Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.20. Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 6. 400 kr 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.  RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar kl. 4. SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars-verðlaunaþ. á. m. besta mynd Kl. 8. Bi. 12. Sýnd kl. 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. Tveir stórhættulegir njósnarar eru að leita að hættulegasta vopni veraldar. Njósnari gegn njósnara í einni svölustu mynd ársins! Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 8 og 10.30. B. i. 12. Stórskemmtileg teiknimynd eftir frábærri sögu Astrid Lindgren. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Síðustu sýningar sýnd kl. 10.10. B.i.12. 400 kr. LEIK- og söngkonan Jennifer Lopez hefur aflýst þrennum tón- leikum í Bandaríkjunum og þykir það benda til þess að hún eigi von á barni með unnusta sínum Ben Affleck. Bandarísku dálkahöfund- arnir Rush og Molloy segjast hafa heimildir fyrir því að Lopez hafi af- lýst tónleikunum þar sem hún sé með barni en bæði Lopez og Affleck hafa marglýst því yfir að þau langi til að eignast barn saman. Talið er að stjörnurnar ætli að ganga í hjónaband í sumar og er Lopez sögð vonast til þess að kaþ- ólska kirkjan hafi þá fallist á að ógilda hjónaband hennar og fyrsta eiginmanns hennar, Ojani Noa. Borgaralegur skilnaður hennar og annars eig- inmanns hennar, Chris Judd, er hins vegar ný- lega genginn í gegn …Ma- donna er hætt við að heimila sjónvarpsmann- inum Martin Bashir að gera heimildarmynd um sig, eftir að hin umdeilda heimildarmynd Living with Michael Jackson var frum- sýnd. Madonna var sögð vera að íhuga að heimila gerð slíkrar mynd- ar, en nú segir talsmaður hennar slíkt ekki vera á dagskrá. Þá er haft eftir Madonnu að Bashir hafi að öllum líkindum bundið enda á feril sinn með myndinni um Mich- ael Jackson. Fyrirsætan Liz Hurl- ey, sem einnig hefur átt í samn- ingaviðræðum við Bashir, mun hins vegar enn hafa áhuga á að vinna með honum …Ákveðið hefur verið að gera mynd um síðustu daga gít- arhetjunnar Jimi Hendrix. Sá sem ætlar að taka að sér þetta krefj- andi verkefni heitir Paul Greengrass en hann hlaut Gull- björninn í Berlín í fyrra fyrir mynd sína Bloody Sunday. Myndin mun heita Cross Town Traffic og verður fjár- mögnuð með styrk úr breska lottó- sjóðnum. Myndin rekur síðustu dagana í viðburðaríkri en allt of skammri ævi Seattle-búans Hend- rix, þar sem hann var staddur í Lundúnum í september 1970. Ekki hefur verið gefið upp hvort búið sé að ráða í hlutverk Hendrix …Leik- konan Gwyneth Paltrow er flutt inn á kærasta sinn Chris Martin, söngvara Coldplay. Fregnir herma að Paltrow hafi á dögunum látið flytja allt sitt hafurtask úr íbúð sem hún leigir í Lundúnum heim til Martin, sem býr í Hampstead … FÓLK Ífréttum ÞRÁTT fyrir að stór- stjörnurnar hafi yf- irgefið tískuvikuna í London er enginn skortur á hæfi- leikafólki þar. John Galliano, Alexander McQueen, Stella McCartney og Luella Bartley sýna öll í París eða New York. Að vísu hafa ein- hverjir snúið aftur til heimahaganna. Suz- anne Clements og Inacio Ribeiro sýna í London á ný eftir að hafa haldið sig í Par- ís, upphaflega vegna hryðjuverkaárás- anna 11. september 2001. Blaðamenn víðs vegar að úr heim- inum sækja tískuvik- una og er aðsóknin góð að sögn skipu- leggjenda. Kaup- endur frá Henri Bendel eru á staðn- um og hönnuðurinn Patricia Field frá New York er líka í London í leit að nýj- um fatahönnuðum fyrir stúlkurnar í Beðmálum í borg- inni. Stjörnurnar hafa kannski yfirgefið staðinn en trúin á nýsköpunina, sem ávallt hefur fylgt London, er greini- lega en til staðar. Á meðal þeirra hönnuða og tísku- húsa, sem hafa vakið einna mesta athygli á yfirstandandi tískuviku eru Sophia Kokosalaki og Clem- ents Ribeiro. Má helst nefna að sýning hinnar grísku Kokosolaki vakti at- hygi fyrir kvenleika og klæðileika. Form- in, sem hún notar eru fremur auð- þekkjanleg enda byggir hún oft og tíðum á grískri sögu í sýningum sínum. Kokosalaki er ungur hönnuður, sem eftir hefur verið tekið. Ekki er við öðru að búast en að hún eigi enn frekar eftir að setja mark sitt á tískuheiminn. Tí sk u vi ka n í L o nd o n: H au st / ve tu r 2 0 0 3 –2 0 0 4 Í stjörnuleit Sophia Kokosalaki Clements Ribeiro Clements Ribeiro AP Sophia Kokosalaki Sophia Kokosalaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.