Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lára Inga Sig-urðardóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 11. júlí 1922. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar Láru voru Esther Helga Ólafsdóttir, f. 30. september 1900, d. 16. desember 1973, og Sigurður Pétur Guðbjartsson bryti, f. 10. desember 1900, d. 29. ágúst 1959. Systkini Láru voru: 1) Bára, f. 1. mars 1928, d. 31. maí 1982, eiginmaður Guð- mundur G. Pétursson, þau eiga þrjú börn, Esther Ragnheiði, Sig- ríði og Pétur Stein. 2) Ólafur, f. 8. nóvember 1934, eiginkona Auður Gunnarsdóttir, þau eiga sex börn, Svanhildi Maríu, Sigurð Pétur, Láru Ingu, Björgu Sigrúnu, Esth- er Helgu og Gunnar. 3) Halldóra, f. 24. mars 1936, eiginmaður Guð- mundur Þórðarson, þau eiga þrjú börn, Esther Helgu, Agnesi Þóru og Gunnar. 4) Jónas, f. 4. ágúst 1937, eigin- kona Helga Bene- diktsdóttir, þau eiga tvö börn, Benedikt og Jóhönnu. 5) Helga, f. 11. nóvem- ber 1940, eigin- maður Hallbjörn Þórarinsson, þau eiga tvær dætur, Hildi Þóru og Sigríði Esther. Lára gekk í Húsmæðraskólann á Ísafirði árin 1942–43. Hún starf- aði í nokkur ár hjá Mjólkursam- sölunni en frá 1961 starfaði hún sem matráðskona í Breiðagerðis- skóla og þar til 1992 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Lára var ógift og barnlaus. Útför Láru verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þegar andlát náins ættingja eða vinar ber að höndum skjótast gamlar minningar óhjákvæmilega upp í hug- ann. Þar sem ég sit við tölvuna birt- ast ýmsar minningar, ljúfar og góðar alveg eins og Lalla systir sjálf. Alltaf var hún reiðubúin að aðstoða ef eitt- hvað var um að vera eða okkur van- hagaði um eitthvað. Hún elskaði að hjálpa öðrum, þannig naut hún sín best. Mínar fyrstu minningar eru síðan ég fór með Löllu í sveitina til að hitta vini hennar. Hana munaði ekki um að taka stelpuna með þótt þetta ætti að heita sumarfríið hennar. Á ung- lingsárunum tók ég vini mína heim og Lalla hafði mat handa öllum hve- nær sem var og allir voru hjartan- lega velkomnir. Seinna þegar við systkinin komum með makana heim, urðu þeir systkini hennar Löllu líka. Börnin okkar urðu seinna börnin hennar, hún passaði þau og elskaði eins og þau væru hennar eigin. Á bolludaginn bakaði Lalla alltaf bollur handa öllum sem gátu komið og alltaf var nóg fyrir alla. Á páska- dagsmorgun safnaðist fjölskyldan saman hjá Löllu eftir messu og fékk súkkulaði og kökur. Oft var setið langt fram á dag við spjall og nota- legheit. Það var ómetanlegt að eiga Löllu sem systur, systur sem ég gat alltaf treyst hvað sem gekk á bæði í gleði og sorg. Hún helgaði líf sitt fjöl- skyldunni, hugsaði um mömmu okk- ar og móðursystur, hélt heimili fyrir þær og hugsaði um þær eins og þær væru prinsessur. Aldrei heyrði ég hana kvarta, hún gerði allt með glöðu geði. Þegar Lalla var orðin ein og heils- an farin að bila, hafði hún mestar áhyggjur af því að við ættingjarnir hefðum áhyggjur af henni. Hún sjálf vildi ekki verða byrði á neinum. Hún Lalla kvaddi þettta líf með fullri meðvitund og reisn til síðustu stundar og hélt í sína síðustu ferð heim til Drottins umvafin saknaðar- tárum allrar fjölskyldunnar. Takk elsku systir og mágkona og megi Drottinn vera með þér. Helga og Hallbjörn. Ég kveð í dag með söknuði móð- ursystur mína, Láru I. Sigurðardótt- ur, matráðskonu, sem lést 12. febr- úar sl. á Landspítalanum í Fossvogi. Við Lalla, eins og fjölskyldan kallaði hana alltaf, höfum alla tíð verið mjög nánar, hún var viðstödd þegar ég fæddist í Miðtúninu og ég var við- stödd þegar hún kvaddi þennan heim á Landspítalanum. Við áttum sinn afmælisdaginn hvor, ég 10. júlí en hún 11. júlí, hún stríddi mér oft og sagði að ég hefði ekki viljað eiga sama afmælisdag og hún. Ég tók það nærri mér þegar ég var lítil, en seinna vorum við sammála um það að betra væri að eiga sinn afmælisdag- inn hvor og halda tvær veislur. Við nutum þess báðar að vera í fjöl- skylduboðum. Lalla var stórkostleg kona, gjaf- mild, skapgóð og hjartahlý og vildi allt fyrir alla gera, en fannst alltaf óþarfi ef einhver vildi eitthvað fyrir hana gera. Hún var alla tíð í þjón- ustuhlutverkinu og kunni því vel. Hún var elst sex systkina og snemma tók hún að sér að sjá um heimilið fyrir afa og ömmu og taka virkan þátt í uppeldi yngri systkina sinna. Lalla giftist aldrei og átti eng- in börn, en samt átti hún stóra fjöl- skyldu og mörg ömmubörn og lang- ömmubörn. Við systkinabörnin, sem erum 16 áttum alltaf athvarf hjá henni, þegar foreldar okkur skruppu af bæ eða bara af því að við vildum vera hjá henni og ömmu. Oft var glatt á hjalla, fyrst í Miðtúninu, síðan í Ásgarðinum og eftir að afi dó fluttu þær amma, ásamt Bubbu ömmusyst- ur minni, í Fellsmúla 9. Á heimili þeirra var fasti punkturinn í fjöl- skyldulífi okkar og ekkert látið ógert til að efla fjölskylduböndin. Seint gleymist súkkulaðið og kökurnar á páskadagsmorgun, bollurnar á bolludaginn, skatan á Þorláksmessu eða bara kaffisopi yfir góðu og oft á tíðum háværu spjalli fjölskyldunnar. Það var líka alltaf hægt að hringja eða koma í Fellsmúlann og fá fréttir af fjölskyldunni, því Lalla gegndi því mikilvæga hlutverki að sjá um fréttaflutning innan hennar. Ef ein- hver veiktist eða barn fæddist þá vissi hún það alltaf og lét gjarnan boð út ganga. Nú reynir á okkur hin að sjá um að upplýsingar haldi áfram að berast. Lalla var mikil matmanneskja og naut þess að elda góðan mat, sem fjölskyldan og aðrir vinir nutu góðs af. Hún var aldrei kátari en þegar borðstofuborðið svignaði undan veisluföngunum og fjöldi fólks í heimsókn. Hún var líka mikil fé- lagsvera og hafði mjög gaman af því að fara í heimsóknir og njóta veiting- anna hjá öðrum, svo ég tali nú ekki um að fara á veitingahús og láta þjóna sér til borðs. Þegar heilsu hennar fór að hraka fyrir rúmu ári síðan, hafði hún oft að orði að sig langaði að hressast, „bara þannig“, að hún gæti farið á milli systkina sinna og okkar systkinabarnanna og notið þess að vera með okkur. Hún kom á sínum viljastyrk til okkar Björgvins á afmælisdeginum hans 28. janúar sl., sárþjáð en ánægð að hafa komist. Móðir mín var næst elst þeirra systkina og voru þær Lalla alltaf ákaflega samrýmdar. Þær hittust daglega í mörg ár þegar Lalla var matráðskona í Breiðagerðisskóla og við bjuggum í Steinagerðinu við hlið- ina á skólanum. Lalla kom á hverjum einasta morgni í hléi sem hún hafði í skólanum í kaffi og stundum kom hún við eftir vinnu. Þá fannst mér gaman að sitja í horninu við eldhús- borðið og láta lítið fyrir mér fara og hlusta á það sem þær voru að spjalla um, stundum var ég send fram, þá voru þær að ræða eitthvað, sem ekki var gott fyrir barnið að hlusta á. Þegar ég hugsa til baka eru þessar minningar um spjallið þeirra mér af- ar dýrmætar, því ég kynnist allra fjölskyldunni svo miklu betur með því að hlusta á þær. Þegar móður mín dó fyrir rúmum 20 árum má segja að Lalla hafi geng- ið okkur systkinunum í móðurstað, þó við værum orðin fullorðin. Börn- unum okkar var hún ætíð sem amma og þegar ömmustrákurinn minn fæddist fyrir ári síðan, var hún að sjálfsögðu langamma hans og gekk með mynd af honum í veskinu sínu. Lalla var ein trygglyndasta mann- eskja sem ég hef þekkt. Ef eitthvað bjátaði á hringdi hún kvölds og morgna í mig til að athuga hvernig mér liði og meðan heilsa hennar leyfði kom hún heim til mín og sá um mat og kaffi „til að létta aðeins undir með mér“, eins og hún kallaði það. Ég get aldrei fullþakkað henni allt það sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Lalla naut þess að ferðast bæði innanlands og utan og fór oft með afa, sem var bryti á Heklunni í ferðir með honum og tók þá gjarnan með einhvern annan úr fjölskyldunni. Þannig fór ég í mína fyrstu utan- landsferð, 10 ára gömul. Þeirri ferð mun ég seint eða aldrei gleyma. Í Spámanninum segir: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ Með þessum orðum kveð ég þig, Lalla mín. Þú varst mér og fjölskyldu minni sönn gjöf, sem ég þakka fyrir og bið góðan Guð um að blessa þig og varðveita. Esther R. Guðmundsdóttir. Það fylgir því einkennileg tilfinn- ing að setjast niður og skrifa kveðju- orð um Löllu móðursystur mína. Ógrynni minninga flýgur um hugann sem öllum fylgja góðar tilfinningar. Allt eru þetta skemmtileg minning- arbrot sem ánægjulegt er að rifja upp. Að hinu leytinu sest að mér tregi og hryggð við hugsunina um að njóta ekki samvista við hana lengur. Vegna erfiðra veikinda Löllu höfð- um við Kristján tekið hana inn á heimili okkar eftir langa sjúkrahús- vist. Þær vikur voru okkur dýrmæt- ar og ekki síst Merimu sem naut þess að hafa ömmu hjá sér heima. Það var augljóst að það var Löllu einnig mikils virði. Að taka á móti „ömmustelpunni“ þegar hún kom heim úr skólanum var hlutverk sem henni var tamt og hún kunni frá gamalli tíð. Það er ekki hægt að minnast Löllu án þess að nefna matargerð hennar. Við sögðum að það væri „löllubragð“ af matnum sem þýddi að maturinn var afar góður. Þessar síðustu vikur notaði ég tækifærið og reyndi að prófa mig áfram í gamalli matar- gerðarlist með tilsögn Löllu en alltaf vantaði þessa einlægni og alúð sem hún lagði í matargerð sína og henni einni var lagin. Lalla var afar glaðleg kona og hafði gaman af gríni og glensi, ekki síst sá hún spaugilegar hliðar á sjálfri sér. Hún gekk ætíð rösk og ákveðin til verks, vann störf sín hljóðlega og vandaði vel til þeirra. Óeigingirni, lítillæti og fórnfýsi voru eðlislægir þættir í hennar fari enda lét hún velferð og þarfir sinna nánustu ætíð sitja í fyrirrúmi. Hún vildi allt fyrir alla gera en krafðist aldrei neins sjálf. Þetta kristallaðist best í síðustu orðum hennar á dánarbeðinu „æ, Sigga mín, verst hvað þú hefur alltaf mikið fyrir mér“. Hún vildi aldrei láta fyrir sér hafa þótt hún þjónaði öðrum og gæfi sífellt af sínu stóra hjarta og góðvild. Hún hreykti sér aldrei af verkum sínum, fór aldrei í manngreinarálit. Mér dettur í hug það sem einn kennari minn sagði að lýsti eiginleikum góðgjarns fólks „það lítur á sig sem „venjulegt fólk“ og sér góðvild sem eðlilegan hlut og ekkert merkilegan“. Þannig var Lalla. Mér fannst Lalla alltaf elska skilyrðislaust og manneskja sem getur það hefur vald á tilfinningum sínum. Hún gekk mér í móðurstað þegar móðir mín lést, hún tók Kristjáni sem sínum tengdasyni, Úlfi tók hún eins og öðrum barnabörnum í fjöl- skyldunni og Merima var „ömmu- stelpan“ hennar. Það verður tóma- rúm hjá okkur nú þegar hún er farin en við munum ylja okkur við góðar minningar um göfuga, hjartagóða konu. Hvíl þú í friði. Sigríður Guðmundsdóttir. Elsku nafna mín og frænka okkar, Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Með þessu ljóði viljum við kveðja þig, elsku Lalla mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. LÁRA I. SIGURÐARDÓTTIR ✝ Vilborg Andrés-dóttir fæddist á Felli í Árneshreppi á Ströndum 8. mars 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 13. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- lína Guðbjörg Val- geirsdóttir, f. í Norðurfirði 16.7. 1900, d. 6.11. 1992, og Andrés Guð- mundsson, bóndi í Norðurfirði, f. í Munaðarnesi 11.9. 1982, d. 1.8. Vilborg fluttist til Akraness ár- ið 1950 og hóf búskap með Val- geiri Runólfssyni rafvirkjameist- ara, f. 31.10. 1923, d. 1.6. 1987. Börn þeirra eru: 1) Guðjón, f. 13.12. 1950, sambýliskona Hafdís Björk Hafsteinsdóttir, f. 1.12. 1959. Guðjón á fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Valgeir, f. 6.11. 1951, maki Lilja Þórey Þórðardóttir, f. 23.7. 1954. Val- geir á fimm börn og sjö barna- börn. 3) Sigurlína Björk, f. 15.5. 1955, maki Pétur Virgar Hans- son, f. 27.5. 1952. Sigurlína á fjögur börn og fjögur barnabörn. Vilborg stundaði fiskvinnslu ásamt húsmóðurstörfum m.a. hjá Fiskiver hf, Fiskverkun Þórðar Óskarssonar, Heimaskaga hf og síðast hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Útför Vilborgar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. 1974. Systkini Vil- borgar eru: Bernharð Adolf, f. 10.10. 1919; Guðný, f. 10.1. 1921, d. 31.1. 1921; Berg- þóra, f. 1.6. 1922, d. 30.4. 1992; Sigvaldi, f. 30.8. 1924, d. 7.1. 1998; Soffía Jakob- ína, f. 4.3. 1927, d. 18.4. 1962; Ólafur Andrés, f. 4.3. 1927; Guðmundur, f. 5.7. 1928; Benedikt, f. 14.3. 1933; Guðrún. f. 18.3. 1935, d. 13.6. 1999; og Eygló Gréta, f. 13.2. 1939. Nú er amma Villa farin. Það var hún búin að þrá í þó nokkurn tíma vegna veikinda sinna. Nú fær hún loks að hitta afa aftur og við vitum að henni líður betur. En eftir stend- ur minningin um góða ömmu. Við ætlum ekki að tala um allar góðu minningarnar með henni, heldur geymum við þær í hjörtum okkar. Með þessum fáu orðum viljum við fá að þakka henni fyrir allt. Fyrir okk- ur var hún kletturinn í hafinu. Megir þú hvíla í friði, elsku amma. Þínar Svava og Valborg. Elsku amma Villa. Mér þykir svo sárt að þurfa að kveðja þig en ég veit að þú hefur það svo miklu betra þarna hinum megin. Þú ert núna laus við alla verki, dregur andann djúpt og hlærð þínum dillandi hlátri. Með þér átti ég ógleymanlegar stundir og fyrir þær vil ég þakka þér. Hjá þér og afa Valgeir áttum við barnabörnin alltaf skjól og alltaf var gott að koma til ykkar og svo var líka eftir að afi dó. Það er örugglega glatt á hjalla hjá ykkur núna þegar þið eruð loks- ins sameinuð á ný. Þú varst farin að bíða eftir því að fá að fara og þess vegna get ég sætt mig við þetta allt. Þegar minn tími kemur munu þú og afi taka á móti mér með heitar pönnukökur, rjúkandi kakó og fullt af sögum. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Elsku amma. Með þessu litla ljóði vil ég þakka þér fyrir allar yndis- legu samverustundir okkar, vinskap og ást. Guð veri með þér. Þín Vilborg. VILBORG ANDRÉSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.