera við öllu búinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er komið að því að þú uppskerir eins og þú sáðir til. Taktu því fagnandi sem já- kvætt er en gerðu þér líka far um að læra af mistök- unum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú kemst langt á sjálfs- traustinu en farðu samt var- lega því að orðum þurfa alltaf að fylgja athafnir ef fólk á að trúa á þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið þurfið að sýna sérstaka þolinmæði í dag gagnvart hinu og þessu sem tefur ykk- ur við að þoka meginmálum áleiðis. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Gleymdu ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfan þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mjög mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Innsæi þitt er sterkt og það veitir þér svar við mörgum spurningum. Treystu því og þá muntu gera það sem rétt er þótt allt orki tvímælis þá gert er. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hinir látnu Æ hversu sætt þeir sálugu hvíla að hverra bústöðum hugur minn leitar, æ hversu sætt þeir sofa í gröfum djúpt til rotnunar í dupt of sokknir. Og syrgja ei lengur þar sorgir flýja allar, og gleðjast ei lengur þar gleði flýr öll, og blunda cypressum sorglegum undir, unz þá engillinn upp mun kalla. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli . Í dag,fimmtudaginn 20 febrúar, er sextug Inga Björk Halldórsdóttir sem dvelur nú á St. Franciskus- spítalnum í Stykkishólmi. Í tilefni afmælisins tekur hún á móti vinum og vanda- mönnum í Félagsbæ, Borgarnesi, milli kl. 15 og 17 laugardaginn 22. febrúar. Þessu glaðlegu stúlkur, Þórunn, María, Auður Edda og Sól- veig Matthildur, héldu hlutaveltu og söfnuðu 8.193 kr. til styrktar Barnaspítala Hringsins. Með á myndinni er bróðir Þórunnar. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. Be2 Dc7 8. a3 b5 9. g4 Bb7 10. f3 h6 11. Dd2 Rbd7 12. O-O-O d5 13. exd5 Rxd5 14. Rxd5 Bxd5 15. Hhe1 Hd8 16. Bxb5 Be7 17. Bf4 Db7 18. Bf1 O-O 19. g5 hxg5 20. Bxg5 Hb8 21. b4 Rf6 22. Bd3 Dd7 23. c3 a5 24. Hg1 Hfc8 25. Bc2 axb4 26. axb4 Da7 27. De3 Staðan kom upp í fjórðu skák Olís-einvígisins milli Hannesar Hlífars Stef- ánssonar (2.569) og Sergei Movs- esjan (2.663) og hafði sá síðarnefndi svart. 27...Da3+! 28. Kd2 Hxc3! 29. De5 Dxb4 30. Ke2 Dc4+ 31. Bd3 Hb2+ 32. Ke3 Rd7 33. Dxg7+ Kxg7 34. Bxe7+ Kh8 35. Hg4 Hxd3+ og svartur gafst upp. 3. umferð Stórmóts Hróksins hefst í dag kl. 17.00 á Kjarval- stöðum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. AFBRAGÐS tígulslemma úr næst síðustu umferð Flugleiðamótsins fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum pörum. Vestur gefur; NS í hættu. Norður ♠ K63 ♥ 1043 ♦ G5 ♣ÁG853 Vestur Austur ♠ G875 ♠ D109 ♥ ÁKD97 ♥ G8652 ♦ 8 ♦ D4 ♣D102 ♣974 Suður ♠ Á42 ♥ – ♦ ÁK1097632 ♣K6 Þetta var algeng sagnröð: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 3 hjörtu 5 tíglar Pass Pass Pass Í uppgjörinu á eftir mátti heyra umræðu um spilið víða: „Er rétt að stökkva í fimm tígla beint?“ „Á norður fyrir hækkun?“ Auðvitað er þetta allt spurning um stíl. NS eru á hættu og því má búast við að stökkið í fimm tígla sé byggt á mjög góðum spilum. En þau gætu þó ver- ið heldur óheppilegri, til dæmis eitt hjarta, tveir hundar í laufi og ÁDx í spaða. Og þá er slemman vonlaus. Sumir vildu meina að suður ætti að stökkva í fjögur grönd við þremur hjörtum til að sýna lágliti til að byrja með. Breyta svo væntanlegum fimm laufum makkers í fimm tígla, sem yrði þá túlkað sem mjög al- varleg slemmuáskorun í tígli. Góð hugmynd, en býð- ur heim misskilningi nema parið hafi rætt stöðuna vel. Bretinn Tony Forrester var einn fárra sagnhafa sem spilaði sex tígla. Sverrir Kristinsson yngri horfði á meistarann og hreifst ekki mjög af sögnum, en hafði þeim mun meira gaman af spilamennskunni. Sem er reyndar ekki flókin, því 12 slagir eru á borðinu og sá þrettándi kemur hvort sem laufið er trompað út eða gosanum svínað. En Forr- ester var að skemmta sér. Hann trompaði hjartaút- spilið og lagði niður tígulás og kóng. Vestur velti aðeins fyrir sér fyrsta afkastinu, en henti svo litlu hjarta. Þegar drottningin féll í austrinu var nokkuð ljóst að sagnhafi var með áttlit. Forrester spilaði tígultíu næst og nú lagði vestur frá sér spilin og íhugaði afkastið af gaum- gæfni. Eftir nokkra bið sneri Forrester sér að vestri og sagði íbygginn: „Það eru fleiri á leiðinni!“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Maðurinn minn er reyndar í fangelsi. En þú getur komið inn og beðið … MEÐ MORGUNKAFFINU HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þá er fjárhagsáætlunin tilbúin. Útgjöldin eru jöfn og tekjurnar ef þú færð 200 þúsund króna launahækk- un. ...heima N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation Auglýsing um styrki Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation mun á árinu 2003 verja um 3 millj. króna til að styrkja tengsl Íslands og Japans. Aðalega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna, en auk þess fáeinir á sviði menningar og lista. Styrki þessa má veita stofnunum og einstakl- ingum. Styrkirnir eru til verkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru ferða- styrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtíma- dvalar í Japan. Í umsókn, sem verður að vera á ensku, sænsku, norsku eða dönsku, skal gefa stutta en greinar- góða lýsingu á fyrirhuguðu verkefni ásamt fjár- hagsáætlun og meðmælum a.m.k. tveggja um- sagnaraðila. Auk þess verður að fylgja náms- og starfsferill umsækjanda og staðfesting frá samstarfsaðila í Japan og/eða þeim tengilið, sem skipuleggur dvölina þar. Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia- Japan Sasakawa Foundation tekur ritari Íslandsdeildar Helga Magnússon, Skeiðarvogi 47, 104 Reykjavík, sími 553 7705, fax 553 7570, við umsóknum og veitir allar frekari upplýsingar. Umsóknir skulu berast fyrir 20. mars 2003. RAÐAUGLÝSINGAR SJÁ EINNIG RAÐAUGLÝSINGAR Á NÆSTU SÍÐU Nýliðabrids á föstudögum Næsta spilakvöld hjá nýliðunum verður föstudaginn 21. febrúar kl. 20.00. Allir sem kunna undirstöðuat- riðin í brids eru velkomnir. Umsjón- armaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spila- félaga fyrir þá sem mæta stakir. Spilað verður alla föstudaga í Síðu- múla 37, 3. hæð. Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 2003 Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður haldið helgina 1.–2. mars. All- ir spila við alla, en lengd leikja fer eftir fjölda sveita. Þátttökugjald er kr. 10.000 á sveit. Íslandsmót yngri spilara í sveita- keppni verður spilað sömu helgi. All- ir spilarar fæddir 1978 eða seinna eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis. Bæði mótin byrja kl. 11.00 á laug- ardag og er spilað í Síðumúla 37, 3. hæð. Aðstoðað er við myndun sveita. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða á www.bridge.is. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 14. febrúar var spil- aður tvímenningur á fimm borðum. Úrslit urðu þessi: Jón Gunnarsson – Ólafur Gíslason 91 Sófus Berthelsen – Sverrir Jónsson 81 Hermann Valsteinsson – Jón Sævaldss. 80 Jón Pálmason – Ólafur Guðmundsson 75 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.